Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 11
h 11 í Bílar Laugardacur 17. maí 2003 Alonso er maður framtíðarinnar Ómar Sævar Gíslason Blaðamaður Formúla á laugardegi Stórstjömur koma og fara - hvort sem um er að ræða kvik- myndastjörnur, íþróttamenn eða pólitíkusa. Alls staðar eru sterkir einstaklingar sem skara fram úr og leiða hópinn sem á eftir kemur. í Formúlu 1 hafa stjörnur komið og farið eins og annars staðar en 1 ' 1 STIGAKEPPNI ÖKUMANNA: 1 1. Kimi Raikkonen 32 2. M.Schumacher 28 3. Fernando Alonso 25 4. Rubens Barrichello 20 5. David Coulthard 19 6. R. Schumacher 17 7. Juan P Montoya 15 8. Giancarlo Fisichella 10 9. Jarno Trulli 9 10. Heinz H. Frentzen 7 STIGAKEPPNI LIÐA: 1, McLaren-Mercedes 51 2. Ferrari 48 3. Renault 34 4. Williams-BMW 32 5. Jordan-Ford 11 6. Sauber 8 7. BAR-Honda 6 8. Toyota 3 9. Jagúar 2 aðeins örfá nöfn standa upp úr af þeim geysilega fljölda ökumanna sem tekið hafa þátt í þessari íþrótt sem er æðsti draumur hvers öku- þórs. Juan Manuel Fangio, Jakie Stewart, Jim Clark, Atain Prost, Ayrton Senna og Michael Schumacher eru örfá nöfn sem koma til með að lifa svo lengi sem Formúlu 1 kappakstur verður háð- ur á jarðarkringlunni. Á meðan vangaveltur eru í gangi um hvort Michael Schumacher fari að leggja stýrið á hilluna er hugsan- legt að næsta stórstjarna sé rétt í þann mund að stíga sín fyrstu spor sem yfirburðaökumaður. í spánska kappakstrinum fyrir háif- um mánuði varð öllum ljóst sem á horfðu að Fernando Álonso er ökumaður sem á framtíöina fyrir sér. Næsti Schumacher? Ekki eitt augnablik féll skuggi á glæsilegan akstur ungliðans á heimavelli sínum. Hann hóf feril sinn hjá Minardi árið 2001 en sat hjá á síðasta ári við prófanir fyrir Renault-liðið. Umboðsmaður hans og kepþnisstjóri Renault, Flavio I FERNANDO ALONSO Þjóðerni: Spánn Fæddur: 28. júlí 1981 Hæð: 171 sm. Þyngd: 68 kq. Sigrar: 0 F1- keppni: 22 Ráspólar: 1 Fyrsta F1-keppni: Melbourne 2001 Bestu úrslit: 2. sæti Briatore, hefur í hyggju aö ráða hann út árið 2007 sem segir allt um þá trú sem hann hefur á Alonso sem framtíðarmanni. í þau flmm skipti sem hann hefur keppt á samkeppnishæfum bíl hefur hann í þrígang endað á verðlauna- palli. Það er ótrúlegur árangur og minnir mikið á fyrstu daga Michaels Schumachers í Formúlu 1. Greinilegt er að Renault hefur tekist frábærlega í hönnun bílsins sem nýtir Michelin-hjólbarðana fullkomlega. Alonso toppar svo ár- angurinn með fumlausum og snilldarlegum akstri. Alonso er nú í þriðja sæti á stigalista öku- manna og verður spennandi að fylgjast með honum á keppnis- brautum sem krefjast hins ýtrasta af ökumanni - Monaco, Silversto- ne og Suzuka. Hann hefur verið kallaður næsti Schumacher en það er hann alls ekki. Hann er hinn eini sanni Alonso og líklegur til að komast í hóp þeirra allra bestu. -ÓSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.