Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Qupperneq 16
16
+
17
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: ðrn Valdimarsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, síml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formí og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Hrákandi siðferði
Siðferöi í viðskiptum á ís-
landi virðist fara hrakandi.
Þetta er niðurstaða könnunar
sem Viðskiptablaðið lét gera
meðal forstjóra, fram-
kvæmdastjóra og fjármála-
stjóra hjá liðlega 400 íslensk-
um fyrirtækjum. Tæplega
38% segja að siðferði fari versnandi en 29% eru á því að
það fari batnandi.
í frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að þrátt fyrir
hrakandi siðferði eru flestir, eða 43%, á því að siðferði í
viðskiptum hér á landi sé sæmilegt. Ríflega þriðjungur
telur að það sé gott og um 7% segja siðferði mjög gott.
Yfir helmingur aðspurðra hefur hins vegar orðið fyrir
tjóni í viðskiptum vegna einhvers sem flokka má sem lé-
legt siðferði.
Umræða um siðferði í islensku viðskiptalífi ristir yfir-
leitt ekki djúpt á opinberum vettvangi. Fáein mál sem ná
stundarathygli fjölmiðla verða uppspretta umræðu sem
skilar litlu til lengdar enda fremur í formi dægurmála
sem koma og fara. DV hefur gert siðferði og þá um leið
siðleysi í íslenskum viðskiptum að umtalsefni í leiðurum
á undanförnum árum, en líkt og flestir aðrir fjölmiðlar
ekki haft úthald til að skapa nauðsynlegri umræðu þann
farveg sem æskilegt væri. Dægurmálin koma þannig og
fara.
Umræða um siðferði kallar á ígrundun, innsæi og
skilning á flóknum þáttum samfélagsins og sífellt flókn-
ari innviðum viðskiptalífsins. Og að líkindum eru ís-
lenskir fjölmiðlar illa í stakk búnir til að leiða þá um-
ræðu. Verst er þó að enginn virðist tilbúinn til slíks og
afleiðingin er sú að siðferði í viðskiptum verður lítið
annað en dægurmál í tengslum við helstu fréttafyrir-
sagnir dagsins. Á morgun er nýr dagur með nýjum fyrir-
sögnum.
í júlí 2002 sagði meðal annars í leiðara DV að gefnu til-
efni: „Umfjöllun um það sem miður fer í íslensku við-
skiptalífi er hins vegar af skornum skammti þó efnivið-
urinn sé til staðar.“ Bent var á að langflestir sem stunda
viðskipti hér á landi hafi heiðarleikann að leiðarljósi:
„Þeir gera sér grein fyrir að heiðarleikinn - góð ímynd
fyrirtækisins - er öðru fremur trygging fyrir góðum ár-
angri í viðskiptum.
Gott orðspor getur ráðið úrslitum i keppninni um hylli
neytenda. Sú ára sem er i kringum fyrirtæki og stjórn-
endur þess ræður miklu um hvemig tekst til við að
ávaxta þá fjárfestingu sem lagt hefur verið í. En þeir eru
einnig til sem spila á reglurnar - fara á svig við lög og
siðferði.“
Á liðnu ári kom hvert hneykslismálið á fætur öðru
upp í kringum bandarísk fyrirtæki. Enron varð samnefn-
ari alls þess sem miður hefur farið í viðskiptalífi Banda-
ríkjanna. Svik, blekkingar og prettir fáeinna siðlausra
stjórnenda sem, með aðstoð endurskoðenda, mökuðu
krókinn á kostnað almennings, kölluðu á hörð viðbrögð
stjórnvalda - lög og eftirlit voru stórhert.
Við íslendingar eigum okkar Enron og það fleiri en
eitt. En flestum virðist standa á sama. Forhertir svika-
hrappar komast upp með að stunda skipulega fjárglæfra-
starfsemi án mikillar viðspymu hins opinbera eða al-
mennings. Fyrirtæki eru stofnuð, skuldum safnað, þau
sett í þrot og ný kennitala fengin. Hin grimulausa græðgi
í öllum sínum siðlausa mætti fer því sínu fram. Og þang-
að til næsta stóra fyrirsögnin birtist mun flestum standa
á sama.
Óli Björn Kárason
FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003
FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003
Skoðun
Satt ogjpgið
um skattána
Olafur Teitur
Guðnason
blaöamaður
Fréttaljós
Hvað er satt og hvað logið um
skattastefnu ríkisstjómarinnar? Því
hefur ítrekað verið haldið fram und-
anfarið að hún hafi hækkað skatta en
leiðtogarnir hafa svarað um hæl aö
öllu sé snúið á haus með fáránlegum
hætti - skattar hafl þvert á móti ver-
ið lækkaðir.
Ringluðum almenningi væri sjálf-
sagt þægð í því að einhveiju væri
logið í þessum efnum. Þá lægi málið
Ijóst fyrir. Því miður er það ekki svo
gott. Hins vegar má fullyrða að
máflutningur bæði stjómar og stjóm-
arandstöðu hafi að einhverju marki
verið ósanngjam.
Aðgerðir til lækkunar
Það er ósanngjamt aö halda því
fram að ríkisstjómin hafi hækkað
tekjuskatta. Hún hefur þvert á móti
lækkað þá eins og sést í línuriti hér
á opnunni. Þar sést einnig að útsvar
til sveitárfélaganna hefur hækkað á
sama tíma þannig að segja má að
hörð gagnrýni fyrrverandi borgar-
stjóra komi úr hörðustu átt!
Færsla grunnskólans til sveitarfé-
laga skýrir að vísu að mestu leyti þá
miklu breytingu sem varð 1997 en til-
hneigingin hefur verið í sömu átt síð-
an: Tekjuskattsprósenta ríkisins hef-
ur lækkað síðan um 4 %-stig og út-
svarið haldið áfram að hækka.
Fleira hefur verið gert en að lækka
tekjuskattsprósentuna. Persónuafslátt-
ur hefúr í auknum mæli verið gerður
millifæranlegur milli hjóna. Skattlagn-
ingu lögbundinna iðgjalda í lífeyrissjóð
hefur verið hætt. Skattar á söluhagnað
eigna hafa verið lækkaðir.
Flestar breytingar sem ríkisstjóm-
in hefur gert á skattkerfinu hafa því
hnigið í þá átt að lækka tekjuskatta.
Þyngri skattbyrði
En það er líka ósanngjamt af
stjórnvöldum að þráast við að viður-
kenna að skattbyrði hafi þyngst. Hún
hefur nefnilega sannarlega þyngst;
um það er vart hægt að deila. Súlurit
yfir þróun tekjuskattsbyrði frá
1995-2001 sýnir þetta glögglega - og
hún er byggð á svari frá fjármála-
ráðuneytinu sjálfu til þingmanns
Samfylkingarinnar.
Dæmi um tregðu stjórnvalda til að
viðurkenna þetta var svar ráðgjafa
fjármálaráðherra við spurningu Við-
skiptablaðsins í nóvember síð-
astliðnum. Spurt var hvort •
skattbyrði hefði þyngst. Ráð-
gjafinn svaraði hvorki ját-
andi né neitandi heldur
sagði: „Við hin auknu
umsvif hafa skattstofn-
ar einnig gefið af sér
meiri tekjur en fyrr.
Það jafngildir ekki
aukinni skatt-
byrði.“
Svo mörg
vora þau orð
reyndar að
eins fleiri en
ekkert
þeirra um
skatt-
byrði.
Þetta
er
ekki
beinlínis
sanngjarnt svar,
A að hjálpa fátækum?
Hvemig má það vera að skattbyrði
hafi þyngst á sama tíma og stjórn-
völd hafa gripið til aðgerða til að
lækka skatta? Svarið er einfalt:
Skattkerfið er hliðhollt þeim efna-
minni. Þeir sem hafa háar tekjur
greiða hærri skatta en aðrir. Þegar
þeir efnaminni komast í meiri álnir
hljóta þeir þess vegna að greiða
hærra hlutfall tekna sinna í skatta en
áður.
Þama sést að þróun skattbyrði hef-
ur komið verr niður á tekjulágum en
tekjuháum. Sérstaka athygli vekur
að skattbyröi tekjuhæsta hópsins er
minni en næsttekjuhæsta hópsins!
Þama er sérkennileg undantekning
frá þeirri reglu að tekjuháir borgi
hærra hlutfall í skatt en aörir. í öðru
lagi vekur athygli að skattbyrði
tekjuhæsta hópsins hefur beinlínis
minnkað frá 1995, öfugt við það sem
allir aðrir tekjuhópar hafa mátt þola.
Giskað er á skýringar á þessu í texta
undir súluritinu.
Súluritin sýna líka að tekjuhæstu
hópamir standa undir lægra hlutfalli
af heildarsköttum en áður, jafnvel
þótt tekjur þeirra hafi hækkað
tvisvar sinnum meira en tekjur
þeirra tekjulægri.
Þegar aðstoðinni linnir
Þetta viröist fáránleg og ósann-
gjörn þróun. En þeim sem gagnrýna
hana má svara með spurningu: Á
E19605096
w
c r. ■
m
SAMKVÆMT LÖGUM NR.36
22.MAÍ 2001
Ummæli
Rétt skílið?
„Það var mjög fróð-
legt að heyra sjónar-
mið hans. Ungverjar
ætla sér ekki að
verða aðilar að stríði.
Þótt þeir leyfðu flug
yflr landið yrði Ung-
verjaland ekki aðili að átökunum og
yrði ekki knúið til þess að taka form-
lega afstöðu með deiluaðilum."
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Is-
lands, um fund sinn með forsætisráð-
herra Ungverjalands, í Morgunblaðinu
í fyrradag. Sama dag greindi talsmað-
ur bandaríska utanríkisráðuneytisins
frá því að Ungverjaland væri á lista
yfir 30 lönd sem styðja opinberlega að-
gerðir Bandaríkjanna gegn írak.
EfnBegur - á utleiö
„En þetta er ekki allur sannleikur-
inn þvi Framsóknarflokkurinn hefúr
öflugan vinstri væng. Vænlegur fúll-
trúi hans er Páll Pétursson félags-
málaráðherra."
Jóhann M. Hauksson á Hriflu.is.
Frá skattgreiðanda
„[Fram hefur komið að] heildar-
kostnaður við nýjan sendiherrabústað
í Berlín má ekki fara yfir 250.000
krónur á fermetra. Til samanburðar
má geta þess að hérlendis kostar hver
fermetri í byggingu um 120. 000 krón-
ur, þrátt fyrir að við flytjum öll að-
fóng yfir heilt haf. Er ekki kominn
tími til að endurskoða þaö hvemig
flármunum íslenskra skattgreiðenda
er varið?"
Frétt á Tíkinni.is.
„Varla eru öll um-
skiptin sem menn eru
að sækjast eftir að
Ellert B. Schram
verði að ósk sinni og
Framsóknarflokknum
verði skipt út af, Sam-
fylkingunni inn á og
þannig horfið aftur til
tímans fyrir 1995.“
Steingrimur J. Sigfússon
í grein í Morgunblaðinu.
Og þeg-
ar kaupmáttur
eykst stöðugt mörg
ár í röð - ráðstöfunartekj-
ur fólks hækkuðu að raungildi
um næstum því 30% frá 1995-2001 -
þá getur það ekki komið neinum á
óvart að skattbyrði skuli þyngjast.
Það er innbyggt í kerfið. Þeir sem
gagnrýna þessa þróun verða að hafa
í huga að hjá þessu verður ekki kom-
ist nema hætt verði að hjálpa þeim
efnaminni í gegnum skattkerfið, per-
sónuafsláttur verði afnuminn og allir
settir undir sömu skattprósentu,
óháð tekjum. Valið stendur einfald-
lega á milli þessara tveggja kosta.
Hverjir greiða skattana?
Þeim ríku
hyglaö?
Gagnrýnt hefur verið að
þróunin hafi komið verst niður á
þeim sem minnstar hafa tekjumar.
Sú er vissulega raunin eins og sést í
meðfylgjandi súluritum sem byggð
eru á svörum fjármálaráðuneytisins.
Hvom viltu?
Hiö opinbera tekur stærri hluta til sín en áöur en launþeg-
inn heldur líka meiru eftir, enda hafa iaunin hækkaö.
skattkerflð að hjálpa þeim mest sem
minnst hafa á milli handanna? Eiga
þeir að fá mestan afslátt af
sköttum sem höllustum
fæti standa?
Þeir sem
svara
þessari
spurningu
játandi - og
líklega gera
það flestir -
verða um leið að
samþykkja þá
óhjákvæmilegu af-
leiðingu að einmitt
þessi hópur, þeir sem
lægstar hafa tekjumar,
finni meira fyrir þvf en
aðrir þegar hagur þefrra
vænkast. Skattbyrði
þeirra mun aukast því
meira sem þeim var veittur
meiri afsláttur. Þvi hagstæö-
ari sem sérkjör þeirra eru því
meiri verða viðbrigðin þegar
þau falla úr gildi vegna hæmi
tekna.
Persónuafsláttur að hverfa?
Önnur gagnrýni er hins vegar
miklu snúnari viðfangs fyrir stjórn-
völd. Hún byggist á því að „sérkjör-
in“ hafa verið ákveðin með fastri
krónutölu: persónuafslættinum. Og
þessi krónutala hefur ekki hækkað
til jafns við verðlag. Frá 1995 til 2001
hækkaði persónuafsláttur aðeins um
3% á sama tíma og verðbólgan var
28,5%.
Hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir
að skattbyrðin hefði aukist jaifnvel
þött laun fólks hefðu ekkert hækkað
að raungildi. Þýðing þessa blasir við
ef dæmið er hugsað til enda: Ef per-
sónuafsláttur dregst stööugt aftur úr
verðlagsþróun hlýtur niðurstaðan á
endanum að verða sú að hann verð-
ur gjörsamlega verðlaus. Hann verð-
ur með öðrum orðum afnuminn, að
vísu ekki í einni svipan heldur á
mörgum áram. Þeir sem horfa að-
gerðalausir upp á þessa þróun verða
þess vegna að svara því hvort mark-
miðið sé að afnema persónuafslátt-
inn.
Hafa verður í huga að nokkuð al-
menn sátt er um aö leyfa skattbyrði
að aukast í
góðæri til
þess að jafna
sveiflur í
efnahagslíf-
inu. Meira að
segja Alþýðu-
samband ís-
lands hefur að
einhverju
marki lagt
blessun sína
yfir þessa
stefnu.
Kjarni
málsins
Almennur
skattgreið-
andi hlýtur
hins vegar að
sjá á eftir per-
sónuafslættin-
um þar sem
hann horfir á eftir honum gufa upp í
verðbólgu. Það virðist sanngjöm
krafa að afslátturinn fylgi verðlagi.
Þaö virðist ósanngjamt að skattbyrði
þyngist sjálfkrafa þegar laun hækka
ekki nema til jafns á við verðbólgu.
Launamaðurinn situr þá eftir með
sárt ennið: sömu laun að raungildi
en hærri skatta.
Um leið virðist sanngjamt að
launamaðurinn sætti sig við að þeg-
ar kjör hans batna umfram verðlag
þá þyngist skattbyrði hans - að
minnsta kosti til skamms tíma. Það
er í samræmi við þá stefnu sem sátt
hefur ríkt um: að hálaunafólk greiði
hærri skatta en láglaunafólk.
Til lengri tíma litið getur þetta
hins vegar þýtt að persónuafsláttur-
inn verði nokkum veginn marklaus.
Að því gefnu að kaupmáttur haldi
áfram að aukast kemur að þeim
tímapunkti að allir verði hálauna-
menn frá sjónarhóli hins óbreytta
persónuafsláttar og hann skipti eng-
an neinu verulegu máli.
SULURIT
Jafnmargir elnstaklingar eru á bak
viö hverja súlu, allt hjón eöa
sambúöarfólk, þeir tekjuminnstu
lengst tll vinstri en þeir tekju-
hæstu lengst tll hægri.
Þróun á tekjuskattsbyrði ólíkra tekjuhópa
Hlutdeild hvers tekjuhóps I heildartekjusköttum.
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
-5%
-10%
Álagöir tekjuskattar aö frádregnum barna- og
vaxabótum sem hlutfall af heildartekjum
(þ.m.t. fjármagnstekjur).
azt
II
VII
VIII
1995
IX
2001
Fleiri greiöa skatta
Hækkun tekna þýöir aö þeir tekjuminni greiöa hlutfallslega hærri skatta. Um
leiö greiöa hinir lægra hlutfall aföllum sköttum. Áriö 1995 greiddi „fátækar'r
helmingur framteljenda rúm 9% allra skatta en 2001 greiddi hann tæp 19%
þeirra; hinn helmingurinn greiddi því 81% allra tekjuskatta.
Skattbyrðl þeirra tekjulægri eykst meira
Hér sést aö skattbyröi tekjulægstu hópanna hefur aukist meira en þeirra
sem hafa hærri tekjur, enda nutu þeir fyrrnefndu meiri afsláttar. Fyrlrvari:
Fjármagnstekjur rugla myndina. Fyrir 1997 voru vaxtatekjur skattfrjálsar og
því töldu fæstir þær fram. Súlurnar fyrír áriö 1995 ættu því aö vera lægri
sem nemur þessum „ósýnilegu“ vaxtatekjum.
Um þetta hljóta átökin að snúast:
Er hægt að verja það endalaust að
skattbyrði þyngist vegna aukins
kaupmáttar þótt það sé sanngjamt
um skemmri tíma? Á að bregðast við
þegar kaupmáttur hefur aukist svo
mikið aö þeir lægst launuðu eru ekki
lengur með nógu lág laun til að hafa
umtalsvert hagræði af skattkerfinu?
Hvenær á að bregðast við slíku? Og
hvemig?
Hvað vilja menn?
Davíð Oddsson hóf skattalækk-
anaumræðu í aðdraganda þessara
kosninga á Viðskiptaþingi í febrúar,
sagði tækifæri til að lækka skatta en
lagði ekki fram útfærðar hugmyndir.
Framsóknarflokkurinn hefur sem
kunnugt er boðað stórfellda almenna
lækkun á tekjuskattsprósentunni.
Vinstrihreyfmgin - grænt framboð
vill heldur sjá að persónuafsláttur
verði hækkaður og jafnvel að hann
verði breytilegur eftir tekjum. Sam-
fylkingin hefur mælt fyrir hvorugri
leiðinni heldur talað fýrir fjölþrepa-
skattkerfi þar sem tekjulágir greiði
lægri skattprósentu en tekjuháir.
Hækkun persónuafsláttar skilar
öllum sömu krónutölu - nema þeim
sem borga enga skatta - en vitanlega
munar tekjulága meira um slíkt en
tekjuháa. Lækkun skattprósentunn-
ar skilar tekjulágum aftur á móti
færri krónum en tekjuháum.
Fjármálaráöuneytið hefur reiknað
út að fyrir fimm milljarða króna
mætti hækka persónuafslátt (allra
framteljenda) um 2.308 krónur á
mánuði. Fyrir sömu upphæð mætti
lækka almenna tekjuskattshlutfallið
um u.þ.b. 1,2%. Það myndi skila þeim
10% framteljenda úr hópi hjóna og
sambúðarfólks sem lægstar hafa tekj-
ur um það bil 1.100 krónum á mánuði
en þeim 10% sem hæstar tekjur hafa
tæpum 9.000 krónum á mánuði.
Niðurstaða
Þegar litið er á samanburð á skatt-
byrði ólíkra tekjuhópa árin 1995 og
2001 virðist í fljótu bragði blasa við
ótrúlega vitlaus og ósanngjöm niður-
staða. Það er augljóst að skattbyrði
hefur aukist og þaif svo sem ekki að
koma á óvart: tekjur hafa hækkað og
skattkerfið gengur beinlínis út á að
taka stærri skerf af háum launum en
lágum.
Það stingur í augun að byrði
þeirra tekjulágu hefur aukist meira
en þeirra sem hafa háar tekjur. En
þegar haft er í huga hver eru hin inn-
byggðu markmið skattkerfisins verð-
ur þetta skiljanlegt. Kerfí sem miðar
að því að veita þeim verst settu mest-
an afslátt hlýtur að koma harðar nið-
ur á einmitt þeim hópi en öðrum þeg-
ar laun hækka í landinu. Það liggur
einfaldlega í hlutarins eðli.
Hitt er jafnljóst að kerfið verður að
vera til sífelldrar endurskoðunar.
Stjómvöld hafa einmitt gripið til ým-
issa ráðstafana undanfarin ár til þess
að lækka skatta. Kerfið er hins vegar
þannig uppbyggt að hækkandi laun
hafa sjálfkrafa haft í för með sér
aukna skattbyrði, jafnvel þótt aðgerð-
ir stjómvalda hafi verið í átt til lækk-
ana.
Þetta hljómar mótsagnakennt, rétt
eins og máflutningur stríðandi fylk-
inga að undanfömu. í þeim máflutn-
ingi öllum er þó flest satt og litlu log-
iö.
Skattprósentur ríkis og sveitarfélaga
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
Heimild: RSK.
1995
1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
Ríkiö - tekjuskattur ■■■■■■'■■•... Ríklö - hátekjuskattur
Sveitarfélög - meöalútsvar
Sveitarfélögin taka meira
Hér sést aö ríkiö hefur lækkaö almenna skattprósentu á meöan útsvar sveit-
arfélaga hefur hækkaö. Færsla grunnskólanna til sveitarfélaga 1997 fól í
sér um 2,6% hækkun útsvars og sömu lækkun tekjuskattsprósentu en þró-
unin hefur veriö í sömu átt síöan.
Tekjur ríkis og sveitarfélaga af tekjuskatti
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
Fjármagnstekjuskattur ekki meötalinn (lagöur á 1997).
Ríkið (tekjuskattur og hátekjuskattur)
Sveltarfélög (útsvar)
Heimild: RSK. Tölumar eru allar á
verölagi 2002. Tölur ársins 2002 eru
bráöabirgöatölur.
1995 1996
1997
1998 1999
2000
2001 2002
Ráðstöfunartekjur ólíkra tekjuhópa
1000
800
600
400
200
| 1995 ■ Hækkun í % -
| 2001
m ■1 - - ■ ■
■ ■
1 1. 1 1. 1 , i , 1 , 1 , 1 ,
1 II III IV V VI VII VIII IX J (
140%
120%
100%
80%
60%
40%
20%
0%
Ráöstöfunartekjur eru tekjur (þ.m.t. fjármagnstekjur), auk vaxta- og barna-
bóta, aö frádregnum tekjuskatti. Þær eru sýndar sem meöalmánaöartekjur
á hvert heimili í hverjum hópi. Tölumar eru á verölagi hvors árs.
Hækkandi ráöstöfunartekjur
Fyrirvarar: 1) Myndin hefur breyst frá 2001; fjármálaráöuneytiö segir aö
kaupmáttur lágmarkslauna hafi hækkaö um 50% frá 1994 til 2003 á meöan
kaupmáttur meöallauna hækkaöi um 33%. 2) Líklega telur tekjuhæsti hópur-
inn nú fram vaxtatekjur sem hann taldi ekki fram þegar þær voru skattfrjáls-
ar 1995. Tekjur hans hafa því ekki hækkaö svona mikiö í raun. 3) Líklegt er
aö margir fari tímabundiö í efsta flokk þegar mjög mikill söluhagnaöur mynd-
ast, t.d. meö sölu fasteignar.
-4.
+