Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 DV Ásdís Pétursdóttir landsliösþjálfari: Ótrúlega góður árangur Hðsins „Ég er mjög sátt viö árangur stúlknanna," sagði Ásdis Péturs- dóttir landsliðsþjáifari í samtali við DV-Sport i gær. „Þær voru all- ar að keppa í fyrsta skipti erlendis nema Harpa Sif þannig að þetta var rosalega góður árangur hjá þeim miðað við reynsluleysi þeirra. Það eru auðvitað miklu færri krakkar sem æfa funleika á íslandi og þar af leiðandi erum við með minni breidd og mun erfiðara er fyrir okkur að smala í lið,“ sagði hún. Bjartsýn á framhaldið íslensku stúlkurnar höfnuðu í Qórða sæti á Norðurlandamótinu um helgina en Danir lentu í fimmta og síðasta sæti. „Við höfúm nú yflrleitt unnið Danina en áttum þó ekkert sér- staklega von á því núna þar sem tvær af okkar bestu stúlkum voru meiddar og við vorum ef til vill ekki með okkar sterkasta lið. Þetta var því ótrúlega góður árangur hjá þeim og ég er mjög bjartsýn á framhaldið,“ sagði hún. Að sögn Ásdísar var mjög vel staöið að keppninni, dómararnir stóðu sig mjög vel og fyrirkomu- lagðið eins og best verður á kosið. „Nú er stefnan tekin á ólympiu- leika æskunnar sem haldnir verða núna í júli en stefnt er að því að Harpa Snædís og Hera muni keppa þar,“ sagði Ásdís að lokum. Tveir sterkir voru fjarverandi Bjöm M. Tómasson, þjálfari pilt- anna, var einnig sáttur við árang- ur þeirra á mótinu. Þeir gátu þó ekki teflt fram sínu sterkasta liði þar sem Anton Heiðar Þórólfsson var meiddur en hann hefur lengi ‘verið einn af sterkustu flmleika- mönnum landsins. Þá var Róbert Kristmannsson úr Gerplu einnig valinn í hópinn en hann gaf ekki kost á sér þar sem hann þreytir nú samræmdu prófin. -EKÁ 39 4 Sport Jonas undirstrikaði um helgina að hann er einn af efnilegustu fimleikamönnum þjóöarinnar. Bronsverðlaun á /.. Noröurlandamóti er stórgóður árangur. DV-myndir Teitur Noröurlandamót unglinga í áhaldafimleikum um helgina: Jónas hreppti brons á tvíslá - og Harpa Snædís Hauksdóttir varð fimmta í fjölþraut Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum fór fram í Ósló um helgina og stóðu íslensku kepp- endumir sig ágætlega. íslensku stúlkumar lentu í fjórða sæti með 84,5 stig en piltarnir í því fimmta með 117,4. Stúlknaliðið skipuðu þær Harpa Snædís Hauksdóttir og Hera Jó- hannesdóttir úr Gróttu, Sara Sif Sveinsdóttir úr Gerplu og Edda Björg Ingibergsdóttir og Fjóla Þrastardóttir frá Björk. Piltaliðið var skipað þeim Jónasi Valgeirssyni, Gunnari Sigurðssyni, Teiti Páli Ragnarssyni, Daða Snæ Pálssyni og Antoni Heiðari Þórólfs- syni en þeir era allir úr Ármanni. Fimm keppendur voru í hverju liði í fjölþrautinni en fjórir þeirra kepptu á hverju áhaldi. Þrjú efstu sæti gáfu stig og síðan komust sex efstu keppendumir i úrslit á áhöld- um á sunnudeginum. Frábært hjá Hörpu Harpa Snædís Hauksdóttir náði bestum árangri íslensku stúlkn- anna í fjölþrautinni á laugardaginn og hafnaði í fimmta sæti með 30,3 stig. Hún komst í úrslit á þremur áhöldum og lenti í fjórða sæti á tví- slá og slá og í þvi sjötta fyrir æf- ingar á stökki. Hlaut hún 7,7 i ein- kunn á stökki, 6,85 á tvíslá og 7,475 fyrir æfmgar á slá. Fjóla Þrastar- dóttir var sjöunda manneskja inn í úrslit á stökki en náði þó ekki að keppa. Jónas hlaut bronsverölaun Jónas Valgeirsson náði bestum árangri íslensku piltanna á laugar- deginum og lenti í sjöunda sæti í fjölþraut með 41,35 stig. Hann komst í úrslit á svifrá og tvíslá og hafnaði hann í þriðja sæti á tví- Daninn Helge Vammen lenti I öðru sæti í fjölþraut karla. Hann keppti hér á landi á síöasta ári á Noröurlandamóti drengja og bar þar sigur úr býtum slánni með einkunnina 7,5. Gunnar Sigm-ðsson komst einnig í úrslit á gólfi og hafnaði hann í fimmta sæti. Danir urðu Norðurlandameistar- ar pilta með 131,8 stig en flnnsku stúlkumar urðu hlutskarpastar með 93,55 stig. Daninn Henrik Kraemmer varð Norðurlandameist- ari pilta með 46,0 stig og Caroline Dölen varð Norðurlandameistari stúlkna með 31,475 stig. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.