Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 6
Bílar
Reynsluakstur
Gcir Guðsteinsson w
3
:0
'-5
■OÍD
CC
u
T3
c
>.
S
>
Q
Ferðalagið verður algjör draumur
Kostir: Hliðarspeglar, miðstöð, vélar- og veghljóð,
innfelldir barnastólar, snúanleg framsœti
Gallar: Aðalljósarofi, klukka, baksýnisspegill
Vaxandi fjölda svokaUaðra fjölskyldubíla má
nú sjá á bílamarkaðnum hérlendis. Þetta eru sjö
sæta bílar sem flestir eru með miklum möguleik-
um á breytingum á sætum, jafnvel snúningi á
þeim um 180°, gott rými og möguleikum á flutn-
ingi á miklum farangri ef því er að skipta. Hægt
er að fella miðsætin saman þannig að þau mynda
eins konar borð í miðjum bílnum og er þá setið í
öftustu röð. Ef framsætum er síðan snúið 180°,
sem er búnaður í dýrari tegimdum, myndast frá-
bært pláss til þess að nærast, t.d. á ferðalögum
,eða einfaldlega halda fund þar sem nýta þarf
pappíra og fleira. Borðið, sem miðjuröð stólanna,
myndar skapar þá ásættanlegt borð. Einnig er
hægt að fella bak öftustu sætaraðar niður, þá
myndast þar borð, eða að fella sætin alveg fram
að miðsætarööinni og þá myndast alveg frábært
geymslurými í Galaxy-bilnum. Sætin eru þægileg,
án alls íburðar, en armpúðar góðir, frábært að
geta stillt þá.
Þessi lýsing á við Ford Galaxy sem nú er kynnt-
ur hjá Brimborg og er sérlega eigulegur bíll, ekki
síst fyrir ferðafíkla sem vilja hafa nánast ailt sem
nöfnum tjáir að nefna með sér í ferðalagið. Bíll-
inn sinnir þar með þörfum allrar fjölskyldunnar í
mjög víðtækri merkingu þess orðs. Þannig er bíll-
inn búinn innfelldum barnabílstólum í bak
tveggja baksæta sem nýtist fyrir böm á aldrinum
9 mánaða til 6 ára. Annað sætanna er þó auka-
búnaður og þegar þeir yngstu sitja þar er setunni
kippt upp með einu handtaki og sérstökum höfuð-
púöa smellt ofan á bakið.Það er mjög heppilegt að
hafa bílstóla innfellda í sætisbakið, ekki síst þeg-
ar fullorðnir fylla bílinn. Þá þarf ekki að taka
barnastól úr og setja í farangursgeymslu.
Klukka í fjarlægð
Bílnum sem var reynsluekið er Ford Galaxy
Trend sem er m.a. með upphitanlega framrúðu,
lesljós fyrir farþega í 2. og 3. röð. Allgott rými er
milli bílstjóra og farþega í framsæti og eins er
mjög gott stillanlegt pláss fyrir fætur bílstjórans
þar sem bílstjórasætið er hæðarstillanlegt auk
mjóbaksstillingar og það er auk þess búið stillan-
legum hita. Stýrið er fjórarma, og í því eru m.a.
fjarstýringar fyrir útvarp og miðstöð sem er
Q Gott farangursrými sem eykst ef stólar eru
felldir frain að miðsætaröðinni.
Fundaraðstaða eða t.d. fin aðstaða til þess
að borða nesti þegar ekki viðrar nógu vel í ís-
lenskri náttúru.
□ vélin er 115 hestafla dísilvél. Nægilega öfl-
ug fyrir þennan bíl.
□ Stílhreint mælaborð án nokkurs sérstaks
aukabúnaðar.
Q Innbyggður barnastóll er frábær viðbót.
Ilægt er að snúa framsæti aftur eins og sést á
niyndinni og þjónusta t.d. þá yngstu án þess að
það krefjist þess að staðar sé numið.
FORD GALAXY
Vél: 1,9 lítra díselvél
Rúmtak: 1896 rúmsentímetrar
Ventlar: 16
Þjöppun: 11,0:1
Gírkassi: Sjálfskiptur, fimm þrepa
UNDIRVAGN:
Fjöðrun framan:________MacPherson, qasdemparar
Fjöðrun aftan: MacPherson gasdemparar, þríarma,
dempari oq qormur sambyqqður
Bremsur:
Diskar/diskar, ABS/EBD
Dekkjastaerð:
195/60 R16
YTRI TOLUR:
Lengd/breidd/haeð:
4641/1810/1759 mm
Hjólahaf/veghaeð:
2835/162 mm
Beygjuradíus:
11,1 metrar
INNRI TÖLUR:
Farþegar m. ökumanni: 7
Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 7/7
Farangursrými: 330 til 2600 lítrar
HAGKVÆMNI:
Eyðsla á 100 km: 7,4 lítrar
Eldsneytisgeymir: 70 lítrar
Ábyrgð/ryðvörn: 6 ár
Grunnverð: 2.495.000 kr.
Verð reynsluakstursbíls: 3.350.000 kr.
Umboð: Brimborq
Staðalbúnaður: Fjarstýrðar samlæsingar; ABS-
hemlalæsivörn með EBD hemlajöfnun; 4 öryggis-
púðar, stillanlegur hnakkapúðar á öllum sætum;
geymsluvasar aftan á sætum; hæðarstillanlegt bíl-
stjórasæti; þvottakerfi á aðalljósum; lesljós í 2. og 3.
sætaröð; framstólar með 180° snúning; innbyggt
SAMANBURÐARTÖLUR:
Hestöfl/sn.: 115/4000
Snúningsvægi/sn.: 310 NM/1900
Hröðun 0-100 km: 15,1 sek.
Hámarkshraði: 178 km/klst.
Eigin þyngd: 1650 kq
Heildarþyngd: 2475 kq