Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Side 16
2 32 DVSPORT MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003 DVSport ' Keppni í hverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Stoke mætir Manchester United í ágúst KNATTSPYRNA: (slendingaliðið Stoke City mun mæta Eng- landsmeisturunum í Manchest- er United í eina æfingaleik stór- veldisins á Bretlandseyjum fýrir næsta tímabil. Þetta er mikill happdrættisvinningur fyrir Stoke og ef allt er með felldu ætti að verða uppselt á Britt- ania-leikvanginn í Stoke 13. ágúst þegar leikurinn fer fram, en þarsem undirbúningur Mancesterfyrirleikinn um góð- gerðarskjöldinn stendur sem hæst er búist við að allar helstu stjörnur liðsins mæti til leiks. Flestir skrifuðu undir Annars er það að frétta af Stoke að allir leikmenn liðsins sem voru með lausa samninga hafa skrifað undir nýja, ef unda- nskildireru þeirJames O'Connor og Brynjar Björn Gunnarsson. Fastlega er búist við að Brynjar Björn skrifi undir á næstu dögum en O'Connor, einn af lykilmönnum Stoke undanfarin ár, kveðst ætla fara frá félaginu. Leikmennirnir sem skrifað hafa undir eru þeir Marcus Hall, Clive Clarke, Peter Hoekstra og Brian Wilson. (slendingaliðið Stoke City hefur heldur betur dottið í lukkupottinn. Ánægjan ekki eins mikil hjá McLaren Það var tvöfaldur sigur hjá Williams-ökumönnunum í For- múlu 1 keppninni sem haldin var í gær á Núrburgring í Þýska- landi og er það aðeins í annað sinn sem liðið á bíla í fyrsta og öðru sæti. Það var Ralph Schumacher sem fór með sigur af hólmi í gær og félagi hans, * Juan Pablo Montoya, varð í öðru sæti. Með þessu komst Williams upp fyrir McLaren í keppni bílasmiða. Heimsmeist- arinn Michael Schumacher varð í fimmta sæti en báðir bílar McLaren féllu úr keppni. Það var Finninn Kimi Raikkonen sem var á ráspól í gær og gekk ræs- ingin slysalaust fyrir sig. Raikkonen náði strax öruggri forystu og á eftir honumkomubílarWilliamsogFerr- ari og höfðu Williams-menn betur í þeirri baráttu. Raikkonen hélt foryst- unni í gegnum fyrstu umferð þjón- ustuhléanna en varð síðan fyrstu ökumanna til að falla úr keppni en það var það ekki fyrr en á 27. hring sem það gerðist. Vélin sprakk hjá kappanum og voru vonbrigðin mikil hjá Raikkonen enda var hann í mjög vænlegri stöðu. Ralph Schumacher tók við for- ystuhlutverkinu með bróður sinn rétt fyrir aftan sig og virtist aflt stefna í svipaða keppni og í Kanada á dög- unum. Juan Pablo Montoya var hins vegar ekki á sama máli og fór fram úr Michael Schumacher á 43. hring með þeim afleiðingum að bfll heimsmeistarans snerist og festist f sandinum eftir að bílar þeirra höfðu snerst lítillega í beygjunni. Starfs- menn brautarinnar ýttu bíl Schumachers úr sandinum og lauk hann keppninni i fimmta sæti og krækti þar með í stig. Þessi gjöming- ur þótti mjög umdeildur en svo virð- ist sem Schumacher sleppi án refs- ingar frá þessu. Dagurinn varð, þegar upp var staðið, hinn ágætasti fyrir Williams og Ferrari þar sem bæði liðin komu báðum bílum sínum í mark en það sama verður ekki sagt um McLaren- liðið. Eins og áður sagði sprakk vélin í bil Raikkonens um miðbik keppn- *. innar og þegar aðeins nokkrir hring- ir voru eftir gerði David Coulthard sig sekan um slæm mistök eftir að hann hafði háð milda baráttu við Femando Alonso um fjórða sætið og reyndi þannig að bjarga heiðri McLaren-liðsins. Það tókst hins veg- ar ekki og hann hentist út af braut- inni með miklum tifþrifum. Spánverjinn ungi, Fernando Alonso, á Renault-bílnum heldur áfram að gera góða hluti og er nú kominn upp að hlið Juans Pablos Montoya í keppni ökumanna. Flann ók vel í gær og stóðst vel þá miklu pressu sem David Coulthard lagði á þennan unga ökumann sem á mikla ífamtíð fyrir sér. Það virðist sem Jacques Villen- euve sé að keyra síðasta tímabil sitt fyrir BAR-liðið enda hefur árangur hans á yfirstandandi tímabili verið hreint lilægilegur. Hann hefur að- Nú þegar sjö keppnir eru eftir er staða Ferrari góð. Schumacher jók forskot sitt um fjögur stig og þá hefur liðið 13 stiga forskot á toppnum i keppni bílasmiða. eins krækt í þijú stig og hefur aðeins klárað þrjár keppnir það sem af er. I gær gerði hann það sama og hann hefur gert í fimm öðmm keppnum, þ.e.a.s. að klára ekki. Með þessari frammistöðu er ekki líklegt að nokk- urt annað lið taki við honum. Nú þegar sjö keppnir em eftir er staða Ferrari nokkuð góð. Schumacher jók forskot sitt í keppni ökumanna um fjögur stig og liðið hefur 13 stiga forskot á toppnum f keppni bílasmiða. Michael Schu- macher rauf þúsund stiga múrinn í gær en hann hafði fyrir gærdaginn náð í 999 stig í Formúlu 1 ff á upphafi ferils síns. Hann krækti í fjögur í gær og er nú kominn í 1003 stig. Það er ljóst að McLaren-menn verða að spýta í lófanna ef þeir ætla ekki að missa Ferrari-menn of langt ffá sér. Biðin eftir nýja bílnum virðist ekki vera á enda en hann stóðst ekki árekstarpróf á dögunum og seinkar það komu hans enn um sinn og er nú ömggt að hann verður ekki á brautinni í Frakklandi í næstu viku. pjetur@dv.is WILLIAMS-MENN FAGNA: Williams-menn fagna hér að ofan Ralph Schumcaher en með tvöföldum sigri hans og Montoya komust Williams upp fyrir McLaren í keppni f bítasmiða því báðir bílar McLaren féllu úr keppni. Reuters ALLIANZ 'AND PR 5 UROpé LITLI BRÓÐIR Á PÁLLI: Það var Ralph Schumacher sem fór með sigur af hólmi í gær og félagi hans, Juan Pablo Montoya, varð í öðru sæti. Með þessu komst Williams upp fyrir McLaren f keppni bílasmiða. Reuters Ralph Schumacher hjá Williams: Verið erfitt Sigur Ralphs Schumachers var sá fimmti í röðinni fyrir Williams-liðið og var hann að vonum alsæll. „Þetta er búið að vera erfitt. Við höfum í ein- hverjum tilvikum verið á ráspól en í framhaldi af því ekki tekist að fylgja því eftir. Ég náði góðu starti í dag en af einhverjum ástæðum tókst bróður mínum það ekki og því tók ég áhættuna og komst fram úr honum. Kimi Raikkonen náði góðu forskoti í upphafi en ég var búinn að vinna helming- inn til baka eftir fyrsta viðgerðarhlé þegar bíllinn bilaði hjá honum. Það hefði örugglega verið mjög erfitt að ná Raikkonen í dag.Bíllinn var hins veg- ar ffábær í dag og liðið vann gríðarlega gott starf," sagði Ralph. Veit ekki hvað var að hjá Michael Juan Pablo Montoya varð, eins og áður sagði, í öðru sæti eftir að hann komst með dramatískum hætti fram úr Michael Schumacher. Um atvikið sagði Montoya; „Eg veit ekki hvað var að hjá Michael. I beygjunni varð hann allt í einu mjög hægfara. Ég fór utan á hann og við snertumst með þessum afleiðingum. Mér fannst ég gefa honum nægilega mikið pláss til að komast áfallalaust í gegnum beygjuna en honum tókst það af einhverjum orsökum ekki. Hefði gert það sama Michael Scumacher vildi ekki kenna Juan Pablo Montoya um að bíll sinn hefði farið út fyrir brautina eftir að sá síðarnefndi freistaði þess að taka fram úr þýska heimsmeistaranum. „Enginn er sekur - svona er kappakst- ur,“ sagði Schumacher eftir keppnina. „Hann gerði mér lífið leitt og ég fékk aldrei tíma til að slaka á. Ég hefði gert nákvæmlega það sarna," bætti Schumacher við um atvikið umdeilda. pjetur@dv.is ÚRSLIT OG STAÐA Lokastaðan í Þýskalandi: 1. Ralph Schumacher Williams 2. Juan Pablo Montoya Willams 3. Rubens Barrichello Ferrari 4. Fernando Alonso Renault 5. Michael Schumacher Ferrari 6. Jenson Button BAR 7. Nick Heidfeld Sauber 8. Heinz Harold Frentzen Sauber 9. Antonio Pizzonia Jaguar 10. Mark Webber Jaguar 11. Giancarlo Fischicella Jordan 12. Justin Wilson Minardi 13. Ralph Firman Jordan 14. Jos Verstappen Minardi Staða ökumanna: Nafn/lið Stig 1. Michael Schumacher, Ferrari 58 2. Kimi Raikkonen, McLaren 51 3. Ralph Schumacher, Williams 43 4. Fernando Alonso, Renault 39 5. Juan Pablo Montoya, Williams 39 6. Ruben Barrichello, Ferrari 37 7. David Coulthard, McLaren 25 Staða liða: 1. Ferrari 95 2. Williams 82 3. McLaren 76 4. Renault 52 5. BAR 13 ö.Jordan 11 Að auki: Sauber 9, Jaguar 8, Toyota 1. Næsta keppni fer fram í Frakklandi um næstu helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.