Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Side 27
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003
27
4
Miklar sveiílur í leik Vals og Aftureldingar á Hlíöarenda í gærkvöld:
Engir kjúklingar
- Afturelding á leiö í bikarúrslit eftir sigur á Val í dramatískum leik
Lið Aftureldingar bjargaði slöku
tímabili í Essó-deildinni í gærkvöld
þegar það lagði topplið deildarinn-
ar, Val, á heimavelli þess í undanúr-
slitum SS-bikarkeppninnar. Mosfell-
ingar höfðu öll völd á vellinum í 40
mínútur en Valsmenn komu til
baka og jöfnuðu skömmu fyrir leiks-
lok en það dugði skammt þar sem
gestimir tryggðu sér dramatískan
sigur, 22-23, á lokamínútunum.
Hörkuvörn gestanna
Það var ljóst strax á upphafsmín-
útum leiksins að Mosfeliingar ætl-
uðu að selja sig dýrt því þeir komu
dýrvitlausir til leiks og spiluðu
grimma 5:1 vöm á heimamenn sem
virtust slegnir út af laginu. Þegar
Valsmenn höfðu áttað sig á því að
leikurinn var hafinn voru Mosfell-
ingar búnir að gera fjögur fyrstu
mörk leiksins og það voru fimm
mínútur liðnar af hálfleiknum þeg-
ar Markús Máni skoraði fyrsta
mark þeirra í leiknum.
Smám saman komust Valsmenn
síðan inn í leikinn og það eingöngu
fyrir einstaklingsframtak þeirra
Markúsar og Snorra Steins því
sóknarleikurinn var ekki burðugur
og vægast sagt fátt um fina drætti á
þeim bænum. Það voru 7 mínútur
eftir af hálfleiknum þegar Ásbjörn
Stefánsson skoraði fyrir þá en fram
að því höfðu þeir Markús og Snorri
einir séð um markaskorunina fyrir
heimamenn.
Það var siðan Daði Hafþórsson
sem skoraði tvö síðustu mörk hálf-
leiksins og fóru Mosfellingar með
fimm marka forystu inn í leikhlé,
10-15.
Valsmenn vakna
Það var fátt sem benti til annars í
upphafi síðari hálfleiks en Mosfell-
ingar færu með öruggan sigur af
hólmi því þeir héldu áfram að leika
frábæra vöm á Valsara sem voru
ákaflega ráðleysislegir í sókninni
sem fyrr.
Þegar tæpar tíu mínútur voru
liðnar af síðari hálfleiknum náðu
leikmenn Aftureldingar 7 marka
forystu, 13-20, og allt lék í lyndi hjá
þeim.
Þá hófst endurkoma Valsmanna.
Aðrir leikmenn liðsins en Snorri og
Markús tóku allt í einu upp á því að
skora, Roland hrökk í gírinn og fór
að verja og smám saman söxuðu
þeir á forskot gestana.
Þegar fimm mínútur voru eftir
minnkaði Markús Máni muninn í
eitt mark fyrir heimamenn, 21-22,
og við það tók Bjarki Sigurðsson,
þjálfari Aftureldingar, leikhlé. Illa
gekk að stöðva klukkuna og varð að
ræsa hana á ný og tók það ferli um
fimm mínútur þannig að hitinn í
mönnum minnkaði fyrir vikið. Ekki
tókst Aftureldingarmönnum að
skora í næstu sókn og þegar 2 og
hálf mínúta lifði leiks jaínaði Snorri
leikinn, 22-22, úr vítakasti.
Daði Hafþórsson kom þá sterkur
upp og skoraði fyrir gestina og kom
þeim yfir á ný.
Mikill darraðardans var stiginn á
lokasekúndunum þar sem bæði lið
fengu tækifæri til að skora og það
var Markús sem tók síðasta skotið
fyrir Valsmenn en Reynir Þór varði
slakt skot Markúsar og í sömu
andrá rann leiktíminn út. Mosfell-
ingar stigu trylltan striðsdans af
fögnuði enda munaði litlu að þeir
hefðu klúðrað unnum leik.
Daöi og Atli sterkir
Daði Hafþórsson var manna best-
ur hjá gestunum. Hann spilaði frá-
bæra vörn og skoraði mörkin sem
skiptu máli fyrir Aftureldingu. Atli
Rúnar Steinþórsson var einnig frá-
bær sem fremsti maður í vöm gest-
ana og kláraði sín færi í sókninni.
Þjálfarinn Bjarki Sigurðsson átti
góðan fyrri hálfleik en hamurinn
rann af honum í þeim seinni. Reyn-
ir Þór var einnig drjúgur í markinu.
Geir ósáttur
Geir Sveinsson, þjálfari Vals-
manna, var þungur í brún í leiks-
lok.
„Þetta er mikið svekkelsi. Mos-
fellingar mættu gríðarlega grimmir
til leiks og voru greinilega vel und-
irbúnir en við vorum ekki jafn-
snarpir og ég hafði vonast eftir,“
sagði Geir en hann var langt í frá
sáttur með dómgæsluna í leiknum.
„Ég legg það ekki í vana minn að
gagnrýna dómgæsluna í fjölmiðlum
en mér fannst halla virkilega á okk-
ur í þessum leik. í fyrsta lagi komu
dómaramir allt of seint á staðinn
sem er til háborinnar skammar. í
annan stað þá fannst mér þeirra
frammistaða halla virkilega á okk-
ur. Eins og ég segi þá hef ég ekki
lagt það i vana minn að gagnrýna
dómara í fjölmiðlum en ég ætla að
gera það núna þar sem það var mik-
ið í húfi hjá mér og það að dóm-
gæslan geti ekki verið betri en
þetta veldur mér verulegum áhyggj-
um. Það breytir samt ekki því að
við heföum getað spilað betri hand-
bolta,“ sagði Geir og var vægast
sagt ósáttur við framgöngu þeirra
Guðjóns og Ólafs.
Það má eflaust rökræða lengi um
frammistöðu dómaranna en stað-
reyndin er engu að síður sú að
Valsmenn léku hreinlega illa í 40
mínútur af leiknum. Sóknarleikur-
inn var hugmyndasnauður og virt-
ust þeir ekki hafa neinar lausnir í
hægri skyttustöðuna þar sem
Bjarki Sigurðsson er vanur að
leika. Alls spiluðu fjórir leikmenn
stöðu hans í leiknum og fengu þeir
eitt mark þaðan í níu tilraunum.
Vömin hefur oft verið betri og
munaöi mikið um það að Roland
lék meiddur en hann varð fyrir
hnjaski í upphitun. Hann fann sig
þó ágætlega í síðari hálfleik. Snorri
og Markús voru allt í öllu í leik liðs-
ins en þeir einir og sér geta ekki
sigrað lið eins og Aftureldingu og
verður Geir að leysa vandamálið
með hægri skyttustöðuna ef Vals-
menn ætla sér að fara alla leið í
deildinni. -HBG
Daði Hafþórsson átti virkilega góðan leik í liði Aftureldingar og hann sést hér skora eitt af fjórum mörkum sínum í
leiknum ón þess aö Ragnar Ægisson komi nokkrum vörnum við. DV-mynd Sig. Jökull
Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar:
Þetta er æðislegt
„Við vorum rosalegir klaufar
síðustu 15 mínútumar verð ég nú
að segja,“ sagði Bjarki Sigurðsson,
þjálfari Aftureldingar, eftir leik-
inn.
„Að missa niður 7 marka for-
skot er rosalegt. Þá var þreytan
farin að segja til sín. Við vorum
búnir að keyra vel í 45 mínútur og
uppskárum 7 marka forystu en
einhverra hluta vegna duttum við
í þá værukærð sem við höfum gert
oft í vetur en við héldum út og
þetta er æðislegt," sagði Bjarki og
leyndi sér ekki aö honum var mik-
ið létt enda stóð sigurinn tæpt í
lokin. „Ég hafði ekki bgint áhyggj-
ur undir það síðasta. Liðið var bú-
ið að sýna svakalegan karakter all-
an leikinn og ég átti ekki von á
öðm en við myndum klára þetta.
Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að
segja en ég er bara rosalega stoltur
af liðinu í dag. Við sýndum klassa-
handbolta. Við gáfum þeim
kannski tækifæri til að komast inn
í leikinn en við kláruðum dæmið
og það skiptir mestu máli,“ sagði
Bjarki að lokum en hann átti góð-
an fyrri hálfleik í leiknum og skor-
aði þá fjögur mikilvæg mörk.
-HBG
Portland sýnir
Patreki áhuga
Patrekur Jóhannesson, landsliðs-
maður i handknattleik, er eftirsótt-
ur leikmaður ef marka má áhuga
sterkra liða í Evrópu á kappanum.
Patrekur, sem leikið hefur með
Essen síðustu fimm ár, hefur nú
þegar tilboð undir höndum frá
þýska liðinu Grosswaldstadt, eins
og áður hefur komið fram. Spánska
liðið Bidasoa, sem Heiðmar Felixs-
son leikur meö, hefur lýst yfir
áhuga á að fá Patrek í sínar raðir.
Samkvæmt heimildum hefur
spænska stórliðið og núverandi
meistarar í Portland San Antonio
frá Pamploma bæst í hópinn sem
vill Patrek fyrir næsta tímabO.
Samningur Patreks við Essen
rennur út í vor og mun hann á
næstunni setjast niður með for-
svarsmönnum Essen og ræða fram-
tíð sína við liðið. Vitaö er að Essen
vill gera nýjan samning viö Patrek
en það skýrist væntanlega á næst-
unni hvort hann söðlar um eða
leikur áfram i Þýskalandi. -JKS
Sport
Valur-Afturelding 22-23
0-1, 0-4, S-4, 5-8, 7-12, (10-15), 10-16, 11-18,
13-20, 18-21, 20-22, 22-22, 22-23.
Valur:
Mörk/viti (skot/víti); Snorri Steinn Guö-
jónsson 8/1 (12/1), Markús Máni Maute 8/1
(19/1), Ragnar Ægisson 3 (3), Ásbjöm Stef-
ánsson 1 (2), Hjalti Gylfason 1 (1), Freyr
Brynjarsson 1 (4), Hjalti Pálmason (6), Þröst-
ur Helgason (2).
Mörk úr hraóaupphlaupunv 3 (Snorri 3).
Vítanýting: Skoraö úr 2 af 2.
Fiskud viti: Ragnar, Markús.
Varin skot/víti (skot á sig): Roland Valur
Eradze 14/2 (37/5, hélt 13, 38%,).
Brottvisanir: 14 minútur.
Aftureldine:
Mörk/víti (skot/viti): Bjarki Sigurösson
5/1 (13/2), Daði Hafþörsson 4 (5), Valgarð
Thoroddsen 4/2 (8/3), Sverrir Bjömsson 3
(4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Haukur
Sigurvinsson 2 (4), Jón Andri Finnsson 2 (5),
Erlendur Egilsson 1 (3).
Mörk úr hraóaupphlaupunv 4 (Haukur,
Sverrir, Bjarki, Valgarö).)
Vitanýting: Skoraö úr 3 af 5.
Fiskuó viti: Atli Rúnar 2, Jón Andri 2, Er-
lendur).
Varin skot/víti (skot á sig): Reynir Þór
Reynisson 16 (38/2, hélt 13, 42%).
Brottvisanir: 4 mínútur.
<
Ðómarar (1-10):
Guöjðn L. Sigurðs-
son og Ólafur Har-
aldsson (5)
Gϗi leiks
(1-10): 8.
Áhorfendur: 350.
Maður leiksins:
Daði Hafþórsson, Aftureldingu.
Argentinski landsliðsmaðurinn
Ariel Ortega ætlar ekki að dvelja
lengi hjá tyrkneska liðinu Fener-
bache sem hann gerði fjögurra ára
samning við á sl. sumri. Hann hefur
engan veginn náð sér á strik hjá lið-
inu sem greiddi fyrir leikmanninn
um 600 miUjónir. Ortega segir að úr
þvi sem komiö er geti hann ekki leng-
ur verið í Tyrklandi og hann vilji
snúa heim til sins gamla félags í
River Plate.
Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern
Múnchen, segir ekkert hæft í sögu-
sögnum að hann sé á leiö til Spánar.
í augnablikinu hafi hann ekki áhuga
og ætli að vera með Bæjara þangað til
samningur hans veröi úti vorið 2004.
Svo gceti farið að Peter Schmeichel,
markvörður Manchester City, verði
að leggja skóna á hilluna í vor. Hann
hefur átt við meiðsli að stríða í kálfa
og gætu þau komiö í veg fyrir að
hann léki eitt tímabil til viðbótar á
Englandi. Schmeichel er 39 ára gam-
aU.
Frakkinn David Trezeguet segist
ánægður í herbúðum Juventus og í
bígerð sé að hann geri nýjan samning
við liðið. Áður höfðu fjölmiðlar á ítal-
íu sagt frá að Trezeguet vildi fara frá
liðinu en hann sló á þær fréttir í gær.
-JKS
NBA í nótt
Philadelphia-Chicago.....119-111
Iverson 36, V. Hom 18, Thomas 17 - Rose
38, Marshall 21, Chandler 21 (17 frák.).
Toronto-Atalanta .........97-96
Davis 22, Carter 21, Lenard 13 -
Robinson 26, Rahim 24, Terry 14.
Cleveland-Minnesota......91-102
Davis 26, Jones 18, Palacio 12 - Gamett
26 (17 frák.), Szczerbiak 18, Gill 16.
New York-Golden State . 107-113
Houston 32, Harrington 16, Thomas 13
(11 frák.) - Arenas 25, Richardson 18.
Memphis-New Jersey .......97-90
Watson 21, Person 14, Gooden 11, Wright
11 - Kidd 28, Martin 15, Kittles 14.
New Orleans-Indiana ......72-83
Mashbum 18, Brown 14, Magloire 13
- Miller 18, R. Miller 17, O’Neal 14.
Milwaukee-Dallas .......120-114
Allen 28, Thomas 27, Cassell 15 -
Notitzki 27, Nash 26, Finley 25.
Denver-LA Lakers........102-113
Howard 22, Tskitishvili 17, Yarbrough
12 - Bryant 51, O’Neal 18, Fox 13.
Utah Jazz-Houston .......76-106
Kirilenko 15, Malone 13 - Francis 36,
Ming 15, Posey 13, Taylor 13.
LA Clippers-Washington . 104-108
Maggette 22, Odom 19 - Jordan 23 (12
stoðs.), Lue 21, Laettner 17 (14 frák.).