Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 2
ETSMbúar 2 Laucardacur 17. maí 2003 „OffRoad Challenge" á Klaustri: Þolaksturskeppnin „OfiRoad Challenge", sem verður á Kirkjubæjarklaustri 24. maí, hef- ur vakið mikla athygli hér heima sem erlendis. Að sögn Kjartans Kjartanssonar keppnis- stjóra eru skráðir 200 keppend- ur, þar af fjórir erlendir, og með- al þeirra er heimsfrægur öku- maður úr París-Dakar-rallinu, Per-Gunnar Lundmark. Það eru 184 keppendur sem aka tveir saman í liði og 16 einstaklingar sem ætla að aka einir allan tím- ann. Þrír frægir motocross-öku- menn Allir erlendu ökumennirnir sem keppa aka með íslendingum í liði. Með keppnisnúmer 72 eru þeir Þórir Kristinsson og Sean Lawless, sem er ritstjóri breska mótorhjólablaðsins „Dirt Bike Magazine", en þeir óku einnig saman á síðasta ári. Með Ragn- ari Inga Stefánssyni, sem er margfaldur íslandsmeistari í motocross, ekur breskur motocrosskappi, Tony Marshall, en Tony þessi hefur náð langt í motocrossíþróttinni í heima- landi sínu. Þeir aka á Hondu CRF. Meö Gunnari Sölvasyni á KTM keppir Breti að nafni James Marsh sem ekur TM-hjóli og hefur getið sér gott orð í motocrossi. James þessi er verð- andi tengdasonur Pierres Kars- makers sem var einn af fræg- ustu motocrossmönnum heims fyrir 25-30 árum. Varð sjötti í París-Dakar Frægastur í þolaksturskeppni er þó eflaust sá keppandi sem ekur á móti Karli Gunnlaugs- syni, en það er Svíinn Per-Gunn- ar Lundmark. Lundmark var í sjötta sæti í Paris-Dakar-rallinu 2003 og ók hann þá KTM 660- hjóli. Hann var tæpum tveimur klukkutímum á eftir sigurvegar- anum í 17 daga keppninni en af þessum 17 sérleiðum vann hann þá tíundu, sérleið og þá síðustu. Lundmark keppir á KTM 525- hjóli en tekur með sér sérstaka keppnisdempara til landsins af Öhlins-gerð. Hann er samnings- bundinn demparaframleiðand- anum Öhlins en það er íslenska umboðið fyrir Öhlins sem flytur inn þessa dempara til landsins, S-Baldursson Kattarbúðir á Ak- ureyri, sem stendur að komu Svíans til landsins. Það er svo KTM-umboðið sem skaffar keppnishjólið. Barnakeppni um morguninn Einnig verður barna- og ung- lingakeppni um morguninn und- ir stjóm Torfa Hjálmarssonar og hefst hún klukkan tíu um morg- uninn. Að sögn Torfa er þetta meira til gamans gert fyrir ung- lingana. í þeirri keppni verða unglingar sem eru fæddir frá 1988-1991 og keppa þeir í 40 mín- útur í sérstakri braut sem lögö verður fyrir þá rétt hjá aðal- keppnisbrautinni. í þeirri keppni má búast við allt að 15 keppendum. -HJ Per-Gunnar Lundmark varð efstur í París Dakar-rallinu á þessu ári af þeim sem ekki höfðu stuðning framleiðenda á bak við sig. Lundmark lenti í óhappi í Dakar- rallinu árið 2001 og braut á sér nefið en hélt sarnt áfrain keppni. Lundmark þykir skemmtilegur ökumaður og óhræddur við að taka áhættu. Heimsfrægur keppandi úr París- Dakar tekur þátt Mitsubishi Outlander frumsýndur um helglna Mitsubishi Outlander verður frumsýndur hjá Heklu hf. um helg- ina. Til að byija með verður þessi nýi jepplingiu- í boði með tveggja lítra, 136 hestafla bensínvél. Outlander er búinn sídrifsbúnaði og verða tvær útfærslur í boði, Sport og Comfort. Báðar gerðir eru búnar ABS-hemlakerfi með EBD- hemladreifikerfi, fiórum öryggis- loftpúðum, 16 tommu álfelgum, lit- uðum rúðum, hita í framsætum og þokuljósum og Isofix festingum fyrir barnabílstóla, svo helsti bún- aður sé upptalinn. Sportútfærslan er til viðbótar búin leðurinnrétt- ingu, sóllúgu, vindskeið að aftan og loftkælingu. Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, kynningar- stjóra Heklu, verður fáanlegt mik- ið úrval aukahluta á Outlander sem framleiddur er hjá Mitsubishi Motors. „Verðið á Mitsubishi Outlander er 2.490.000 krónur fyrir beinskiptan bíl í Comfort-útfærslu en í sportútfærslunni er verðið 2.780.000 krónur. Outlander verður fáanlegur síðar á árinu sjálfskipt- ur og þá með 2,4 lítra, 160 hestafla bensínvél," sagði Jón Trausti. Lexus RX 300 frumsýndur Áhugamönnum um lúxusbíla býðst tækifæri til að skoða nýjan Lexus RX 300 um næstu helgi, 17.-18. maí. Bíllinn verður kynntur í Lexus-umboðinu við Nýbýlaveg i Kópavog, á laugardag frá kl. 12-16 og á sunnudag frá kl. 13-16. Með- fylgjandi er mynd sem var tekin þegar verið var að undirbúa myndatöku af nýja bílnum í Bláa lóninu.Til að undirstrika þá vellíð- an sem fylgir Lexus í akstri verður Bláa lónið í smækkaðri mynd sett upp við Nýbýlaveginn á meðan á sýningunni stendur. Meðal nýj- unga í bílnum, sem kynntur verð- ur um helgina, má nefna fimm þrepa sjálfskiptingu með hand- skiptimöguleika, sex diska. geisla- spilara í mælaborðið, níu öryggis- púða í stað fiögurra og svo mætti lengi telja. Bíllinn er líka stærri og breiðari en fyrri kynslóð en hefur samt betri eldsneytisnýtingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.