Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Síða 14
14 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003
Útlönd
Heimurinn í hnotskurn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson og Erlingur Kristensson
Netfang: gube@dv.is / erlingur@dv.is
Sími: 550 5829
Tólf fórust í Chicago
BANDARÍKIN:Tólf manns
týndu lífi og tugir slösuðust
þegar trésvalir á íbúðarhúsi í
Chicago létu undan þunga
fjölda fólks sem var að
skemmtar sér í húsinu
snemma á sunnudagsmorgun.
„Þarna ríkti algjör ringulreið.
Fólk öskraði og grét í húsa-
sundinu," sagði James Joyce,
slökkviliðsstjóri í Chicago.
Sumir sjónarvottar sögðust
hafa heyrt brak og bresti áður
en svalirnar gáfu sig og féllu
niður á fólk sem var að gera sér
glaðan dag á hæðunum fyrir
neðan og kramdi það.
Slökkvilið þurfti að nota keðju-
sagir til að ná til þeirra sem
urðu undir brakinu. Talið er að
um 70 manns hafi verið á svöl-
unum og í stigunum.
Bové keikur
FRAKKLAND: Franski baráttu-
bóndinn José Bové, sem var
handtekinn fyrir rúmri viku og
stungið í steininn fyrir að eyði-
leggja akur með erfðabreytt-
um plöntum, sagðist um helg-
ina ekki ætla að knékrjúpa fyrir
Jacques Chirac forseta og biðja
hann um náðun. Þjóðhátíðar-
dagur Frakka er fram undan og
þá eru margir fangar náðaðir.
Vopnahléssam-
komulag í höfn
ísraelar hefja brottflutning herja
Palestínskur fáni dreginn aö húni: Palestínska lögreglan tók í morgun við öryggisgæslu á
Gaza-svæðinu eftir að Israelsmenn höfðu hafið brottflutning herja frá norðurhluta
svæðisins í gær.
ísraelar hófu í gær brottflutn-
ing herja sinna frá Norður-
Gaza-svæðinu eftir að herskáar
fylkingar Palestínumanna
höfðu samþykkt þriggja mán-
aða vopnahlé og lofað að
stöðva allar árásir á ísraelska
borgara.
Brottflutningurinn hófst frá
bænum Beit Hanoun eftir að
Fatah-hreyfing Yassers Arafats
hafði loks samþykkt að taka þátt í
vopnahlénu sem Hamas-samtökin
og íslamska Jihad-hreyfingin höfðu
þegar samþykkt og hefur öryggis-
gæsla á svæðinu verið falin palest-
ínsku lögreglunni samkvæmt al-
þjóðlegu friðaráætluninni „vegvísir
til friðar".
Palestfnsk stjórnvöld lögðu alla
áherslu á að vopnhléð yrði í höfn
fyrir helgina en þá var Condoleezza
Rice, öryggismálaráðgjafí Bush
Bandaríkjaforseta, væntanleg á
óróasvæðið fyrir botni Miðjarðar-
hafs þar sem hún ræddi við ísra-
elska og palestínska ráðamenn og
hvatti þá til að hefjast þegar handa
við framkvæmd friðarferlisins á
grunni vegvísisins.
Áður höfðu þeir Bush Banda-
ríkjaforseti og Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
heimsótt svæðið fyrir botni Mið-
jarðarhafs og hvatt til viðræðna um
vopnahlé sem staðið hafa í nokkrar
vikur að frumkvæði Mahmouds
Abbas, forsætisráðherra Palestínu.
Skriður komst á málið eftir að
Fatah-foringinn Marwan Barg-
houthi, sem er í haldi ísraels-
manna, sakaður um að hafa skipu-
lagt árásir og morð á ísraelskum
borgurum, hafði skrifað undir sam-
„ v Hraðskiptipatróna
iffc-Lrrf. ..sparartímaogeyliiraftDst!
komulagsdrög um miðja síðustu
viku en þá funduðu fulltrúar her-
skárra hreyfinga Palestínumanna
og palestínskra stjórnvalda í
Damaskus í Sýrlandi.
í kjölfarið skrifuðu fulltrúar
Hamas-samtakanna og Jihad-
hreyfingarinnar einnig undir
vopnahlésdrögin áður en þau voru
formlega samþykkt um helgina.
ísraelsk stjórnvöld hafa
ítrekað hafnað vopna-
hléssamkomulagi
Palestínumanna og
segja það tilgangslaust
þar sem herskáum
samtökum þeirra sé
ekki treystandi. Eina
lausnin á vandanum sé
að afvopna og uppræta
samtök þeirra.
Barghouthi, sem er helsti leiðtogi
hinnar herskáu al-Aqsa herdeildar
sem tengist Fatah-hreyfingu Yass-
ers Arafats, var handtekinn f apríl á
síðasta ári og hófust réttarhöld yfir
honum í ágúst sl.
Þáttur Barghouthis í vopna-
hléssamkomulaginiu var með fullri
vitund ísraelskra stjómvalda og
telja sumir að ísraelar vilji styrkja
pólitíska stöðu hans sem líldegs eft-
irmanns Yassers Arafats.
ísraelsk stjórnvöld hafa þó ekkert
viljað segja um þátt hans í vopna-
hlésferlinu og kalla hann eftir sem
Bandarískar hersveitir beittu
flugvélum og brynvörðum far-
artækjum þegar þær hófu stór-
sókn gegn vopnuðum and-
spyrnumönnum norður af
Bagdad, höfuðborg fraks, í gær
þar sem Saddam Hussein, fyrr-
um forseti, naut eitt sinn víð-
tæks stuðnings.
Paul Bremer, landstjóri banda-
rískra stjórnvalda í írak, sagði að
búast mætti við frekara mannfalli í
röðum setuliðsins í írak þar til
dyggir stuðningsmenn Saddams
hefðu annað hvort verið drepnir
eða handsamaðir.
Tommy Franks hershöfðingi,
sem fór fyrir bandaríska innrásar-
liðinu og bandamönnum þess,
áður glæpamann sem hafi að
minnsta kosti 26 ísraelsk mannslíf
á samviskunni.
Barghouthi, sem er fæddur á
Vesturbakkanum árið 1959, gekk
til liðs við Fatah-hreyfinguna þegar
hann var fimmtán ára en hann er
menntaður í aðþjóðasamskiptum
frá Bir Zeit-háskólanum á Vestur-
bakkanum. Hann hefur verið náinn
samstarfsmaður Arafats og einlæg-
ur stuðningsmaður friðarviðræðna
við fsraelsmenn allt frá því í friðar-
viðræðunum í Ósló árið 1993 eða
þar til yfirstandandi ófriður bloss-
aði upp haustið 2000 en síðan hef-
ur hann hvatt til andstöðu gegn
hersetu ísraelsmanna á heima-
stjómarsvæðunum.
Skiptar skoðanir vom innan
Fatah-hreyfingarinnar um vopna-
hlésdrögin og náðist samkomulag
loksins innan hreyfingarinnar í gær
eftir að Egyptar höfðu miðlað mál-
um en þá komust fulltrúar helstu
arma hreyfingarinnar og þar á
meðal hinnar herskáu al-Aqsa-her-
deildar, að samkomulagi um sex
mánaða vopnahlé.
fsraelsk stjórnvöld hafa ítrekað
hafnað vopnahléssamkomulagi
Palestínumanna og segja það til-
gangslaust þar sem ekki sé hægt að
treysta herskáum hryðjuverkasam-
tökum þeirra. Eina Iausnin á vand-
anum sé að afvopna og uppræta
samtök þeirra.
Bandarísk stjórnvöld hafa aftur á
móti fagnað samkomulaginu og
segja það mikilvægt skref f átt til
friðar. „Allt sem kemur í veg fyrir
áífamhaldandi ofbeldi er skref í
rétta átt,“ sagði Ashley Snee, tals-
maður Hvíta hússins, í gær og bætti
við að enn væri verk að vinna þar
sem vegvísir að friði gerði ráð fyrir
sagði að árásir andspyrnumanna á
bandaríska hermenn að undan-
förnu hefðu ekki megnað að spilla
Stjórnvöld vestra
kenna leifum sérsveita
Saddams og mönnum
úr Baath-flokki hans
um árásirnar.
sigurgleðinni.
Bremer lét að þvi' liggja f gær að
bandarískir ráðamenn teldu að
Saddam væri hugsanlega enn á lífi.
„Ég geng út frá því að hann sé
enn á lífi og við munum koma
að uppræta hryðjuverkasamtökin.
Rice öryggismálafulltrúi hitti
Ariel Sharon, forsætisráðherra ísra-
els, á fundi á laugardaginn og sagði
í frétt ísrelska útvarpsins að þau
hefðu meðal annars rætt brott-
flutning herja frá Gaza-svæðinu
VIÐ ÖLLU BÚINN: Bandaríski majorinn
Patton er við öllu búinn á meðan menn
hans leita að vopnum í úthverfi Bagdad.
Bandaríski herinn hóf í gær stórsókn gegn
andspyrnuöflum í Irak sem hafa látið mik-
ið að sér kveða upp á síðkastið.
auk þess sem Rice hafi lagt áherslu
á að ísraelar hættu strax öllum að-
gerðum á heimastjórnarsvæðun-
um og létu fanga lausa. Þá mun
opnun og enduruppbygging Gaza-
flugvallar hafa verið til umræðu.
höndum yfir hann, dauðan eða lif-
andi,“ sagði Bremer í viðtali við
sjónvarpsstöðina CNN í gær.
Hernaðaraðgerðimar í gær
hófust með tuttugu árásum sam-
tímis, meðfram ánni Tígris. Tals-
menn bandaríska hersins segja að
sextíu manns að minnsta kosti hafi
verið handteknir og lagt hafi verið
hald á bæði ólögleg vopn og hern-
aðarskjöl.
Stjórnvöld vestra kenna leifum
sérsveita Saddams og mönnum úr
Baath-flokki hans um árásirnar að
undanförnu þar sem allmargir
bandarískir hermenn hafa fallið.
Nokkrir bandarískir þingmenn
segja að þörf sé á allt að sextíu þús-
und manna alþjóðlegu herliði til að
stöðva ofbeldisverkin í frak.
Sókn gegn andspyrnumönnum
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003 FRÉTTIR 15
Ákærður fyrir þjóðarmorð
ÓHÆFUVERK: Ricardo Carvallo, fyrr-
um liðsforingi í argentínska sjó-
hernum, var færður fyrir spænskan
dómara í gær og ákærður fyrir
hryðjuverk og þjóðarmorð í tengsl-
um við svokallað „skítastríð" herfor-
ingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug
síðustu aldar. Þúsundir stjórnarand-
stæðinga voru þá ýmist drepnar
eða hurfu sporlaust.
Carvallo, sem neitar öllum ásökun-
um, var framseldur til Spánar frá
Mexíkó á laugardag að beiðni rann-
sóknardómarans Baltasars Garzons.
Litð er á framsalið sem tímamóta-
sigur fyrir mannréttindafrömuði.
Carvallo á yfir höfði sér allt að þrjá-
tíu ára fangelsisvist verði hann
fundinn sekur.
Dómarinn mælti svo fyrir að hinum
51 árs Carvallo skyldi haldið í gæsu-
varðhaldi undirstrangri gæslu.
Katharine Hepburn
lést í hárri elli í gær
Bandaríska kvikmyndaleik-
konan Katharine Hepburn,
sem vann til fernra ósk-
arsverðlauna á ferli sínum,
lést í hárri elli á heimili sínu í
Connecticut í gær. Hún var
96 ára.
„Hún var mesta leikkona síns
tíma og með henni fór síðasta
stórstjarnan,“ sagði Ellsworth
Grant, mágur hennar, í viðtali
við fréttastofu Reuters.
Heilsa Hepburn hafði farið
hrakandi um nokkurt skeið og
síðustu dagana áður en hún lést
hafði hún ekki mælt orð af vör-
um.
Hepburn hafði flutt aftur inn í
ættaróðal sitt í Fenwick þar sem
hún lifð út af fyrir sig og hafði
ekki mikil samskipti við aðra.
Hún sást afar sjaldan á al-
mannafæri.
Hepburn lék á móti mörgum
af helstu karlstjörnum síns tíma
en helst verður hennar þó
minnst fyrir myndirnar þar sem
þau Spencer Tracy fóru á kost-
LÁTIN í HÁRRI ELLI: Kvikmyndastjaman
og fjórfaldur óskarsverðlaunahafi
Katharine Hepburn lést á heimili sínu
vestur i Bandaríkjunum á sunnudag, 96
ára að aldri. Hepburn hafði átt við
heilsubrest að strlða um nokkurt skeið.
um. Þau léku ekki einasta saman
í fjölda mynda heldur var Hep-
burn einnig ástkona Tracys í 27
ár. Hann var kaþólskur og vildi
ekki skilja við eiginkonu sína.
SPURNINGAR FRÁ LESENDUM
Ég lít á reykingarnar sem
mitteinkamál! Úreinhverju
verð ég að deyja og ég
gæti alveg eins lent í
bílslysi á morgun, nýhættur
að reykja.
Þetta er alveg rétt hjá þér, en
20 sinnum fleiri en þeir sem deyja í umferðinni!
Það gerist ekki á sekúndubroti eins og umferðar-
slysin, heldur ágerist sjúkdómurinn hægt og
rólega. Ég fullyrði að þú hafir til mikils að vinna
hvernig sem þú lítur á málið. Farðu að undirbúa
þig undir að hætta að reykja, skoðaðu reykinga-
Guðbjörg pétursdóttir, venjur þínar. Þá kemstu eflaust að því hve
hjúkrunarfræðingur. Þetta er alveg rétt hjá þér, en sígarettan er mikill þrælahaldari, sem heldur þér
fJU 0*tir lika Að meðaltali einn íslendingur 1 rsykingaánauð!
orðið einn af þeim óheppnu sem íeyr á da8 úr sjúkd6mum
deyja vegna afleiðinga reykinga. tengdum reykingum og ætli Farðu inn á dvjs og lestLJ eldri
Að meðaltali einn íslendingur deyr það séu ekkj 2Q sjnnum f|ejrj pistlana vandlega. Ef til vill leynist
á dag úr sjúkdómum tengdum enþeirsemdeyjaíumferðinni! eitthvaö þar'sem gæti hjálpað-
reykingum og ætli það séu ekki---------------------------------------
www.dv.is
SKRAÐU ÞIG I LEIKINN 0G ÞU GÆTIR VERIÐ A LEID
TIL L0ND0N EÐA KAUPMANNAHAFNAR.
W
TERRA noÍv
NOVaJ/sö
- 25 ÁRA OG TRAUS TSINS VERD
IMicotinelf
Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar
tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega
til aö vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið
lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með
slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði viö lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri
en 15 ára nema ( samráði viö lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til nó sjá.