Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2003, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2003, Qupperneq 15
Nú er sléttur mánuður í að Jackass-brjálæðingarnir heimsæki okkur íslend- inga með tiiheyrandi látum. Boðið verður upp á tvær ólíkar sýningar, sú fyrri er ekki ætluð ungmennum eða viðkvæmum en sú síðari er öllum opin. Miðosolo áJackass a5 hefjast Steve-0 er forsprakki þeirra þriggja Jac- kass-manna sem koma hingað til lands f næsta mánuði. Það eru alls þrír félagar Jackass-hópsins sem sækja okkur heim f næsta mánuði. Steve-O er forsprakki hópsins en hinir tveir sem koma eru Preston Lacy og Stacy Dunn. Þar sem sýningin er nokkuð um- fangsmikil og mikið um sviðsmuni og hjálpartæki koma að minnsta kosti tveir sviðsmenn með. Auk þess kemur tökulið frá MTV sem tekur upp sýninguna og einhver áhættuatriði. Sýningin heitir Don’t Try This At Home og hefur farið sigurför um Bandarík- in. Hún er sögð engu lík og þessir drengir eru til í að ganga ótrúlega langt til að skemmta fólki. Steve-O er sérstaklega vilj- ugur til að stofna sjálfúm sér í stórhættu og hefúr lýst yfir að takmark sitt sé að verða „van Gogh hálfvitanna". Hann stendur nú í málaferlum í Louisana fyrir að hefta pung- inn á sér við fótlegginn og nýlega kveikti hann í hausnum á sér í viðtali við Howard Stem, reyndar áður en Stem gat hafið við- talið. I viðtalinu gæddi hann sér svo á nokkrum ljósaperum. Steve-O hefúr gefið út DVD-diska með atriðum sínum og hafa þeir selst vel um allan heim. Margt af því sem drengimir gera á svið- inu hefur reyndar ekki sést í þáttum, Jac- kass-kvikmyndinni eða á DVD-diskunum og Stevo-O vill ekki lýsa þeim atriðum f smáatriðum. „Fólk veit hvað ég hef gert í sjónvarpinu og á DVD-diskunum, en það veit ekki hvað mér hefúr verið bannað að gera. Ég er því að koma til íslands til að framkvæma í eigin persónu langan lista af atriðum sem mér hefúr verið bannað að taka upp og gefa út.“ Boðið verður upp á tvær ólíkar sýningar með Iiðinu í Háskólabfói. Föstudaginn II. apríl klukkan 23 er sýning sem ekki er ætl- uð viðkvæmum sálum eða ungum áhorf- endum. Sýningin er bönnuð innan 16 ára. Fyrstu 100 sem kaupa miða fá passa í Jac- kass-partí sem haldið verður eftir sýning- una á Astró. Seinni sýningin verður laug- ardaginn 12. apríl klukkan 15 og er hún öllum opin. Miðasala hefst á sunnudaginn, 16. mars, klukkan 12 í Háskólabíói. Eftir prýðilegt vetrarfrí snýr ElektroLux aftur í kvöld með góðu klúbbakvöldi. Að þessu sinni er Astró staðurinn og mað- urinn sem tryllir lýðinn heitír Josh Wink. Josh Wink a ElektroLux „Látið hugann reika aft- ur til vorsins 1995. Neðan úr Rósen- berg- kjallaran- um berast skrýtin óhljóð í bland við mögnuð fagnað- arlæti. Spólum aðeins inn í árið, nánar tiltekið ffam í ágúst. Vð erum á Uxa-hátiðinni að morgni sunnudags. James Lavelle spilar eitt ákveðið íag tvisvar á 20 mínút- um. Spólum ffarn í nóvember og þetta ákveðna lag er komið á topp Islenska listans, eftir að hafa ferðast úr neðanjarðarmenningu 101, út á land og til baka til Reykjavíkur þar sem það tók sess sinn sem lang- vinsælasta lag ársins. Lagið sem um ræðir er Higher State Of Consciousness og flytjandinn var Josh Wink.“ Svona hljómar byrj- unin á fféttatilkynningu frá að- standendum ElektroLux-klúbbs- ins sem fer aftur í gang í kvöld eft- ir gott vetrarfrí. Gestur kvöldsins er áðumefhdur Josh Wink sem kunnugir segja afar góðan gest. Josh Wink hefur verið þekkt nafh í tekk-hús-senunni beggja vegna Atlantshafsins um árabil og einn afkastamesti pródúserinn í bransanum. Hann hefúr endur- hljóðblandað fyrir fjölmarga lista- menn á borð við Moby, Paul Oa- kenfold, 4 Hero, Dave Clarke, Skinny Puppy, Slam og Depeche Mode. Þá hefúr hann auðvitað líka gert tónlist í eigin nafni og gott dæmi um það er lagið „How’s Your Evening So Far?“ sem var eitt vin- sælasta klúbbalagið árið 2000. Josh Wink kemur fram á Astró í kvöld í afar góðu hljóðkerfi. Einnig koma fram Grétar G. og plötu- snúðar frá Breakbeat.is á effi hæð. Tvermir harðir tonleikar Bandahska rokksveitin Artimus Pyle spilar á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Hér er um að ræða alvöru neðanjarðarband sem lagði það á sig að borga flugmiðana hingað sjálfir og er svo sann- arlega ákveðið í að sanna sig fyrir íslend- ingum. I fréttatil- kynningu kemur fram að þetta er afar hart tríó sem greini- lega leggur allt í söl- umar til að spila á tónleikum. Fyrri tónleikamir verða í Undirheim- um FB í kvöld, húsið opnar 19 og tónleikamir hefj- ast 20. Snafu og I Adapt hita upp. Seinni tónleik- amir eru á Grandrokk annað kvöld og þar opnar tónleikahelmingur hússins kl. 22:30, Lunhbox og Innvortis sjá um upphitun. Miðaverð á báða tón- leikana er 800 krónur. Nánari upp- lýsingar má finna á www.dording- ull.com/tonleikar. VÍNYLL TIL LONDON Rokkhljómsveitin Vínyll erá leið- inni til London á næstu dögum þar sem hún hyggst reyna að koma sér á framfæri. Vínyll fer út 30. mars næstkomandi og verður úti í tíu daga. Á þeim tíma kemur sveitin til með að leika á fernum tónleikum, á tónleikastöðum sem em þekktir áfangastaðir á kynningarrúnti banda þar í borg. Þekktastur tónleikastað- anna er líklega Barfly en Apparat Organ Quartet lék þar ekki alls fyrir löngu. Á tónleikunum ytra kemur Vínyll til með að leika þau lög sem heyrst hafa x íslensku útvarpi undan- forið auk þeirra sem prófúð hafa verið á tónleikum hér. Sveitin leikur á tónleikum á Vídalín fimmtudaginn 27. mars. Flensborg kynntur á morgun Kynningardagur Flensborgarskól- ans verður haldinn á morgun. Af því tilefni verður margt til gamans gert og boðið upp á eitt og annað til að gefa gestum og gangandi færi á að skoða allt það sem fer ffam í skólan- um. Húsið verður opnað klukkan 12.30 og hálftíma síðar verða skemmtiatriði á sal og menntamála- ráðherra opnar fjölmiðladeild skól- ans, svo eitthvað sé neffxt. Klukkan 15 verður boðið upp á kaffiveitingar í matsal nemenda. Að auki verður skólinn iðandi af lífi en einstakar kenrxslugreinar verða með kynningar og uppákomur á sínum vegum í kennslustofum, sem hafa flestar ver- ið mikið endurbættar af tækjum og fleiru. Nánari upplýsingar á www.flensborg.is. Ekki lengur Silt Eftir magurt rokkár í fyrra er nú útlit fyrir bjartari tíma hérlendis. Botnleðja er þessa dagana að leggja lokahönd á nýja plötu sem kemur út á vormánuðum. Verða eflaust margir spenntir að heyra í Leðjunni sem er orðin að nokkurs konar almennings- eign eftir ffábæra ffammistöðu í Evr- óvisjón. Nýja platan verður gefin út bæði hér heima og erlendis og nú hefúr verið upplýst að Botnleðja heit- ir ekki lengur Silt á ensku heldur bara Botnledja ... 1 14. mars 2003 f ó k u s 15 V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.