Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Page 29
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 29 Ihugar framtíð hjá Real Steve McManaman, leikmaöur Real Madrid og fyrrum leikmaður Liverpool, hefur nú lýst þvi yfir aö framtíð hans hjá félaginu sé afar óljós fái hann ekki fleiri tækifæri meö aðalliöi félagsins. Hann segist þó vera ánægöur hjá félaginu aö öðru leyti og aö spánski fótboltinn henti honum betur. McManaman, sem er 31 árs að aldri, hefur lítið leikið með enska landsliðinu frá því að hann fór að leika á Spáni. keppni i hverju orði Rafpóstur: dvsport@dv.is ^ Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari sá íra vinna Skota örugglega: „Irarnir hleyptu þeim ekkert" - Englendingar steinlágu fyrir Áströlum á Upton Park í London írar unnu góðan sigur á Skotum á Hampden Park, en Skotar eru í sama riðli og tslendingar í und- ankeppni Evrópukeppninnar. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari fylgdist með viðureigninni í gærkvöld. Hann sagði í samtali við DV-Sport í gær að Skotamir hefðu nánast ver- ið að spila með sína bestu menn og sama liö og þegar þeir mættu ís- lendingum á Laugardalsvelli í haust. íramir hafi hins vegar í raun veriö númeri of stórir fyrir Skot- ana. „Það er erfitt að segja hvort þeir eru veikari nú en í haust. Þeir fengu á sig tvö mörk á fyrstu 17. mínútum leiksins og svo náðu ír- amir að loka mjög vel á sóknarað- gerðir Skota og eftir það hleyptu tramir þeim ekki neitt. Það má segja aö við höfum verið í sporum Skota þegar við mættum þeim í haust því það er oft erfitt að sækja þegar lið lenda undir eins og við þá og Skotar í gær. Það má segja að þeir hafi spilað mjög svipað taktiskt og þeir gerðu á móti okkur, en það lítur oft öðruvísi út þegar menn þurfa að sækja í stað þess að verjast. Það sem gerði gæfumuninn hjá tranum samanbor- ið við okkur gegn Skotunum var að sendingargeta þeirra er mun meiri innan liðsins," sagði Atli Eðvcdds- son að leik loknum í gær. Varðandi viðureignina við Skota í mars næstkomandi sagðist hann lita björtum augum til hennar. Nú séu lykilleikmenn okkar á borð við Eið Smára og Jóhannes Karl famir HM á skíöum: Björgvin dæmdur úr leik Björgvin Björgvinsson, skíðamað- ur frá Dalvík, var dæmdur úr leik eftir fyrri umferð stórsvigskeppn- innar á HM í St. Moritz í gær þar sem keppnisbúningur hans reyndist ólöglegur, en hann var í 46. sæti eft- ir fyrri ferðina af 127 keppendum. Búningur Björgvins reyndist of þéttur, en hann er sömu gerðar og búningur Dagnýjar Lindu á dögun- um, en ekkert reyndist athugavert við hann. Björgvin sagði í samtali við DV að búningurinn hefði reynst of þéttur og ekki hleypt nægilega miklu lofti í gegnum sig. Þegar hverri umferð lýkur er allur búnin- aður keppenda tekinn og skoðaður og þetta heföi komið í ljós eftir fyrri umferðina. Hann sagði að búning- amir gætu verið mismunandi þrátt fyrir að vera sömu gerðar, en þama hefðu einfaldlega verið gerð mistök og framleiðandinn hefði væntanlega einfaldlega gleymt að prófa gallann. Björgvin sagði í samtali við DV í gær að auðvitað væri þetta fúlt sagðist vera mjög vonsvikinn. „Ég var þokkalega sáttur við fyrri um- ferðina þó ég hefði viljað gera betur. Auðvitað er maður pirraður, en það er bara í dag. Maöur sefur á þessu í nótt og losnar við þennan pirring," sagði Björgvin. Hann keppir á sunnudag í svigi og segist vera bjartsýnn á keppnina þar. -PS að spila á fullu, sem hafl ekki verið raunin í haust. Á Upton Park í London mættust Englendingar og Ástralar og var fyrir fram búist við sigri heima- manna en Ástralar höfðu ekki leik- ið landsleik í 15 mánuði, eða frá því þeir léku síðari leikinn við Úrúg- væa um laust sæti á HM. Englend- ingar léku með tvö lið í gær. Það fyrra var skipað reyndari mönnum, en í hátfleik var skipt algerlega um lið og þar-mættu til leiks minni spá- menn og meðal annars lék Wayne Rooney sinn fyrsta landsleik Hann er því yngsti leikmaðurinn til að leika með landsliði Englands. Það er skemmst frá því að segja að Ástralar vora nær allan tímann betri aðilinn í leiknum og það var helst eftir að nýtt lið kom til leiks hjá Englendingum í síðari hálfleik að það hresstist upp á það. Lang- flestir leikmanna Ástrala leika á Bretlandseyjum og þar á meðal voru þeir Harry Kewell, sem leikur með Leeds og Popovic sem leikur með Crystal Palace. Athygli vöktu úrslit i leik Kín- verja og Brasilíu þar sem heims- meistaramir mættu með sína sterk- ustu menn. Þeir máttu prísa sig sæla að sleppa með jafnteflið meist- aramir, þvi heimamenn áttu fjöl- mörg tækifæri. Ronaldo meiddist í leiknum en ekki er vitað hversu illa. -PS Leikmenn Ástralíu fagna hér ööru marki liösins Englendingum í gær en þaö geröi Harry Kewell. leiknum gegn Reuters Knattspyrnusamband Evrópu kynnir nýjar hugmyndir: Silfurmark kemur í stað gullmarks Knattspyrnusamband Evrópu hefur kynnt hugmyndir sínar um að taka upp „silfurmark" í stað „gullmarks" í Evrópukeppnum fé- lagsliða í knattspymu, en þetta var kynnt á fundi forsvarsmanna UEFA með fulltrúum stærstu fé- lagsliðanna sem stendur yfir í Frakklandi. Stefnt er að því að taka þetta fyrirkomulag upp í úr- slitaleikjunum í meistaradeildinni og í Evrópukeppni félagsliða nú í vor. Þetta gildir eins og fyrr um þá leiki sem fara fram með útsláttar- fyrirkomulagi og fara í framleng- ingu. Þegar skorað er gullmark í fram- lengingu hafa úrslit fengist og leik því hætt. Þegar silfurmark er skor- að er leik haldið áfram þar til hálf- leiknum sem markiö er skoraö í er lokið. Ef lið skorað silfurmark í fyrri hálfleik framlengingar er hálfleikurinn kláraður og ef and- stæðingurinn nær ekki að svara fyrir sig er sigurvegari fenginn. Það sama gildir um síðari hálfleik, en ef úrslit fást ekki þá er sem fyrr gripið til vítaspymukeppni. í stuttu máli: liðið sem er yfir í hálfleik framlengingar sigrar. Ætlunin er að grípa til þessara breytinga vegna óánægju aðdá- enda og stjórnenda félaganna með gullmarksfyrirkomulagið. -PS Undankeppni EM 2004 Júgóslavia-Aserbaidsjan .. . 2-2 Vináttuleikir í knattspyrnu Georgia-Moldavia . 2-2 Kina-Brasilia . 0-0 Lettland-Litháen . 2-1 Líbía-Kanada . 2-4 Ísrael-Armenia . 2-0 Marokkó-Senegal . 1-0 Kýpur-Rússland . 0-1 Búlgaría-Ungverjal. . . . leik hætt Krótatía-PóUand . 0-0 Túnis-Sviþjóð . 1-0 Alsír-Belgía . 1-3 Grikkland-Noregur . 1-0 Rúmenia-Slóvakía . 2-1 Eyptaland-Danmörk . 1-4 Claus Jensen gerði þrennu fyrir Dani og Jon Dahl Tomasson eitt Tyrkland-Úkraina . 0-0 HoUand-Argentina . 1-0 Van Bronckhorst gerði HoUendinga á lokamínútunum. mark Slóvenia-Sviss Frakkland-Tékkland . 0-2 Grygera og MUan Baros gerðu mörk Tékka. Ítalía-Portúgal Wales-Bosnia/Hersegóv. . . . 2-2 Robert Eamshaw og John Hartson gerðu mörk Wales. England-Ástralia . 1-3 Popovic, KeweU og Emerton skoruöu mörk Ástrala, en Jeffers Englands. mark N-írland-Finnland . 0-1 Sami Hyypia gerði mark Finna. Skotiand-írland . 0-2 Kevin Kilbane og Clinton Morrisson gerðu mörk íra. Spánn-Þýskaland . 3-1 Raul gerði tvö mörk Spánverja og Guti eitt, en Fredi Bobic Þjóðverja. mark Malta-Kazahkstan . 2-2 Haukur Ingi skrifar undir hjá Fylki Haukur Ingi Guönason skrifaöi í gær undir samning hjá Fylki f knattspyrnu og mun hann leika meö liöinu í sumar. Hér má sjá Hauk þar sem hann skrifar undir samninginn viö Ámunda Halldórsson, formann Meistaraflokksráös Fylkis. Bosnich áfrýjar Mark Bosnich hefur ákveðið að áfrýja þeirri niðurstööu að Chelsea hafi verið fullkomlega heimilt að segja upp samningi við leikmann- inn í kjölfar þess að Bosnich féll á lyfjaprófi þar sem kom í ljós að hann hafði neytt kókaíns. Bosnich áfrýjaði um klukkustund áður en frestur rann út í gær og mun mæta sérstakri áfrýjunarnefnd, skipaðri af fulltrúum í ensku úrvalsdeildinni og fulltrúum samtaka leikmanna og framkvæmdastjóra. Ekki er talið líklegt að Bosnich hafi árangur sem erfiði þar sem sannað þykir að hann hafi brotið samninginn við Chelsea með fram- ferði sínu og Chelsea því í fullum rétta að segja honum upp. -PS Deildarbikarinn: Hefst 21. febrúar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu hefst föstudaginn 21. febrúar og þá helgi verða leiknir átta leikir í riðlunum tveimur. Leikið verður á fjórum stöðum á landinu, í Fífunni í Kópavogi, Egilshöll í Grafarvogi, Reykjanes- höll í Reykjanesbæ og í Boganum á Akureyri. Deildarbikarkeppni kvenna hefst í byrjun mars. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.