Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 9
8 Laugardagur 17. maí 2003 Bílar Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson O DAEWOO KALOS SE Vél: 1,4 lítra bensínvél Rúmtak: 1399 rúmsentlmetrar Ventlar: 8 Þjöppun: 9,5:1 Glrkassi: 5 qíra beinskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan:__________________MacPherson Fjöðrun aftan:______________________Gormabiti Bremsur:___________Loftkældir diskar/skálar, ABS Dekkjastærð:_______________________155/80 R13 YTRI TOLUR: Lengd/breidd/haeð:_______3880/1670/1495 mm Hjólahaf/veghæð:______________2480/180 mm Beygjuradíus:____________________9,8 metrar INNRI TOLUR: Farþegar m. ökumanni:_________________5 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða:_______4/4 Farangursrými:__________________175 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 7,5 lítrar Eldsneytisqeymir: 45 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/6 ár Grunnverð: 1.189.000 kr. Umboð: Bilabúð Benna Staðalbúnaður: Rafdrifnar framrúður og hægri hliðarspegill, hæðarstilling á ökumannssæti, 4 öryggispúðar, samlæsingar, ræsivörn, útvarp og segulband, glasabakki, snúningshraðamælir, rúðuþurrka á afturhlera. SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 82/5600 Snúningsvægi/sn.: 125 Nm/3000 Hröðun 0-100 km: 13,3 sek. Hámarkshraði: 170 km/klst. Eigin þyngd: 995 kq Heildarþyngd: 1490 kq Rásfastur og hljóðlátur smábíll Kostir: Hljóðlátur, verð Gallar: Búnaður, stýri Nýjasti bíUinn í Bílabúð Benna heitir Kalos og kemur frá hinum endurreista framleiðanda Da- ewoo sem risið hefur eins og fuglinn Fönix upp úr öskustó gjaldþrots. Það var bílarisinn GM sem rétti Daewoo hjálparhönd í fyrra og síðan hefur hvert módelið af öðru birst, bæði framleiðslu- og tilrauna- bílar. Kalos er dæmi um það en nafnið stendur fyr- ir fegurð í fomgrísku. Fegurð er reyndar afstætt hugtak og sitt sýnist hverjum en bíllinn er nokkuð sportlegur af smábíl að vera í útliti, að mati undir- ritaðs. Einfaldur að innan Að því sögðu skulum við litast aðeins um innan dyra, en innanrými smábíla er það sem máli skipt- ir í þessum flokki bíla. Það sem maður tekur fyrst eftir er einfaldleikinn, næstum fátæklegt mæla- borð. Ekki er þar með sagt aö hann sé neitt ljótur að innan - minna er oft meira í hönnun og allt er á sínum rétta stað. Þaö eina sem hægt er að kvarta yfir í hönnun hans að innan er að stýri er frekar nálægt mælaborði og aðeins með hallastillingu þannig að þegar ökumaður er búinn að koma sér vel fyrir í sætinu, sérstaklega ef hann er meðalmað- ur eða stærri, verður dálítið langt að teygja sig í það. Sætin eru nokkuð þægileg og ekki of lítil eins og þau verða stundum í smábílum, og það er hæð- arstilling á ökumanssæti. Rými í bílnum er nokkuð gott. Fótarými aftur í er þokkalegt og höfuðrými einnig þótt það setji engin ný viðmið í þessum flokki. Helst mætti kvarta yfir plássleysi í skotti en á móti kemur að það er aðgengilegt og alltaf hægt að fella niður sæti, 40-60% eða jafnvel bæði. Örygg- Laugardagur 17. maí 2003 9 1X0 Bílar isatriði eru flest i góðu lagi. Fjórir öryggispúðar eru staðalbúnaður og það er þriggja punkta belti í öll- um sætum, en þó vantar þriðja höfuðpúðann í aftursæti. Hljóðlátur í akstri í akstri kemur bíllinn nokkuð á óvart fyrir aðallega tvö atriði: hversu hljóðlátur hann er og rás- festu, en bíllinn er einungis á hefð- bundinni gormafjöðrun sem er á tíðum seinvirk. Stýri er fullseint að taka við sér fyrir smábil en hann liggur vel i gegnum beygj- urnar og hendist lítið til. Á möl- inni er hann stöðugri en búast mátti við af bíl í þessum stærðar- flokki. Vél og gírkassi eru kannski ekki neitt til að hrópa húrra fyrir en einfaldleiki getur verið líka ver- ið kostur. Vélin er átta ventla og frekar gamaldags en hefur sæmi- legt upptak og er hljóðlát. Hennar helsti galli er eyðsla sem er í hærri kantinum fyrir smábíl. 16 ventla vél myndi líklega gera sig betur í þessu tilliti. Sú vél er 94 hestöfl og með henni er hægt að fá bílinn með sjálfskiptingu. Gírkassi er frekar stífur í vinnslu og bakk- gír er frekar hávær. Á besta verðinu? Helsti kostur Kalos er þó verðið, en 1.189.000 kr. fyrir nýjan flmm dyra bíl í þessum flokki gerist ekki betra. Hann er kannski ekki eins vel búinn og keppinautamir en ekki vilja heldur allir þann búnað sem er farinn að vera í boði í dag, jafnvel í minnstu 'flokkunum. Hans helsti keppinautur í verði er líklega nýr Hyundai Getz sem kostar Funm dyra, með 1,3 lítra vélinni, 1.250.000 kr. Aðrir keppi- nautar geta verið Toyota Yaris á 1.399.000 kr. í sömu stærð og Opel Corsa með 1,2 lítra vél kostar 1.490.000 kr. Eini bíllinn sem er ódýrari er Kia Pride, sem kostar aðeins 799.000 kr., en þar er um mjög gamalt módel að ræða. -NG EjJ Farangursrými er aðgengilegt en mætti vera aðeins stærra. (3 Átta ventla 1,3 lítra vélin er einföld að uppbyggingu og hefur sæmilegt afl á snúningi. Q Pláss aftur í er þokkalegt en þriðja höfuðpúðann vantar. ÍJ Stefnuljósin undirstrika framljósin sem er nokkuð óvenjulegt. Q Mælaborðið er frekar snautt að búnaði en um leið einfalt og snoturt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.