Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 Fréttir DV Mikill sam- dráttur í loOnu Heildarafli íslenskra skipa var tæp 184 þúsund tonn í nýliðnum marsmánuði og dróst saman um 242 þúsund tonn frá sama mánuði 2002, að því er fram kemur í til- kynningu frá Hagstofu íslands. Heildaraflinn í síðasta mánuði var því í magni talinn aðeins 43% af aflamagni í mars 2002. í samantekt Greiningar íslands- banka kemur fram að samdrátt- urinn skýrist af mun minni loðnuafla, en í mars sl. komu á land 115 þúsund tonn af loðnu, samanborið við 360 þúsund tonn í mars í fyrra, en sem kunnugt er olli loðnuvertíðin vonbrigðum. í mars veiddust 54 þúsund tonn af botnfiskafla sem er svipað og í mars í fyrra. Kolmunna- og síld- arafli jókst frá í fyrra en skel- og krabbadýraafli dróst saman. -VB Minni sala matvöru í mars en í fyrra Velta dagvöruverslana í mars reyndist vera 7,2% minni en á síðasta ári að sögn Emils B. Karlssonar hjá Samtökum versl- unar og þjónustu. Hann segir að veltan í sölu áfengis hafi sömu- leiðis minnkað um 18,8% þegar marsmánuður nú og í fyrra eru bornir saman. Skýringuna telur Emil einfaldlega þá að páskar voru í lok mars og byrjun apríl í fyrra - en eru mun seinna nú. Páskaveltan í matvöruverslunum lendir því í apríl í ár. Þegar skoðuð er velta lyfjabúða í mars er greinilegt að þar gætir ekki árstíðasveiflna. SVÞ hefur kannað veltu apóteka undanfarna 7 mánuði og er því ekki um að ræða samanburð milli ára. -JBP Um 3.000 fylgdust með fundi á heimasíðu Yfir 3.000 manns fylgdust með fundi formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í Sjallanum á Akureyri á mánudagskvöld á heima- síðu flokksins, www.xd.is. Fundur- inn var sá fyrsti í 22 funda röð for- manns og varaformanns Sjálfstæðis- flokksins undir yfirskriftinni „Til fundar við þig“. Þar ræddu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra ásamt Tómasi Inga Olrich menntamálaráð- herra og Ambjörgu Sveinsdóttur al- þingismanni við kjósendur. Fundur- inn var fjölmennur, hann sóttu á fjórða hundrað manns. Þar að auki var hann sendur út beint á nýrri heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. -GG Guöni Ágústsson, varaformaöur Framsóknarflokksins, metur stööuna í pólitíkinni: Hættaábngri stjómarkreapu „Mér sýnist aö skoðanakannan- ir beri með sér að hér geti orðið mikil og löng stjórnarkreppa ef svo færi að hér yrðu tvær stórar fylkingar sem tækjust á og allir hinir flokkarnir, þar á meðal við, yrðum smáflokkar." Þetta segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokks- ins og landbúnaðarráðherra, í opnuviðtali sem birtist í DV á morgun. Guðni ræðir þar um póli- tíkina, kosningabaráttuna og met- ur horfur í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er nú. Hann kveðst telja að þriggja flokka stjórnir séu óheppi- I legar. Framsókn eigi kjörfylgi á bil- inu 18-25 prósent og til þess að hafa styrk og stöðu þurfi flokkurinn | að vera á því bili. „Miðað við ' stefnuskrá flokk- anna hef ég enga trú á því að Vinstri grænir myndu til dæmis sætta sig við samstarf við Fram- sóknarflokkinn miðað við þær framkvæmdir sem þegar eru ákveðnar í landinu. Þeir hafa Guðni Ágústsson. barist gegn þeim, þannig að ég sé ekki alveg að þeir séu á leiðinni í ríkisstjórn, Þetta er týpískur stjómarandstöðuflokkiu- sem lifír á þeim vettvangi og ég held að það sé erfitt að mynda við hann sam- starf,“ segir Guðni um hugsanlegt stjórnarsamstarf flokkanna eftir kosningar. „Aftur á móti held ég að það gæti verið auðveldara með Samfylkingu ef þeirra sögu, bæði Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags, gætir enn innan raða henn- ar. Sá flokkur er þá líklegri til að vilja komast til áhrifa.“ -JSS DV-MYND HARI Tvö hundruð ára afmæll hinnar einkennisklæddu lögreglu Sögusýning lögreglunnar var opnuö vlö hátíölega athöfn í gær en tilefnið var tvö hundruö ára afmæli hinnar einkennis- klæddu lögreglu. Á sýningunni má meöal annars finna vopnasafn iögreglunnar, gamla lögreglubúninga, dagbækur lög- reglunnar og margt fleira. Ríkislögreglustjóri skipaöi nefnd í byrjun síöasta árs til aö vinna aö undirbúningi afmæiisins og er afrakstur þess meöal annars minnispeningur, minjagripir, kynningarrit um sögu, þróun og uppbyggingu lögregl- unnar á íslandi og sögusýningin sem er í húsi ríkislögreglustjóra viö Skúlagötu. Atvbmuleysið mældist 4% í mars í marsmánuði síðastliðnum voru skráðir 118.495 atvinnuleys- isdagar á landinu öllu en þaö jafn- gildir því að 5.645 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 4,0% af áætlun Efnahags- skrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði í mars 2003. í frétt frá Vinnumálastofnun kemur fram að atvinnuleysið á landsbyggðinni minnkar um 7,5% milli mánaða. Atvinnuleysið er nú Stuttar fréttir D-listinn með mest fylgi í skoðanakönnun sem IBM gerði fyrir Stöð 2 dagana 12. til 14. apríl nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgis. Fjórir af hverjum tíu í könnuninni sögðust óákveðnir. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 36,8% at- kvæða en Samfylkingin 33,9. Mbl. greindi frá. Baugur og Sommerfield Eftir að forsvarsmenn bresku verslunarkeðjunnar Sommerfield staðfestu að áhugi væri á að yflr- taka félagið hækkuðu hlutabréf þess um 20%. í breskum miðlum er talið líklegt að Baugur geri til- boð í Sommerfield sem rekur 588 verslanir undir eigin nafni og 686 3,6% af mannafla á landsbyggð- inni en var 3,9% í febrúar síðast- liðnum. Atvinnuleysið á lands- byggðinni var 2,4% í mars árið 2002. Atvinnuleysi minnkar alls staðar á landinu frá því í febrúar nema á Norðurlandi vestra þar sem það eykst lítils háttar og á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er svipað. Yfirleitt batnar atvinnuástandið frá mars til apríl m.a. vegna árs- tíðasveiflu. Fjöldi atvinnulausra breyttist ekki að meðaltali milli undir nafninu Kwik Save. Mbl. greindi frá. Gæsavarp hafiö í Hornafirði Textavarpið greinir frá því að gæsin sé farin að verpa. Nýlega fannst gæsahreiður með nýorpn- um eggjum í Griðungsey í Homa- firði. Þetta er óvenju snemmt því vanalega byrjar gæsin ekki að verpa fyrr en í lok apríl. mars og apríl 2002 en flölgaði um 12,2% milli þessara mánaða árið 2001 sem stafaði af lokun fisk- vinnsluhúsa í kjölfar sjómanna- verkfalls í aprílmánuði á því ári. Mikil hreyfing hefur verið á at- vinnuleysisskrá og framboð lausra starfa vaxið talsvert á nýj- an leik. Þannig voru laus störf í lok marsmánaðar 296 eða 126 fleiri en í lok febrúar. Að öllu saman- lögðu er því líklegt að atvinnu- leysið minnki lítils háttar í apríl og verði á bilinu 3,7% til 4%. -VB Lyf fyrir 5,4 milljarða Tryggingastofnun greiddi 5,4 milljarða króna í fyrra í lyfla- kostnað. Útgjöldin jukust um 600 milljónir milli áranna 2001 og 2002. Almannatryggingar greiða á milli 63 og 68% allra lyfla sem keypt eru í apótekum hér á landi. Ódýrt efni í austurveg Ríkissjónvarpið er að taka sam- an efni sem selja á til Eystrasalts- landanna gegn vægu gjaldi. Nor- rænar sjónvarpsstöðvar ætla að senda 319 klukkustundir af efni til Eystrasaltslandanna að beiðni Sambands evrópskra sjónvarps- stöðva. Mbl. greindi frá. -Kip Btt filboð í þrotabú kjúklingabúsins Eitt tilboð barst í þrotabú kjúklingabúsins íslandsfugls í Dalvíkurbyggð, en tilboð voru opnuð eftir hádegi sl. þriðjudag. Ólafur Rúnar Ólafsson skipta- stjóri segir að tilboðið hafi komið frá óstofnuðu einkahlutafélagi, en gaf ekki upp hverjir stæðu á bak við það. Næst á dagskránni er að skiptastjóri setur sig í samband við veðkröfuhafa íslandsfugls og kynnir þeim fram komið tilboð. Kröfuhafarnir ákveða síðan hvort þeir sætta sig við tilboðið eða hvort þeir vilja bjóða betur, eins og heimild er fyrir í lögum. Að því ferli loknu segist Ólafur Rúnar taka ákvörðun um fram- haldið. Það er hvort fram komnu tilboði verður tekið eða annarra leiða verði leitað. Á þessari stundu er því alls óljóst hver nið- urstaðan verður. Blaðið hefur góðar heimildir fyrir því að að baki tilboðinu standi Auðbjörn Kristinsson, fyrrum eigandi íslandsfugls, ásamt fleinun. -hiá Tóku myndir hver af öðrum reykjandi hass Á mánudagskvöld var lögreglunni tilkynnt að bíl hefði verið stolið fyr- ir utan Bústaðakirkju. Bíllinn sást svo í umferð í nótt og stöðvaði lög- reglan hann. í honum voru flórir unglingar á aldrinum 15 til 16 ára. Lögreglan handtók þrjá þeirra en sá fiórði komst undan. Voru þeir fluttir á lögreglustöðina og síðan sendir á meðferðarheimilið Stuðla vegna ungs aldurs þeirra. í bílnum fannst myndbandsupptökuvél og myndband af piltunum en þeir höfðu verið að mynda hver annan við að reykja hass í bílnum. -EKÁ Bílannír ónýfin en minni háttar meiðsl á fólki Harður árekstur varð á mótum Flugvallarvegar og Hringbrautar í Keflavík á hádegi í gær. Tveir menn voru í bílunum og var ann- ar þeirra fluttur á slysadeild en meiðsl hans voru talin minni háttar. Bílamir gjöreyðilögðust og þurfti að fiarlægja þá af vett- vangi með kranabíl. -EKÁ I •±+A\ helgarblað Systurnar hrjár í Helgarblaði I DV verður rætt við systumar Ingibjörgu, Þór- unni og Hjördísi Elínu Lárusdæt- I ur sem tala um nýja dagskrá á Nasa, trompetnám og töffaraskap og minnast föður síns. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tjáir sig í ítarlegu viðtali um stjóm- i i. ;#i - i * . Yk málaástandið. DV ræðir við einstak- linga úr atvinnulífinu sem sest hafa á skólabekk á ný í Háskóla Reykjavíkur, skoðar feril kvennagullsins Sigurðar A. Magnússonar í nýrri ævisögu hans og veltir því fyrir sér hvort páskamir eigi að vera leiðinlegir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.