Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Side 26
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 Hjörvar frá í sumar Hjörvar Hafliöason, sem varði mark Valsmanna í 1. deildinni í knattspyrnu á sl. leiktíö, veröur frá knattspyrnuiðk- un allt þetta ár. Hjörvar er með slitin krossbönd og mun gangast undir upp- skurð á næstunni. Hann verður ekki klár að nýju fyrr en eftir næstu áramót. Ólafur Þór Gunnarsson, fyrrum Skagamaður, gekk í raðir Vals á dögunum og stendur hann á milli stanganna í úrvalsdeildinni í sumar. -JKS HK-Fram 40-39 1-0, 6-6, 10-14, (15-16). 15-18, 21-21, 28-24, 29-29. 30-29, (31-30). 32-30, 34-32, 34-34. 34-86, 37-30, 40-39. HK; Mörk/viti (skot/víti): Jaliesky Garcia 11/1 (21/2), Ólaftir Víöir Ólafsson 8/1 (15/1), Már Þórarinsson 6 (8), Samúel Árnason 6 (9), Al- exander Arnarson 5 (6), Vilhelm G. Berg- sveinsson 2 (4), Atli Samúlsson 2 (7). Mörk úr hraöaupphlaupum: 10 (Samúel 3, Már 3, Alexander 2, Atli, Vilhelm). Vitanýting: Skoraö úr 2 af 3. Fiskuö viti: Alexander 2, Atli. Varin skot/víti (skot á sig): Björgvin Gústavsson 3 (17/1, hélt 2, 27%,), Arnar Freyr Reynisson 15 (40/1, hélt 5, 35%) Brottvisanir: 16 mínútur. Dómarar (1-10): Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Páls- son (8). Gœöi leiks (1-10): 9. Áhorfendur: 750. Maöur leiksins: Alexander Arnarson, HK. Fram: Mörk/viti (skot/viti): Hjálmar Vilhjálms- son 10 (16), Valdimar Þórsson 8 (18), Þorri Bjöm Gunnarsson 6 (7), Héöinn Gilsson 5/1 (9/1), Björgvin Björgvinsson 4 (6), Guöjón Drengsson 4/1 (6/2), Haraldur Þorvaröarson 2(2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 6 (Haraldur 2, Björgvin 2, Valdimar 2, Guöjón, Þorri) Vítanýting: Skoraö úr 2 af 3. Fiskuö viti: Þorri 2, Valdimar. Varin skot/viti (skot á sig): Sebastian Al- exandersson 22 (61/2, hélt 7, 35%), Magnús Gunnar Erlendsson 1 (4, hélt, 25%) Brottvisanir: 14 mínútur, Björgvin rautt. Sigurður frá í 4-6 vikur? Sigurður Bjamason, landsliðs- maður í handknattleik og leik- maður þýska liðsins Wetzlar, meiddist á æfingu með liðinu í fyrrakvöld og er óttast að liðþófl í hné hafi rifnað. Ef það reynist niðurstaðan verður Sigurður frá keppni í 4-6 vikur. Um er að ræða sama hnéð og Sigurður meiddist á í heimsmeistara- keppninni en hann sagðist í sam- tali við DV hafa verið búinn að ná sér alveg þegar þetta gerðist nú. „Það er ömurlegt að lenda í þessu en ég get ekki stigið í löpp- ina. Ég fæ endanlega niðurstöðu um það hvað gerðist í raun þeg- ar ég fer í speglun í dag. Ég ætla rétt að vona að krossbandið hafi haldið en liðið má varla við því að fleiri leikmenn lendi á sjúkra- lista. Ástandið í þeim efnum er ískyggOegt en 4-5 lykilmenn eru frá þessa dagana. Liðið á erfiða baráttu fram undan og stefnan úr þessu er að liðið haldi sæti sínu í deildinni," sagði Siguröur Bjamason i samtali við DV. -JKS Kiel vann Essen Kiel vann Essen, 34-27, í þýsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik í gærkvöld. Stefan Lövgren skoraði 7 mörk fyrir Ki- el en Dimtri Torgawanov skor- aði 8 mörk fyrir Essen. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir Essen en Patrekur Jóhannesson var ekki meðal markaskorara. Olsson hættir hjá Kiel Svíinn Staffan Olsson gaf þá yfirlýsingu út í gær að hann myndi hætta að leika með Kiel í vor og halda heim til Svíþjóðar í 8-liða úrslitum þýsku bikar- keppninnar sigraöi Göppingen 2. deildarliðið TuS Spenge, 37-25, Wallau Massenheim sigraði Gummersbach, 33-31. Sigurliðin eru komin í undanúrslit. Framarinn Valdimar Þórsson sækir að Jelisky Garcia í leik liöanna í Digranesi í gærkvöld. Hátt í átta hundruð áhorfendur voru á leiknum. DV-mynd Sigurður Jökull - HK í úrslit bikarsins eftir tvíframlengdan leik við Fram í Digranesi Þeir gerast ekki flottari leikimir en sá sem leikmenn HK og Fram buðu upp á í Digranesinu í gær- kvöld. Þá tryggðu Kópavogspiltar sér sæti í úrslitaleik bikarkeppn- innar í handbolta eftir hreint magn- aðan og tvíframlengdan leik Þetta verður annar bikarúrslitaleikur HK en fyrir tveimur árum beið það lægri hlut fyrir Haukum en þetta lið nú er talsvert sterkara en þá og möguleikar þess á fyrsta stóra titlin- um em því góðir. Fram undir miðjan fyrri hálfleik var jafnræði með fiðunum en þá tóku gestimir góðan kipp og náðu mest fjögurra marka forskoti, 10-14. Þeir spiluðu hratt og ákveðið en voru frekar miklir klaufar að fara ekki með meira forskot til leikhlés- ins en þá munaði aðeins einu marki, 15-16. Framarar héldu svo frumkvæðinu framan af síðari hálf- leik en heimamenn voru aldrei langt undan. Þeir náöu svo að jafna og komust yfir á 13. mínútu hálf- leiksins og þremur mínútum seinna var forskot þeirra orðið þrjú mörk. Allt stefndi svo í öruggan sig- ur HK en á síðustu tíu minútum venjulegs leiktíma skoruðu Framar- ar funm mörk í röð og komust yfir, 28-29. Már Þórarinsson jafnaði þeg- ar ein mínúta var eftir og Framarar nýttu lokamínútuna illa og framlenging því staðreynd. í fyrri framlengingunni virtust heimamenn hafa þetta í hendi sér og voru tveimur mörkum yflr, 34-32, þegar rúmlega ein mínúta var eftir. Framarar neituðu að gefa eftir og Héöinn Gilsson jafnaði eftir aukakast þremur sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Framarar voru síðan í nánast svipaðri stöðu í seinni framlenging- unni og HK var í þeirri fyrri; voru tveimur mörkum yfir þegar rúm- lega tvær mínútur voru eftir og ein- um manni fleiri. Þá sýndu feikmenn HK hvað í þeim býr og þeir jöfnuðu mínútu síðar. Framarar fengu svo kjörið færi til að komast yfir en taugaspennan fór illa með þá og HK héft í fokasóknina. Tveimur sekúnd- um fyrir leikslok skoraði siðan Al- exander Arnarson sigurmarkið af miklu harðfylgi inni á línunni eftir að hafa fengið frábæra sendingu ffá Ólafi Viði Ólafssyni. Þar með lauk frábærri skemmtun sem bæði lið mega vera stolt af. Framarar voru að vonum hnípn- ir eftir þessa niðurstöðu, þeir voru með þetta í hendi en hélst ekki á; þeir geta þó borið höfuð hátt. Sebastian Alexandersson var góður í markinu og Þorri Björn Gunnars- son og Valdimar Þórsson voru drjúgir. Liðsheild Framara var góð en bestur þeirra var þó Hjálmar Vil- hjálmsson og hann hélt á tímabili sínum mönnum inni í leiknum upp á sitt eindæmi og mörg marka hans voru virkilega glæsileg. Jaliesky Garcia lék vel hjá HK þrátt fyrir stranga gæslu og þeir Már Þórar- insson og Samúel Ámason voru sprækir í homunum. Amar Freyr Reynisson var ágætur í markinu og Ólafur Víðir Ólafsson sýndi á köfl- um frábæra takta. Liðsheifd HK var frábær og þar fór fremstur í flokki baráttuhundurinn Afexander Amarson og hann kórónaði góðan leik með sigurmarki. Ámi Jakob Stefánsson, þjálfari HK, var rétt í þann mund sem blaðamaður náði tali af honum að koma ofan úr sjöunda himni: Banhungraöir „Þessi bikarsaga okkar þetta tímabilið er ævintýri líkust, sigur- inn á móti ÍR í síðustu umferð var ótrúlegur og svo þessi magnaði leikur. Staðan var orðin slæm hjá okkur alveg í restina en viljinn í þessum strákum er bara svo rosa- legur eins og lokakaflinn sannaði. Bikarúrslitaleikurinn er stærsti leikurinn á tímabilinu og ég fór í hann fjögur ár í röð með KA og veit að það er ótrúlega skemmtilegt og ekki verður síðra að fara með þessa stráka í Höllina. Við fórum ban- hungraðir í bikarúrslitaleikinn og það kemur ekkert annað til greina en að hirða bikarinn. Ég vil þakka Frömurum fyrir frábæran leik og hrósa þeim fyrir baráttuna," sagði nánast raddlaus Ámi. -SMS Alexander Arnarson: Þakka áhorfendum stuðninginn Alexander Arnarson var enn í sigurvímu, sem vonlegt var, þegar DV-Sport ræddi við hann rétt eft- ir leik: „Nú veit ég hvemig Samma leið þegar hann skoraði sigurmarkið á móti ÍR í bráðabana í síðustu umferð. Við vorum ábyggilega svolítið heppnir í restina, einum færri og tveimur mörkum undir, en þetta sýnir bara hvað barátt- an, trúin og samheldnin getur komið manni langt. í leikjum bökkuðum við hver annan enda- laust upp og á æfingum rífumst við eins og hundar. Ég vil endi- lega þakka áhorfendum rosalegan stuðning og vonast til að þeir íjöl- menni í Höllina þamæstu helgi og styðji okkur alla leið,“ sagði hetj- an Alexander. -SMS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.