Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 DV Fréttir Tæki jaf ntefli nuna - segir Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari sem mætir varkár til leiks gegn Skotum Islendingar mæta Skotum í und- ankeppni EM á morgun. Leikurinn fer fram á Hampden Park í Glas- gow og hefst kl. 15 að íslenskum tíma. Það er mikið undir í þessum leik, íslenska liðið á harma að hefna eftir tap gegn skoska liðinu síðastliðið haust, en Atli Eðvalds- son, þjálfari íslenska liðsins, sagði í samtali við DV-Sport í gær að hann og leikmennimir hefðu lært sína lexíu af slæmum skellum í síðustu útileikjum liðsins [innsk. blm. gegn Norður-írlandi og Danmörku] og myndu mæta til leiks með því hug- arfari að verja stigið sem liðið heíði í byrjun leiks. Áhersla á agaðan leik „Okkur hefur ekki gengið vel í undanfómum útileikjum þannig að við verðum að koma til leiks með varfæmislegu hugarfari. Ég mun leggja áherslu á að liðið leiki agað, að menn vinni saman og passi sig á því að loka þeim svæðum sem Skot- ar vilja sækja í. Við þurfum að vera með fulla einbeitingu frá fyrstu mínútu því að ég býst fastlega við því að Skot- amir reyni að pressa okkur stíft fyrsta halftímann og klára leikinn. Það er okkar að standast þá atlögu. Það tókst okkur ekki í leiknum í október, lentum undir strax í byij- un og vorum í eltingaleik eftir þaö. Þá misstum við einbeitinguna en ég vona að það verði ekki uppi á teningnum á morgun." Atli sagðist aöspurður ætla að breyta vamarskipulagi liðsins ör- lítið - spila með fimm manna vöm í fyrsta sinn á þjálfaraferlinum - og nýta sér hæfileika Guðna Bergsson- ar sem aftasta manns. „Það er engin spuming í mínum huga að Guðni á eftir að koma mjög sterkur inn í leikinn á morgun. Hann hefur mikla reynslu, er enn- þá mjög fljótur og les leikinn vel. Við emm með reynslulitla leik- menn í vöminni, stráka sem marg- ir hverjir em að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu, og þeir munu njóta góðs af tilkomu Guðna. Með því að spila með fimm manna varnarlínu vonast ég til þess að þau svæði sem vora opin í fyrri leikn- um bak við vamarlínu okkar verði lokuð þannig að Skotamir eigi ekki eins greiða leið að marki okkar. Öðruvísi á útivelli Fylgir því ekki nokkur áhœtta aö breyta um varnarskipulag meö svona stuttum fyrirvara þegar aú- eins eru þrír dagar í mjög mikilvœg- an leik? „Ég var fyrir löngu búinn að ákveða að við myndum spila öðru- vísi á útivelli en á heimavelli. Á útivöllum er augljóslega lögð meiri áhersla á varnarleik, þarf skiptir aginn öllu máli, á meðan ég hef reynt að láta liðið spila frjálsari sóknarknattspyrnu á heimavelli. Hvað varðar leikaðferðina og fimm manna vörn þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því að tíminn sé naum- ur. Það skiptir í raun og veru ekki neinu máli hvort það era fimm menn eða fjórir í vöm - grunn- hreyfingamar era þær sömu. Þess- ir strákar eru flestir atvmnumenn og ég hef þá trú að við náum að slípa liðið saman á þeim tíma sem við höfum þó ég viðurkenni að hann mætti vera meiri.“ Er ekki slœmt aö liöiö skuli aö- eins hafa þrjá daga til undir- búnings fyrir svona mikilvægan leik þegar Skotarnir eru saman í viku? „Auðvitað væri frábært fyrir mig að geta gert eins og Berti [innsk. blm. Vogts], það er kallað saman liðið viku fyrir leik og undirbúið það af kostgæfni. Við erum hins vegar í ailt annarri stöðu heldur en Skotarnir. Allir þeirra leikmenn spila í Skotlandi eða Englandi og gátu því farið strax eftir leikina um helgina og komið saman. Okkar strákar spila víðs vegar um Evr- ópu og það verður að segjast eins og er að mörg félög, til að mynda í Noregi, sýna okkur afar lítinn skilning varðandi undirbúning fyr- ir landsleiki. Við eigum rétt á leik- mönnum þremur dögum fyrir leik og það væri lítið vit í því að hóa saman fjórum til fimm mönnum í Englandi og láta þá æfa eina þar til afgangurinn af hópnum kæmi sam- an. Það verður einnig að hafa í huga að fjárhagslegt bolmagn skoska knattspymusambandsins er mun meira en þess íslenska. Það er mjög dýrt að halda heilu landsliði uppi í marga daga og ég efast um að HSHMHmm m ■ B Ferðamálaráö íslands lcelandic Tourist Board Ferðamálaráð íslands býður til samstarfs um auglýsingar á íslenskri ferðaþjónustu ► Ferðamálaráð íslands hefur ákveðið að bjóða íslenskum fyrirtækjum til samstarfs um gerð og birtingu auglýsinga sem hvetja landsmenn til ferðalaga innanlands. Um er að ræða hluta af kynningarherferðinni „ísland - sækjum það heim” og er gert ráð fyrir að útlit og efnistök auglýsinga taki mið af því sem gert hefur verið til þessa. ► Ferðamálaráð hyggst verja 15 milljónum króna til verkefnisins á tímabilinu 15. maí 2003 - 30. apríl 2004. Hér með er auglýst eftir fyrirtækjum sem hafa áhuga á að leggja fram fé á móti Ferðamálaráði og auglýsa þjónustu sína á framangreindu tímabili. Skilyrði er að viðkomandi fyrirtæki sé starfandi í ferðaþjónustugeiranum og reiðubúið að auglýsa í fjölmiðlum sem ná til allra landsmanna. ► Fjármunum Ferðamálaráðs er skipt í 20 hluta; tíu að fjárhæð ein milljón króna og tíu að fjárhæð 500.000 krónur. Lágmarksframlag þeirra sem vilja taka þátt er jafnhá upphæð i hverjum hluta. Hver aðili getur einungis boðið í einn hlut. Samstarfsaðilar verða valdir með hliðsjón af fjárframlögum og fyrirhuguðum kynningarverkefnum hvers og eins. Sérstakt tillit verður tekið til verkefna sem höfða til ferðalaga utan háannar og á landsvísu. ► Að uppfylltum skilyrðum verður, að öðru jöfnu, sá aðili sem leggur til hæst mótframlag á móti Ferðamálaráði valinn til samstarfs. ► Tekið er við skriflegum umsóknum um samstarf til 30. apríl nk. á skrifstofu Ferðamálaráðs (slands, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík. Umsóknum skal skila á sérstöku eyðublaði sem nálgast má á vefsíðu Ferðamálaráðs, www.ferdamalarad.is Feróamátaráó Islands • Lækjargötu 3 • 101 Reykjavík Sími: 535 5500 • www.ferdamalarad.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.