Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 13
Laugardagur 17. MAÍ 2003 13 > ti’l BÍLAR BÍLAVARAH LUTIR Viltu vernda bílskúrsgólfið? Framleiðum renninga úr gúmmíi á bílskúrsgólf: Hlífa flísum og lökkuðum gólfum við nöglum, tjöru og öðrum óhreinindum. ww.gummimotun.i Motturnar okkar eru frábærar í sendibíla. Framleiðum einnig mottur í hesta- og vélsleðakerrur. Erum líka með aurhlífar fyrir allar gerðir bifreiða, merktar og ómerktar. Erum með mottur fyrir vinnustaði - mjög góðar fyrir fólk í stöðuvinnu. OSvarahlutir 567 6744 - 898 2128 nuioco BÍLAVARAHLUTIR 587 5700 - 898 4192 Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík Gabríel-höggdeyfar, Asco-kúplingssett, Tridon- stýrisendar, spindilkúlur, drifliðir, öxulhosur o.fl. Ökuljós i flestar gerðir. Sætaáklæði. Við getum útvegað boddíhluti fflestar gerðir, m.a. í VW, Opel, BMW, Peugeot, Renault, Ford, Fiat, Alfa Romeo, Mercedes Benz, Toyota, Mitsubishi, Nissan, KIA o.fl. Einnig notaðar vélar, gfrkassa og sjálfskiptingar f margar gerðir japanskra og evrópskra bíla. Opnun fyrstu vetnisstöövarinn- ar á íslandi 24. apríl sl., sem stendur viö Vesturlandsveg, hefur vakiö umtalsverða athygli, bæöi hérlendis og erlendis. Stöðin er í eigu Skeljungs og íslenskrar NýOrku og er hluti af svokölluðu ECTOS strætisvagnaverkefni sem íslensk NýOrka stendur aö og er styrkt af Evrópusambandinu til aö rannsaka kosti vetnis sem vist- væns orkugjafa framtíðarinnar. Þær María Hildur Maack hjá ís- lenskri NÝOrku og Margrét Guð- mundsdóttir hjá Skeljungi voru inntar svara viö því hvort þessi vetnisstöð væri fyrir almenning og þar með gæti hver sem er kom- ið og keypt þar vetni eða hvort stöðin væri aðeins fyrir 3 strætis- vagna sem teknir verða í notkun í ágústmánuði nk. Þær María og Margrét segja aö vetnisstöðin sé byggð sem hluti af verkefni þar sem þátttökuaðilarn- ir eru Shell Hydrogen, Norsk Hydro, DaimlerChrysler og Vistorka. Verkefnið sé stutt af Evrópusambandinu. Tilgangur- inn sé sá aö hún þjóni þeim 3 strætisvögnum sem eru hluti af verkefninu og munu aka á götum Reykjavíkur frá september nk. Stöðin sé hins vegar byggö á venjulegri bensínstöð og hafi öll tilskilin leyfi til aö þjóna almenn- ingi. Það sem þó skipti máli sé að þeir sem hyggist fjárfesta í vetnisfarartæki þurfi að vera ör- uggir um að átöppunartæknin henti því farartæki sem sé í sigti. Til dæmis geti þessi stöð ekki af- greitt fljótandi vetni. - Hver er gjaldskráin, hvað kost- ar hvert kg? „Þar sem þetta er tilraunaverk- efni til að byrja með og ekki aðrir viðskiptavinir en Strætó þá er of snemmt að setja upp gjaldskrá." - Ef verð hefur verió ákveöiö, hvernig er þaö reiknaö miöað viö áþekkt orkumagn í bensíni eöa dílsilolíu. Hvert er framleiöslu- veröið hérlendis? „Eins og sagt var hefur verðið ekki verið reiknað út enn. Sá kostnaður sem liggur í verkefn- inu og byggingu stöðvarinnar er mjög hár og óraunhæft að láta þá takmörkuðu framleiðslu sem verður í stöðinni eins og hún er í dag vera mælikvarða á verð. Þeg- ar litið er til lengri tíma og að eðlilegur „infra struktur" mynd- ast mun verð á rafmagni verða ráðandi sem kostnaðareining í verði vetnisins. Sá infrastrúktúr gæti í eðli sínu verið ódýrari en það sem við þekkjum í dag þar sem allt of margar bensínstöðvar eru t.d. á höfuðborgarsvæðinu. í stað þess að ræða um kíló af vetni og lítra af bensíni er miklu nær að bera saman þjónustuein- ingarnar. Þú veist hve langt þú kemst á einum lítra bensíns. Segj- um sem svo aö það vetni sem nægir til að komast sömu vega- lengd, sem er örfá grömm, eink- um ef þú notar rafalatæknina sem er 100% sparneytnari en brennsluhólfavél og skilar miklu meiri orku út til hjólanna og miklu minni hita út í andrúms- loftið, verði verðlagt í samræmi við það. Þannig mun samanburð- urinn að öllum líkindum verða gerður. Framleiðsluverðið fer nær því algjörlega eftir því raf- magnsverði sem okkur býðst. Þetta er svipað og með aðra kaup- endur i þjóðfélaginu. Þeir greiða mismunandi hátt verð eftir því hve mikið þeir kaupa. Ef t.d. verð- ið er á stóriðjuverði þá er verðið þeim mun lægra.“ - Ef vetniö er eöa veröur selt und- irframleiöslukostnaöi, hver greiðir þá kostnaðinn og hversu lengi? „Ef sala verður til einkaaðila á þessu tímabili mun það verða ákvörðun eigenda stöðvarinnar. Skeljungur mun bera rekstrartap ef um slíkt verður að ræða.“ - Hvaö kostar vetnisstööin og hvaö áœtlar Skeljungur aö hún verói lengi aö borga sig - hversu lengi aö fá upp í byggingarkostn- aðinn? „Stöðin er hluti af vetnisverk- efhinu og er ekki talið að hún muni borga sig, enda er um til- raunaverkefni að ræða þar sem allir þátttakendur eru að taka á sig ákveðinn þróunarkostnað.“ - Hvað um sprengihœttu í nœsta nágrenni? Hvaö gerist ef skotiö er meö sæmilega kraftmiklum riffli á stööina? Springur allt i loft upp? „Kútarnir í stöðinni eru undir miklum þrýstingi. Hins vegar eru þeir gerðir þannig úr stáli og kol- trefjum að þeir rofna, svipað og berggrunnurinn í jarðskjáiftum, og vetnið lekur þá út um raufar og dreifist afar hratt út í andrúms- loftið því það er léttasta frumefnið á jörðinni. Það lekur ekki niður, það festist ekki í fótum, það safn- ast ekki saman nema í lokuðu rými; þess vegna er t.d. ekki sett þak á stöðina. Auðvitað er vetni eldfunt og þess vegna er það nátt- úrlega notað sem eldsneyti eða orkuberi. Vetnið er þó ekki sjálfl- kviknandi eins og bensín í sólar- ljósi. Því þyrfti að kveikja í því sérstaklega. Tankarnir eru prófað- ir fyrir 700 til 1200 bara þrýsting en á þessari stöð verður þrýsting- urinn um 440 bör í geymslutönk- unum. Allar varúðarráðstafanir eru innbyggðar í tæknina - ann- ars hefði hún ekki verið vottuð af vinnu- og öryggiseftirliti í Þýska- landi og Noregi.“ - Er von á fleiri vetnisbílum til landsins en þessum 3 strœtisvögn- um? „Ekki okkur vitanlega, en við erum auðvitað til viðræðu ef ein- hver hefur áhuga á að fjárfesta í slíkum bíl,“ segja þær María Hild- ur Maack og Margrét Guðmunds- dóttir. -GG ÍGÖ MMÍMÓTUN Kaldsbakgötu 8 - 600 Akureyri Sími 453 6110 - Fax 453 6121 Opið frá 8-16 Netfang: gummimotun@gummimotun.is Jeppi i besta skilningi þess orðs. SUZUKI BILAR HF Grand Vitara 3ja dyra verð fríi 2.145.000 Grand Vitara 5 dyra verd frá 2.435.000 Grand Vitara XL-7 verö frá 3.090.000 &SUZUKI bMlunni l/. Smu 568 51 UQ, • www.su2ukibilar.is SMARETT/NGAR EINFÖLO OG FUÓTIEG RÉTTINGAÞJÓNUSTA \ Er bíllinn dældaður? Fjariægjum dældir - lagfærum á staðnum • Lægri vidgerðarkostnaður • Engín fyllíefni • Engin iökkun • Gerum föst verótilboö Þú hringir - við komum 898 4644 • 895 4644 Hverfandí sprengihætta af vetnísstöðinni: Vetnið lekur hratt út í and- rúmsloftið rofni tankarnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.