Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 18
34 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 I>V Sport ÍLBDCSDEMj Miðvikudagur 7. mai Arsenal-Southampton Lokaumferðin fer fram um næstu helgi og þá eigast við: Birmingham West Ham Bolton-Middlesbrough Charlton-Fulham Chelsea-Liverpool Everton-Manchester United Leeds-Aston Villa Manchester City-Southampton Sunderland-Aston Villa Tottenham-Blackbum West Brom-Newcastle Slðasti leikur timabilsins er síð- an úrslitaleikur ensku bikar- keppninnar. Þar eigast við: Arsenal-Southampton Í (Paulo Di Canio ítalinn Paulo Di Canio kom, sá og sigraði á laugardaginn þegar hann tryggði liði sínu, West Ham, gríðarlega mikilvæg þrjú stig í botnbaráttu ensku deildarinnar. Þetta var aðeins 17. leikur Di Canio á leiktíðinni en í þeim hefur hann skorað 8 mörk. Di Canio lék leikmenn Chelsea einnig grátt í fyrri leik liðanna í haust en þá skoraði hann tvö mörk. Þessi leikni ítali, sem er elskaður og dáður af stuðningsmönnum Hamr- anna, hefur ekki átt upp á pall- borðið hjá Glenn Roeder knatt- spymustjóra allt írá því í febrúar, en þá gagnrýndi hann stjórann op- inberlega fyrir að taka hann út af snemma leiks. En nú, á meðan Trevor Brook- ing leysir Roeder tímabundið af í stjórastólnum, hefur Di Canio öðl- ast nýtt tækifæri sem hann virðist svo sannarlega vera staðráðinn í að nýta sér. Stóra spuminginn er hvað verður um kappann á næstu leiktíð þvi vitað er að hann hefur ekki hug á að spOa aftur undir stjóm Roeder. -vig Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, er óumdeOdur skúrkur vikunnar. Undir stjórn hans á Arsenal ekki lengur mögu- leika á að ná Manchester United og verður liðið að sætta sig við 2. sæti úrvalsdeOdarinnar í ár. Um miöbik móts virtist fátt geta komið í veg fyrir að Arsenal tækist að verja titOinn sem félagið hreppti á síðustu leiktíð. Liðið var á buOandi siglingu og með öragga forystu en eftir því sem álagið fór að segja meira tO sín fór það að tapa stigum. Wenger getur þó huggað sig við þaö að lið hans á enn þá möguleika á bOcar í ár, þvi Arsenal mætir Southampton í úr- slitaleik ensku bikarkeppninnar um miðjan mánuðinn. -vig , -SSÆEr flfe* ■- »-■ * - ,Þessi tvö mörk besta gríh leita vel o mt , Menn ei og le tvö mör, urvai§deildí n pe. K ori urta til aö i ensku inm sem eru en pessj spm viö oruöum her i dag. “ David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var aOt annað en ánægður með sina menn eftir leikinn gegn Fulham um helgina. Bæði mörk Ful- ham reyndust vera sjálfsmörk Everton, hið fyrra frá varnarmanninum Alan Stubbs og það seinna frá Richard Wright markverði. Mörkin vora mjög klaufaleg og komu á kolröngum tíma því Everton berst við Blackbum um síðasta sætið sem stendur tO boða fyrir enskt lið í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Liðið mætir Manchester United í síðasta leiknum um næstu helgi og dugir líklega ekkert annað en sigur tO að komast inn í Evrópukeppnina. West Ham, sem í aOan vetur hef- ur verið við botninn í úrvalsdeOd- inni, sýndi óhemjumikla baráttu í leik sínum í nágrannaslag gegn Chelsea á Upton Park i Lundún- um. West Ham uppskar í samræmi við það og sigarði í leiknum með marki ítalans Paolo Di Canio á 71. mínútu. Þetta var fyrsti leikur Di Canio í tvo mánuði en hann lenti í útistöðum við Glenn Roader, knattspyrnustjóra liðsins, eftir leikinn við W.B.A í febrúar og hef- ur síðan verið haldið fyrir utan liðið. Trevor Brooking, sem nú stjómar liðinu í veikindum Roeders, hefur hins vegar mikla trú á kappanum. Hann valdi hann í leikmannahópinn gegn Chelsea og skipti honum inn í síðari hálf- leik fyrir Les Ferdinand. Di Canio hafði ekki verið inn á í nema tíu mínútur þegar hann skoraði mark- ið mikOvæga. ítalinn er engum lík- ur og sýndi hann enn og aftur hvers hann er megnugur þegar mikið liggur við. AUt ætlaði um koO að keyra á Upton Park þegar Di Canio kom inn á enda er hann í miklu uppá- haldi hjá stuðningsmönnum liðs- ins. West Ham átti sigurinn skO- inn en leikurinn var ekki síður mikOvægur fyrir Chelsea sem berst um sæti í meistaradeOd Evr- ópu í haust. Baráttan var hins veg- ar mun meiri hjá leikmönnum West Ham, liðið lék mjög skynsam- an leik og átti fleiri hættuleg tæki- færi. Það er alveg ljóst að West Ham ætlar ekki að gefa sæti sitt í úrvalsdeOdinni eftir án átaka. Lið- inu hefur vaxið ásmeginn í síðustu leikjum en það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvaða lið fara niður í 1. deOd ásamt W.B.A og Sunderland. Stoltur af þessum leikmönnum „Ég get ekki annað en verið stoltur af þessum leikmönnum sem sýndu mjög góðan leik. Þeir léku eins og fyrir þá var lagt og unnu mjög sætan sigur. Það er mikO spenna í loftinu og ég er viss um að liðið mun sýna sama bar- áttuanda í lokaleiknum gegn Birmingham um næstu helgi,“ sagði Trevor Brooking eftir leik- inn gegn Chelsea. Uppselt var á leikinn fyrir löngu og fór svartabrask með aðgöngu- miða þegar af stað nokkrum dög- um fyrir leikinn. Á leikdegi var hægt að fá miða fyrir 17 þúsund krónur og runnu þeir út eins og heitar lummur. Markahæstu menn í úrvalsdeildinni Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd . . 24 James Beattie, Southampton .... 23 Thierry Henry, Arsenal...........23 Michael Owen, Liverpool..........19 Mark Viduka, Leeds ..............19 Alan Shearer, Newcastle..........17 Gianfranco Zola, Chelsea.........14 Robbie Keane, Tottenham.........14 Nicolas Anelka, Man. City.......14 Paul Scholes, Man. Utd...........14 Harry Keweil, Leeds .............14 Teddy Sheringham, Tottenham . . 12 Tomasz Radzinski, Everton.......11 Robert Pires, Arsenal ...........11 Jimmy Floyd Hasselb., Chelsea . . 11 Jason Euell, Charlton ...........10 Dion Dublin, Aston Viila.........10 Eiður Guðjohnsen, Chelsea.......10 Sylvain Wiltord, Arsenal.........10 Ole Gunnar Solskjær, Man. Utd . . 9 (flrsene Wenger Stórleikur helgarinnar var viöureign West Ham og Chelsea á laugardag: Di Canio ótrulegur - sigurmark hans gefur liöinu von um að halda sætinu í deildinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.