Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 37 P v_________________________Sport Stórsýningin stóð vel undir nafni - hvert hestagullið á fætur öðru í vel útfærðum og skipulögðum atriðum Slaufureiö Ragnars Petersen var góður endir á vel heppnaðri stórsýningu. DV-myndir Tobbi Stórsýningin í Reiðhöllinni í Víði- dal á laugardagskvöldið stóð svo sannarlega undir nafni. Dagskráin var afar fjölbreytt og þátt tóku knap- ar frá nánast öllum landshomum. Þar gaf að lita hvert hestagullið á fætur öðru í vel útfærðum og skipu- lögðum atriðum. Sýningin bauð upp á hvort tveggja í senn, glæsilegar gæðingasýningar og jafnframt margt af því sem nú ber hæst í kyn- bótarækt íslenska hestsins. Ekki er hægt að fjalla um allt það sem fram kom þetta ánægjulega kvöld en hér verður stiklað á stóru þótt vissulega hefði verið tilefni til að geta um allt sem þar bar fyrir augu. Sýningin hófst með opnunarat- riði Fáksbarna. Þama komu fram ungir og upprennandi knapar fram- tíðarinnar og sýndu svo ekki verður dregið í efa að framtíð íslenskrar reiðmennsku er björt. Þá steig land- búnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, á stokk og setti sýninguna. Hann sló á létta strengi samkvæmt venju og kom fram í máli hans að hann yrði þakklátastur fyrir það ef starfa hans í embætti landbúnaðarráðherra yrði minnst fyrst og fremst fyrir það að setja íslenska hestinn og knapann í öndvegi. Hleypt úr hlaöi Að loknu ávarpi landbúnaöanráð- herra komu á gólfið tveir bræður frá Kanastöðum, þeir Askur og Akkur frá Brautarholti, báðir öskuviljugir og rúmir. Þeir þökkuðu áhorfendum fyrir sig með fallegum lokaspretti, og þá einkum Askur sem Qenglá í gegnum höllina. • í hópi A- og B-flokks hryssna gaf að líta margan gæðinginn. Allt vora þetta hryssur sem áttu fullt erindi á sýninguna. Athygli vakti hversu mikil breidd var í litasamsetningu hópanna sem ber ræktunarfólki gott vitni í viðleitni til þess að viðhalda hinum fjölbreytta lit íslenska hests- ins. Tvenn pör á brúnum hestum komu því næst fram. Þau voru glæsileg, bæði með tilliti til hesta- kosts og þá ekki síður hvað varðaði búningana. Stúlkurnar voru í gull- slegnum pilsum og reiðverin ekki af verri endanum, hestamir lagðir gullnum borðum og meira að segja hófhlífarnar voru gylltar. Systkinin frá Sörlatungu voru at- hyglisverð sé litið til þess að bæði era þau ung hross og einungis vetr- artamin. Þau voru fonguleg og sýndu góðan fótaburð. Góðir gestir Ræktunarbússýningarnar vora á sinum stað. Þar sást gleggst breidd íslenskrar hrossaræktar. Áhugavert var að sjá hverja áherslu einstök bú leggja á ræktun sína. Allar vora þessar sýningar mjög góðar og frá- bærir einstaklingar í öllum hópum, vekringar jafnt sem klárhestar. Hólaskóli er einn af háskólum hestamennsku á íslandi. Þaðan kom frábært atriði sem byggðist á hlýðni- æfmgum sem sönnuðu hversu auð- sveipur íslenski hesturinn er sé rétt með hann farið. Þá komu inn góðir gestir, komnir alla leið af Austurlandi. Þeir sýndu svo sannarlega að það er mikil gróska í hestamennskunni þar, hest- arnir kraftmiklir og sýningin var skemmtileg og lifandi. Afkvæmaveisla Afkvæmi Gusts frá Grund, Glampa frá Vatnsleysu og Keilis frá Miðsitju vora sannkölluð veisla fyr- ir augað. Keilir kom fram með hóp sinn þar sem einungis voru 4 vetra hross. Getan var ótrúleg og greini- legt að þessi hæst dæmdi stóðhestur landsins stendur fyrir sínu. Glampi sjálfur fékk góðar viðtök- ur sýningargesta nú sem endranær, enda fágætt fas og fótaburður. Af- kvæmi hans vora flink atorkuhross sem sýndu mikla vekurð. Skeiðeinvigi norðurs og suðurs lyktaði með því að sunnanmenn báru sigur úr býtum undir öruggri stjórn Loga Laxdal. Logi hampaði nánast mannhæðarháum bikar og bætti um betur eftir frábæra frammistöðu þegar hann skeiðlagði á fullri ferð og hampaöi tröllabik- arnum með annarri hendi. Hinn fyr- irliðinn, Jóhann Þorsteinsson vakri, stjórnaði liði sinu af röggsemi og hélt þannig upp á 67 ára afmæli sitt sem var vel við hæfi. Nagli frá Þúfu og Kjarkur frá Eg- ilsstöðum fengu dúndrandi undir- tektir í glæsilegri sýningu. Þá kvaddi höfðinginn Kveikur frá Mið- sitju með stæl, en hann er nú orðinn 17 vetra. Tilkynnt var að þetta væri í síðasta sinn sem hann kæmi fram opinberlega þannig aö hlutverk hans til framtíðar verður nú þaö eitt að sinna hryssum. Frá Vakursstöðum komu fram tvö hross, List og Leiknir. Leiknir er 4 v. stóðhestur sem sýndi ótrúlega getu og hreyfingar. List kom fram ásamt systur Suðra frá Holtsmúla; báðar feikn flottar hryssur. Sýningunni lauk með töltslaufum Ragga Pet - margslungnu atriði sem gekk fullkomlega upp. í heild var þessi sýning frábrugð- in fyrri sýningum í því að breiddin var mun meiri en áhorfendur hafa átt að venjast hingað til. Augljóslega hefur verið kappkostað að bjóða til leiks fulltrúum þess sem hæst ber í íslenskri hestamennsku um þessar mundir. Með þessari sýningu tókst að skapa jafnvægi á milli sýningar- atriða og hrossaræktargreinarinnar. Ekki eitt einasta dautt augnablik var í þriggja tíma langri sýningu. -ÞS/-JSS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.