Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Síða 14
14 Menning Akrýl, band og leir - er efniviöur í listaverkum þriggja kvenna sem halda einkasýningar í Hafnarborg Á laugardaginn kl. 15 verða opnaðar þrjár einkasýningar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Stóra salinn (sem hýsti litrík málverk Louisu Matthíasdóttur fram í þessa viku) fá málverk eftir Björgu Þorsteinsdóttur, Sverris- sal prýðir listvefnaður Auðar Vé- steinsdóttur auk þess sem hún sýnir Ijósmyndir í kaffistofu og skála Hafnarborgar, og í Apóteki fær Sigríður Ágústsdóttir inni fyrir handmótuö, reykbrennd leir- verk sín. Sýning Bjargar heitir einfaldlega Málverk og hún tileinkar hana for- eldrum sínum, Guðnýju Árnadóttur og Þorsteini Davíðssyni. Hún sýnir þar akrýlmálverk og vatnslita- myndir sem unnar eru á tveimur Eitt af verkum Bjargar á sýningunni. DVJHYND HARl BJörg Þorsteinsdóttir og Auöur Vésteinsdóttir Sigríður býr á Akureyri og var ekki komin til Reykjavíkur þegar myndin var tekin. síðustu árum. Aðaluppistaða sýningarinnar eru myndraðirnar Úr austrinu, Stofnar og Hnútar. Á ferli sínum hefur Björg málað, teiknað, unnið í graflk og gert collageverk. Hún hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í íjölda alþjóðlegra samsýninga í flest- um löndum Evrópu, nokkrum lönd- um Asíu og Afríku, í Bandaríkjunum og Ástralíu. Listvefnaðarsýning Auðar heitir Farvegir og þar sýnir hún verk frá síðustu tveimur árum. Myndefnið sækir hún einkum í náttúruna og hafa litbrigði, form og línuspil verið aðalviðfangsefni hennar lengi. Und- Verk eftir Auöi. anfarin ár hefur hún einbeitt sér að fossandi vatni í fjallalækjum og far- vegum sem vatn mótar í fjallshlíðar og í verkunum leitast hún við túlka þau áhrif sem hreyfingar vatnsins og sefandi niðurinn hefur á hugann. Myndirnar eru unnar á óhlutbund- inn hátt í vefstól. Ljósmyndasýning Auðar heitir Band-óður og sýna myndirnar hvern- ig vefverkin verða til og á hvaða hátt hrosshárið er meöhöndlað áður en það verður nothæft í vefinn. Með ljósmyndunum vill hún sýna vinnu- ferlið og fegurð efnisins sem hún vinnur með. Heiti sýningarinnar merkir því ekki að myndirnar sýni bandóðan kvenmann heldur er þetta óður til garnsins. Auður hefur haldið sex einkasýn- ingar, þá fyrstu 1986 í Listasafni Húsavíkur. Þetta er önnur sýning hennar í Hafnarborg en sú fyrri var í aðalsalnum 1995. Verk Sigríðar eru öll handmótuð. Ekki er notaður glerungur heldur leirlitur með ýmsum málmoxíðum sem borinn er á þegar leirinn er hálf- þurr og hann síðan glittaður til að fá slétta, gjáandi áferð. Fyrst er leirinn brenndur í rafmagnsofni, því næst í svokallaðri reyk- brennslu úti undir berum himni. Þetta er ævaforn aðferö sem hefur hið óvænta í for með sér, því ekki er hægt að stjórna út- komunni fullkomlega. Sigríður rekur ásamt þremur öðr- um myndlistarmönnum vinnustofur og gallerí Svartfugl í Listagilinu á Akureyri. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11-17 og sýning- arnar standa til 5. maí. Vert er að geta þess að safnið er opið á páska- dag og 2. i páskum. Bókmenntir Músík í Mý- vatnssveit í sjötta sinn er nú fyrirhugað að halda tónlistarhátíö í Mý- vatnssveit á páskum og verða tvennir tónleikar í þetta sinn, kirkjutónleikar í Reykjahlíðar- kirkju á fostudaginn langa og kammertónleikar í Félagsheimil- inu í Skjólbrekku laugardaginn fyrir páska. Flytjendur eru að þessu sinni: Laufey Sigurðardótt- ir (fiðla) sem hefur verið með öll árin, Kjartan Óskarsson (klar- ínett), Þórunn Ósk Marinósdóttir (víóla), Brjánn Ingason (fagott), Bryndís Björgvinsdóttir (selló), Þorkell Jóelsson (horn), Hávarð- ur Tryggvason (kontrabassi) og Sigrún Hjálmtýsdóttir (söngur). Hljóðfæraleikararnir eru meðlim- ir í Sinfóníuhljómsveit íslands og Diddú hefur staðið í fremstu röð íslenskra söngvara um árabil eins og alþjóð veit. Heimamenn í Mývatnssveit hafa jafnan kostaö kapps um aö vel takist til um þetta verkefni. Hótel Reynihlíð hefur frá upphafi verið einn aðalstyrktaraðili tón- leikanna en einnig hefur sveitar- félagið veitt því styrki. Að þessu sinni kemur að verkinu fjöl- breyttur hópur tónlistarmanna því ætlunin er að flytja hinn þekkta Septett eftir Beethoven. Samband við fortíðina Saga Reykjavíkur er stórvirki og hefur enda ver- ið lengi í smíðum. Bindin í miðjunni (eftir Guðjón Friðriksson) komu fyrst, síðan seinasti hlutinn (eftir Eggert Þór Bernharðsson) og nú sendir Þor- leifur Óskarsson sagnfræðingur frá sér fyrsta hlut- ann. Hann skiptist eins og hinir í tvö bindi, hvorttveggja gildvaxið mjög. í fyrra bindi er sögð saga Reykjavíkur fram til 1836. í siðara bindi er sögð saga áranna 1836-1870 enda er þróunin þá orð- in mun hraðari, heimildir fleiri og borgin óðum að taka á sig mynd. Árin 1865- 70 varð mikil fólks- fjölgun í borginni, meiri en nokkru sinni fyrr - íbúum fjölgaði úr um 1400 í um 2000. Fyrra bindið líður á hinn bóginn nokkuð fyrir heimildaskort. Þarf Þorleifur að grípa til þess ráðs að nota almenna þekkingu á lífi manna á fyrri öld- um til að varpa ljósi á líf og kjör Reykjavíkur- bænda því að af þeim er næsta lítið að frétta. Kast- ljósinu er beint að jörðinni Reykjavík og því svæöi sem var kjami Reykjavíkur allt fram á 20. öld. Minna er fjallað um aðra forna staði sem nú heyra til Reykjavík, svo sem Laugames og Breiðholt. Það er eðlilegt í ljósi þess hvemig Reykjavík var skil- greind á þeim tíma sem fyrsti hlutinn nær yfir. Hins vegar hefði vissulega verið forvitnilegt að draga inn þessa nágrannabæi, einkum í Ijósi þess úr hversu litlum heimildum er að moða. í upphafi var Reykjavík aðeins ein af mörgum jörðum á íslandi, að vísu byggð af fyrsta landnáms- manninum, Ingólfi Arnarsyni. Hvenær breyttist það? Hingað til hafa menn ekki beint mjög sjónum að 17. öld en Þorleifur Óskarsson sér þó hvörf á þeim tíma. Um miðja 17. öld var höfn Reykvíkinga í Hólminum orðinn annar arðvæn- legasti verslunarstaður íslendinga. Öld seinna komu innréttingar Skúla Magnússonar sem svo sann- arlega er réttnefndur „faðir Reykja- víkur". Þar er raunar hvergi vísað til nýlegs rits Hrefhu Róbertsdóttur og fleiri merki eru um að bókin hafi verið nánast fullgerð um hríð. Þorleifur ræðir staðarval inn- réttinganna. Hvers vegna risu þær svo nálægt jörð fyrsta land- námsmannsins sem raun var? Niðurstaðan er sú að það hafi verið tilviljun. Að mati Þor- leifs höfðu þeir Ingólfur og Skúli einfaldlega auga fyrir kostum staðarins, mið- svæðis milli tveggja víðáttumestu láglendissvæða landsins, skammt frá Þingvöllum og nálægt helstu embættismönnum 18. aldar. Það var þó ekki fyrr en nokkrum áratugum síðar að segja má að það verði opinber stefna að Reykjavík sé stjómsýslu- miðstöð. Þar markar tukthúsið tímamót, reist á 7. áratug 18. aldar og hýsir enn forsætisráðherra. í kjölfarið komu biskupsstóll og landsyfirréttur og fyrsti ungmennaskólinn á Hólavöllum. Þegar komið er fram undir lok 18. aldar hefur Þorleifur úr mun meiru að moða. Allt frá því að kynsjúkdómafaraldur kom upp á dögum innrétt- inganna hafði Reykjavík lengi fremur illt orð á sér. Nöturlegt er að lesa lýsingar á fátækt í borginni og kannski ekki síst hvernig bæjarfógetar eru knúðir tfl að hafa afskipti af „leyfislausri búsetú' hinna fátæku. í seinna bindinu er Reykjavík farin að taka vaxt- arkipp. Þar ríkir aukin bjartsýni, borgin fær skóla að nýju og að lokum kemur alþingi. Deilunum um alþingi er lýst ítarlega enda ótviræðasta tákn þess að Reykjavík er orðin höfuðstaður. Sögufræg hús eru reist sem nú eru horfin, þar á meðal Skóla- varðan og myUan í Bakarabrekku sem setti lengi svip sinn á bæinn. Götur borgarinnar taka að fá nöfn: Aðalstræti, Hafnarstræti, Túngata, Austur- stræti, Lækjargata og Tjarnargata. Enn er bærinn ekki miklu stærri en það. Enn er óþrifnaður, drykkjuskapur og glæpir sem fógetar og glæný bæjarstjóm þurfa að skipta sér af. Sögunni lýkur árið 1870. Þá er bærinn ennþá aðeins það sem nú telst vera miðbær hans. Jafnvel Laugavegurinn er ókominn þó að Reykvíkingar séu famir að fara tO lauga, eins og rakið er í bókinni. Mjög myndarlega er staðið að þessum seinustu bindum Reykjavík- ursögunnar, eins og þeim öllum. Þar er mikUl fjöldi áhugaverðra mynda sem hjálpa lesendum að kom- ast í samband við fortíð Reykjavíkur. Þar hefur vel tO tekist. Ármann Jakobsson Þorleifur Óskarsson: Saga Reykjavíkur - í þúsund ár 870-1870. Fyrri hluti og seinni hluti. I&unn 2002. _______MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 ________________________x>v Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is í tUefni þess að Gerður Helgadóttir myndhöggvari hefði orðið 75 ára 11. aprO í ár stendur nú yfir stór yfirlitssýning á verkum hennar í Gerðarsafni í Kópavogi sem við hana er kennt. Þegar þessi einstaka listakona lést aðeins 47 ára að aldri árið 1975 skOdi hún eftir umfangsmikið ævistarf. Á sýningunni eru um 150 verk, höggmyndir úr ýmsu efni, steindir gluggar, mósaíkmyndir og teikn- ingar, bæði sjálfstæð verk og frumdrög að þrívíðum verkum, glergluggum og mósaík. Ennfremur eru sýndir skartgripir úr bronsi og steinum og þrívíðar frumgerðir að stórum útUistaverkum. Elstu verkin eru frá námsárum Gerðar í Handíðaskólanum en þaö yngsta, veggmynd úr bronsi, var af- hjúpað eftir lát hennar. Sýningin stendur tO 17. júní. Gerðarsafn er opiö aUa daga nema mánudaga frá 11-17, þó er einnig lokað á fóstudaginn langa og páskadag í þessari vOíu. Ristavél á Súfista Það verður Kaupmannahafnarstemning á Súfistanum í kvöld kl. 20.30 þegar neon- bókin Ristavél eftir danska rithöfundinn Jan Sonnergaard kemur út hjá Bjarti í þýð- ingu Hjalta Rögnvaldssona*-. Þá telur vor- bókaflóð Bjarts sex bækur. Ristavél er smásagnasafn sem lýsir lífi ungs undirmálsfólks í Kaupmannahöfn samtímans, rótleysi, óstöðugu umhverfi og þrá þess eftir sambandi og merkingu. Bók- in kom út í Danmörku árið 1999 og hefur selst í óvenjustóru upplagi þar í landi. Á útgáfuhátíðinni les þýðandinn valda kafla úr bókinni auk þess sem íslenskur trúbador greinir frá reynslu sinni af tón- leikahaldi á Strikinu og leikur fáein lög. Frítt inn að venju. Lestur Passíusálma Passíusálmar HaOgríms Péturssonar verða lesnir af leikmönnum úr Garðabæ í Vidalínskirkju á fóstudaginn langa. Athöfn- in hefst með helgistund kl. 11 og stendur lengi dags, en kirkjugestir geta komið og farið að vOd. MOli sálma flytja Guðný Guðmundsdóttir fiðluleOrari og Gunnar Kvaran seflóleikari verkiö Sjö hugleiðingar fyrir fiðlu og sefló eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Það var frum- flutt á fóstudaginn langa árið 1998 í Mið- garðakirkju í Grímsey. Stabat mater Á fostudaginn langa kl. 21 flytur Schola cantorum, kammerkór Hallgríms- kirkju, kórverk eftir ítölsku tónskáldin Domenico Scarlatti og Antonio Lotti ásamt mótettum eftir Brahms og Bruckner undir stjórn Harðar Áskelssonar. Aðalverk tónleikanna er Stabat mater, kór- verk í tíu þáttum fyrir tíu radda kór og fylgirödd eftir Domenico Scarlatti. Tónleik- arnir eru á dagskrá Listvinafélags HaO- grímskirkju og eru einn af hápunktunum í fjölbreyttum tónlistarflutningi í dymbilviku og á páskum í HaOgrímskirkju á þessu ári. Brauð og rósir Skálholtsútgáfan hefur gefið út Brauð og rósir - sönghefti Kvennakirkjunnar - sem geymir 16 frumorta texta íslenskra kvenna viö lög úr ýmsum áttum. Texta- höfundar eru Auður Eir VO- hjálmsdóttir, Bjargey Arn- órsdóttir, Eygló Eyjólfsdóttir, Kristjana Jónsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir. Aðal- heiður Þorsteinsdóttir sá um val laga og út- setningar fyrir rödd og píanó. Guðrún Björnsdóttir myndskreytti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.