Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 4
i •.k*: 1 bílar 4 -f Laugardacur 17. maí 2003 Nýr fjölnotavagn frá Mitsubishi Verið er að setja nýjan fjölnota- vagn frá Mitsubishi á markað í Japan. Bíllinn hefur fengið nafnið Grandis en útlit hans svipar nokk- uð til MMC Colt sem vænta má á markað á næsta ári en hér er um meiri fjölnotavagn að ræða. Bíll- inn er lægri og sportlegri en helstu keppinautar sínir en mun þó ekki taka við af MMC Space Wagon. Hann verður boðinn hér í Evrópu sem 6 eða 7 sæta en vagn- inn er 4755 mm langur. Hann er byggður á sínum eigin undirvagni og fær sjálfstæða fjöðrun allan hringinn. Meðal véla sem verða í boði er alveg ný 2,4 lítra bensínvél með MIVEC-ventlastýribúnaði. Þessi vél verður einnig fáanleg i Outlander með haustinu en hún skilar um 160 hestöflum. Búast má einnig við dísilvél í Grandis. Bíll- inn verður frumsýndur í Evrópu á bílasýningunni í Frankfurt í haust en sala á honum hefst næsta vor í Evrópu. -NG Corvette verður yfir 400 hestöfl Myndir náðust af sjöttu kyn- slóð Chevrolet Corvette við próf- anir á dögunum, en bíllinn mun koma á markað seint á næsta ári í Bandaríkjunum. Billinn er kall- aður C6 í augnablikinu og verður líklega frumsýndur í Detroit í janúar næstkomandi. Hann verð- ur áfram með 5,7 lítra V8-vélinni en afl hennar verður aukið í yfir 400 hestöfl. Verður hann annað- hvort fáanlegur með sex gíra beinskiptingu eða fimm þrepa sjálfskiptingu. Hlutar af undir- vagni bílsins eru þeir sömu og í hinum nýja Cadillac XLR sportbíl en Corvette verður mun ódýrari en Cadillac-sportbíllinn. Hjólahaf- ið er meira en áður en bíllinn er samt styttri. Búast má við fleiri íhlutum úr XLR, eins og skrikvörninni. -NG Nýtt sætisáklæði frá Nissan Nissan er um það bil að fara að setja á markað nýtt sœtisáklœði sem á að vera nokkurs konar leðurlíki elns og Alcantara. Þetta efni á að vera mun sterkara og auðveldara að þrífa. Efnið er þegar komið í sœti Nissan Teana sem er bíll sem keppir við Saab 9-5 og Volvo S80 í Japan, en hér í Evrópu munum við líklega fyist sjá það í Nissan 350Z og Primera. Nlssan hefur mikið samstarf vlð franska bílaframleiðandann Renault og mun hann hafa mikinn áhuga á að fá efnið I sœti bíla sinna. Betra loft í Volvo Volvo er að hanna loftfriskunarbún- að í bíla sína sem á að verða bylting miðað við þann búnað sem fyrir- finnst í bílum í dag. Búnaðurinn á ekki aðeins að hreinsa loftið betur heldur einnig að friska það, jafnvel þegar bíllinn er ekki í gangi. Það er einnig sjálfhreinsandi og þarf þess vegna ekkl sama viðhald og önnur kerfi. Notuð er svipuð tœkni og í nýjustu tegundum gasgrima og á kerfið meðal annars að ráða við níturagnlr frá dísllbifreiðum. Á tveggja daga fresti eru síurnar hitaðar í akstri og loftinu siðan hleypt saman við út- blásturinn frá vélinni. í hvarfakútum þéttast síðan mengandi efni í vatn, nítrógen og koltvíoxíð. Kerfið þarf nýja innréttingu svo að ekki er hœgt að búast við því fyrr en í einhverri nýrri kynslóð Volvobíla á nœstu árum. Citroén C2 kemur á markað í haust Nýr smábíll frá Citroen er vænt- anlegur á markaö í vetur, en þaö er þriggja dyra C2, ætlaður fyrir fjóra. Honum er ætlaö að flytja far- þega sína á þægilegan hátt og bjóða upp á nýjungar í aðgengi smábíla, meðal annars í farangursrými. Aft- ursætið er tvískipt og er hægt að renna hvorum hluta fyrir sig á sleða. Á einfaldan hátt má fella þau niðm- til að auka farangursrými. Afturhleri opnast í tveimur hlut- um á þann hátt að hægt er að opna það jafnvel við þrengstu aðstæður. Hægt er að opna gluggann með fjarstýringu sem auðveldar hleðslu þegar bílnum hefur verið lagt í þröngt stæði. Vel búinn miðað við stærð Þrjár vélar verða í boði í C2, tvær bensínvélar og 1,4 lítra dísil- vél. Bensínvélarnar eru 1,1 lítra, 61 hestafl, og 1,4 sem skilar 75 hestöfl- um. Hægt verður að fá bílinn með gírkassanum SensoDrive sem ný- lega var kynntur í C3. Mikið af staðalbúnaði sem venjulega er að- eins í stærri bílum verður í boði í C2. Má þar til dæmis nefna rafað- stoð á stýri, loftræstingu, bakkvörn og skriðstilli. Einnig verður öryggisbúnaður í lagi og verða ESP-skrikvörn, hjálparað- stoð á bremsur og sex öryggispúð- ar meðal búnaðar. Bfllinn er byggður á sama undirvagni og C3 en er samt minni um sig, en hjóla- haf er aðeins 2310 mm. Búast má við VTR-útgáfu þar sem C2 er lík- lega grunnurinn að næsta rallbíl Citroén sem taka mun við af Xs- ara. Sá bíll fær 1,6 lítra bensínvél sem hefur 110 hross í vélarrýminu. C2 mun keppa við bíla eins og Fiat Gingo og Peugeot 107 sem báðir Innréttingin er nokkuð sérstök í C2 og er aðeins fyrir fjóra sem geta þá í staðinn látið fara vel um sig. eru væntanlegir snemma á næsta sölustjóra Citroén, er C2 væntan- ári. Að sögn Þórðar Jónssonar, legur hingað um áramót. -NG Ný Opel Astra á markað 2004 Opel-bílar eru á mikilli siglingu á bflamarkaðnum, framleiðendur eru að koma með bíla á markað- inn sem vekja mikla eftirtekt, en áður fyrr voru þeir kannski frem- ur þekktir fyrir að vera lítt spenn- andi ferðabílar, þar sem hag- kvæmni var fremur látin ráða en fagurkerasjónarmið við hönnun. Opel hefur haft að leiöarljósi að fötin skapi manninn, eða að bíll- inn bæti ímynd eigandans. Það nýjasta er að nú hafa hönnuðirn- ir hjá Opel haft á teikniboröinu nýja gerð af Opel Astra, sem er bæði stílhreinn og hentar vel á hraðbrautum. Þaö síðastnefnda skiptir að vísu ekki máli hérlend- is, en það er gott að vita af því! Þessi nýja Astra hefur til þessa verið algjört hemaðarleyndarmál, en vökul augu ljósmyndara fundu einn Astra-bfl nýlega á akstri í Norður-Svíþjóð, en þar var verið að reynsluaka bílnum við norð- lægar aðstæður, frost óg snjó. Eitt af því sem vekur einna mesta athygli við þessa nýju út- færslu er hin flata framrúða sem er eins og framhald af flatri vélar- hlífinni og gerir það að verkum að vindmótstaða minnkar til muna. Hjólabil eykst og farþega- rýmið verður rýmra en á núver- andi gerð. Auk þessa eru aðalljós bílsins mjög stór og áberandi og grillið breytir nokkuð um svip. Þessar breytingar eiga að gera bíl- inn sparsamari í akstri, þannig var lagt upp með það þegar hönn- uðir hófust handa, en vélin verð- ur svipuð nema að ýmsar nýjung- ar, sem hafa séð dagsins ljós und- anfarin misseri, verða nýttar við vélina. Astran verður kynnt á Frank- furt-bílasýningunni í haust um leið og Volkswagen kynnir nýjan Golf. -GG H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.