Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Síða 28
44 TILVERA MÁNUDAGUR 30.JÚNI2003
>
Tilvera
* Fólk ■ Heimiliö ■ Dægradvöl
Netfang: tilvera@dv.is
Sími: 550 5824-550 5810
Vjelaöldin
TÆKNIN 1907: „Vjelasmiðja
Jóhanns Hanssonar" nefnist
sýning sem hefur verið opnuð
ÍTækniminjasafni Austurlands
á Seyðisfirði.Vagga tækninnar
á íslandi var á Seyðisfirði og
verkstæði Jóhanns Hanssonar
þótti hið fullkomnasta á land-
inu er það var opnað 1907.
Vélsmiðjan hefur markað stór
spor í sögu Seyðisfjarðar.
Gaf 2 milljónir
GJAFIR: Félagsfundur Neist-
ans, styrktarfélags hjartveikra
barna, var haldinn í gær í
Barnaspítala Hringsins.Við
það tilefni gaf félagið spítalan-
um tvær milljónir að gjöf til
tækjakaupa svo og Playstation
II leikjatölvur. Þá opnaði Jón
Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra formlega nýjan vef
Neistans.
VEFUR:Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra opnaði í gær
formlega nýjan vef Neistans.
DV-mynd SigurðurJökull
grænum sjo
Matreiðslubók eftir Úifar Eysteinsson
gefin út í þremur löndum
„Bókin fjallar eingöngu um það
sem hægt er að matreiða úr sjó:
fisk, hvalkjöt og skei," segir Úlfar
Eysteinsson, matreiðslumaður á
veitingahúsinu Þremur Frökkum. í
september kemur út matreiðslu-
bók eftir hann í þremur löndum, fs-
landi, Danmörku og Noregi, á veg-
um PP-forlags.
Úlfar segir að Erla Sigurðardóttir
blaðamaður, sem búsett er í Dan-
mörku, hafí undanfarið setið með
honum og skráð niður uppskriftir
og sögur um mat. „Réttirnir í bók-
Hársnyrtivörur í úrvali
Stofnuð 1918
Rakarastofan
Klapparstíg
Sími 551 3010
Iimltiiuil!iusi«2tts
(tnmiK Slíl 21SHS3,
HfiV 211,213 flfi 2H
vinomsitAtur
lausaráasmn
28. júní
inni eru valdir með hliðsjón af því
sem hefur verið vinsælt hjá okkur á
Þrem Frökkum auk þess sem ég
kappkosta að gera fólki matreiðsl-
una eins einfalda og hægt er. Þetta
verður heimilisleg matreiðslubók
sem allir eiga að geta farið eftir án
þess að þurfa að hlaupa margar
ferðir út í búð til að kaupa græna,
gula og rauða papriku."
Að sögn Úlfars er einnig að fínna
skemmti- og fróðleikskafla um
sjávarfang í bókinni þannig að fólk
á líka að geta haft hana á náttborð-
inu. „Á undan uppskriftunum um
ákveðnar tegundir segi ég hvernig
hún var elduð hér áður eða segi
reynslu- eða skemmtisögu. í bók-
inni er til dæmis saga um unga
konu í Grindavík sem fólk lagði fæð
á vegna þess að hún tíndi sér
krækling til átu í fjörunni. Bömin
hennar þóttu óvanalega þrifleg og
það þótti eitthvað skrýtið við það.‘‘
Úlfar segir að því miður sé ungt fólk
á Islandi hætt að vinna í fiski og að-
gengi þess að fiski sé ekki nógu gott
og með bókinni sé hann að reyna
að bæta úr því með því að hafa rétt-
ina einfalda.
í bókinni verða uppskriftir að
fímmtíu réttum auk tuttugu ljós-
mynda. „Það stendur jafnvel til að
það séu teiknaðar myndir og mál-
verk í bókinni en það er ekki enn
búið að taka ákvörðun það. Ef úr
verður mun myndlistarkonan Sig-
urdís Harpa gera fyrir okkur sex
myndir sem tengjast sögunum í
bókinni. -Kip
Þorskur í sinnepssósu
Úlfar Eysteinsson, matreiðslumaður á Þrem Frökkum, segir að þorsk-
ur sé herramannsmatur og tilvalið að matreiða hann í sinnepssósu.
Aðalréttur fyrir fjóra
800 grömm þorskflök með roði
3 desílítrar rjómi
1 desílítri fisksoð
dijonsinnep
sætt sinnep
sinnepsfræ
smjör til steikingar
Steikið þorskflökin með roðið niður þar til það er orðið stökkt. Snúið
þá stykkjunum við.
Hellið rjóma og fisksoði í pott og látið sjóða. Bætið sinnepsfræjum,
dijonsinnepi og sætu sinnepi út í eftir smekk.
Látið sjóða þar til sósan þykknar.
Berið fram með fersku brauði.
EINGÖNGU SJÁVARFANg:
Úlfar Eysteinsson matreiSstumadur segir að réttirnir i
bókinni séu valdir með hliðsjón af þvi sem hefur verið
vinsælt á Þrem Frökkum auk þess sem hann kappkosti
að gera fólki matreiðsluna eins einfalda og hægt er.
DV-mynd GVA
2S> Hringferð um landið í einni bók með 42 þjóðskáldum:
Jðkertttlur vlkunnar
© sloúm-e |
nBiiaEB
■ JfcWáfi ««*>! a
ftnV | ■ W' laiSvikaáagam
AOaltöiu!
OOi
C&C&'
Bónustölut^^
OO
lókertölur víkunnar
□□□□□
lókartölur vikunnar
Þjóðskáldin yrkja Ijóð sem
verða hluti af landinu sjálfu
og fólkinu sem það byggir.
Ferðast um landið í fylgd með
skáldunum.
„Hvorki í ljóðum né öðru geta
menn fullkomlega yfirgefið heima-
slóðir sínar. Enginn sigrar sinn
fæðingarhrepp eins og ]ón úr Vör
kvað. Ræturnar eru alltaf til staðar
og út frá þeim nálgast ég þau 42
skáld sem um er fjallað í þessari
bók,“ segir Jón R. Hjálmarsson, rit-
höfundur og fv. fræðslustjóri á Sel-
fossi. Nýlega kom út hjá Almenna
bókafélaginu bókin Með þjóð-
skáldum við þjóðveginn. Þar er far-
ið hringinn í kringum landið rétt-
sælis og rifjuð upp ævi fjölda skálda
og vitnað í ljóð þeirra, sem mörg
hver eru orðin órjúfanlegur hluti af
sjálfsvitund Islendinga.
Borgarskáldið Laxness
Hringferð Jóns R. Hjálmarssonar
með þjóðskáldunum góðu í þessari
bók hefst í Reykjavík.
„í bakhúsi við Laugaveg fæddist
Halldór Laxness og að því leyti er
hann borgarskáld. I vitund okkar er
hann þó auðvitað fyrst og fremst
skáld Mosfellinga og heimsins alls.
Flestir telja að Tómas Guðmunds-
son sé hið eina og sanna borgar-
skáld, sem að vissu leyti er rétt, en
æskustöðvar hans eru austur í
Grímsnesi við Sogið. Víða sér þeirra
fögru sveitar stað í ljóðum Tómas-
ar. Þannig nota ég fæðingarstað
skáldanna sem útgangspunkt í
þessari samantekt minni þó sú
nálgun á viðfangsefninu sé á engan
hátt algild,“ segir Jón.
Sterk hughrif
Þetta er fjórða bókin í flokki
ferðahandbóka Jóns, en sú fýrsta
var Þjóðsögur við þjóðveginn sem
kom út fyrir þremur árum. í kjölfar
hennar komu íslendingasögur við
þjóðveginn og Átök og ófriður við
þjóðveginn kom á síðasta ári. Allar
þessar bækur hafa fengið góða
dóma og náð vinsældum fólks á