Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Page 10
26 DV SPORT MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003
Islendingarnir höfðu hljótt um sig í Noregi um helgina
KNATTSPYRNA: Islendingarnir í
norsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu létu lítið að sér
kveða um helgina og tókst eng-
um þeirra að þenja netmöskva
andstæðinga sinna.
Tryggvi Guðmundsson lék allan
leikinn með Stabæk gegn
Álesund en lokatölur leiksins
urðu 1-1.Tryggvi nældi sér í
gult spjald íleiknum.
Gylfi Einarsson og Indriði Sig-
urðsson léku í bakvarðastöðun-
um hjá Lilleström sem beið af-
hroð á útivelli gegn Odd Gren-
land. Þegar flautað var til
leiksloka var staðan 5-0,
heimaliðinu í vil. Ríkharður
Daðason og Davíð Þór Viðars-
son sátu á varamannabekk Lille-
ström og fékk sá síðarnefndi að
spreyta sig síðasta stundarfjórð-
unginn.
Árni Gautur Arason sat að venju
á varamannabekk Rosenborgar
sem gjörsigraði Bryne, 4-1. Ros-
enborg er nú með 11 stiga for-
ystu á toppi deildarinnar og það
má telja nokkuð víst að mikið
þurfi að gerast til að önnur lið
komist í nánd við Rosenborg áð-
ur en tímabilið er á enda.
Leik Viking og Molde var frestað
vegna mikillar bleytu á vellin-
um. Hann fer fram á morgun
ásamt viðureign Lyn og Váler-
enga.
Þess má að lokum geta að Har-
aldur Ingólfsson skoraði átt-
unda mark sitt á leiktíðinni fyrir
Raufoss þegar liðið bar sigurorð
á Sandefjord á útivelli, 0-4, og
er í hópi markahæstu manna 1.
deildarinnar.
Árni Gautur Arason.
Besti leikmaður og besti markmaður Sheilmótsins 2003 í spjalli:
Var mjög hissa
sagði Kristján Gauti Emilsson úrFHsem var valinn besti leikmaðurinn
í gærkvöld fór fram lokahóf
Shellmótsins. Þar komu sam-
an allir þátttakendur mótsins,
leikmenn, þjálfarar, fararstjór-
ar, starfsmenn mótsins og aðr-
ir mótsgestir. Alls voru tæp-
lega 1400 manns í íþróttahöll-
inni þetta kvöld og ef hávað-
inn á kvöidvökunni var mikill
þegar olei, olei var tekið var
hann enn meiri þetta kvöld.
Fjöldamörg verðlaun voru af-
hent en hápunkturinn var án
efa þegar tilkynnt var um lið
mótsins og þegar besti mark-
vörðurinn og besti leik-
maðurinn voru kynntir.
Besti leikmaðurinn að þessu
sinni var Kristján Gauti Emilsson
en hann er úr FH. Kristján þótti
leika vel með liði sínu sem gerði
jafntefli f úrslitaleiknum en laut í
lægra haldi vegna þess að FH skor-
aði sitt mark síðar í leiknum.
Kristján Gauti skoraði mark FH í
leiknum en vakti auk þess athygli í
landsleik mótsins. Þegar nafn
Kristjáns var kallað upp var eins og
hann hefði ekki áttað sig á því og
þegar blaðamaður DV náði í hann
var hann enn svolítið utangátta.
„Ég fattaði þetta bara ekki og var
mjög hissa þegar ég heyrði nafnið
mitt kailað upp. Það var samt góð
tilfinning að heyra nafhið en ég er
enn þá svolítið hissa," sagði Kristján.
En ertu ekki bara ánægður með
Shellmótið?
„Jú, við í FH urðum í öðru sæti og
svo spilaði ég með landsliðinu og ég
stefni að því að spila fleiri lands-
leiki."
En stefnirðu á atvinnumennsku í
framtíðinni?
„Já ég ætla að spila með Liver-
pool.“
„Ég ætla að spila með
Liverpool."
Er það uppáhaldsliðið þitt?
„Já, það er langbest."
Hver er svo uppáhaldsleikmað-
urinn þinn?
„Michael Owen.“
Að vinna þessa bikara
Besti markmaður mótsins kemur
einnig úr röðum landsliðs Shell-
mótsins. Sá heitir Kristján Orri Jó-
hannsson og er úr Þrótti í Reykja-
vfk. Kristján og félagar léku um
þriðja sætið í mótinu en töpuðu
þar naumlega fyrir Stjörnunni.
„Þetta mót heppnaðist bara mjög
vel og er glæsilegasta mót sem ég
hef tekið þátt í,“sagði Kristján þeg-
ar blaðamaður DV spurði hann
hvernig honum hefði fundist á
Shellmótinu.
En hvað stendur upp úr eftir
mótið?
„Að vinna þessa bikara," sagði
markmaðurinn ungi og stórt bros
færðist yfir andlit hans. „Það var
reyndar líka gaman að spila alla
þessa leiki og sérstaklega landsleik-
inn.“
Er stefnan að bæta við landsleikj-
um í framtíðinni?
„Já, ekki spurning."
Ertu ánægður með gengi Þrótt-
ara í mótinu?
„Já, við lentum í fjórða sæti og
það var mikil barátta í liðinu hjá
okkur. Við gerðum okkar besta og
það var það eina sem við gátum
gert.“
„Það var reyndar líka
gaman að spila alla
þessa leiki og sérstak-
lega landsleikinn."
En hvert er uppáhaldsliðið þitt í
enska boltanum og hver er uppá-
haldsleikmaðurinn?
„Manchester United og ef Ron-
aldinho kemur þá er hann uppá-
haldsleikmaðurinn, annar Barth-
ez.“ -jgi
TVEIR GÓÐIR: Fjöldamörg verðlaun voru afhent á lokahófinu en hápunkturinn var án efa þegar tilkynnt var um lið mótsins og
svo þegar besti markvörðurinn og besti leikmaðurinn voru kynntir. Þeir félagar sjást hér að ofan og til vinstri. Til vinstri er besti
leikmaðurinn sem að þessu sinni var Kristján Gauti Emilsson en hann er úr FH. Hér fyrir ofan er besti markmaður mótsins sem
kemur einnig úr röðum landsliðs Shellmótsins. Sá heitir Kristján Orri Jóhannsson og er úr Þrótti í Reykjavík. DV-myndir Ómar