Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 24
40 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 * Petersons til DiisseUorf Alexandres Petersons, sem leikið hef- ur með Gróttu/KR sl. ár, hefur skrifað undir þriggja ára samning við þýska lið- ið Diisseldorf. Petersons æfði með liðinu í nokkra daga og var síðan boðinn samn- ingur hjá félaginu. Diisseldorf hefur alla möguleika á að komast upp í úrvalsdeild en á næstunni heyr liðið keppni um laust sæti í efstu deild Þýsku' úrvalsdeildarinnar í hand- knattleik að ári. Fleiri lið voru á höttunum á eftir Pet- ersons, m.a. Alfreð Gíslason og félagar í Magdeburg, en þær viðræður sigldu í strand eftir tiltölulegan stuttan tima. -JKS Rúnar Sigtryggsson og samherjar hans í Ciudad Real. Ciudad Real urðu Evrópumeistarar Rúnar Sigtrygsson og samherj- ar hans í spænska liðinu Ciudad Real urðu í gær Evrópumeistarar bikarhafa í handknattleik þegar liðið gerði jafntefli, 24-24, við sænska liðið Redbergslid í siðari leik liðanna í Gautaborg. Ciudad Real vann fyrri leikinn á heima- velli, 33-27, og vann því saman- lagt með fimm marka mun. Urios skoraði átta mörk fyrir Ciudad Real og Zaky sjö mörk. Lindhal skoraði sjö mörk fyrir Redbergslid og Magnus Wislander skoraði fimm. Rúnar lék að venju eingöngu í vörninni hjá spænska liðinu. 7000 áhorfendur fylgdust með leiknum í Skandinavium-íþróttahöllinni í Gautaborg. Töluverð breyting verður á leikmannahópi Ciudad Real þó ljóst sé að Rúnar verður áfram enda samningsbundinn liðinu. Hvalreki á fjörur liðsins verður koma Ólafs Stefánssonar til félagsins en stefna forsvarsmanna liðsins er að koma því í fremstu röð í Evrópu. Franska liðið Montpellier varð Evrópumeistari þegar liðið gjörsigraði spænska liðið Portland San Antonio, 31-19, á heimavelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum, 27-19, í Pamplona á Spáni. Franska liðið vann því samanlagt með fjórum mörkum. Danska liðið Skjern bar sigur úr býtum í áskorendakeppni Evr- ópu. Liðið sigraði gríska liðið Veiras á heimavelli, 35-25. Grikkirnir unnu fyrri leikinn í Aþenu með þremur mörkum þannig að Skjern vann samanlagt i báðum leikjunum með sjö marka mun. Þetta er annað árið í röð sem Skjern vinnur þessa keppni. Grótta/KR náði alla leið í 8-liða úrslit í þessari keppni en var slegið út úr keppninni af sænska liðinu Savehof. Barcelona varð Evrópumeistari í keppni félagsliða eftir ótrúlega léttar viðureignir gegn rússneska liðinu Dynamo Astrakhan. Bör- sungar sigrðu á heimavelli í gær, 33-26, og einnig á útivelli, 23-35. -JKS Stoke hélt sæti sínu í 1. deildinni íslendingaliðið Stoke City hélt sæti sínu i ensku 1. deildinni með góðum 1-0 sigri á Reading í siðustu umferðinni í gær. Stoke var þremur stigum á undan Brighton fyrir leikina í gær og hefði þarfnast stigs hefði farið svo að Brighton hefði unnið Grimsby. En niðurstaðan úr þeim leik varð jafntefli og þvi hefðu úrslitin úr leik Stoke ekki skipt neinu máli þegar upp var staðið. Engu að síður var sigur Stoke fyllilega sanngjarn og var það góður lokakafli í síðustu deildar- leikjunum sem bjargaði liðinu frá falli. Það var lánsmaðurinn Ade Akinbiyi sem skoraði sigurmarkið og var honum hrósað mikið af Tony Pulis, framkvæmdastjóra liðsins, í leikslok. „Hann hefur átt erfitt á undanfömum árum en nú nær hann loksins að sýna á ný hvað í honum býr. Þegar mér bauðst að fá hann hikaði ég ekki eina sekúndu, jafnvel þótt hann hafi ekki verið nema í hálfu formi. Það borgaði sig,“ sagði Pulis. -vig \ 5505ooo smáaugl lýsingar SÍMI550 5000 • RAFPÓSTUR:smaauglysingar@du.is • www.smaauglysingar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.