Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Side 10
10
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
Ríku leiötogarnir
Þessir menn koma allir viö sögu í þeim ágreiningi sem uppi er um framtíö bandalaga. Myndin er tekin á fundi leiötoga átta ríkustu þjööa heims sem haldinn var í Kanada. Klettafjöii eru í baksýn. Á
myndinni eru Bertusconi Ítalíuforseti, Schröder, kanslari Þýskalands, Bush Bandaríkjaforseti, Chirac Frakklandsforseti, Cretien, forsætisráöherra Kanada, Pútín Rússlandsforseti, Blair, forsætisráö-
herra Breta, og Kolzumi, forsætisráöherra Japans. Hann er sá eini sem ekki á beinan þátt í klofningi innan Nató og Evrópusambandsins en þjóö hans stendur aftur á móti ógn af kjarnorkuvæöingu
Noröur-Kóreu og er háö hernaöarstyrk Bandaríkjamanna, rétt eins og Evrópuþjóöirnar.
Bandalög klofna
óvissa tekur við
Saddam Hussein hefur lengi ver-
ið skaðræðisgripur í heimalandi
sínu og heijað á minnihlutahópa
og aðra, sem hann telur að ógni
veldi sínu, af óvæginni grimmd. í
sex ár börðust herir hans við
írana og hafðist ekki annað upp úr
því en mikið mannfall og hörm-
ungar. Sama má segja um hernám
Kúveits sem leiddi til Flóabardaga
og hinnar miklu niðurlægingar
sem íraski herinn mátti þola. En
harðstjórinn er enn við völd og er
að takast að brjóta niður það sem
áður var talið hverju herveldi
óvinnandi vígi; að splundra Nató.
Þessa dagana er engu líkara en
að stökkbreyting sé að verða á ver-
aldarsögunni. Neyðarfundir hjá
Nató komu ekki í veg fyrir að
þijár öflugar Evrópuþjóðir beittu
neitunarvaldi til að koma í veg fyr-
ir að varnir Tyrklands yrðu efldar
vegna yfirvofandi árásar Banda-
ríkjamanna og Breta á írak.
Ágreiningurinn er um það hvort
um varnaraðgerðir sé að ræða eða
árásarstríð á land í Asíu.
Á meðan beðið er eftir viðbrögð-
um Öryggisráðsins á fostudag við
skýrslu vopnaeftirlitsnefndarinn-
ar sem skoðað hefur herbúnað í
írak ganga skeytin á milii æðstu
manna Bandaríkjanna annars veg-
ar og Þjóðverja og Frakka hins
vegar. í þeirri orrahríð fer Rums-
feld, varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, fremstur í flokki og talar
eins og kjaftfor götustrákur þegar
hann telur Frakka og Þjóðverja
vera meðal helstu óvinaríkja
Bandaríkjanna.
Klofningurinn, sem er að verða
meðal vestrænna þjóða, á sér
dýpri rætur en hvort eigi að hefja
árásarstríð á írak fyrr eða síðar.
Áhrifamestu þjóðimar í Evrópu-
sambandinu etja kappi við efna-
hagsveldi Bandaríkjanna og evran
er farin að ógna dollarnum sem
helsti gjaldmiöill í heimsviðskipt-
um. Það er athyglisvert að banda-
rísk blöð og þarlendir hagfræðing-
ar fjalla mikið um efnahagsleg
áhrif sem stríöið við íraka hefur
og kemur til með að hafa. Þeir
velta fyrir sér hvort átökin auki
þann samdrátt
sem er í banda-
rísku efnahags-
lífi eða auki
Björn Bjarnason:
stórpólitísks eölis
„Ágreiningurinn innan NATO
er alvarlegur. Undirrót hans er
stórpólitísks eðlis. Frakkar vilja
ekki sætta sig viö ótvíræða for-
ystu Bandaríkjamanna á vett-
vangi heimsmála; að þessu sinni
hefur þeim tekist að fá Belga og
Þjóöverja til liðs við sig. Frakkar
búa ekki yfir neinum hemaðar-
mætti sem stenst samanburð við
hinn bandaríska en þeir vilja
minna á pólitískan mátt sinn með
sögulegri skírskotun. Þeir eru
hins vegar bæði að einangrast
innan NATO og Evrópusam-
bandsins. Verði NATO sniðgengið
vegna þessa og öryggi Tyrkja eflt
með einhliða ákvörðun Banda-
ríkjamanna, veikir það samstarf-
ið innan NATO en eykur gildi tví-
hliða samninga um öryggismál,
eins og varnarsamnings okkar og
Bandaríkjamanna.
hagvöxtinn með tilheyrandi bata.
En það er fyrst og fremst óvissan
sem einkennir þá umræðu alla.
Vestan hafs efast fæstir um skjót-
an sigur yfir Saddam og er helsta
spurningin hvernig innrásin fer
með efnahaginn og hvernig veijast
megi hryðjuverkum heima fyrir í
kjölfar hernámsins. Þau ríki í Evr-
ópu sem vilja draga innrásina á
langinn hyggja fremur að mannfalli
og þeim afleiðingum sem stríðið
kann að hafa í sambúðinni við hinn
íslamska heim. Annars eru ágrein-
ingsefnin mörg og sagan er á harða-
spretti inn í óráðna framtíð.
Óvænt bræðrabönd lifna við
Undarlegt bandalag er að mynd-
ast í Evrópu. Þjóðverjar, Frakkar
og Rússar hafa tekið höndum sam-
an í andstööunni við árás á írak.
Bretar, Spánverjar og ítalir standa
fast að baki bandarísku stríðsvél-
inni og nú hafa öll fyrrum leppríki
Sovétríkjanna í austanverðri Evr-
ópu lýst yfir fullum stuöningi viö
Hvíta húsið og áætlanir sem þar
eru gerðar um aðgerðir gegn
Saddam. Þau
ríki hafa fengið
aðild að Nató og
vilyrði fyrir inn-
Lára Margrét Ragnarsdóttir:
Vona aö
þessar þjóöir nái áttum
„Ég hef þungar áhyggjur af þróun
mála innan NATO. Ekki bara vegna
þess hvað maöur er að heyra heldur
ekki síður vegna þess hver atburða-
rásin hefur verið síðustu daga. Ég
vona að þessar þjóöir nái áttum og
það er mjög alvarlegt þegar svona
mál, eins og sérstaöa Þjóðveija,
Frakka og Belga veldur, kemur upp
á svo erfiðum tímum. Bandaríkja-
menn hafa nýlega komið til hjálpar
í Balkanlöndunum og þeir voru
ekki fyrr komnir þangað en gagn-
rýnisraddir heyrðust um hvemig
þeir höguðu sér. Eftir sem áöur er
alltaf kallað á þá. Það er mikil þver-
sögn í afstöðu þessara þriggja landa.
Þeir gagnrýna Bandaríkjamenn þeg-
ar þeir koma til hjálpar í Evrópu en
ég á eftir að sjá hversu hratt þeir
geta byggt upp eigin herafla ef
Bandaríkjamanna nýtur ekki við.“