Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 23 JDV Sport Guðjón Valur Sigurðsson meiddist í sýningarleik í gærmorgun: Mikil óheppni - skoraði tíu mörk gegn Grosswaldstadt í deildinni daginn áður Guðjón Valur Sigurðsson, landsliösmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Essen, meiddist á ökkla í sýningarleik gegn 5. deildarliði í gærmorgun. Guðjón Valur lenti illa úr upp- stökki í leiknum og meiddist fyrir vikið á ökkla. Á þessari stundu er ekki hægt að staðfesta hve meiðsl- in eru alvarleg. Ökklinn er stokk- bólginn en Guðjón Valur fer í læknisskoðun í dag og kemur þá væntanlega í ljós hvort liðbönd í ökklanum hafa slitnað. Guðjón Valur hefur leikið sér- lega vel með Essen í vetur og upp á síðkastið hefur hann leikið mjög vel. í deildarleik á laugardag skoraði hann tíu mörk fyrir Essen gegn Grosswaldstadt og átti sannkallaðan stjörnuleik. Essen sigraði, 22-31, eftir að stað- an í hálfleik var 10-16. Essen er í 3.-4. sæti í deildinni og berst við Magdeburg um sæti í meistara- deild Evrópu á hausti komanda. Liöbönd í ökkla gætu veriö slitin „Ég ætla að vona að ekki sé um alvarleg meiðsl að ræða. Það er mikil óheppni að lenda í þessum meiðslum en svona eru bara íþróttirnar. Læknir liðsins telur að liðbönd í ökkla hafi skaddast en ökklinn er bara of bólginn núna til að kveða upp úr um hvað hafi gerst. Það er slæmt að lenda í þessu því mér hefur gengið vel og gaman hefði verið að klára tímabilið með þeim hætti. Ef um eitt liðband er að ræða verð ég varla frá í nema eina viku en ef tvö eða fleiri hafa skaddast þá gæti ég allt eins þurft að fara í að- gerð. Það er ekkert annað að gera en að bíða og sjá,“ sagði Guðjón Valur í samtali við DV í gær. Hann átti ekki von á því að geta leikið með Essen gegn Nordhorn um næstu helgi. Hefur framlengt samning viö Essen til 2005 Guðjón Valur framlengdi samning sinn við Essen um eitt ár á fimmtudag í síðustu viku og er hann því með samning við félagið til 2005. „Mér og fjölskyldu minni líður vel í Essen og því var mér ekkert að vanbúnaði að framlengja samning minn,“ sagði Guðjón Valur. Eins og áður sagði gerði Guðjón Valur tíu mörk gegn Grosswald- stadt og Patrekur Jóhannesson skoraði þrjú mörk. Patrekur sagði í spjalli við DV að liðið hefði náð sér vel á strik í leiknum, bæði í vörn og sókn, og þetta hafi senni- lega verið besti leikur liðsins á tímabilinu. Patrekur á aðeins eftir að leika fjóra leikið með Essen en að loknu tímablinu pakkar hann saman og flytur til Spánar en hann hefur gert þriggja ára samn- ing við Bidasoa. Lítið var leikið í þýsku úrvals- deildinni um helgina. Óvænt úr- slit urðu í leik neðsta liðsins Will- státt-Schutterwald og Wetzlar þar sem botnliðið vann, 29-23. Með þessum sigri eygir Willstátt enn von um að halda sæti sínu í deild- inni. íslendingarnir í herbúðum Wetzlar, Róbert Sighvatsson og Róbert Duranona, náðu sér ekki á strik í leiknum og gerðu einungis eitt mark hvor. Þá sigraði Gummersbach lið Minden, 33-27. Minden er sem fyrr í bullandi fallhættu en segja má að sex lið að minnsta kosti séu í fallhættu svo lokaspretturinn í deildinni gæti orðið æsispenn- andi. Lemgo er i efsta sætinu með 54 stig en Flensburg er í öðru sæti með 50 stig. Lemgo á einn leik til góða og kemur fátt í veg fyrir að liðið verði Þýskalandsmeistari að þessu sinni. Magdeburg og Essen hafa 45 stig en Magdeburg á leik til góða en liðið mætir Wilhelmshavener á heimavelli á miðvikudagskvöldið. -JKS Úrslltakeppnin: Úrslit á mióvikudag New Orleans-Philadelphia 103-107 Mashbum 36, Davis 21, Wesley 19 - Iverson 45, Van Horn 18, Coleman 16. Einvígió endaói 2-4 fyrir Philadelphia. Orlando-Detroit...........88-103 Mcgrady 37, Giricek 12, Gooden 11 - Billups 40, Hamilton 22, Wallace 20. Portland-Dallas .........125-103 Randolph 21, Patterson 20, WeUs 18 - Nash 21, Michael 20, BeU 11. Úrslit í gœrkvöld Detroit-Orlando...........108-93 BiUups 37, HamUton 22, Prince 20 - McGrady 21, Gooden 20, Giricek 16 Detroit vann einvígiö 4-3. Dallas-Portland...........107-95 Nowitzki 31, Van Exel 26, Nash 21 - Stoudamire 17, WaUace 17, Sabonis 16 Dallas vann einvígiö 4-3. Ferlinum hjá Stockton er lokið John Stokton, sem leikið hefur með Utah Jazz í NBA-deildinni í körfuknattleik í 19 ár, hefur ákveðið að hætta og snúa sér að öðrum verkefnum. Það fer ekki á milli mála að Stokton er í hópi bestu leikmanna sem leikið hafa í NBA frá upphafi. Hann er 41 árs að aldri og er ferill hans hjá Utah Jazz einkar glæsilegur. Hann á flestar stoðsendingar í deildinni en aUs urðu þær 15.806 talsins og auk þess á hann 3.265 stolna bolta í deildinni. Hann lék 1504 leiki á ferlinum og missti aðeins 22 leiki en hann slapp ótrúlega frá meiðslum í þessari erfiðustu deild íþrótta í heimin- um. „Mér fannst einfaldlega vera kominn tími til að hætta og snúa sér að einhverju öðru,“ sagði Stockton sem náði aldrei að verða meistari í NBA með liði sínu. Hann varð hins vegar þrí- vegis ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. -JKS John Stockton er í hópi bestu leikmanna sem leikiö hafa í NBA. Guöjón Valur Sigurðsson í kunnuglegri stellingu en hann hefur leikiö mjög vel meö Essen í vetur. Hann gerði tíu mörk gegn Grosswaldstadt á laugardag. Daginn eftir varö hann fyrir meiöslum á ökkla í sýningarleik gegn 5. deildarliöi. Ragnap tryggði Dunkerque sigurinn Ragnar Óskarsson, sem aftur er farinn að leika með franska handknattleiksliðinu Dunkerque eftir langvarandi meiðsli, skor- aði tvö síðustu mörk liðsins og tryggði því sigurinn gegn Tou- louse, 25-22, í 1. deildinni í gær. Ragnar er farinn að finna sig aft- ur en hann sleit krossbönd í hné á sl. hausti. Gunnar Berg Viktorsson lék hins vegar lítið með Paris St. Germain þegar liðið sigraði An- gers, 26-23, á heimavelli í París i gær. Montpellier, sem varð Evrópu- meistari í gær, er í efsta sætinu með 62 stig og Creitel kemur í humátt á eftir með 61 stig en Montpellier á leik til góða. Chamberry er í þriðja sæti með 59 stig. Paris St. Germain er í fjórða sæti með 53 stig en Dunkerque kemur í sjötta sæti með 47 stig. -JKS Þann 18. febrúar sl. sendi íþrótta- og Ólympíusamband íslands spurningalista til stjórnmálaflokka landsins og spurðist fyrir um afstöðu þeirra í nokkrum málum. íþróttir eru okkar mál! • Hvernig vill flokkurinn stuðla að almennri íþróttaiðkan og líkamsrækt? • Hvernig vill flokkurinn að staðið sé við bakið á afreksíþróttafólki? • Vill flokkurinn beita sér fyrir því að öll börn og unglingar geti stundað íþróttir, með því að niðurgreiða æfinga- og þátttökugjöld? • Er flokkurinn reiðubúinn til að styðja og/eða standa að auknum fjárveitingum til íþróttastarfsins í landinu? • Hvaða stefnu hefur flokkurinn varðandi íbróttamál? Hverju svara stjórnmálaflokkarnir, þegar þeir eru spurðir? Svörin eru á www.isisport.is 9S?P

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.