Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 6
22 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 Sport___ Hvenær áað hætta? Er einhver timi öðrum fremur á ferli íþróttamanna sem hentar þeim betur en annar til að draga sig í hlé frá íþrótt sinni? Er hægt að alhæfa eitthvað um að menn séu á toppnum í íþróttum sinum á einhverjum ald- ursskeiðum? Sumir tala um að það sé virðingarvert að hætta á „toppnum". En hvað þá með ánægjuna og félags- skapinn og jafnvel að einhverju leyti efnahaginn, sér í lagi ef menn eru enn virkilega samkeppnishæfir? Er ekki ákveðið miskunnarleysi í því viðhorfi gagnvart mönnum sem eru komnir á „aldur“; að þeir eigi að víkja fyrir þeim sem yngri eru svo að þeir fái notið sin og sæki sér reynslu? Er ekki eðlileg samkeppni einfaldlega alltaf besti kosturinn hvort sem um er að ræða atvinnulíf eða íþróttir? Þessar vangaveltur voru lagðar fyrir þá Guömund Karlsson, þjálfara frjáls- íþróttalandsliðsins og fyrrverandi handboltaþjálfara, Heimi Guðjóns- son, knattspymumann úr FH, og Friðrik Ragnarsson, þjálfara íslands- meistara Njarðvíkur í körfubolta. Getan sem telur „Ég er þeirrar skoðunar að aldur beri að skoða út frá annars vegar dagatali og hins vegar líkams- ástandi. Með þessu á ég við að það getur staðið á dagatali að viðkom- andi íþróttamaður sé 37 ára gamail en likamsástand hans er hugsanlega á við 25 ára gamlan mann. Að sjálf- sögðu er munur á milli íþrótta- greina varðandi „toppaldur" en ef ég nefni handbolta og frjálsar íþróttir þá tel ég þennan aldur liggja á bilinu 28-35 ára. Hins vegar er auðvitað erfitt að meta hvenær toppnum er náð, en ef íþróttamaðurinn sjálfur er árangurslega saddur er best fyrir hann að hætta, annars ekki, en ákvörðunin á að vera íþróttamamis- ins fyrst og fremst og ekki annarra,“ segir Guðmundur Karlsson, lands- liðsþjálfari íslands í frjálsum iþrótt- um. Guðmundur telur umræðu um aldur oft vera * ».^j strax farið að Jj tala um íþrótta- ■ menn sem gamla | ára aldur sem er bull og min þjálf- Guömundur araskoðun er á Karlsson. öndverðum meiði við fjöl- miðlaumfjöllunina í dag. Með aldr- inum kemur aukin keppnisreynsla og hún gerir á úrslitastundu meira en vega upp á móti hugsanlegum snerpumissi. Það er getan ein sem telur og hún er nokkuð auðmælanleg, til dæmis í frjálsum íþróttum. í boltagreinunum er reynslan gríð- arlega mikilvæg og stór hluti af- kastagetunnar. Það er ekkert mál að skora í stöð- unni 3-3, en það reynir á í stöð- unni 19-19, þakið að fara af húsinu og ailt að verða vitlaust," segir hann. Guðmundur segir að auðvitaö sé keppnisharka og reynsla mjög mikilvæg í öllum greinum íþrótta og að þetta séu at- riði sem þurfi að þroska. „íþrótta- maðurinn „lærir" að gera ákveðna hluti á ákveðnum tíma og vissan um að geta afkastað eykur sjálfstraust hans og um leið getu. Þetta ferli tekur tíma og það er eilítið misjafht hvenær iþrótta- maður nær sínum toppi. Þjálfarinn Guðjón Skúlason vildi ekki útiloka aö hann tæki upp þarf hér að hafa skóna aö nýju á næstu leiktíö en hann kvaöst hættur „í yfirsýnina og ekki bili“ eftir aö hann tók á móti íslandsbikarnum í körfunni f láta utanaðkom- síöasta mánuði. andi pressu fjöl- Guöni Bergsson er sennilega besta dæmiö um fslenskan íþróttamann sem enn er í fullu fjöri þrátt fyrir háan aldur. Gubni etur kappi viö bestu knattspyrnumenn heims um hverja helgi meö liöi sínu Bolton en þess ber aö geta aö Guöni er sprautaöur fyrir hvern leik svo aö hann geti spilað hann allan. Reuters miðla eða misvitra stjórnarmenn hafa áhrif á ákvarðanatöku. Varðandi efnahagsþáttinn segir Guðmundur að hann hafi breyst á undanfórnum árum en auðvitað verði hér hver íþróttamaður að svara fyrir sig. „Hér á íslandi eru þetta óverulegir fjármunir eins og staðan er í dag og tel ég að peninga- hvatinn hljóti að vera aftarlega á merinni." Aldur tengist reynslu „í dag er það einfaldlega svo að menn hætta ekki nema ungir og frískir strák- ar rúlli þeim upp á æfmgum. Á meðan það gerist ekki er engin ástæða til að hætta, nema áhuginn sé ekki lengur fyrir hendi," segir Heimir. Öll umræða um „toppaldur" hefur breyst að hans mati: „Auðvit- að er ekki hægt að alhæfa að menn séu á toppnum á vissum aldri eins og oft áður var talað um. Helsta ástæðan fyrir þvi er líklega sú að allar aðstæður til þjálfuncu hafa batnað og einnig hefur þjálfunarað- ferðum fleytt mikið fram eins og sést í flestum íþróttagreinum. íþróttafólk er að ná góðum árangri þrátt fyrir að vera komið yflr þrí- tugt og vel það,“ segir Heimir Guð- jónsson, knattspymumaður hjá knattspymuliði FH. Heimir segir að umræðan um að hætta á toppnum haldist yflrleitt í hendur við markmið. „Auðvitað er virðingarvert að hætta á toppnum ef maður hefur náð einhveiju marki sem maður hefur sett sér. Hins veg- ar skiptir félagsskapurinn einnig miklu máli og spilar stóra rullu; eft- ir því sem mórallinn er betri því skemmtilegra er þetta. Bullið sem hefur átt sér stað í búningsklefum leikmanna í gegnum tíðina gæti ver- ið gott efni í skáldsögu! Eina mis- kunnarleysið sem er í gangi gagnvart mönnum sem eru komnir á „aldur“ er þegar yngri leikmenn tala um að hafa átt stefnumót við miklu eldri konur en svo kemur i ljós að gamla konan er aðeins 26 ára! „Aldur tengist reynslu," segir Heimir og heldur áfram: „Það er staðreynd að góð blanda gerir gott lið og yngri leikmenn geta lært af þeim eldri. Það myndi því aldrei ganga að skipta út heilu liði eldri leikmanna fyrir þá yngri því þeir þurfa að fá reynslu og aðlögun og þar geta þeir eldri hjálpað til. Að sjálfsögðu er gott að hafa „survival of the fittest" í öllum íþróttum, sér- staklega vegna þess að ég er ennþá fljótastur í FH!“ segir Heimir. Um efnahagshliðina á boltanum hafði Heimir einfaldlega þetta að segja: „Pening!? Um hvað ertu að tala?“ Ekki pressa á aö hætta „Hvenær menn eru á toppnum á sín- um íþróttaferli ferli er mjög ein- staklingsbund- ið,“ segir Friðrik Ragnarsson, þjálfari körfuknatt- leiksliðs Njarð- víkur í Inter- sport-deildinni og bætir við: „Mér finnst sjálfum að frá 27-28 ára aldri til 32-33 hafi menn öðlast mikla þekkingu á leiknum sem nýt- ist þeim og þeirra liði inni á vellin- um, jafnvel þó aö hraði og stökkkraftur séu ekki í hámarki á þessum árum. Slíkt bæta eldri leik- menn upp með reynslu og klókind- um.“ Friðrik segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að menn endist lengur i sportinu en áður. Markvissari æf- ingar, lyftingar og betri skóbúnaður eru þættir sem spila stóra ruilu. Þá hafi læknavísindunum fleygt fram svo auðveldara er að meðhöndla meiðsli sem áður var ekki hægt. „Mér fmnst sjálfum ekkert að því þó að menn séu að langt fram eftir aldri haldi þeir viðunandi getu. Þó finnst mér sorglegt að sjá stjörnu- leikmenn klára siðustu árin sem meðaljónar og synd að minningin um góða leikmenn fölni. Hins vegar, ef eldri leikmenn eru klárlega betri en þeir yngri eiga þeir að sjáifsögðu að ganga fyrir. Þó má ekki gleyma því að koma efnilegu leikmönnunum að, gefa þeim tækifæri, ellegar er hætt við að þú missir þá til annarra liða, og þá myndast ekki eðlilegt bil þegar þeir eldri stlga til hliðar. Ann- ars virðist mér eins og leikmenn í dag geti haldið sér lengur á toppn- um. Það gæti spilað inn i að það er liðin tíð að menn stoppi í einhverja mánuði þegar keppnistímabili lýkur og komi i lélegu atgervi til næsta undirbúningstimabils. Topp- leik- menn halda sér alltaf viö og það er mjög greinilegt á þeim sem endast lengst að þeir hugsa æ betur um lík- ama sinn eftir þvi sem þeir eldast." Friðrik nefnir að lokum að varð- andi allt tal um pressu á „eldri leik- menn“ að hætta, þá finnist honum það ansi þreytt þegar íþróttafrétta- menn spyrji leikmenn ár eftir ár hvort þeir séu nú ekki að fara að hætta. „Þessa ákvörðun verður íþróttamaðurinn að fá að taka án ut- anaðkomandi pressu þegar honum finnst nóg komið.“ -SMS Heimir Guöjónsson. Friðrik Ragnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.