Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Blaðsíða 29
Föstudagur 28. mars 2003 29 Með Charlton á næsto ttmabili í gær var formlega gengið frá samn- ingum Hermanns Hreiðarssonar og Charlton. Samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla og heimasíðu Charlton geng- ur Hermann strax til liðs við félagiö, en hann má þó ekki leika með liðinu fyrr en á næsta keppnistímabili, vegna félagsskiptareglnanna umdeildu, en leikur samt ekki meira með Ipswich. Alan Curbishley, framkvæmdastjóri Charlton, segir að þegar Hermann hef- ur náð sér af meiðslunum muni hann hefja æfingar hjá liöinu og að hann fái góðan tíma til að aðlaga sig aðstæðum- hjá félaginu áður en undirbúningur fyrir næsta tímabil hefst. Kaupverö Hermanns er um 900 þús- und pund og greiðir Charlton, Ipswich 800 þúsund pund núna og 100 jíúsund ef liðið nær að halda sér í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. -PS Rcifpóstur: dvsport@dv.is 8-liða úrslit í Essodeild kvenna í handknattleik hefjast á morgun: - keppni í hverju orði Spema og barátta fram ntdan 8-liða úrslit í Esso-deild kvenna í hand- knattleik hefjast á laugardag. ÍBV varð á dögunum deiidarmeistari og búast margir viö miklu af liðinu í úrslitakeppninni enda liðið vel mannað í flestum stöðum. Haukar munu ekki gefa þumlung eftir í baráttunni sem fram undan er en liðið hefur íslands- meistaratitil að verja. Fleiri lið ætlar sér stóra hluti og má hiklaust ganga út frá því aö spennandi dagar séu í aösigi í kvenna- handboltanum. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram i undanúrslit. Ágúst Jóhannsson, þjálfari karlaliðs Gróttu/KR, er öflum hnútum kunnugur í kvennahandboltanum og var meir en tilbú- inn að spá í viðureignimar i 8-liða úrslitun- um. „Ég held að það sé klárt mál að ÍBV vinn- ur viðureignina við Fylki/ÍR, 2-0. Stúlkurn- ar úr Fylki/ÍR hafa eigi að síður verið að gera ágætishluti undir öruggri stjórn Gunn- ars Magnússonar, þjálfara liðsins. Ég held samt að ÍBV sé of stór biti fyrir Fylki/ÍR og Eyjastúlkur vinni þetta nokkuð sannfær- andi. Stúlkurnar úr Fylki/ÍR eru búnar að standa sig vel í vetur og mega vel við una.“ „Þama á reynslan eftir aö vega þungt og hana hafa Haukastúlkur svo sannarlega. Haukaliðið hefur yfir að ráða betri mann- skap en Gróttu/KR-liðið en Hafnarfjarðar- liðið þarf samt sem áður að hafa fyrir hlut- unum í þessari viðureign. Hið unga og efni- lega lið Gróttu/KR á svo sannarlega fram- tíðina fyrir sér. Þeirra tími á eftir að koma og það er mín tilfinning að þær muni vinna heimaleikinn gegn Haukum sem vinnur síð- an tvo leiki á Ásvöllum. Haukar vinni þannig þennan slag, 2-1. Haukaliðið leikur sterkan varnarleik og eitt sterkasta vopn liðsins eru hraðaupphlaupin sen erfltt hef- ur reynst fyrir mótherjana að stöðva í vet- ur. Stjaman vinnur sína viðureign gegn FH, 2-1. Ég byggi þá spá á því að Stjaman hef- ur meiri breidd og þrátt fyrir að hafa verið að missa út leikmenn hef ég trú á að þær vinni á beittum varnarleik. Markvarslan getur líka fleytt liðinu langt og ef Jóna Mar- grét verður í lagi þá held ég að Stjaman hafi vinninginn 1 þessum nágrannaslag. Það hefur verið stígandi í FH-liðinu sl. tvö ár og mér hefur fundist Einvarður Jóhanns- son, þjálfari liðsins, vera að gera góða hluti en þær verða að bíða í eitt ár til að komast áfram upp úr 8-liða úrslitunum." „Ég held aö það sé ekki nokkur spuming um að viðureign Vals og Víkings er stóri slagurinn í 8-liða úrslitunum en á endanum vinni Valur, 2-1. Þarna mætast tveir bestu markverðimir í deildinni og markvarslan á eftir að ráða miklu hvort liðið kemst áfram. Valsliðið hefur betri mannskap en Vík- ingsliðið og það sem ég hef séð til þessara liða í vetur eru Valsstúlkumar beittari. Víkingsliðið hefur átt í vandræðum með sóknarleikinn og það skiptir því miklu máli fyrir þær að fá Guðmundu Kristjánsdóttur aftur inn,“ sagði Ágúst Jóhannsson. -JKS Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR. Eiöur Smári Guðjohnsen. Sol Campbell, miövöróur Arsenal og enska landsliðsins verður ekki með í landsleik Englendinga og Lichtenstein sem fram fer í Lichten- stein á laugardag. Hann gekkst undir læknisskoðun í gær og þá kom í ljós að meiösli hans á hásin eru það slæm að hann mun ekki geta leikið. Lík- legt er talið að Gareth Southgate muni taka stöðu Campbells við hlið Rio Ferdinands í leiknum. Stoke hefur fengið tvo nýja leik- menn fyrir loksprettinn í ensku 1. deildinni en liðið á í harðri baráttu við að forðast fall. Þetta eru þeir Ade Akinbiyi, frá Crystal Palace og Paul Warhurst frá Bolton. Leikmenn þessir munu örugglega nýtast Stoke vel í baráttunni framundan. Magnús Ólafsson leikmaöur úr KR hefur skipt yfir í Hauka í knatt- spymu, eftir aðeins eins árs vem í Vesturbænum. Magnús kom til KR úr Haukum, en Willum Þór Þórsson, nú- verandi þjálfari KR, þjálfaði Haukana áður. Magnús lék átta leiki í Síma- deildinni í fyrra og náði ekki aö skora í þeim leikjum. Magnús hefur einnig leikiö með Reyni Sandgerði, Víöi og Njarðvík. -PS Eiður Smári Guðjohnsen í samtölum við skoska fjölmiðla: Vap mjög óánægður með frammistöðu mína í Reykjavík - Atli Eðvaldsson hrósar skoskum fjölmiðlum fyrir þeirra þátt í Reykjavík Skoskir fjölmiðlar fjafla mikið um landsleik íslendinga og Skota á Hampden Park í Glasgow á laugar- dag og beinast augu þeirra að, eins og þeir kafla Eið Smára Guðjohn- sen, einu stjörnunni í liðinu. Miðað við ummæli Atla Eðvaldssonar ytra virðist hemaðaráætlun hans vera sú sama og hjá Berti Vogts fyrir leikinn hér á landi. Að telja Skotum trú um að þeir séu sterkari aðilinn. „Ég var mjög óánægður með frammistöðu mína í leiknum í Reykjavík í haust. Mér fmnst ég þó ekki að hafa neitt að sanna fyrir neinum á laugardag, en ég vil þó standa mig vel og sýna hvers megn- ugur ég er. Ég náði þó aö sýna að- eins af því í fyrri hálfleiknum þá, en líkamlega og andlega var ég ekki í 100% lagi. Ég var nýbytjaður að leika aö nýju með Chelsea eftir meiðsli og var ekki í besta formi. Ég var hreinlega ekki í minu besta formi,“ sagði Eiður Smári við kom- una til Glasgow Atli Eðvaldssson landsliðsþjálfari var spurður við sama tækifæri út í styrkleikalista FIFA og stöðu lið- anna þar, en Skotar em nú komnir niður fyrir íslendinga á honum. „Ég hef enga trú á þessum styrkleika- lista. Ég vona að þið trúið þessu en ég held að þiö gerið það ekki. Skosk- ir fjölmiðlar unnu frábært starf fyr- ir lið ykkar i haust. Þeir náðu að sannfæra okkur um að Skotar væru lakara liðið og leikmennimir ættu að þakka ykkur fyrir það. Viö erum bara 270 þúsund manna þjóð svo auðvitað hljóta Skotar að vera sterkari aðilinn á laugardag, í það minnsta fyrir fram. Ég held að það trúi þvi enginn að við séum sterkari en Skotar og Þjóðverjar og það era þessi lið sem hljóta að vera að berj- ast um tvö efstu sætin í riðlinum." Atli Eðvaldsson segir þó enn fremur að það hljóti alltaf að vera möguleiki fyrir íslenska liðið og það megi ekki gleyma því að íslenska liðið sé með leikmann eins og Eið Smára. „Þetta er hins vegar leikur ellefu manna liða og við eigum bara ekki nógu marga gæðaleikmenn. Ef þú byðir mér jafntefli nú myndi ég skrifa undir það, hér og nú,“ sagði Atli. Varðandi þessi ummæli Atla segir Eiður að það geti verið að þau séu sálfræðislegs eölis, en samþykkir þó að hann myndi sætta sig við jafntefli í þessum leik. „Það mikilvægasta fyrir okkur nú er að tapa ekki leiknum, en ég held að það sé vonlaust fyrir okkur að vinna hér í Glasgow. Ef við náum góöum úrslitum, þá veit maður aldrei. Það verður gott fyrir sjálfstraustið í liðinu." -PS Vandræði hjá Lithaum Hinn nýi þjálfari Litháa Al- gimantas Liubinskas er í vanda fyrir leik Litháa gegn Þjóðverj- um á laugardag í Þýskalandi. Hann hefur orðið að taka fyrir- liðann Raimondos Zutautas út úr liðinu vegna meiðsla á hné og þá er nær öruggt talaið að Ed- garas Jankauskas, framherji hjá Portó, muni ekki geta leikið með liðinu vegna meiðsla á ökkla. Fyrr í vikunni urðu þeir Ro- bert Poskus og Andrius Skerla sömuleiðis að draga sig út vegna meiðsla auk þess sem að vamar- maður Bröndby, Aurelijus Skar- balius, gat ekki gefið kost á sér af persónulegum ástæðu og þá er Deividas Cesnauskis, leikmaður Dynamo Moskvu, í leikbanni. Það lítur því allt út fyrir að Litháar muni eiga erfiðan laug- ardag í Numberg, en Liubinskas þjálfari gat þó slegið á létta strengi við brottforina á flugvell- inum í Vilníus. Hann sagði að hann myndi sýna fólki að þeir væru ekki dauðir enn, þrátt fyrir að svo margir leikmenn væru dottnir út úr liðinu. -PS Mjódd Mjódd Dalbraut • Austurströnd iooo kr. tiiboð TILBOÐ SÓtt c kr. i.ccc Stór pizza með^ . 4 áleggstegundum y $ Dalbraut • Austurströnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.