Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Side 11
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003 DVSPORT 27 ! Linda Líf Bald- vinsdóttir úr SH stóð sig mjög vel á AM( um helgina og vann alls fjögur gull í einstak- lingssundum auk þess sem hún vann gull í boðsundum, bæði í sínum flokki sem og flokknum fyrir ofan. hætt og ætlum að halda SH áfram á toppnum," sagði Linda sem hefur verið í sigursveit SH fjögur síðustu árin. Spennan í kringum mótið var ekki alveg búin því enn átti eftir að tilkynna hvort Linda kæmist með á Ólympíudaga æskunnar en þangað langar hana mikið. Það skýrðist síðan á lokahófinu seint í gær. ooj.sport@dv.is „Við eigum eftir að sakna hans mikið" „Ég er mjög ánægð með þetta mót, bæði með verðlaunin sem ég vann og líka með það að ég var að bæta mig," sagði Linda Líf Baldvinsdóttir úr SH sem var sigursæl í telpnaflokki á AMf sem lauká Akranesi um helg- ina. DV-Sport hitti hana að máli þegar löng og erfið keppnis- helgi var að baki. „Ég legg mesta áhersluna á baksundið og finn mig best þar," sagði Linda sem vann bæði baksundin sem hún keppti í á mótinu. Linda vann alls fjögur gull í ein- staklingssundum auk þess sem hún vann gull í boðsundum , bæði í sínum flokki sem og flokknum fyrir ofan. „Það hefur reyndar gengið vel á AMf í gegnum tíðina en ég tel mig vera á uppleið og er að vinna til fleiri verðlauna en ég hef verið að gera undanfarin ár. Ég er að æfa meira og Brian er frábær þjálfari sem hefur hjálp- að mér mjög mikið," segir Linda Líf sem á eftir eins og fleiri í SH að sakna Brians Marshalls sem er að klára sjö ára starf. „Við eigum eftir að sakna hans mikið en við erum hvergi nærri Brian kvaddi SH vann sitt fjórða AMI í röð undir hans stjórn á Akranesi um helgina Sundfélag Hafnarfjarðar varð í fyrsta sæti með 1.627 stig á Ald- ursflokkameistaramóti íslands í sundi, AMÍ, sem haldið var á Akranesi um helgina. (öðru sæti varð ÍRB með 1.331 stig, í þriðja sæti sundfélagið Ægir með 973 stig, í fjórða sæti Sundfélag Akraness með 818 stig og í fimmta sæti Sundfélagið Óðinn með 547 stig. Mótið markaði ákveðin tímamót því hinn frá- bæri þjálfari Brian Marshall var að kveðja SH eftir sjö ára gjöfult starf í Hafnarfirði. Alls tóku 20 lið þátt í AMI þetta ár- ið og sundmennirnir voru samtals 294 talsins, þar af komu flestir úr Hafnarfirði eða 57. SH hefur aldrei sent jafnmarga sundmenn á AMI og nú og sýnir það glögglega áhugann á sundíþróttinni í bænum. Brian D. Marshall, yfirþjálfari SH, var mjög ánægður með árangurinn en þetta var eins og áður sagði í síðasta sinn sem hann kemur með lið á AMI. „Ég er mjög ánægður með mitt lið og mína krakka. Það eru allir búnir að vera að bæta sig og standa sig mjög vel og það er ekkert tilefni til að kvarta yfir mínu liði,“ sagði Brian í viðtali við DV-Sport skömmu eftir að hann kom rennblautur upp úr lauginni, þökk sé sigurflugferð sem var í boði lærisveina og meyja hans. „Okkar markmið var ekki bara að skila sundfólki i verðlaunasæti held- ur að allir í liðinu sýndu mikinn bar- áttuanda yfir alla helgina. Það er það sem hefur staðið upp úr hjá okkur á mótinu frekar en að við sé- um að ná í mikinn fjölda verðlauna. Með því að sýna góðan liðsanda á bakkanum og hvetja félaga sína í lið- inu áfram gefa krakkarnir félögum sínum aukakraft til þess að ná betri árangri," segir Brian sem leggur sína hugmyndafræði upp með það að leiðarljósi að allir 57 keppendur SH á mótinu séu hluti af hverju einasta sundi liðsins. „Þetta ersíðasta AMÍ hjá mér. Ég kom til ís- lands árið 1996 og kom á mitt fyrsta AMÍ á Sel- fossi 1997. Fyrstuþrjú árin var SH í öðru sæti en síðustu 4 árin hefur það verið sigurliðið." „Þetta er síðasta AMÍ hjá mér. Ég kom til íslands árið 1996 og kom á mitt íyrsta AMI á Selfossi 1997. Fyrstu þrjú árinu var SH í öðru sæti en síðustu íjögur árin hefur það ver- ið sigurliðið," segir Brian þegar blaðamaður DV-Sport biður hann að rifja upp AMI sem hann hefur tekið þátt í. Leið Brians liggur nú til Danmerkur þar sem hann ætlar að gerast yfirþjálfari hjá félagi í Kaup- mannahöftt. „Það er að sjálfsögðu sárt að kveðja SH en ég er mjög sáttur með það starf sem er búið að vinna hjá félaginu og ég er mjög bjartsýnn fyr- ir hönd SH. Sú uppbygging sem hef- ur verið unnið að í SH síðustu ár ætti að skila félaginu mjög góðum ár- angri í framtíðinni. Nú er bara kom- inn tími fyrir mig að breyta um um- hverfi og prófa eitthvað nýtt,“ segir Brian sem spáir vaxandi samkeppni í íslensku sundlífi. „í dag er ÍRB rétt á eftir SH og ég lít á það þannig að liðið sé að hjálpa okkur í SH við að ná betri árangri. Ég tel að Akranes, Óðinn ogÆgir komi sterk upp í framtíðinni. Eftir tvö ár gætu það verið fjögur lið sem verða í hörkubaráttu um fyrsta sætið á AMÍ sem ætti að þýða spennandi tíma og ætti að skila sér í að hækka „stand- ardinn" í íslensku sundi," sagði Bri- an sem telur að sundíþróttin kenni krökkunum margt. „Það sem krakkarnir læra í sund- inu geta þau svo sannarlega notað annars staðar í lífinu, svo sem í skól- anum. Þau læra að setja sér mark- mið, læra að virkja liðsandann og berjast fyrir þessum markmiðum sem og að yfirvinna þær stundir þegar ekki gengur vel,“ sagði Brian sem vildi ekki gera upp á milli sund- fólks síns á mótinu en nefridi þá sér- staklega fyrirliðann, Önju Ríkeyju Jakobsdóttur, sem setti meðal ann- ars Hafnarfjarðarmet í 200 m baksundi og bætti þar með tíma sinn um nokkrar sekúndur þó að hún hefði meiðst strax á fyrsta degi. Anja Ríkey var síðasti sundmaður- inn í boðsundsveit SH á föstudegin- um og tryggði liðinu sigur þegar hún renndi sér í bakkann af svo miklu afli að hún puttabrotnaði. „Það er vissulega erfitt að gera upp á milli þessara 57 sundmanna sem skipuðu SH á þessu AMÍ en mér fannst okkar liðstjóri, Anja Rík- ey, standa sig mjög vel. Hún hefur bætt sig mjög mikið en sýndi einnig mikinn baráttuanda sem hjálpaði hinum í liðinu til að sjá hvað það þýddi að berjast," sagði Brian að lokum. Hann hefur byggt upp gott þjálfaralið í SH sem á örugglega eftir að halda upp einhverju af hans gildum og aðferðum í framtíðinni. ooj.sport@dv.is BLAUT KVEÐJA: Brian Marshall stjórnaði SH á síðasta AMl um helgina og í lok mótsins fékk hann blautar kveðjur þegar lærisveinar hans hentu honum út í laugina. Brian tók lífinu með ró í lauginni eins og sjá mér hér að ofan. Hann beið yfirvegaður meðan sigurgleðin fékk útrás hjá hans fólki en SH vann AMl fjórða árið I röð undir hans stjórn. DV-mynd JAK LOKASTAÐAN Á AMÍ 2003 l.SH 1627 2.ÍRB 1331 3.Ægir 973 4.Sundfélag Akraness 818 5.Óðinn 547 6.KR 379 7.Vestri 300 8. Fjölnir 231 9.Ármann 190 10.UMFB 128 11. Selfoss 103 12. Breiðablik 95 13.Tindastóll 69 14.Laugdælir 40 15.Rán 31 16.Húsavík 28 17.IBV 23 18.UMSB 15 19. Þróttur, Neskaupstað 8 20. Stjarnan 2 Smíaugl} ET 5 tsmgar í 550 5 000 f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.