Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Page 8
ÞJÁLFUNAR OG ÆFINGARPUNKTAR MATSEÐILL DAGSINS -H) 8 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 HReyrmc Fréttir Hremmingar „Dýralæknir sagöi að greinilegt væri aö hundurinn heföi hlotið mikiö högg á kviðinn meö þeim afleiðingum að það blæddi inn á lunga auk þess sem hjartað gekk til, “ segir Sigrún um afleiðingar fóiskuiegrar árásar á hund sinn. Níðingsverk unnið á hundi á Arnarnesi: Sigrún Grímsdóttir, íbúi við Hegranes á Arnarnesi, varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu þegar hún kom heim seinnipart síð- astliðins fóstudags. Fyrir utan húsið lá 7 mánaða gamall boxerhundur hennar, Geliir, í sárum eftir að hafa lent í miklum hremmingum. „Ég kom þarna að hundinum stórslösuðum en hann hafði þá legið þama í nokkra stund og hlotið stórt sár á kviðinn. Upphaflega hélt ég að þetta væru áverkar eftir annan hund en að lokinni heimsókn til dýralæknis fékk ég að vita að svo gæti ekki verið,“ segir Sigrún. Líð- an hundsins er mjög slæm og enn er of snemmt að fuUyrða um það hvort hann lifir raunimar af eður ei. „Dýralæknir sagði að greinilegt væri að hundurinn hefði hlotið mik- ið högg á kviðinn með þeim afleið- ingum að þaö blæddi inn á lunga auk þess sem hjartað gekk til. í fyrstu var ekki ljóst hvort höggið væri af manna völdum eða eftir bif- reið þótt hið síðari teldist nú lík- legra,“ segir Sigrún. „Núna hefur hins vegar komið í ljós að hundurinn fór aldrei út af lóðinni þar sem hann var bundinn. Það eru því allar líkur á því að ein- hver hafi komið inn á lóðina og sparkað svona hressilega í kviðinn á greyinu með áðurgreindum afleið- ingum,“ segir Sigrún sem óskar þess jafnframt að þeir sem hugsan- lega geti varpað einhverju ljósi á hvað gerðist þennan umrædda dag gefisig fram. „Ég bara skil ekki hvemig fólk getur framkvæmt slíkan verknað. Hundurinn er sem stendur á sýkla- lyfjum og er mjög kvalinn. Hann kastar upp allan liðlangan daginn auk þess sem mikill hætta er á því að hann fái lungnabólgu í kjölfar veikindanna. Það ræðst því ekki fyrr en á næstu dögum hvort hann lifir þetta af eður ei,“ segir Sigrún. Þegar DV innti Þorvald H. Þórð- arson dýralækni eftir því hvort al- gengt væri að níðingsverk sem þessi væm unnin á hundum sagði hann það heyra til algerra undantekn- ingatilvika. „Sem betur fer virða langflestir rétt dýranna, ef svo má segja. Það er því afar sjaldan sem svona mál koma upp.“ -áb Kvalinn og sár Hundurinn er á sýklalyfjum og er mjög kvaiinn að sögn Sigrúnar. „Þaö ræðst ekki fyrr en á næstu dögum hvort hann lifir þetta af... “ Það að eiga auðvelt með að svitna í þjálfun er merki um heilbrigði. Rannsókn sem athugaði svitamyndun fólks leiddi í Ijós að það sem taldist vera í góðri líkamlegri þjálfun svitnaði meira við æfingar en fólk sem var í lélegri þjálfun. Talið er að þessi aukna svitaframleiðsla leiði til þess að þeir sem eru í góðri þjálfun eigi auðveldara með að viðhalda eðlilegum líkamshita á meðan þeir sem eru í lélegri þjálfun eiga frekar á hættu að ofhitna vegna þess að líkaminn er ekki nægilega vel í stakk búinn til að hleypa út auka hita í formi svitamyndunar. Þessar niðurstöður segja okkur það m.a. að við ættum ekki að vera að amast yfir því að svitna vel og mikið þegar við erum að þjálfa þar sem það er einfaldlega merki um gott líkamsástand. Einnig er áhugaverður kynjamunur þar sem konur hafa að jafnaði fleiri svitakirtla en karlar en afkastageta hvers kirtils er meiri meðal karlmanna. Dagur 41 Morgunverður: Lýsi 1 tsk. Ávaxtaskyr 200 g Léttmjólk 1 dl Epli 1 stk. Hádegisverður: Hrísmjólk m/vanillusósu 1 dós Maltbrauð 1 stk. Létt viðbit 1 tsk. Sardínur í tómatsósu 3 stk. Miðdegisverður: Beygla m/pitsubragði 1 stk. Undanrenna 1 glas Kvöldverður: Fiskbúðingur, steiktur 150 g Kartöflur, soðnar 3 „eggstórar Salat, blandað 100 g + Létt viðbit 1 msk. Kvöldhressing: Mangó 1 stk. Flestir foreldrar (uppalendur) hafa einhvern tímann áhyggjur af því að barn þeirra borði ekki rétt. Áhyggjur sem þessar eru eðlilegar. Hafa skal hugfast að neysluvenjur barns markast að miklu leyti af því þroskaferli sem það gengur í gegnum. Barnið virðist stundum botnlaust og á öðrum tímabilum virðist það lifa á vatni og lofti einu saman. Þrátt fyrir þetta er orkuefnaneysla flestra barna ótrúlega stöðug þar sem orkuneyslan helst í hendur við líkamlega þörf. Börn sem eiga við ofþyngdarvanda að stríða skera sig þó úr þar sem þau borða gjarnan vegna áhrifa ytri áreita og því líklegri til að borða yfir sig. Dæmi um ytri áreiti er gott bragð (barnið hættir ekki að borða þótt það sé orðið satt) og hvatning foreldra um að klára matinn. Barn sem hefur eðlilegan "neyslustoppara" hunsar slíkar hvatningar en barn sem hneigist til ofþyngdar klárar matinn möglunarlaust foreldrum oft til mikillar ánægju! Hlutverk foreldra felst fyrst og fremst í því að gera börnum kleift að nærast reglulega og bjóða upp á fjölbreytni þar sem mataræði í anda manneldisstefnunnar er haft að leiðarljósi. Með öðrum orðum, þá ákveða foreldrar hvað á að borða en barnið ákveður sjálft hvort og hve mikið það borðar. Ef eðlilegur "neyslustoppari'1 er ekki til staðar hjá barninu á þessi regla hins vegar ekki við. Grípa þarf þá til markviss aðhalds. Foreldrar eiga að stjórna því hvað börnin borða þar sem flest börn myndu velja mat samkvæmt bragði en ekki "hollustugildi". Sykurbragðið höfðar mjög sterkt til barna og því er líklegt að fæðan sem yrði fyrir vaiinu væri dísæt. í einni rannsókn var börnum gert kleift að velja sér sjálf af gnægtarborði. í Ijós kom að hlutfall sykurs nam heilum 25% sem augljóslega er langt umfram þau 10% sem talin er eðlileg hámarks sykurneysla. Þrátt fyrir að "hófleg" sykurneysla sé alls ekki skaðleg heilsu kann óhófsneysla á sykurríkum og næringarefnasnauðum mat að hafa neikvæð áhrif K.I _>»■ og meðal annars stuðlað að næringarefnaskorti og offitu. Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur Var nær dauða en lífi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.