Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Side 27
FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003
27
DV
Sport
KH aftur meðal þeirra bestu
- eftir 102-100 sigur á Ármanni/Þrótti í framlengdum oddaleik
Þaö var Qör og mikil spenna í Jak-
anum á Ísaíirði í gærkvöldi þegar KFÍ
tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla í
körfubolta á nýjan leik eftir tveggja
ára fjarveru. KFÍ vann odda- og úr-
slitaleik gegn Ármanni/Þrótti,
102-100, en leikurinn var framlengdur
eftir að Jeremy Sargent setti tvö víti
niður á lokasekúndum venjulegs leik-
tíma og jafnaði leikinn í 92-92.
Sargent var síðan aftur á ferðinni í
lok framlengingar þegar hann skoraði
sigurkörfu KFÍ og tryggði liðinu sæti
í úrvalsdeildinni á ný. Sargent skor-
aði 46 stig í leiknum þrátt fýrir að
hvíla í nokkum tíma vegna villuvand-
ræða. Baldur Ingi Jónasson skoraði
mest annarra leikmanna eða 14 stig
en Guðmundur Guðmannsson var
með 11 stig.
Ármenningar, sem töpuðu með 40
stigum í fyrsta leik liðanna, komu
mörgum á óvart með því að vinna
annan leikinn örugglega og þeir komu
sér líka á ótrúlegan hátt inn í leikinn
í gær eftir að hafa lent 22 stigum und-
ir um miðjan þriðja leikhluta. Sveinn
Blöndal skoraði 26 stig fyrir Ármenn-
inga en alls skoruðu sex leikmenn
liðsins yfir 10 stig. Steinar Páll Magn-
ússon var með 21, Einar Bjamason
gerði 19, Stefán Guðmundsson og Hall-
dór Úlriksson gerðu 11 stig hvor og
þjálfarinn Karl Guðlaugsson var með
10 stig. Það verða því KFÍ og Þór Þor-
lákshöfn sem komast upp í úrvals-
deild fyrir næsta vetur og þau spila
úrslitaleik um 1. deildarmeistaratitil-
inn á ísafirði annað kvöld. -ÓÓJ
Anna María Sveinsdóttir, þjálfari Keflavíkur, iék í 27 mínútur í fyrsta leik úrslitakeppninnar og Keflavík tefldi fram
einbeittu og samheldnu liði í leiknum. Anna María gefur hér sínum stelpum fyrirmæli fyrr í vetur. DV-mynd Hari
Bnbeitdr meistarar
- deildarmeistarar Keflavíkur byrja úrslitakeppnina af
miklum krafti - unnu Njarövík meö 25 stigum í gær
Deildarmeistarar Keflavíkur mættu
einbeittar til fyrsta leiks í úrslita-
keppni í Keflavík í gær. Keflavík skor-
aði fyrstu sjö stigin gegn nágrönnum
sínum í Njarðvik og var komin í 32-7
þegar 12 mínútur voru liðnar og vann
á endanum 25 stiga sigin-, 87-62.
Anna María Sveinsdóttir, spilandi
þjálfari Keflavíkur, var komin í byrj-
unarliðið og stýrði skútunni á frábær-
um upphafsmínútum liðsins og var
ein þriggja leikmanna liðsins sem var
mjög nálægt þrefaldri tvennu í
þessum leik. Anna María var með 15
stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar, Son-
ia Ortega skoraði 14 stig, gaf 11
stoðsendingar og tók 9 fráköst og besti
maður vallarins, Erla Þorsteinsdóttir,
skoraði 18 stig, tók 8 fráköst og varði
7 skot. Erla skoraði meðal annars 10
stiga sinna í upphafi leiks þegar
Keflavík stakk af.
Annars var allt liðið samstillt í
verkefnið, allar komust á blað og
Keflavík gaf alls 30 stoðsendingar
enda voru þær að spila hvor aðra uppi
allan leikinn. Anna María var ánægð
en sagði liðið þó geta betur.
Ætlum aö gera þetta saman
„Við spiluðum mjög vel á köflum og
mjög sterk vöm í byrjun skilaði auð-
veldum körfum úr hraðaupphlaupum
sem hjálpaði okkur að komast í gang.
Mér fannst þetta samt svolítið stór
sigur því við spiluðum ekkert
svakalega vel. Við vitum það að ef við
spilum sem lið þá stoppar okkur ekk-
ert lið. Við fórum á egótripp á tímabili
og það gekk ekkert upp en við náðum
að stilla okkur i gírinn á nýjan leik.
Við erum með breiðan hóp og það er
ekki nóg að stoppa bara einhverja
eina hjá okkur því þá tekur bara önn-
ur við. Við ætlum að halda áfram að
gera þetta saman og þá verður erfitt
fyrir hin liðin að stoppa okkur,“ sagði
Anna María í leikslok.
KeflavíK - Njarðvík 87-62
7-0, 7-2, 14-2, 14-4, 22-4, (24-7), 32-7, 32-10,
3&-10, 38-12, 38-23, (42-27), 44-27, 44-32,
52-32, 56-38, (58-44), 64-44, 74-54, 78-58,
83-60, 87-62.
Stig Keflavikur: Erla Þorsteinsdóttir 18,
Anna María Sveinsdóttir 15, Sonia Ortega
14, Bima Valgarösdóttir 9, Marín Rós Karls-
dóttir 9, Svava Ósk Stefánsdóttir 8, Kristín
Blöndal 6, Sonja Kjartansdóttir 4, Rannveig
Randversdóttir 2, Lára Gunnarsdóttir 2.
Stig Njaróvíkur: Ingibjörg Elva Vilbergs-
dóttir 18, Krystal Scott 17, Helga Jónasdótt-
ir 11, Auöur Jónsdóttir 8, Pálína Gunnars-
dóttir 2, Sigurlaug Guðmundsdóttir 2, Bima
ýr Skúladóttir 2, Guörún Ósk Karlsdóttir 2.
Dómarar (1-10):
Leifur Garöarsson
og Eggert Þór
Aðalsteinsson (8).
Gœði leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 100.
Maður leiksins
Erla Þorstelnsdóttir, Keflavík
Fráköst: Keflavík 40 (10 í sókn, 30 í
vöm, Ortega 9), Njarövík 39 (9 í sókn, 30 í
vöm, Scott 11, Helga 11).
Stoösendingar: Keflavík 30 (Ortega 8,
Anna María 8), Njarövík 16 (Pálína 6).
Stolnir boltar: Keflavik 14 (Ortega 4),
Njarðvík 9 (Scott 5).
Tapaöir boltar: Keflavík 16, Njarövík
24.
Varin skot: Keflavík 10 (Erla 7),
Njarövík 7 (Helga 3, Ingibjörg Elva 3).
3ja stiga: Keflavík 16/5 (31%), Njarövík
15/5 (33%).
Víti: Keflavík 10/8 (80%), Njarövík 12/7
(58%).
Keflavík - IMjanövík 1-0
Grindavík tekur í kvöld á móti KR í
öðrum leik liðanna í hinu einvígi
undanúrslitanna en KR vann fyrsta
leikinn 71-55 og hefur 1-0 yfir í
einvíginu en tveir sigra gefa sæti í
úrslitunum. Leikurinn hefst klukkan
19.15 í Grindavík í kvöld. -ÓÓJ
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari
Njarðvíkur, þarf að endurvekja trúna
hjá sínum stelpum fyrir annan leik-
inn annað kvöld en Njarövíkurliðið
getur mun meira en i þessum leik.
„Það var deginum ljósara að stelpurn-
ar höfðu ekki verið í þessari stöðu áð-
ur og þurftu greinilega fyrstu 12 til 13
mínútumar til að hlaupa stressið af
sér. Ég var mjög ósáttur með að við
voru ekki að leysa pressuna vel því
við höfum ekki verið að tapa leikjum
gegn pressu síðan Krystal kom,“ sagði
Einar. Hann fékk ekki nægilega mik-
ið frá Krystal Scott í leiknum sem
misnotaði 11 af 17 skotum og tapaði 9
boltum.
Þurfum algjöran toppleik
„Við höfum verið að fá 29 stig að
meðaltali frá henni (Scott) í vetur og
við vissum að við þurftum að fá eitt-
hvað enn meira frá henni í úrslita-
keppninni. Það sama á við nokkra
aðra lykilleikmenn sem hafa ekki náð
að sýna sitt rétta andlit í undanfórn-
um leikjum. Nú erum við vonandi
búin að fara í gegnum þennan stress-
pakka en við vitum það að við þurfum
algjöran toppleik tU að vinna þetta
Keflavíkurlið. Keflavíkurliðið hefur
tekið kipp síðan við spiluðum við það
síðast og það er einkenni góðra liða að
toppa þegar ballið byrjar,“ sagði Ein-
ar Árni í samtali við DV-Sport eftir
leik.
Hin 15 ára Ingibjörg Elva Vilbergs-
dóttir var best hjá Njarðvík og skor-
aði meðal annars 13 stig Njarðvíkur í
röð (gegn 4 hjá Keflavík) í öðrum leik-
hluta þegar munurinn fór úr 26 stig-
um, 38-12, niöur í 13 stig, 40-27. Þá
átti Pálína Gunnarsdóttir ágæta inn-
komu og Helga Jónasdóttir gerði
lengstum vel í glímu sinni við Erlu en
það var gaman að sjá þessa tvo sterku
miðherja glíma undir körfúnni.
-ÓÓJ
www.sporttours.is
éVvltlS
.' -*y;-
fer fram á Lágheiði við Olafsfjörð
laugardaginn 22. mars kl. 14:00
Dagskrá:
10:00 Mæting keppenda
I i :00 Pit lokar og æfingar hefjast
14:00 2. umferð íWSA lceland Snocrossinu
16:00 Áaetluð mótslok og verðlaunaafhending
Mjög gott færi er á Lágheiði
og gott aðgengi fyrir alla bíla.
Gott sleðafæri er í nágrenni við Ólafsfjörð og
hvetjum við allt sleðafólk til að koma með fáka
sína og njóta fegurðarTröllaskagans
Nánari upplýsingar á www.snocross.is
eða i símum 464-4164 og 894-2967
ijJ&llua JUtCTKCAT
POLRRIS ftiyjVJr (cTrlsberjc
0
R.SIGMUNDSSON
Greifinn
MOTORSPORTS
V',/ ^pmtt
HUGTÍLAG ÍSIANOS
MOIUL
cPedtomyndir'
V-Power