Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Blaðsíða 8
8 Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Fréttir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 DV Suzuki Swift GLX, 5d., bsk. Skr. 11/96, ek. 67 þús. Verð kr. 560 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/02, ek. 15 þús. Verð kr. 1480 þús. Suzuki Baleno GLX, 4d., bsk. Skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1150 þús. Suzuki Sidekick JX, 5d., bsk. Skr. 9/96, ek. 88 þús. Verð kr. 780 þús. Alfa Romeo 156, 5 d., bsk. Skr. 9/98, ek. 60 þús. Verð kr. 1.180 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk. Skr. 6/01, ek. 67 þús. Verð kr. 1790 þús. Subaru Forester 2,0, ssk. Skr. 3/98, ek. 89 þús. Verðkr. 1250 Hyundai Accent 1,5, bsk. Skr. 9/98, ek. 67 þús. Verð kr. 570 Peugeot 406, 3 d., ssk. Skr.11/98, ek. 72 þús. Verð kr. 1.480 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ....... SUZUKI BILAR Skeifunni 17, síi Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, á kornakrinum Sérfræðingar kynntu rannsóknir og áætlanir varöandi ræktun á erfðabreyttu korni til lyfjaensímframleiðslu hér á landi á fundi á Hvolsvelli í gær. Varfærnustu menn telja víst að þetta geti haft verulegar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað. Bylting í landbúnaði rædd á Hvolsvelli: Lyfjaprótín verði fram- wmmm VaiV wammm H mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm leitt á íslenskum ökrum Bylting virðist innan seilingar í íslenskum landbúnaði ef marka má fund sem haldinn var i gær á Hvolsvelli. Felst byltingin í rækt- un á erfðabreyttu byggi til fram- leiðslu á hráefni til líftækniiðn- aðar, sér í lagi vegna lyfjafram- leiðslu sem greint var frá í DV í febrúar. Hefur málið vakið mikla athygli en þar tala menn um vor- ið í íslenskum landbúnaði og taka sumir svo djúpt í árinni að tala um merkustu nýjung á sviði landbúnaðar hérlendis í heila öld. Var fundurinn haldinn undir yfirskriftinni „Nýsköpun í land- búnaði“ og mættu þar um 70 manns. Það var fyrirtækið ORF-líf- tækni hf. sem stóð fyrir þessum fundi ásamt áhugamönnum um málið, Kornræktarfélag Suður- lands og Búnaðarsamband Suð- urlands. Fremstur í flokki áhugamanna hefur verið Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Hann hefur náð góöum árangri í komrækt- inni og hefur m.a. fyrir all- nokkm sáð í töluverðan hluta komakra sinna sem orðnir voru iðagrænir í byrjun apríl. Júlíus Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri ORF-líftælcni, kynnti ræktun á erfðabættu byggi sem hráefnisgjafa fyrir líf- tækniiðnaðinn, hvaða hugmynd- ir lægju þar að baki og hvemig þróunarstarfi hefði miðað. Þá gerði hann einnig grein fyrir hugsanlegum ávinningi. Þá kynnti Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri á Korpu, einnig á fundinum niðurstöður komrækt- artilrauna ársins 2002. Kom fram gríðarlegur áhugi á fundinum og haft var á orði að um mikið framfaramál væri að ræða. Umtalsverö áhrif Júlíus Kristjánsson segist hafa orðið var við mikinn áhuga á málinu meðal bænda sem óski nánari upplýsinga. „Við teljum að ef vel tekst til þá hafi þetta umtalsverö áhrif á landbúnað hér á landi.“ - Hver eru næstu skref? „Við ætlum að gera litla til- raun í vor í samstarfi við Rannsókna- stofnun land- búnaðarins og Landgræðslu ríkisins. Þar verður ræktað erfðabætt bygg á mjög litlum skika í Gunnarsholti. Þar verður ekki um að ræða prótín til lytja- framleiðslu heldur prótín til að geta mælt og prófað hvernig þetta gengur fyrir sig. Við gerum á því ýmsar mælingar og viljum undirbúa þetta mjög vandlega áður en við fórum af stað með ræktun á prótínum sem hafa markaðslegt gildi.“ Hentar íslenskum aöstæöum íslenskar aðstæður skapa sér- stöðu innan þessarar ungu grein- ar sem nefnd er „grænar smiðj- ur“. Þær byggjast á svokallaðri sameindaræktun, eða „molecul- ar farming". Grænar smiðjur eru erfðabættar plöntur sem framleiða sérvirk prótín. Óblíð veðrátta, tegundafæð og erfið vaxtarskilyrði utan gróðurhúsa og ræktaðs lands tryggir algera sérstöðu í afmörkun og öryggi við ræktun erfðabættra plantna hér á landi, ekki síst á byggi. Byggið vex ekki villt hér í nátt- úrunni og því þarf ekki að óttast að menn missi tök á prótínfram- leiðslunni og erfðabreytt korn þenji sig yfir móa og mela. Af þessum ástæðum hentar ísland sérlega vel til þessarar fram- leiðslu þar sem erlendis þekk- ist víða að bygg geti vaxið villt. Júlíus segir tilraunir þó vera gerðar með svona framleiðslu í Bandaríkjun- um, Kanada og í nokkrum ríkjum Evrópu. Samstarf er með ORF-líftækni og Garðyrkjuskóla ríkisins í Ölf- usi með að rækta fyrsta erfða- bætta byggyrkið hérlendis og fjölfalda það í gróðurhúsi. Þar er mjög góð aðstaða til slíks og mik- il þekking til staðar og gengur sú fjölfoldun vel. Fjármögnun erfiö Júlíus segir að fram að þessu hafi verið þungt undir fæti við að fjármagna rannsóknir á þessu sviði. Upphaflega hafi þetta verk- efni verið fóstrað hjá RALA með styrk Iðntæknistofnunar. Síðan hafa komið styrkir frá RANNÍS og Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins. Undir það síðasta hefur orð- ið vart við aukinn áhuga og hafa verið að koma að þessu fjárfestar og Bændasamtök íslands. Júlíus segir þó meira fjármagn þurfa til ef takast eigi að koma þessu áfram af alvöru. Talið er að um 100 milljónir króna vanti inn í það dæmi. Bylting innan seilingar íslenskir kornræktarbændur horfa fram á byltingu í greininni ef hugmyndir um ræktun á erfðabreyttu byggi til ensím- framleiðslu vegna lyfjagerðar verða að veruleika. Samhliða þessu er farið af stað verkefni sem varðar ræktun og fram- leiðslu á hör eða líni til iðnaðar. Talað er um að ef vel takist til geti þessi grein landbúnaðarins innan fárra ára skilað meiri tekj- um en allur íslenski landbúnað- urinn gerir í dag og verði auk þess verulega arðbær. Rætt er um að íslensk kornrækt aukist úr ræktun á um 1.500 hekturum í um 6.000 hektara á næstu árum. Nefndar hafa verið tölur um að möguleg velta í þessari grein eftir 15 tO 20 ár verði 10 til 12 milljarð- ar króna á núvirði. í Rangárþingi er talið nægt landrými tU ræktun- ar á korni, eða um 150.000 hektar- ar. Á Suðurlandi öllu eru taldir vera um 300.000 hektarar af vel ræktanlegu landi fyrir korn og rækta má einnig víðar um land. Af einum hektara kornakurs hér fást um 3-4 tonn af korni. Úr því magni ætti að fást um eitt kUó af lyfjaprótíni en afganginn má nota sem skepnufóður. Þetta kem- ur til með að margfalda afrakstur bænda í kornrækt. Hægt yrði að setja upp verksmiðju tU að vinna ensím úr korninu í námunda við akrana. Því þyrfti ekki að stunda viðamikla kornflutninga um lang- an veg vegna framleiðslunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.