Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Síða 18
18
FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003
Skoðun
DV
Flótti er sú einasta leið
Athyglisvert hefur það
verið að fylgjast með
hvernig Samfylkingin er
lögst á flótta frá eigin
málflutningi. Þar rekur
hvert málið annað. Hér
verða nefnd dæmi frá
þremur þeirra:
Fyrsta dæmi: Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir flutti dæmalausa
ræðu í Borgarnesi, sem flestir
eru nú sammála um að hafi verið
herfileg mistök. Dylgjurnar úr
ræðunni rötuðu inn í fjölmiðlana
og ræðumaðurinn fylgdi í kjölfar-
ið til þess að útskýra orð sín.
Hvað mesta athygli vakti þegar
hún spurði hvort gagnrýni, og eft-
ir atvikum rannsókn, á tilteknum
fyrirtækjum byggðist á málefna-
legum eða flokkspólitískum for-
sendum. Hér fór ekkert á milli
mála. Hún var að láta að því
liggja að skattrannsókn og lög-
reglurannsókn á nafngreindum
fyrirtækjum og einstaklingi væri
framkvæmd af annarlegum hvöt-
um og lyti boðvaldi stjórnmála-
manna. Þessi ótrúlegi málatilbún-
aður stjómmálaforingja verður
lengi í minnum hafður. Fyrstu
viðbrögðin einkenndust af kok-
hreysti, en ekki tolldi þó sá mál-
flutningur lengi.
Nú hófst nýtt stig. Afneitunar-
stigið og tilraun til þess að rekja
sig burt frá því sem sagt haföi
verið. Það kom þó fyrir lítið. Orð-
in stóðu. Þau voru skráð á blöð
fjölmiðlanna og glumdu enn í
hlustum þeirra sem hlýtt höfðu á
ljósvakamiölana. Segja má að
niðurlæging meints forsætisráð-
herraefnis hafi orðið fullkomin
þegar gamli borgarstjórinn var
kallaður fyrir lögregluna og mátti
birta afsökunar- og iðrunarbréf
fyrir upphlaup sitt. Var ekki að
undra þótt ýmsum þætti ill sú
hin fyrsta ganga.
Vegagerðarumræðan
Ekki tók nú betra við þegar fé-
lagi Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, tók
sig til og kvartaði undan því að
hlutur höfuðborgarinnar í vega-
málum, í tengslum viö átak til at-
vinnuuppbyggingar, væri of lítill
í samanburði við landsbyggðina.
Á þetta benti ég í blaðagrein og
rakti orðrétt það sem flokksfor-
maðurinn hafði sagt. í svari sínu
„Nú bregður svo við að þeir sem áður vildu gera ESB-mál að höfuðkosningamáli
hafa kúvent. Nýjasta útspilið er það að Samfylkingin œtli ekki að gera Evrópu-
málin að „stóru kosningamáli“. - Það var og.“
brá hann á það ráð að túlka orð
sín með nýstárlegum hætti. Að
hann hefði meint eitthvað annað;
rétt eins og Ingibjörg Sólrún.
Kvaðst hann hafa meint að ekki
heföi átt að skerða fjárveitingar
út á land heldur auka þær á höf-
uðborgarsvæðinu! Þetta hafði
hann þó aldrei sagt.
Og þegar nánar er að gáð þá
hefur hvergi mátt lesa það í mál-
flutningi samfylkingarfólks að
setja hefði átt meira fé í sam-
göngumálin. Öðru nær reyndar.
Einn þingmanna Samfylkingar-
innar, Svanfríður Jónasdóttir,
lætur nú meira að segja að því
liggja að teflt sé á tæpasta vað í
aukningu vegafjárins. Síðan hef-
ur það líka komið afdráttarlaust
fram hjá öðrum þingmönnum
Samfylkingar að hlutfall lands-
byggðar og höfuborgarsvæðis
væri ósanngjarnt gagnvart síðar-
nefnda svæðinu. Þannig að skýr-
ing formannsins var bara síðbúin
redding og stangast gjörsamlega
á við það sem aðrir þingmenn
flokksins segja.
Evrópusambandsmálin
í þriðja lagi eru það Evrópu-
sambandsmálin. Lengi höfum við
sjálfstæðismenn mátt þola kárín-
ur frá Samfylkingunni um að við
viljum ekki ræða Evrópusam-
bandsaðild. Þetta er þó algjörlega
rangt. Við viljum þvert á móti
ræða þetta mál, höfum margoft
lýst því yfir og hvatt til Evrópu-
umræðu. Gagnstætt Samfylking-
unni erum við hins vegar ekki
með glýju í augum yfir ESB. Við
teljum aðild að þessu sambandi
vera öndverða hagsmunum ís-
lensku þjóðarinnar en viljum
gjarnan fá að ræða þá skoðun
okkar við þá sem eru annarrar
skoðunar.
Enginn vafi er á því að al-
menningur sér nú æ betur í
gegnum málflutning ESB-sinn-
anna. Það sjáum við á viðtökun-
um og í skoðanakönnunum.
Þetta skilja ESB-sinnarnir; líka í
Samfylkingunni. Nú bregður svo
við að þeir sem áður vildu gera
ESB-mál að höfuðkosningamáli
hafa kúvent. Nýjasta útspilið er
það að Samfylkingin ætli ekki að
gera Evrópumálin að „stóru
kosningamáli". - Það var og.
Mun þetta þó vera sami flokk-
urinn sem fyrr í vetur efndi til
farsakenndrar atkvæðagreiðslu
um ESB-málin, einmitt vegna
þess að þetta yrði eitt af stóru
kosningamálunum nú í vor.
Hvernig er þetta þá? Var þessi
makalausa póstkosning bara um
eitt af „litlu kosningamálunum"?
Um hvað ætli verði þá kosið í
næstu póstkosningu Samfylking-
arinnar? Kannski um eitthvað
það sem sannarlega verður EKKI
eitt af stóru kosningamálunum.
Þetta er athyglisverð þróun í
málflutningi eins stjórnmála-
flokks. Enn eru tveir mánuðir til
kosninga og mikið vatn á enn eft-
ir að renna til sjávar. Engu að
síður blasir við að Samfylkingin
er á hröðum flótta frá eigin mál-
flutningi. Það er nú öll staðfest-
an.
Einar K.
Guðfinnsson
alþingismaöur
fyrir Sjálfstæöis-
flokkinn
Froðusnakk Samfylkingar
Forfallatryggðar ferðir
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Nú er stríð
í aðsigi og
fólk hugsar
sig tvisvar
um. Á það að
halda sínu
A faraldsfætl. striki og
fljúga út og suður og taka ekki
mark á staðreyndum - eða á
það að doka við, nota forfalla-
tryggingu, sem það kann að
hafa keypt, og bíða betri tíma?
Enginn veit með vissu hvort
betur er heima setið eða farið í
annað land. Hættan getur verið
hvarvetna. Líka er kominn upp
kvittur um hættulegan smit-
sjúkdóm, einhverja lungnasýki
sem reynst getur banvæn. Það
er að koma babb í bátinn hjá
ferðalöngum sem eru að búa
sig til brottfarar. Ég hvet nú
fjölmiðla til að kanna allt þetta
ofan í kjölinn: forfallatrygging-
ar og gildi þeirra hjá ferða-
heildsölum og flugfélögum, end-
urgreiðsluskyldur og hvort
gerður sé munur á hættusvæð-
um hér á Vesturlöndum, t.d.
sólarlöndum og löndum í Vest-
ur-Evrópu.
Þórhallur Jónsson
skrifar:
Ekki er annað hægt en að hrósa
Sigmundi Emi, ritstjóra DV, fyrir
leiðara sem hann skrifaði í blaðið
á föstudaginn. Leiðarinn snerist
um innihaldsleysi stjórnmála-
flokka og að munur á milli þeirra
væri sífellt orðinn minni í augum
almennings. Það er gaman að rit-
stjórinn skuli sjá þetta því með
nýjum forystumanni eða tals-
manni Samfylkingarinnar finnst
mér þetta hafa aukist.
Hann lýsir þessu mjög skemmti-
lega, án þess þó að nefna Samfylk-
inguna á nafn, þrátt fyrir að hver
sem vill sér um leið hvað ritstjór-
inn meinar. í stað þess að vinna
eins og stjórnmálaflokkar gera,
líkt og Vinstri grænir - að halda
landsfund, ákveða stefnu og fara
svo út á akur stjórnmálanna og
kynna mál fyrir kjósendum - er
annað uppi á teningunum hjá
Samfylkingunni. Þröng klíka
ákveður allt (þar á meðal að velja
forystumenn) og svo er farið í það
að halda ræður sem ganga út á
hálfkveðnar vísur og snúa flestar,
„Mér hefur alltaf fundist
skrýtið að Davíð Oddsson
virðist skipta meira máli
hjá Samfylkingunni
heldur en þeirra eigin
mál. Stjómmálaflokkur
sem hefur meiri áhuga
á að taka völdin af
öðrum heldur en að ná
árangri vegna sinna
stefnumála á lítið erindi
við almenning. “
ef ekki allar, gegn öðrum forystu-
mönnum í stjórnmálum.
Mér hefur alltaf fundist skrýtið
að Davíð Oddsson virðist skipta
meira máli hjá Samfylkingunni
heldur en þeirra eigin mál. Stjóm-
málaflokkur sem hefur meiri
áhuga á að taka völdin af öðrum
heldur en að ná árangri vegna
sinna stefnumála á lítið erindi viö
almenning.
Leiðari Sigmundar er vandaður
en um leið sérstakur, því hann
hefur hingað til virst mjög hrifinn
af nýjum leiðtoga Samfylkingar-
innar, á meðan við sem erum
vinstra fólk, og þorum að hafa
skoðanir í þá átt, virðist forystu-
fólk stærsta „vinstra" flokks á ís-
landi ætla að hafa „allt-fyrir-alla“
flokk, þar sem enginn er ánægður,
enginn óánægður, frasamir ráða
og ekkert gerist.
Ný heiti, eins og „umræðu-
stjórnmál", er komið fram, en það
er einmitt það sem ég hélt að al-
vörustjórnmálaflokkar gerðu:
ræddu sín mál og legðu þau svo í
dóm kjósenda, en ekki að umræð-
an væri frasar, innihaldsleysið al-
gjört og allt ákveðið, án þess
nokkurn tímann að flokksmenn
og kjósendur geti tjáð sig um
stefhu flokksins. Það er gott að rit-
stjórinn er kominn í hóp með
þeim sem sjá í gegnum froðu-
snakk Samfylkingarinnar og
krefst úrbóta. Þær úrbætur gerast
því miður ekki á meðan núver-
andi forysta ræður þarna ríkjum -
skoðanalaus.
Burnham International.
Burnham og gigtin
Haukur Guðmundsson skrifar:
Alltaf eru að koma upp ný og ný
tilvik þar sem sjóðir og ýmsir
sprellikarlar í viðskiptalífinu eru
uppvísir að svikum og prettum
gagnvart grandalausum aðilum.
Hvernig átti t.d. forsvarsmenn Gigt-
arsjóðsins að gruna fyrirtækið
Burnham um græsku þegar það
fyrrnefnda freistaði þess að ávaxta
fé sitt upp á nokkra miiljónatugi?
Fyrirtækið Burnham tók hins vegar
þann pól í hæðina að taka fé Gigtar-
sjóðsins að „láni“ með víxli sem
aldrei var greiddur. Burnham er nú
komið í þrot með tæpar 500 milljón-
ir króna á bakinu en eign upp á 8
milljónir! Hvaða refsingu skyldu nú
kónar sem eru í forsvari fyrir svona
svindlfyrirtæki fá? - Ganga auðvitað
lausir og þykir alveg sjáifsagt!
Þórhallur Jónsson skrifar:
Ég vil taka undir með þeim sem
áður hafa kvartað undan bæklinga-
flóði sem hent er inn um bréfalúg-
ur hjá fólki. Verstir eru þó verð-
lausir bæklingar sem segja manni
hreinlega ekkert. Tveimur slíkum
var hent inn hjá mér fyrir helgina.
Annar frá „exó“ sem kynnti sófa
og borð, en allt án verðupplýsinga,
hinn frá Agli Ámasyni með mynd-
um af parketi, hurðum, mósaík
o.fl. - einnig allt án verðupplýs-
inga. Allt fer þetta beint í sorpið,
án frekari athugunar. Vinsamlega
hlifið manni við þessu bæklinga-
flóði - og sérstaklega þeim sem
ekki greina frá verði. Þetta er sið-
laus viðskiptatilraun.
Miðborgin sárhverfi?
Kolbrún Sigurðardóttir skrifar:
Kristín Einarsdótt-
ir, fyrrv. kvenna-
listagúrú, var nýlega
ráðin framkvæmda-
stjóri miðborgarinn-
ar í Reykjavík - eins
konar „innri borgar-
stjóri" fyrir miðborg-
ina. Ekki minnist ég
þess að starf þetta hafi verið aug-
lýst sérstaklega hjá borginni. Og
þótt fyrst hafi verið tilkynnt um
þetta starf 11. mars sl. mun konan
fara á launaskrá borgarinnar frá
og með 1. jan. síðastliðnum! Nú er
altalað að það hafi verið fyrrv.
borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún, sem
hafi í raun verið búin að ráða
kvennalistakonuna fyrrverandi en
látið nýjum borgarstjóra eftir að
kynna ráðninguna opinberlega til
þess að sleppa við gagnrýni á
gjörninginn. - Leyndin er skjól
borgarstjómarmeirihlutans.
Kalt vatn á augun
Jónas Bjarki hringdi:
Ég er einn þeirra sem ekki eru
með fullkomin augu og gleraugu
duga mér ekki svo nokkru nemi,
þar sem ég hef 10% sjón á öðru
auga og 60% á hinu. Ég hef verið
að fikra mig áfram með eigin til-
raunum af ýmsu tagi og eitt hefur
mér dugað öðru fremur. Þar kem-
ur kalda vatnið til. Ég læt kalt
vatn renna í augun nokkra stund
kvölds og morgna og það hefur
reynst mér hið besta. Ég segi ekki
að hér sé komin allsherjarlausn á
augnvandamálum fólks en þetta er
þó það sem mér hefur reynst hvað
best, svo ég vildi ekki láta hjá líða
að koma þessu á framfæri ef það
kynni að reynast öðrum vel líka.
Kristín
Einarsdóttir.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Skaftahlíð 24, 105 ReykJavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.