Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 16
32 MÁNUDAGUR 5. MAl 2003 Sport DV OKKAR MENN Guóni Bergsson lék allan leikinn þegar Bolton gerði jafhtefli við Southampton á laugardag Eiður Smári Guðjohnsen var í byijunarliöi Chelsea þegar liðið mætti West Ham um helgina. Honum var skipt út af i síðari hálfleik. Jóhannes Kari Guðjónsson kom inn á þegar 15 mínútur voru til leiksloka í viðureign Aston Villa og Sunderland. Lárus Orri Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum hjá WBA þegar liðiö gerði óvænt jafntefli við Blacburn á útivelli á laugardag. Brynjar Björn Gunnarsson. ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Brighton og lék allan leikinn er liöið gerði jafntefli við Grimsby. Úrslitin þýddu að liðið væri falliö í 2. deild. Heiðar Helguson á viö meiðsli að stríða og lék af þeim sökum ekki með liöi sínu, Watford, gegn Sheffleld United um helg- ina. Brynjar Gunnarsson var í byrjunarliði Stoke þegar liðið bar sigurorð af Reading og tryggði þannig sæti sitt f 1. deildinni. Bjarni Guðjónsson og Pétur Marteinsson voru ekki í leikmannahópi Stoke. Helgi Valur Daníelsson var ekki í leikmannahópi Peter- borough sem gerði jafntefli við Brentford 1 ensku 2. deildinni. Eyjólfur Sverrisson var sem fyrr ekki í leikmannahópi HerthuBerlin en liðið tapaði stórt fyrir Werder Bremen um helgina. Þórður Guójónsson sat á varamanna- bekk Bochum gegn Gladbach en fékk að spila síðustu mínútu leiksins eftir að hafa komiö inn á. Arnar Grétarsson , Marel Baldvins- son og Arnar Þór Vióarsson voru aliir í byijunarliðinu í gærkvöldi þegar lið þeirra Lokeren gerði markalaust jafntefli við Mons á útivelli. Þá léku þeir allan leikinn. Rúnar Kristinsson var einnig í byrjunarliðinu en var tekinn útaf á síðustu mínútu leiksins. Árni Gautur Arason sat eins og búist var við á varamanna- bekk Rosenborg sem sigraði Aalesund í norsku úrvalsdeildinni gær. Gylfl Einarsson og lndriði Sigurðsson voru i byrjunarliði Liliestram í tapleikn- um gegn Bryne í gærkvöldi. Gylfi var tekinn útaf í háifleik en Davió Þór Við- arsson var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Ólafur Stigsson var í byrjunarliði Molde og Bjarni Þorsteinsson kom inn á þegar rúmar 20 mínútur voru eftir gegn Lyn. Andri Sigþórsson er ennþá meiddur og kom ekkert við sögu. Helgi Sigurðsson lék allan tímann í framlínu Lyn í sama leik og Jóhannes B. Guðmimdsson lék einnig allan leikinn á miðjunni Tryggvi Guómundsson lék allan leikinn fyrir Stabæk en náði ekki að skora frekar en í aðrir i leiknum gegn Bodo/Glimt. -vig Árni Gautur Arason. Manchesten meistarar Strax og úrslitin úr leik Arsenal og Leeds lágu fyrir var ljóst að Manchester United var búið að end- urheimta enska meistaratitilinn í knattspyrnu, en þetta er í áttunda skipti á síðustu ellefu árum sem Manchester hampar titlinum. Liðið hefur verið hreint óstöðvandi síð- ustu vikur og toppað á hárréttum tíma. Það verður ekki annað sagt en Manchester eigi titilinn skilinn - liöið fór illa af stað í haust en um miðbik leiktíðarinnar reif vængbrot- ið liðið sig upp úr lægðinni og vann hvern leikinn á fætur öðrum. Þar voru það minni spámenn Manchest- er sem voru að verki þar sem leik- menn á borð við Roy Keane, David Beckham, Ryan Giggs og Rio Ferdi- nand, svo einhveijir séu nefndir, voru frá vegna meiösla. Þessar stjörnur máttu hafa fyrir því að komast inn í byrjunarliðið á ný en með fullskipaðan hóp er ljóst að fá lið stöðva Manchester United. Það hefur komið berlega i ijós í síð- ustu leikjum þar sem andstæðingar Manchester hafa ítrekað verið gjör- samlega yfirspilaðir. Fórnarlömb helgarinnar voru Charlton og þurftu gestirnir að sætta sig við 4-1 tap, þar sem hinn magnaði Ruud Van Nistelrooy skor- aði þrennu fyrir Manchester. Með sigrinum setti Manchester mikla pressu á Arsenal sem það síðan stóðst ekki þegar uppi var staöið. Þekki mína menn Alex Ferguson kvaðst ekki hafa horft á viðureign Arsenal og Leeds en eftir að honum voru tjáð úrslitin tók hann meistaratitlinum með stakri ró. Hann var meira með hug- ann við næstu leiktíð þar sem hann segist staðráðinn í því að vinna Meistaradeild Evrópu. „Nú er markmiðið að ná þeim stóra á ný. Það er ekki nóg að vinna hann tvisvar," sagði Ferguson í sam- tali við breska fjölmiðla ákveðinn í bragði. „Við erum ekki langt frá þvi, trúið mér. En mig dauðlangar í hann aftur. Evrópumeistaratitillinn tel ég vera þann mikilvægasta í fót- boltanum i dag,“ sagði Ferguson sem þakkaði leikmönnum Arsenal fyrir drengilega baráttu í allan vet- ur. „Við áttum í baráttu við frábært lið. En við sýndum dugnað og vor- um ákveðnir í að gefa aldrei eftir. Það er það sem skilaði okkur titlin- David Seaman, markvörður Arsenal, átti erfitt meö að leyna tilfinningum sínum eftir að Ijóst varð að titillinn væri genginn liöinu úr greipum. Leikmenn Arsenal mega þó ekki leggja árar í bát því fram undan er úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni en þar mætir iiðið Southampton. Reuters um þegar uppi var staðið. Við glímdum við mikil meiðsli snemma á tímabilinu en þá var ekk- ert annað að gera en að bíta á jaxl- inn. Það kom mér á óvart þegar fólk sagði á þessum tima að við myndum ekki ná að vinna deildina. En ég ef- aðist aldrei. Ég veit hvers megnugir leikmenn mínir eru. Þegar þjálfari hefur verið jafn lengi með iið eins og ég með Manchester United, þá þekk- ir maðir leikmennina eins og handarbakið á sjálfum sér. Þeir elska að taka áskorun og í þessu til- viki stóðust þeir hana og vel það. Við vorum hungraðir í árangur og okkur tókst það. Þetta er stórkost- legt afrek,“ sagði Ferguson. -vig Alex Ferguson skálaði í kampavín eftir að Ijóst varð að liö hans, Manchester United, heföi unnið enska meistaratitilinn. Reuters BDa®[LZ^D3[Ð Úrslit: Man. United-Charlton........4-1 1- 0 Beckham (10.), 1-1 Jensen (12.), 2- 1 Nistelrooy (31.), 3-1 Nistelrooy (36.), 4-1 Nistelrooy (52.). Aston Villa-Sunderland......1-0 1-0 Allback (79.). Blacbum-West Brom............1-1 1-0 Duff (11.), 1-1 Koumas (53.). Fulham-Everton ..............2-0 1-0 Stubbs, sjálfsm. (33.), 2-0 Wright, sjálfsm. (42.). Liverpool-Man. City .........1-2 1-0 Baros (58.), 1-1 Anelka, víti (72.), 1-2 Anelka (90.). Newcastle-Birmingham........1-0 1-0 Viana (42.). Middlesbrough-Tottenham . . 5-1 1-0 Christie (22.), 2-0 Juninho (25.), 3- 0 Nemeth (27.), 4-0 Maccarone (50.), 4- 1 Redknapp (59.), 5-1 Maccarone (74.). West Ham-Chelsea.............1-0 1-0 Di Canio (70.). Southampton-Bolton...........0-0 Arsenal-Leeds................2-3 0-1 Kewell (4.), 1-1 Henry (30.), 1-2 Harte (47.), 2-2 Bergkamp (62.), 2-3 Viduka (87.). Staöan: Man. Utd 37 24 8 5 72-33 80 Arsenal 36 21 9 6 7541 72 Newcastle 37 21 5 11 61^16 68 Chelsea 37 18 10 9 66-37 64 Liverpool 37 18 10 9 60-39 64 Everton 37 17 8 12 47-47 59 Blackbum 37 15 12 10 48-43 57 Man. City 37 15 6 16 47-53 51 Tottenham 37 14 8 15 51-58 50 Middlesbr. 37 13 10 14 47-42 49 Southampt. 36 12 13 11 41-40 49 Charlton 37 14 7 16 45-55 49 Birmingh. 37 13 8 16 39-47 47 Aston Villa 37 12 9 16 41-44 45 Fulham 37 12 9 16 40-50 45 Leeds 37 13 5 19 55-56 44 Bolton 37 9 14 14 39-50 41 West Ham 37 10 11 16 40-57 41 West Brom 37 6 7 24 27-63 25 Sunderland 37 4 7 26 21-61 19 Úrslit Bradford-Portsmouth...........0-5 Derby-Ipswich.................1-4 Gillingham-Crystal Palace.....2-1 Grimsby-Brighton..............2-2 Millwall-Coventry.............2-0 Norwich-Preston...............2-0 Rotherham-Nott. Forest........2-2 Sheff. Wed-Walsall............2-1 Stoke-Reading.................1-0 Watford-Sheff Utd.............2-0 Wimbledon-Bumley..............2-1 Wolves-Leicester..............1-1 Lokastaöan: Portsmouth 46 29 11 6 97-45 98 Leicester 46 26 14 6 73-40 92 Sheff. Utd 46 22 11 12 72-52 80 Reading 46 25 4 17 58-46 79 Wolves 46 20 16 10 81-44 76 Nott. Forest 46 20 14 12 82-50 74 Ipswich 46 19 13 14 80-64 70 Norwich 46 19 12 15 6049 69 Millwall 46 19 9 18 59-69 66 Wimbledon 46 17 11 17 76-73 65 Gillingham 46 16 14 16 56-65 62 Preston 46 16 13 17 68-70 61 Watfprd 46 17 9 20 54-70 60 C. Pálace 46 14 17 15 59-52 59 Rotherham 46 15 14 17 62-62 59 Bumley 46 15 10 21 66-89 55 Walsall 46 15 9 22 57-69 54 Bradford 46 14 10 22 51-70 52 Derby 46 15 7 23 54-70 52 Coventry 46 12 14 20 46-62 50 Stoke 46 12 14 20 45-69 50 Sheff Wed 46 10 16 20 56-73 46 Brighton 46 11 12 23 49-67 45 Grimsby 46 9 12 25 48-85 39 Unttederu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.