Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Síða 9
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003 DVSPORT
„Mín besta leiktíð á ferlinum"
Kaupverðið aðeins eftir
KNATTSPYRNA:Thierry Henry,
sem í gær tryggði sér marka-
kóngstitilinn í álfukeppninni í
knattspyrnu, segir að síðasti
vetur hafi verið sá besti það
sem af sé sínum ferli. Gull-
markið í úrslitaleiknum var
ekki bara það 42. í röðinni á
tímabilinu heldur einnig það
22. fyrir franska landsliðið, það
mesta sem núverandi leikmað-
ur liðsins hefur skorað.
„Ég hef vissulega skorað mikið
af mörkum en það sem ég er
stoltastur af er að eiga 23
sendingar sem gáfu mörk í
ensku úrvalsdeildinni í vetur,"
segir Henry sem kom því að 65
mörkum í öllum keppnum á
nýafstaðinni leiktíð. Alls ekki
slæmur árangur það.
Pires til Inter?
KNATTSPYRNA: Forráðamenn
Inter Milan á Ítalíu vilja ólmir
tryggja sér þjónustu miðju-
mannsins Roberts Pires eða fé-
laga hans hjá Arsenal, Freddie
Ljungberg,fyrir næstu leiktíð.
Sagt er að ítalska stórveldið
ætli sér að bjóða leikmann að
nánast eigin vali í skiptum fyrir
annan hvorn sókndjarfa miðju-
manninn.
KNATTSPYRNA: Fátt virðist
geta komið í veg fyrir að
brasilíski töframaðurinn
Ronaldinho gangi til liðs við
Manchester United á allra
næstu dögum. Franska liðið
PSG,sem Ronaldinho er hjá
eins og er, segist reiðubúið að
selja leikmanninn til að
grynnka á uppsöfnuðum
skuldum félagsins.
„Fjárhagsleg
staða okkar er
alls ekki góð og
Ronaldinho vill
sjálfur fara. Ef
við fáum gott
tilboð þá munum við íhuga
það vel en ef fjárhagurinn væri
í lagi myndi hann aldrei fá að
fara," sagði Valid Halihodzic,
þjálfari PSG.
Eins og að koma tl útlanda
segirJúlíusJónasson handboltaþjálfarí um veruna á mótinu í Eyjum
jðu sigri í ár, þrátt fyrir að ieiknum lyki með
DV-mynd Ómar
ararþetta árið
saman.
I lokahófinu um kvöldið voru svo
afhent hin ýmsu verðlaun, auk þess
sem sigurliðin fengu sín verðlaun,
en verðlaunahafa má sjá annars
staðar á síðunni.
Það er mál manna að Shellmótið
í ár hafi tekist fullkomlega og þó að
rigning hafi verið að stríða móts-
höldurum á laugardeginum þá
endaði mótið í góðu veðri og allir
héldu sáttir heim. -jgi
í brekkunni við Týsvöllinn rák-
umst við á Júlíus Jónasson, hand-
knattleiksþjálfara IR, en hann var
þarna staddur á sínu fyrsta Shell-
móti. En hvað rekur handknatt-
leiksþjálfara á knattspyrnumót í
sjötta flokki?
„Ég er að fylgjast með Val en
þar á ég strák á fyrsta ári þannig
að við erum að koma á okkar
fyrsta Shellmót."
Hvemig finnst þér mótiö hafa
veríö?
„Mér finnst þetta bara vera frá-
bært framtak hjá Eyjamönnum.
Auðvitað hafði maður heyrt af
þessu móti í mörg ár og kannski
sérstaklega undanfarin misseri
þar sem strákurinn hefur varla
talað um annað en að koma á
Shellmótið. Ég verð að segja það
að ég hef ekki orðið fyrir von-
brigðum með dvölina hérna held-
ur er þetta þvert á móti glæsilegra
en ég átti von á,“ sagði Júlíus.
„Það sem skiptir svo miklu í
þessu móti eru auðvitað allir
þessir leikir en það er ekki síður
mikilvægt fyrir strákana að koma
allir á einn stað og dvelja hérna í
þessu frábæra umhverfi. Þetta er
kannski svolítið eins og að koma
Það þarfekki að
gerast mikið til þess að
tapleikirnir gleymist.
til útlanda fyrir strákana, mikið
ferðalag og Eyjarnar eru sérstak-
ar.“
En hvemighefur Valsmönnum
annars gengið í mótinu?
„Bara svona upp og ofan. B-lið-
ið er núna að spila um 5.-8. sæti
en þó að allir stefni auðvitað á úr-
slitaleikinn þá þarf ekki mikið til
þess að tapleikirnir gleymist. Það
gekk t.d. illa hjá einu liðinu fram-
an af en svo vann það tvo leiki og
þar með er allt annað gleymt. Úr-
slitin skipta kannski ekki svo
miklu máli heldur samveran og
þátttakan. Þeir hafa líka gott af
því að tapa og læra að taka því.“
Nú hafa sum félög veríö með þá
stefnu aö hafa engan sigurvegara
og þetta er m.a. stefna ÍSÍí mál-
efnum yngrí úokkanna. Finnst
þér þetta rétt stefna?
„Það er vissulega erfitt fyrir
þessa gutta að tapa kannski
mörgum leikjum stórt en svo
kemur kannski einn sigur og þar
með eru töpin gleymd. Það er
hins vegar lærdómur í þvf að tapa
eins og að vinna en það eru ef-
laust skiptar skoðanir um þetta.”
-jgi
ÖNNUR VERÐLAUN MÓTSINS
Ljósmyndasamkeppni
HK, Haukar, Leiknir
Prúðustu liðin
ÍA og HK
Háttvísisverðlaun
Fram og Selfoss
Boðhlaup
Vikingur
Kappát
Davíð Stjörnunni
Sterkasta liðið
Þór
Pílukast
Björn Orri Sæmundsson Gróttu
Þrautabraut
Kristinn P. Sigurbjörnsson HK
Limbó
Fannar Freyr Jónsson HK
Hringjakast
Ólafur Frímann Kristjánsson Þrótti R.
Húlahopp
Ármann Óli Ólafsson Selfossi
Skothittni
Snorri Jökull Egilsson Breiðabllki
Ólafur Örn Eyjólfsson HK
Vitakeppni
Bjarki Garðarsson Víkingi
Stefnir Stefánsson HK
Knattrak
Ingólfur Sigurðsson Val
Snorri Davíðsson Aftureldingu
Körfuhittni
Arnar Freyr Ólafsson Fram
Skalla á milli
Arnór IngviTraustason og Eyþór Ingi
Einarsson, Njarðvík, og Vilhjálmur
Geir Hauksson og Gunnar Birgisson,
Gróttu
Halda bolta á lofti
Kristján Gauti Emilsson FH
Óli Pétur Friðþjófsson Víking
Skotfastasti leikmaðurinn
Hörður B. Magnússon Fram,
Orri SigurðurÓmarsson HK,
Jóhann Þorkelsson ÍA,
Aron Elvar Ágústson Keflavfk
Sindri Ingólfsson Völsungi
HÁTTVÍSIN AÐ LEIÐARUÓSI:
Leikmenn Njarðvíkur og FH, sem léku
úrslitaleikinn hjá A-liðum, höfðu
háttvísina að leiðarljósi innan sem utan
vallar. Liðin þökkuðu stuðninginn í
leikslok eins og sjá má hér á myndinni
fyrir neðan. Leiknum lauk 1-1 en
Njarðvík varði titil sinn frá því í fyrra þar
sem liðið var fyrra til að skora í
úrslitaleiknum. DV-mynd Ómar
JTlorn
KYUnOSí