Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Síða 8
8 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003
Hættuleg fitubrennsluhylki seld á Netinu
Flugslysaáætlun fyrir Eyjar
EUUR: Lyfjastofnun og Um-
hverfisstofnun hafa fengið
upplýsingar um sölu á Net-
inu á fitubrennsluhylkjum
sem innihalda hættulegt efni,
DNP. Hylkin eru einkum ætl-
uð þeim sem stunda líkams-
rækt til þess að auka fitu-
brennslu. Efnið er lífshættu-
legt þar sem það hefur áhrif
á orkuframleiðslu í frumum
líkamans. Það er ekki skil-
greint sem lyf en er á lista yfir
eiturefni og hættuleg efni og
er stundum notað sem skor-
dýraeitur. Vitað er um finnsk-
an mann sem lagður var inn
á gjörgæsludeild eftir að hafa
tekið inn hylki með efninu.
Finnsk yfirvöld hafa sent út
viðvörun til annarra Evrópu-
landa þar sem varað er við
hylkjunum. Lyfjastofnun og
Umhverfisstofnun ráðleggja
því fólki að neyta ekki vara
sem innihalda DNP. Lyfja-
stofnun og Umhverfisstofn-
un hvetja fólk til að vera á
varðbergi gagnvart vörum
sem seldar eru á Netinu eða í
póstverslun, einkum ef inni-
haldslýsingar eða notenda-
fyrirmæli eru villandi.
FLUGSLYS: I gær var undirrit-
uð í Vestmannaeyjum ný og
endurbætt flugslysaáætlun
fyrir Vestmannaeyjaflugvöll.
Áætlunin hefur að geyma
upplýsingar um verkefni og
samhæfingu allra viðbragðs-
aðila íVestmannaeyjum. I lok
október er stefnt að því að
reyna virkni áætlunarinnar
með flugslysaæfingu. Flug-
málastjórn, ríkislögreglustjóri
og viðbragðsaðilar á einstök-
um stöðum vinna nú að flug-
slysaáætlunum fyrir alla áætl-
anaflugvelli landsins og
byggjast þær m.a. á þeim
fjölmörgu hópslysaæfingum
sem átt hafa sér stað á und-
anförnum árum, nú síðast á
Vopnafirði og Þórshöfn.
Stórum eignum fjölgar enn
Sagt var frá því í DV fyrir
skömmu að sala fasteigna hefði
farið vel af stað á árinu. Það sem
af er mánuðinum hafa rúmlega
340 þinglýstir kaupsamningar
verið gerðir og ef áfram heldur
sem horfir stefnir í að met verði
sett í sölu fasteigna.
Heildarfjöldi samninga sem gerð-
ir hafa verið á árinu er aftur á móti
tæplega 3.400 og nemur heildarvelt-
an af þessum viðskiptum um 50
milljörðum króna.
Mikill uppgangur
„Það sem hefur einkennt markað-
inn það sem af er ári er mikill upp-
gangur og í kjölfar þess hefur maður
orðið var við aukna bjartsýni meðal
seljenda," sagði einn fasteignasali af
höfuðborgarsvæðinu við DV f lið-
inni viku.
Aukin bjartsýni hefur
meðal annars sýnt sig í
að meira er um stærri
eignir á markaðnum en
oft áður.
Þessi aukna bjartsýni hefur meðal
annars sýnt sig í að meira er um
stærri eignir á markaðnum en oft
áður og eigendur slíkra eigna binda
í auknum mæli vonir við að selja
eignirnar í heilu lagi. í síðustu viku
sagði DV frá rúmlega 400 fm íbúðar-
húsi við Flókagötu í Reykjavík sem
er til sölu fýrir 75 milljónir. Mikil
fjölgun hefur orðið á eignum af
þessari stærð á markaðnum á síð-
ustu vikum og sem dæmi hefúr fast-
eignasalan Fold nú á sinni söluskrá
hús við Urriðakvísl í Árbænum þar
sem ásett verð er 89 milljónir króna.
Um er að ræða tæplega 470 fm
einbýlishús sem teiknað var af
Helga Hjálmarssyni en húsið er nú í
FÆST FYRIR 89 MILLJÓNIR: Þetta glaesilega hús við Urriðakvísl í Árbaenum er nú til sölu fyrir 89 milljónir króna. Að sögn fasteignasala hefur staerri eignum fjölgað talsvert á markaðnum
og þykir það sýna aukna bjartsýni sem ríkir á fasteignamarkaðnum.
eigu Ástu og Sverris Bemhöfts.
Þá hefur fasteignasalan Miðborg
á sinni skrá einbýlishús við Stigahlíð
sem metið er á 72 milljónir króna.
Húsið er rúmlega 430 fermetrar að
stærð en það var reist árið 1985.
Einnig hefirr Fasteignamarkaðurinn
til sölu 330 fermetra hús við Fjölnis-
veg í eigu Árna Ingólfssonar og Mar-
grétar Þóru Jónsdóttur á 70 milljón-
ir.
Fleiri hús sem metin eru á um og
yfir 70 milljónir eru svo á skrá hjá
fasteignasölum landsins og mikill
fjöldi eigna sem metinn er á 50
milljónir eða meira. Þessi aukni
fjöldi stærri og dýrari eigna þykir
greinilega sýna hina áðumefndu
bjartsýni sem ríkir á markaðnum.
Fyrir ekki svo löngu síðan hefði nán-
ast þótt óhugsandi að selja einbýlis-
hús af þessari stærð en eins og stað-
an er á markaðnum er það vel
mögulegt, að sögn fasteignasala
sem bæti því við að eftirspumin eft-
ir sltku húsnæði væri jafnframt
smám saman að aukast. agust@dv.is
STEFNIRÍMET: Húsið á myndinni er
einmitt eitt þeirra fjölmörgu sem er á sölu
um þessar mundir en það stendur við
Fjölnisveg í Reykjavík og fæst fyrir 70 millj-
ónir.
MIKILL UPPGANGUR: Mikill uppgangur
hefur verið í sölu fasteigna það sem af er
ári. Heildarvelta af viðskiptum með fast-
eignir á árinu nemur um 50 milljörðum
króna.
Minningardagur um
Bassa bátasiglara
Sérstakur minningardagur
verður föstudaginn 4. júlí um
þann sem heita má upphafs-
maður að litríkum bátasigling-
um niður Jökulsár vestari og
austari - Björn Gíslason lög-
reglumann sem oftast var kall-
aður Bassi.
Hann lést ásamt tveimur öðrum í
banaslysi á Kjalarnesi þann 25.
febrúar 2000. Hann var þá bílstjóri
lítillar rútu en ferðinni - óvissuför-
inni - var þá heitið með farþega að
Bakkaflöt í Skagafirði - einmitt á
þann stað þar sem hans verður
minnst á næstu dögum.
Óvissuferðin fékk skjótan endi en
lífið hélt áfram. Þúsundir fslend-
inga og erlendra ferðamanna hafa
nú ferðast um árnar tvær nyrðra
þar sem Bassi og Vilborg Hannes-
dóttir, eiginkona hans, höfðu rutt
veginn með siglingum sem hófust
með því að þau komu með vinum
og kunningjum á Bakkaflöt árið
1993. Þau tóku síðan til við að prófa
mismunandi aðstæður, þjálfuðu
starfsfólk og siglingunum óx fiskur
um hrygg.
Á Bassadaginn á Bakkaflöt verð-
ur fólki - vinum og velunnurum
Bassa, sem öðrum, boðið upp á
ferðir niður jökulárnar tvær en all-
ur ágóði rennur í ferðasjóð fjöl-
skyldu hans. Að sögn fjölskyldunn-
ar á Bakkaflöt hentar vestari áin öll-
um en Jökulsá austari er meira fyrir
spennufíkla. Upplýsingar og bók-
anir er hægt að gera með því að
hringja í síma 453 8245.
-ött
SVAÐILFÖR: Sigling um Jökulsá austari
tekur santals 6 til 7 klukkustundir ef undir-
búningur er meðtalinn.
BJÖRN GfSLASON BÁTAMAÐUR: Hann var ötull bátasiglari og ruddi veginn fyrir þúsundir
sem á eftir komu.