Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Side 14
30 DVSPORT MÁNUDAOUR 30. JÚNÍ2003
Stuttar fréttir af veiðinni
Veiðiskapurinn hefur gengið
misjafnlega það sem af er
sumrinu og einn og einn
veiðimaður hefur varla fengið
bein. Af einum fréttum við
# sem er víst búinn að opna
fjölda veiðiáa en hefur ekki
fengið nema einn lax og það
þykir ekki mikið þegar verið er
að opna ár eins og Laxá á
Ásum og Laxá í Kjós. En svona
gengur veiðiskapurinn bara
núna.
Sportveiöiblaðiö er að koma út
þessa dagana og verður þar
meðal annars viðtal við
Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóra á Akureyri, Svend
Richter tannlækni, Jóhann
Vilhjálmsson byssusmið og
Jóhönnu Benediktsdóttur,
formann Ármanna. Grein er
um Breiðdalsá í Breiðdal og
önnur um veiðiskap í
Argentínu, svo eitthvað sé tínt
til. Veiðimaður, sem Heimur
gefur út fyrir Stangaveiðifélag
Reykjavíkur, er líka að koma út
í þessari viku en ekki hefur
fengist gefið upp hvaða efni
er í blaðinu.
Reykjanesbær hefur heldur
betur gert vel við veiðimenn
suður með sjó en þeir hafa
keypt aðstöðuna við Seltjörn
og þar er hægt að veiða fyrir
sanngjarnt verð fallegan fisk.
Þetta ætti að ýta undir
veiðimenn á öllum aldri að
renna fyrir fisk og hafa gaman
af því. Aðstaðan er allavega
fyrir hendi.
ÞRÍR GÓÐIR: Steinþór Jónsson og Gunnar Þorkelsson sjást hér við Elliðaárnar með þrjá fallega urriða sem þeir veiddu á föstudaginn. DV-mynd G. Bender
Hvar er
Laxveiðirt á íslandi heldur
áfram en veiðimenn veiða ekki
mikið þessa dagana. Auðvitað
vona þeir að fiskurinn komi á
næsta flóði eða allavega þar
næsta því veiðimenn eru þol-
inmóðir og hafa kynnst ýmsu í
gegnum árin. Biðin verður
kannski lengri en venjulega
núna, regnið sem var búið að
tala um í síðustu viku og vik-
unni þar áður kemur bara alls
ekki.
„Það var ekki mikið af laxi í Víði-
dalsánni, einn og einn fiskur, fisk-
urinn sem ég missti áður var stærri
en þessi 22 punda, það er erfitt að
segja til hvað hann var stór, eitt-
hvað stærri," sagði Þórarinn Sig-
þórsson tanniæknir sem á heiður-
inn af stærsta laxi sumarins enn þá,
úr Víðidalsá í Húnavatnssýslu, á
maðkinn.
Erfitt er að segja til um það hvað
margir laxar hafa veiðst en nærri
300 er lfklega talan og liklega hafa
sloppið um 100 fiskar, jafnvel 120.
Það var fjör í Straumunum í Borg-
arfirði fyrir fáum dögum þegar hver
fiskurinn af öðrum slapp hjá veiði-
mönnunum. Fiskurinn tók svo
grannt og líklega hafa um 20 laxar
sloppið hjá veiðimönnunum sem
þama börðu svæðið, en þeir fengu
þó nokkra laxa.
Það var fjör í
Straumunum í Borgar-
firði fyrir fáum dögum
þegar hver fiskurinn af
öðrum slapp hjá veiði-
mönnunum.
Byrjunin í Haffjarðará í Hnappa-
dal er fín, laxveiðiá sem ekkert er
„fiktað“ í heldur er hún bara látin
eiga sig og það skilar sér með betri
veiði á hverju ári. Það er alltof mikið
átt við ámar, dregið í klak og rótað
fram og til baka um þær á hverju ári.
Vatnsstaðan er skelfileg þessa
dagana í sumum veiðiánum, það er
spáð rigningu en ekkert gerist. Svik
og aftur svik hjá veðurfræðingum
sem kannski vita alls ekki betur en
þetta um regnið sem átti að koma.
Skaflar sem ekki hafa farið í fjölda
ára, jafnvel hálfa öld, em famir og
það fyrir löngu, snjór er orðin jafn
sjaldséður og hvítir hrafnar og ekk-
ert rignir. Þetta er nú alls ekki beisið
nú um stundir, en vonandi lagast
þetta bráðlega.
Veiðimenn vom að opna lax-
veiðiá í Dölunum fyrir fáum dögum
en veiðivonin var aíls ekki mikil, eig-
inlega engin. Veiðimenn létu það
ekki skemma veiðitúrinn og yngsti
veiðimaðurinn, setti hvað eftir ann-
að í fisk sem alltaf slapp. Þegar kom
að því að landa fiskinum var hann
farinn af og svona gekk þetta um
Yngsti veiðimaðurinn
setti hvað eftir annað í
fisk sem alltafslapp.
stund, fiskurinn slapp alltaf. Enda
skipti það engu máli, við höfum sett
í fisk og svo sleppa menn öllum afla
nú til dags í veiðinni. Það vita allir
„venjulegir" veiðimenn, það þarf
varla að setja í þá lengur, bara
ímynda sér það.
-G.Bender
Ætti að taka vatnsbíl með í túrinn
Vatnsleysið er farið að plaga
veiðimenn hér á landi og einn af
veiðimönnunum sem ætluðu í
veiðitúr fyrir skömmu fékk heldur
betur að heyra það hjá vinnufé-
lögunum sem voru ekki bjartsýnir
fyrir hans hönd.
Félagar hans í vinnunni stríddu
honum á því að hann gæti nú ekki
farið f veiðitúr nema taka vatnsbfl
með sér eða allavega nokkrar föt-
ur af vatni.
Karlinn lét þetta ekkert á sig fá
og fór í veiðitúrinn og veiddi einn
fallegan lax sem hann henti á
borðið fyrir framan vinnufélag-
ana þegar hann mætti í vinnuna
og sagði: hvað er þetta?
Það varð lítið um svör hjá áður
kotröskum vinnufélögum, nema
hjá einum sem lét sér ekki bregða
og sagði að þetta væri skrælnað-
ur lax úr veiðiánni. Nokkuð til í
því hjá honum blessuðum.
-G.Bender
Við höfum veiðileyfin handa þér
Bjarnafjarðará, Blanda, Brynjudalsá, Eldvatn, Eystri Rangá, Ferjukotseyrar, Galtalækur, Grenlækur sv. 3,
Hafralónsá, Kráká, Langadalsá, Laugardalsá, Laxá í Aðaldal - Árbót, Múiatorfa og Staðartorfa, Laxá á Ásum,
Litlá, Miðfjarðará, Sog - Tannastaðatangi og Þrastarlundur, Svartá, Straumarnir, Tungufljót, Vatnasvæði Lýsu,
Vesturbakki Hólsár, Ytri Rangá o.fl. A
STANGVEIÐIFELAGIÐ
Vatnsendabletti 181
203 Kópavogi
Sími 557 6100
lax-a@lax-a.is
www.lax-a.is