Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Síða 2
78 DVSPORT MÁNUDAGUH 30. JÚNÍ2003
Rúnar til Þýskalands
„Kaupi það ekki að við séum heppnir með riðil"
HANDBOLTI: Rúnar Sigtryggs-
son, landsliðsmaður í hand-
knattleik, hefur ákveðið að
söðla um og ganga til liðs við
Þýska úrvalsdeildarliðið Wallau
Massenheim. Rúnar gerði það
gott með spænska liðinu Ciu-
dad Real á nýafstaðinni leiktíð
- félagið vann EHF-keppnina
sem og spænsku bikarkeppn-
ina og þá varð liðið í öðru sæti
spænsku úrvaisdeildarinnar.
Tækifæri Rúnars, og þá sér-
staklega í sóknarleiknum, voru
hins vegar af skornum
skammti og hefur það ábyggi-
lega haft sitt að segja um
ákvörðun Rúnars sem hittir fyr-
ir hjá Wallau félaga sinn úr ís-
lenska landsliðinu, horna-
manninn Einar Örn Jónsson.
HANDBOLTI: íslendingar verða í
C-riðli ásamt Ungverjum.Tékk-
um og heimamönnum í Slóven-
íu í úrslitakeppni Evrópumóts
karlalandsliða í handknattleik í
janúar á næsta ári en dregið var
á föstudag. Fyrirkomulag er
með sama sniði og áður - þrjú
efstu liðin fara áfram í milliriðil
þar sem mótherjarnir verða þrjú
efstu lið D-riðils. Sá riðill er gríð-
arlega sterkur
og verða það
líklega Frakkar,
Þjóðverjar og
Júgóslavar sem
fara áfram á
kostnað Pól-
verja.
„Fólk hefur verið að segja að við
séum heppnir með dráttinn en
ég kaupi það ekki. Mér finnst
okkar riðill mjög jafn - ekkert
lið er lakara en annað og allir
geta unnið alla. Vissulega eig-
um við möguleika á að fara upp
úr þessum riðli en þá förum við
í milliriði! þar sem þjóðir eins
og Frakkland og Þýskaland
verða. Þar eru á ferð gríðarlega
sterk lið svo að ég tek ekki und-
ir neina heppni," sagði Guð-
mundurGuðmundsson lands-
liðsþjálfari í samtali við DV-
Sport eftir að drátturinn lá fyrir.
Undirbúningur fyrir lokakeppni
HM stendur nú sem hæst og er
Ijóst að íslenska liðið mun leika
þrjá leiki við Pólverja. Þá er búið
að bjóða liðinu að leika við Svía
skömmu fyrir mót og einnig er
hugsanlegt að Þjóðverjar komi í
heimsókn til að spila æfinga-
leiki í desember.
Efni DV-Sports
mánudaginn 30.júní2003
KA tapaði í vítakeppni
Evrópukeppnin, bls. 19
Keflavík með forystu
Allt um 1. deildina, bls. 20
Olga kláraði gömlu fé-
lagana
Allt um VISA-bikar kvenna
um helgina, bls. 21
Goggi galvaski
Frjálsar (þróttir, bls. 22-23
Shellmótið í Eyjum
Njarðvík vann annað árið í
röð, bls. 24-26
Stemning á Akranesi
AM( í sundi, bls. 27-29
Nú væri gott að fá rign-
ingardropa
Veiði, bls. 30
STAÐIÐ SAMAN: Leikmenn beggja liða héldu hver í annan á meðan mínútuþögn var fýrir leikinn og þegar þjóðsöngvar voru leiknir.
Reuters
Henry með gullmark
Hvað er hægt að gera
við fótasveppum?
Viðtal við Pétur Guðmunds-
son körfuboltaþjálfara, bls. 31
Góður dagur Williams
Ralph Scumacher vann
formúluna í Þýskalandi, bls. 32
/ úrslitaleik sem spilaður var til að heiðra minningu Mark- Vivien Foe
Gullmark Thierry Henry í upp-
hafi framlengingar var það sem
skildi að Frakka og Kamerún í
úrslitaleik álfukeppninnar sem
fram fór í gærkvöld.
Leikurinn, sem spilaður var að
beiðni leikmanna Kamerún var til-
einkaður Mark-Vivien Foe, sem lést
með sviplegum hætti á fimmtudag, í
miðjum undanúrslitaleiknum gegn
Kolombíu.
Það var tilfinningaþrungin stund
þegar leikmenn liðanna gengu inn á
leikvöllinn og sáust tár á mörgum
andlitum áhorfendaskarans. Marcel
Desailly, fyrirliði Frakka, og Rigobert
„Þetta er mikil viður-
kenning en þegar litið
er á aðstæður þá er
ekki hægt að gleðjast
mikið."
Song, fyrirliði Kamerún, báru á milli
sín stóra mynd af Foe og þegar þjóð-
söngvar voru leiknir tóku leikmenn
sér stöðu við miðju vallarins og
héldust í hendur.
Leikurinn sjálfir minnti helst á
vináttuleik og það sást á spila-
mennsku beggja liða framan af leik
hversu erfitt það raunverulega hefur
verið að spila leikinn. Síðari hálfleik-
ur var mun skemmtilegri á að horfa
en sá fyrri en það var ekki fyrr en í
framlengingu sem úrsliún réðust.
Desailly kallaði á Song til að taka
á móti bikamum með sér í leikslok
og var lítið um fögnuð af hálfu
Frakka. Jacques Santini, þjálfari
franska liðsins, hrósaði leikmönn-
um sínum í hástert eftir leikinn sem
minnst verður fyrir allt annað en sig-
ur Frakka.
„Þetta er mikil viðurkenning fyrir
alla þá sem að liðinu koma en þegar
litið er á aðstæður er ekki hægt að
gleðjast mikið,“ sagði Santini sem
þjálfaði Foe á ámm áður þegar hann
var hjá franska liðinu Lyon. „Við vit-
um að fjölskylda er skilin eftir í sár-
um og maður mjög nákominn mér
er farinn að eilífu," bætti Santini við
með kökkinn í hálsinum.
vignir@dv.is
Utan vallar
MÍNSKOÐUN
Óskar Ó.Jónsson
íþróttafréttamabur
Það er ekki venjan að úrslitastund
íslenska körfuboltans sé um mitt
sumar en næsta vika er hins vegar af-
drifarík fyrir framtfð fntertsportdeild-
arinnar í körfubolta. Þessa dagana er
verið að leggja síðustu hönd á reglu-
gerð um launaþak Intersportdeildar-
innar. Samþykkt var á síðasta árs-
þingi KKÍ að stjóm sambandsins ætti
að skila til félaganna tillögum að
reglugerð um launaþak og það sem
félögin þurfa að uppfylla tU að fá að
spila í úrvalsdeild næsta vetur.
Hér er verið að gera félögunum
kleift að fá til sín leikmenn algjörlega
óháð þjóðemi þeirra en aðeins launa-
kostnaður liðsins komi til með að tak-
marka fjölda erlendra sem íslenskra
leikmanna sem hvert félag getur
samið við á hverju tímabili. Að sama
skapi á allt að vera uppi á borði, hver
króna eymamerkt og hver leikmaður
með sinn fasta launaseðil eins og
Úrslit körfuboltans gætu
farið að ráðast í réttar-
sölum alveg eins og í
körfuboltasölunum.
gengur og gerist úti á atvinnumark-
aðnum. Hvort við fjölmiðlamenn fá-
um aðgengi að þessum tölum og get-
um loks farið að meta hvort menn séu
auranna virði er annað mál en við
leikmönnunum ætti hins vegar að
blasa allt annar heimur.
Á heimasíðu KKÍ kom frétt í síðustu
viku um að reglugerð þessi yrði send
til félaganna í Intersportdeildinni
þann 1. júlí. Það er á morgun og að
KKÍ myndi síðan standa fyrir fundi fé-
laganna um reglugerðina þar sem
hún verður kynnt í smáatriðum fyrir
forsvarsmönnum félaganna.
Að mfnu mati er það Ijóst að körfu-
boltinn tekur hér mikla áhættu. Hún
er ekki síst fólgin í því að siðfræði og
heiðarleiki stjómarmanna og félaga
hefur aldrei verið stærri þáttur í
rekstri deildanna en nú.
Falli þeir í þá gryfju að ætla sér að
svindla á reglugerðinni og reyna að
fela kostnað og/eða laun til sinna
leikmanna er bæði ljóst að þeir gætu
það eflaust sem og að KKÍ hefur ekki
burði til að ráða menn í vinnu tii að
elta uppi hverja nótu eða hvem þús-
undkall. Fjölmörg dæmi úr banda-
riska háskólakörfuboltanum ættu að
verða þeim góð vegalýsing á því að
lauma hlunnindum og öðmm
greiðslum ffam hjá kerfinu.
Kærumálin gætu því á endanum
orðið mörg, þau gætu orðið flókin og
þau gætu orðið afar erfið að leysa. Úr-
slit körfuboltans gætu farið að ráðast (
réttarsölum alveg eins og í körfu-
boltasölunum.
En gangi allt upp, verði heiðarleik-
inn og siðareglur sem og aðrar reglur
hafðar að leiðarljósi og takist að auka
gæði erlendra leikmanna jafriffamt
því að halda kostnaðinum niðri er
ljóst að þetta gæti gjörbreytt umgjörð
og aflsmunum körfunnar til að vaxa
og dafria hér á landi.
í þessum pistli er engin tilraun gerð
til að gagnrýna hugsjónina á bak við
umrætt launaþak því hún er hrein og
tær körfuboltanum í hag, það er bara
ffamkvæmdin sem er hins vegar tví-
sýn. Það verður gaman að sjá þessa
reglugerð ganga upp en jafnleiðinlegt
að sjá lögfræðingana skora sigurkörf-
umar næstu árin.