Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Page 11
im + 11 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003____________________________________________________ DV Fréttir + við hefðum efni á þvi. Skotarnir hafa hins vegar tekið þá ákvörðun að kosta öllu til að koma landsliði þeirra í fremstu röð og gildir einu hvort um er að ræða marga vin- áttuleiki eða dvöl í æfingabúðum fyrir mikilvæga landsleiki." Söknum Hermanns og Heiðars „Það var mikið áfall að missa Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson úr hópnum vegna meiðsla - sérstaklega fyrir þennan leik gegn Skotum þar sem líkamleg- ur styrkur kemur til með að skipta miklu máli. Þeir tveir eru annálað- ar baráttujaxlar og gefa aldrei eftir fyrir utan það að vera firnasterkir knattspyrnumenn. Þeir eru okkar bestu skallamenn og við munum koma til með sakna þeirra mikið í fostum leikatriðum, bæði í vörn og sókn. Það er hins vegar í þessu eins og öllu öðru að það kemur maður í manns stað og ég vona að þeir sem taka við af þeim séu tilbúnir í verk- efnið. Það sem er hins vegar gleðilegt ef miðað er við síðasta leik gegn Skot- um að nú eru mun fleiri leikmenn liðsins að spiia á fullu með sínum félagsliðum og eiga þar af leiðandi að koma í betra formi og með meira sjálfstraust í leikinn á morg- un heldur en síðast." Verðum að bæta sendingar „Ef við tökum síðasta leik gegn Skotum þá er alveg ljóst að við þurfum að bæta sendingagetuna frá þeim leik. Hún var skelfileg og ég man ekki eftir öðrum landsleik þar sem sendingamar voru jafn lélegar og þá. Sóknarleikur okkar verður aldrei markviss ef við náum ekki að senda boltann innan liðsins og það er sérstaklega mikilvægt á morgun því að við munum ekki ráða ferðinni í leiknum. Við mun- um verða meira í vamarhlutverki á morgun og þurfum því að passa vel upp á boltann og reyna að halda honum innan liðsins þegar við er- um með hann. Það er alveg ljóst að við treystum mjög mikið á tvo menn í sóknarleiknum, Eið Smára og Rúnar. Þeir eru mennimir sem eiga að búa til færi fyrir sjálfa sig og aðra í liðinu og þess vegna er al- gjört lykilatriði að þeir komist fljótt inn í leikinn og fái sjálfs- traust.“ Þaó hefur virkaö eins og íslenska liöið treysti nœr eingöngu á Eiö Smára í sóknarleiknum og menn bíöi hreinlega eftir því aö hann geri eitthvaö í stað þess aö taka af skar- iö sjálflr. Er það ekkert hœttulegt aö treysta á einn mann? „Það mun alltaf verða þannig á meðan við erum með leikmann í sama gæðaflokki og Eiður Smári. Hann er sá leikmaður sem getur gert allt sem hann vill á móti hvaða andstæðingi sem er og það hvílir mikil ábyrgð á ungum heröum hans. Hann nær ekki alltaf að rísa undir þeirri ábyrgð en hann er að þroskast á ótrúlegum hraða, bæði sem einstaklingur og knattspymu- maður, og skiptunum þar sem hann sýnir sínar bestu hliðar á eft- ir að fjölga á næstunni. Það er hins vegar ekkert launungarmál að aðr- ir leikmenn liðsins verða að vera mun duglegri við að nýta sér þau svæði sem opnast þegar Eiður er dekkaður stíft, oft af tveimur mönnum.“ Hæfilegar væntingar Aðspurður um væntingar fyrir leikinn þá sagði Atli að þær væru hæfílegar og vonandi raunhæfar. „Ef þú myndir bjóða mér jafntefli núna þá myndi ég þakka pent fyrir mig og skrifa undir það á staðnum. Þegar leiknum er svo lokið getur allt annað verið upp á teningnum. Ég vonast hins vegar eftir agaðri frammistöðu liðsins, að allir leggi sig fram og að liðið spili eins og við viljum sjá það - ef það gerist hef ég ekki áhyggjur af úrslitum leiks- ins,“ sagði Atli Eðvaldsson í sam- tali við DV-Sport í gær. •- 'i'. biomioi CHAMPIONSHIP MANAGGR PQcd-rom 2 litrar af kok og 6 kókglös fylgja 500 fyrstu leikiunum % ;/ J í °trúlegir\ JJU BT Skoifunni • BT Hnfnnrfirði • BT Krinylunni BT Smárolind • BT Akureyri • BT Eyilsstoöum fpfpl ... ■’ fermÁrigfir-'Rúsm/ H 30.500 hr. ÞARFASTI ÞJÓNNINIi! Ekki láta þér lefðast. ***** * T/ffi >• + BONUSVIDEO Uigan í þínu hverfi í \ 1 I I I ' i I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.