Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 2003 11 DV Fréttir Og svo eru blöð vestra farin að gera því skóna að Banda- ríkin segi sig úr Nató. Þar með verður yfirburðahem- aðarmáttur samtakanna úr sögunni. En eftir situr Evr- ópa, klofin og sjálfri sér sundurþykk, bæði í hemað- arsamstarfi og innan út- víkkaðs Evrópusambands. Að splundra vestrœnum lýð- rœðisríkjum verður stærsti sigur Saddams Husseins, hvort sem hann lifir af inn- rásina eða ekki. Eða kannski er hann aðeins þœgilegur blóraböggull til að kenna um það ósam- lyndi sem uppi er milli áður náinna bandalagsþjóða. göngu í Evrópusambandið. Þarna hefur komið í ljós áberandi klofh- ingur, ekki aðeins milli Bandaríkj- anna og nokkurra Evrópuþjóða, heldur einnig innan ríkja í Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu og innan ríkja Evrópusambandsins. í Evrópu eru fleiri neyðarfundir boðaðir til að bera klæði á vopnin en fátt bendir til að þeir beri meiri árangur en þeir fundir sem þegar hafa verið haldnir. En fundurinn i Öryggisráðinu á föstudag getur skipt sköpum um hvort bandalags- þjóðirnar nái samkomulagi um að- gerðir. Ólík afstaða til íraks stafar með- al annars af efnahagshagsmunum. Frakkar og Rússar hafa lengi haft mikil viðskipti við íraka og náin samskipti á mörgum sviðum. Það er því eðlilegt að þeir kæri sig ekki Um að sjá landið rústað, stjómkerfi þess umtumað og að í kjölfar hernámsins taki við eitt- hvað sem enginn veit enn hvað verður, eða hvort ríkið tollir yfir- leitt saman. Afstaða Þjóðverja mót- ast fyrst og fremst af því að þeir eru á móti öllum stríðsreksti yfirleitt og eiginlega er það óhugsandi fyrir Græningja sem sitja í stjóm lands- ins að taka þátt í innrás í Asíuríki. Bandaríkjastjórn leynir ekki vonbrigðum sínum með afstöðu bandalagsþjóðanna í Evrópu og þykist svikin á örlagastundu. Vestra eru menn vanir að líta svo á að þeir fórni sér til að bjarga Evrópu frá sjálfri sér. Á öndverðri síðustu öld unnu þeir tvær styrj- aldir fyrir Breta og undir aldarlok lögðu Ameríkanar til meginher- afla til að koma á friði á Balkanskaga. Það er því von að þeim sárni þegar öflugar banda- lagsþjóðir í Evrópu neita að rétta þeim hjálparhönd á örlagstundu og ganga jafnvel í lið með óvinin- um, eins og látið er í veðri vaka að þær geri. Pútín Rússlandsforseti hefur verið á ferð í Vestur-Evrópu sam- tímis því að neyðarfundir eru haldnir í Nató. Fer vel á með hon- um og Schröder kanslara og Chirac forseta enda standa þeir fast saman i deilunni um hvort bombardera eigi írak nú þegar eða fresta því á meðan leitað er leiða til að koma Saddam frá völdum án sprengjuregns og blóðsúthellinga. Samskipti Rússa og þessara Vest- ur-Evrópuþjóða standa á gömlum merg og er kannski ekki alveg út í bláinn hjá kjaftasknum Rumsfeld, sem raunar er Þjóðveiji að lang- feðgatali og hefur gott samband við frændfólk í Þýskalandi þegar hann talar um hina gömlu Evrópu og hina nýju. Einhverjum kann aö koma það spánskt fyrir sjónir að í munni varnarmálaráðherrans eru fyrrum leppríki Sovétríkjanna hin nýja og framsækna Evrópa, að viðbættum Itölum og Spánverjum. Sé þetta rétt mat kunna að renna upp erfið- ir tímar í Evrópusambandinu þeg- ar fyrrum kommaríki, sem enn þjást af timburmönnum fyrri stjórnarhátta, gerast þar fullgOdir meðlimir. Yfirlýst stríð Bandaríkjamenn hafa staðið í stríðsátökum síðan árásin var gerð á tvíturnana og á Pentagon. Þá sögðu þeir allri hryðjuverka- starfsemi stríð á hendur og hafa ekki linnt látunum síðan. Ráðist var á Afganistan með sprengjum og dollurum og heima fyrir er var- að við óvinum í hverju skoti. En hermdarverkum í heiminum linn- ir ekki og illa gengur að ná til þeirra. sem að baki standa. Evrópumenn eru vanir hryðju- verkum og hafa mátt búa við þau áratugum saman og hafa jafnvel mátt standa í stríðsátökum í eigin löndum, eins og á Norður-írlandi. Meginlandsþjóðirnar hafa heldur ekki farið varhluta af hermdar- verkastarfsemi af ýmsum toga. Skammt er um liðið síðan Austur- Evrópuþjóðirnar máttu þola harð- ýðgi og ofbeldi eigin stjórnvalda án þess að gripið væri tÚ aðgerða gegn þeim, nema í Ungverjalandi og í minna mæli í Tékkóslóvakíu fyrir margt löngu. Viðhorf al- mennings í nær öllum Evópulönd- um eru því þau að innrás í írak leysi engan vanda nema síður sé. Hann er því ekki á því að hryðju- verkastarfsemi verði upprætt með sprengjukasti til að fæla einn harðstjóra, af ótalmörgum, frá völdum. í Bandaríkj- Jón Hákon Magnússon: Ekki annað verjandi en að ná sáttum „Ég held að þessi klofningur sé auðvitað mjög stemur fyrir samstöðu NATO-þjóðanna og ég fæ engan botn í það hvað vakir fyrir Þjóðveijum og Frökkum. Þessar þjóðir eru að skaða sig mikið innan Evrópu en þegar upp er staðið verður búið að ná sátt í mál- inu. Annað er ekki veijandi og það munu þessar þjóðir sjá þegar þær uppgötva að þær eru búnar að mála sig út í hom í þessu máli. Það mun nást sátt um vamir Tyrklands ef til stríðs kemur við Iraka. Bandaríkja- menn hafa bent á að svona áætlanir voru gerðar fyrir Þjóðverja sjálfa í kalda stríðinu svo þaö er mjög skrýt- ið að þeir vilji ekki taka þátt í því að skipuleggja vamir fyrir fyrki. Það er ekki verið að undirbúa stríð heldur vamaráætlun. Ég held að það muni nást sátt áður en til hugsanlegr- ar árásar á íraka kemur.“ Chirac Frakklandsforseti. Pútín Rússlandsforseti. Schröder, kanslari Þýskalands. unum eru viðhorfin önnur. Á illa útskýrðan hátt er árásin á tvíturn- ana tengd Saddam Hussein og árás á hann ekki aðeins réttlætanleg heldur brýn nauðsyn, þrátt fyrir að allir eiga að vita að þeir sem þar voru að verki komu frá „vina- þjóðunum" í Sádi-Arabíu og Eg- yptalandi. Þeir sem ráða ríkjum í Was- hington hafa bitið það í sig að Saddam verði að gjalda fyrir sví- virðilegar árásir á Bandaríkin og að það sé liður í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi að leggja ríki hans undir sig með illu ef ekki góðu. Öll áróðursmask- ína Bandaríkjamanna stendur að baki forseta sínum og er ófeimin að senda þeim bandalagsþjóðum tóninn sem ekki styðja árás á írak með ráðum og dáð. Klofin og sundurþykk Gjáin sem myndast hefur milli bandalagsþjóðanna í Ameríku og Frakka og Þjóð- verja sýnist óbrúanleg eins og stendur og Baldur Þórhallsson: Sátt milli þessara ríkja virðist fyrir bí „Eg tel mjög ólíklegt að Frakk- land, Þýskaland og Belgía muni standa gegn því að taka þátt í vöm- um Tyrklands ef til striðs kemur við íraka. Það hefúr ekki ríkt svo djúpstæður ágreiningur innan NATO síðan 1960, þegar Frakkar drógu sig út úr efnahagssamstarf- inu, en þetta kemur í framhaldi af vaxandi spennu milli ákveðinna Evrópuríkja og Bandaríkjanna sem hefúr verið mikil síðan Bush tók við embætti forseta. Eftir 11. september náðist ákveðin sátt milli þessara ríkja en hún virðist nú vera fyrir bí. Sagan segir okkur að hingað til hafi þessar þjóðir að lokum fylgt Banda- rikjamönnum. Ég minni á aö kosn- ingasigur Schröders í Þýskalandi byggöist ekki sist á andstöðu hans gegn stríðsátökum og það mótar mjög afstöðu þessara ríkja í dag.“ breikkar dag frá degi. Ef til vill á hún eftir að taka á sig aðrar mynd- ir þegar fram í sækir. Viðbrögð íslamska heimsins eiga eftir að koma í ljós ef írak verður hernumið af vildarvinum ísraela. Ekki aðeins viðbrögð nú- verandi stjórnenda landanna held- ur almennings og þar með kjós- enda þegar þar að kemur. Hvort það bræðrlag sem nú hef- ur myndast milli Þjóðverja, Frakka og Rússa heldur til lang- frama er opin spurning. En af- drifaríkast kunna að vera þau gjörólíku viðhorf sem við blasa á milli bandalagsþjóðanna í Nató og kannski ekki síður milli núver- andi og verðandi samstarfsríkja innan Evrópusambandsins. Og svo eru blöð vestra farin að gera því skóna að Bandaríkin segi sig úr Nató. Þar með verður yfir- burðahemaðarmáttur samtakanna úr sögunni. En eftir situr Evrópa, klofin og sjálfri sér sundurþykk, bæði í hernaðarsamstarfi og innan útvíkkaðs Evrópusambands. Að splundra vestrænum lýðræð- isríkjum verður stærsti sigur Saddams Husseins, hvort sem hann lifir af innrásina eða ekki. Eða kannski er hann aðeins þægi- legur blóraböggull til að kenna um það ósamlyndi sem uppi er milli áður náinna bandalagsþjóða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.