Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Blaðsíða 28
MIÐVKUDAGUR 16. APRlL 2003 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 Rafpostur: dvsport@dv.is keppni í hverju orði A efdp að sakna Guðna Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, er opinskár í viðtali við Bolton Evening News þar sem hann segir að hann vilji af öllum mætti njóta krafta Guðna Bergssonar að þessu tímabili loknu. Hann segist þó eiga erfitt með að sjá að ákvörðun hans um að snúa alfar- inn heim til íslands verði breytt. Allardyce segir að Guðni hafi verið mjög sterkur í vetur og raunar sjaldan séð hann leika jafn vel. Það verði mikil eftirsjá í Guðna en hann hafi tekið ákvörðun um að fara til íslands, i faðm fjölskyldu sinnar. -JKS Atli vill að Árni Gautur spili meira I norska dagblaðinu Adressaavisen í gær lýsir Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspymu, áhyggjum yfrr því að Ámi Gautur Arason lands- liðsmarkvörður fái ekki að spila meira með Rosenborg en raun ber vitni. í viðtalinu kemur fram að Atli hafi hvatt Áma Gaut til að skipta um félag en Ijóst er að hann á erfitt uppdráttar hjá fé- laginnu eftir að hafa átt fast sæti í liðinu á síðasta keppnistíma- bili. Atli segist ekki vera sáttur við þetta ástand þvi nauðsynlegt sé fyrir landsliðið að Árni Gaut- ur sé í sínu besta formi en það sé hann ekki meðan hann fái ekki að spila. Árni Gautur hefur misst sæti sitt til Espen Johansen en þeir hafa barist um sætið í liðinu allnokkra hríð. Ámi Gautur gekkst undir aðgerð á olnboga í byrjun mars og á meðan fór Jo- hansen í markið og hefur haldið stöðu sinni síðan. Ámi Gautur hefur neitað að skrifa undir nýj- an samning og það hefur ekki auðveldað honum að komast í liðið á nýjan leik. Atli Eðvaldsson sagðist í sam- tali við DV í gær hafa áhyggjur og hann væri enn fremur hissa á því hvernig þeir hefðu með- höndlað meiðsli Áma Gauts. „Tímasetningin vegna aðgerðarinnar í olnboga er skrýtin en við vissum af þessum meiðslum í fyrra. Af hverju fór hann ekki þá í aðgerðina,“ sagði Atli Eðvaldsson. -JKS Fyrsti knattspyrnuleikur ársins á grasi fór fram í gærkvöld: Stórsigup Skagamanna - slakir Mosfellingar réöu ekkert viö drengina hans Ólafs Þóröarsonar 1-0 Baldvin Hallgrímss., sjm. (17.) 2- 0 Stefán Þórðarson ..(41.) 3- 0 Garðar Gunnlaugsson .. (75.) 4- 0 Helgi Magnússon....(80.) 5- 0 Garðar Gunnlaugsson . . (90.) Skagamenn vora ekki í miklum erfiðleikum með Aftureldingu er liðin mættust í fyrsta grasleik árs- ins á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær. Þeir tóku völdin í leiknum strax í byrjun og þrátt fyrir erflðar aðstæður tókst þeim að koma bolt- anum fimm sinnum í mark Mosfell- inga. Það er oftar en ekki álitamál hvenær byrja eigi að spila á grasi hér á landi og þótt ekkert væri að grasinu á Tungubökkum þá hefði þessi leikur betur verið spilaður innan dyra, eins og upphaflega stóð til, því strekkingsvindur, sem stóð beint á .annað markið, gerði leik- mönnum afar erfitt um vik að spila knattspymu. Munurinn á liðunum lá fyrst og fremst í því að Skaga- menn hafa getuna til þess að leika við slíkar aðstæður en Mosfellingar ekki enda sköpuðu þeir sér afar lít- ið í þessum leik. Skagamenn léku gegn vindinum í fyrri hálfleik og náðu strax góðum tökum á leiknum. Mikil barátta var um hvern einasta bolta en Mosfell- ingar voru alltaf skrefi á eftir og þegar blásið var til leikhlés voru þeir tveim mörkum undir og orrust- an nánast töpuð. Skagamenn styrktu tak sitt enn frekar í síðari hálfleiknum og bættu við þremur mörkum í honum og unnu öruggan og sanngjaman sig- Stefán Þóröarson lék vel meö Skagamönnum á grasinu í Mosfellsbænum í gær - skoraði mark og var sífellt ógn- andi. Hann sést hér leika á ísleif Sigurösson, leikmann Aftureldingar. DV-mynd Sigurður Jökull ur. Stefán Þórðarson lék vel i fram- línu Skagamanna - var duglegur, sí- fellt ógnandi og augljóslega að nálg- ast sitt fyrra form. Gunnlaugur Jónsson var öflugur sem fyrr i hjarta Skagavamarinnar og stöðv- aði flestar sóknarlotur Afturelding- ar og Grétar Rafn vann vel á miðj- unni. Fátt var um fina drætti hjá Mosfellingum en Sturla Guðlaugs- — son, fyrrum Skagamaður, gafst þó aldrei upp og sýndi ágæta takta á köflum. Maður leiksins: Stefán Þórðar- son, ÍA -HBG Tillögur aö breyttu keppnisfyrirkomulagi í úrvalsdeildinni í körfuknattleik: Tillögup lagðar fyrir ársþing KKI Körfuknattleikssamband ísland skipaði nefnd á sínum tíma til að leggja fram tillögur að breyttu keppnisfyrirkomulagi í úrvals- deildinni í körfuknattleik og verða tillögumar lagðar fram á ársþingi sambandsins um aðra helgi. Ef þessar tillögur fá samþykki munu þær taka gildi keppnistímabilið 2004-2005. Tillögumar hljóða svo. Keppni úrvalsdeildar fer fram í tveimur hlutum; deildarkeppni og úrslitakeppni. Fyrstu drög að leikjaniðurröðun skulu liggja fyrir eigi siðar en í lok júní. (A) Deildarkeppni Úrvalsdeildin skal skipuð 10 lið- um sem leika í tveimur riðlum sem auðkenndir era sem A og B. Liðin innan riðlanna skulu leika fjórfalda umferð innbyrðis, þ.e.a.s. hvert lið leikur tvisvar sinnum heima og að heiman gegn hverju hinna. Jafnframt skulu liðin leika tvöfalda umferð heima og heiman gegn liðunum í gagnstæðum riðli. Lið raðast í lokastöðu riðlanna samkvæmt reglum FIBA, ef reglu- gerð um körfuknattleiksmót kveð- ur ekki á um annað. Liðið í efsta sæti A-riðils að lok- inni keppninni hlýtur titilinn deildarmeistari og skal fá afhentan farandbikar og eignarbikar. Tvö (eitt??) neðstu lið B-riðils úrvalsdeildar að lokinni deildar- keppni falla í 1. deild og leika þar næstu leiktíð. Neðsta lið A-riðils skal leika í B- riðli leiktíðina á eftir. Efsta lið B- riðils skal leika i A-riðli leiktiðina á eftir. Sérstakt ákvæöi Þau félög sem lenda í 5 efstu sæt- um úrvalsdeildar eftir deildar- keppnina 2003-2004 skulu skipa A- riðil tímabilið 2004-2005. Félög sem lenda í 6., 7., 8. og 9. sæti skulu skipa B-riðil. Liðið í 10. sæti úr- valsdeildar skal leika einn leik við sigurvegara úr úrslitakeppni 1. deildar karla um laust sæti í B- riðli. Leikurinn skal fara fram á heimavelli 1. deildar liðsins. Skal 1. deildar liðið bera allan kostnað af leiknum og hirða allar tekjur af honum. Útiliðið greiðir sinn ferða- kostnað. Liðin í 11. og 12 sæti falla i 1. deild. Að lokinni deildarkeppni hefst úrslitakeppni með þátttöku liðanna í 4 efstu sætum A-riðils og tveimur efstu sætum B-riðOs. (B) Úrslitakeppni í úrslitakeppninni skiptast and- stæðingar í hverri viðureign á að leika á heimavelli og ávallt er byrj- að á heimavelli þess liðs sem ofar varð í deildarkeppninni. Liðin í A- riðli teljast ofar í deildarkeppninni en liðin í B-riðli. í fyrstu umferð úrslitakeppninnar skal lið í þriðja sæti A-riðils A3 leika við liðið í 2 sæti B-riðils B2 (Viðureign nr. 1) og liðið í 4 sæti A-riðils við liðið í 1. sæti í B-riðli B1 (Viðureign nr. 2). Það lið sem fyrr sigrar í tveim leikjum kemst áfram. Fyrsti og ef með þarf þriðji leikur skal fara fram á heimavelli liðanna í A-riðli. ! undanúrslitum mætir sigur- vegari A-riðils A1 sigurvegaranum úr fyrstu umferð úrslitakeppninn- ar sem telst neðar í deildarkeppn- inni (Viðureign nr. 3). Liðið í öðru sæti A-riðils A-2 mætir sigurvegar- anum úr fyrstu umferðinni sem telst ofar í deildarkeppninni (Viðureign nr. 4). Það lið sem fyrr sigrar í þrem leikjum kemst áfram í úrslit. Fyrsti, þriðji og ef með þarf fimmti leikur skal fara fram á heimavelli A1 og A2. í úrslitum mætir sigurvegari úr viðureign nr. 3 sigurvegara úr viðureign 4. Þaö iið sem fyrr sigr- ar í þrem leikjum telst íslands- meistari í körfuknattleik og skal fá afhentan farandbikar og eignar- bikar. Fyrsti, þriðji og ef með þarf fimmti leikur skal fara fram á heimavelli þess liðs sem ofar varð í deildarkeppninni. Um tekjuskiptingu gOda reglur um tekjuskiptingu í íslandsmóti. Heimalið ber aOan kostnað vegna dómara (komi tO oddaleiks). AOur annar útlagður kostnaður sem lið- in verða fyrir greiða þau sjálf. Gestalið í úrslitakeppni skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiöum á hvern leik, enda nýtir það þennan rétt a.m.k. 24 klst. fyrir leik. Breyting á 21. gr. um mót 1. deOd karla skal skipuð 10 iið- um. Leika skal tvöfalda umferð, heima og heiman. Tvö neðstu lið 1. deOdar faUa í 2. deOd og leika þar næsta keppnistímabO. Að lokinni deOdarkeppninni-í 1. deOd hefst úrslitakeppni með þátt- töku fjögurra efstu liða í deOdinni. Efsta liðið leikur gegn liði númer Qögur og næstefsta liðið leikur gegn liði númer þrjú. Þau lið sem fyrr sigra í tveimur leikjum leika tO úrslita. Þau leika einn leik, á heimaveUi þess liðs sem ofar varð í deOdarkeppninni og telst sigur- vegarinn íslandsmeistari í 1. deOd karla og færast bæði (sigurvegar- inn??) liðin upp í úrvalsdeOd. Um tekjuskiptingu gOda sömu reglur og gilda í oddaleikjum úrslita- keppni úrvalsdeOdar. Sérstakt ákvæöi KeppnistímabOið 2003-2004 skal sigurvegari í úrslitakeppni 1. deOdar karla leika einn leik við liðið í 10. sæti úrvalsdeOdar tíma- bOið 2003-2004 um sæti í úrvals- deOd 2004-2005. Sjá reglugerð um úrvalsdeOd. KeppnistímabOið 2004 -2005 skal deOdin skipuð á eftirfar- andi hátt: Tapliðinu úr leiknum um lausa sætið í úrvalsdeOd. Tapliðinu úr úrslitaleik úrslita- keppni 1. deOdar 2003-2004. Taplið- unum tveimur úr undanúrslita- keppni 1. deOdar 2003-2004. Þeim þrem liðum sem enduðu í sæti 5, 6 og 7 í 1. deOd 2003-2004. Sigurvegara úr leik liðsins sem lenti í 8. sæti 1. deOdar 2003-2004 og þess liðs sem sigraði í úrslita- keppni 2. deOdar karla 2003-2004. Skal leikurinn fara fram á heima- veOi 2. deOdar liðiðsins og skal það bera aOan kostnað af leiknum og hirða aOar tekjur af honum. ÚtOið- ið greiðir sinn ferðakostnað. Liðin í 9. og 10. sæti 1. deildar keppnis- tímabOið 2003-2004 faUa í 2. deOd Breyting á 22. grein mót í 2. deOd karla komi inn sérstakt ákvæði. Sigurvegari í úrslita- keppni 2. deOdar karla keppnistímabOið 2003-2004 skal leika einn leik við liðið sem lenti í 8. sæti 1. deOdar karla keppnis- tímabOið 2003-2004 um laust sæti í 1. deOd. Skal leikurinn fara fram á heimaveUi 2. deUdar liðiðsins og skal það bera aUan kostnað af leiknum og hirða aUar tekjur af honum. ÚtUiðið greiðir sinn ferðakostnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.