Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Síða 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 5. JÚLl2003 Stórt lán til Pharmaco VIÐSKIPTl: Fulltrúar 10 ís- lenskra og erlendra banka og Pharmaco hf. undirrituðu í Listasafni fslands gær samning um 185 milljóna evra lán. Hér er um að ræða einn stærsta lánasamning sem íslenskst fyr- irtæki hefur gert. Samninginn undirrituðu bankastjórar (s- landsbanka, Landsbanka (s- lands, Kaupþings Búnaðar- banka, fulltrúar 7 erlendra banka og forstjóri Pharmaco hf. Með undirrituninni var formlega verið að ganga frá þessari lántöku en greint var frá henni í fréttum í vor. Frá undirritun lánasamningsins í gaer. Kókaín blandað sykri SEKT: Héraðsdómur Norður- lands eystra hefur dæmt 23 ára mann til greiðslu 110 þúsund króna vegna fíkniefnabrots en hann var tekinn í apríl á síðasta ári með fjórar e-pillur og tvö grömm af kókaíni í fórum sín- um. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en tók fram að kóka- ínið hefði verið verulega bland- að með sykri. Dómarinn leit til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði haft sterkt og hættulegt efni í vörslum sínum og væri e-pillan til þess fallin að valda umtaisverðu og var- anlegu heilsutjóni einstaklinga, þ.á m. minnistapi. Samkvæmt sakavottorði hefur maðurinn tvívegis verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og til að greiða sekt vegna fíkniefnabrots. Kanínum fjölgar stöðugt á landinu: Hætta á plágu Kanínur virðast staðráðnar í því að auka fjölbreytni villtra ís- lenskra spendýra því að allt bendir til þess að þær hafi náð fótfestu hér á landi. Ekki eru all- ir sáttir við það en Meindýra- varnir geta þó ekkert aðhafst. Talsvert hefur borið á kanínum í ár jafnt sem undanfarin ár en nú ber jafnframt við að þær virðast vera farnar að dreifa sér meira, bæði um höfuðborgina og einnig víðar um landið. Mörgum finnst þetta án efa vera hin líflegasta við- bót við dýraríkið á fslandi en ekki eru allir á sama máli því að kanín- urnar sækja í garða, sérstaklega þar sem verið er að rækta grænmeti, og geta skemmt mjög fyrir ræktendum auk þess að valda ýmsum öðrum skemmdum. Þær hafa gert nokkurn usla í Vestmannaeyj- um, hreiðrað um sig á Akureyri, í Þrastaskógi og sést milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, að ógleymdu höfuðborg- arsvæðinu. Kanínur finnast nú mjög víða um land. Þær hafa gert nokkum usla í Vestmannaeyjum, hreiðrað um sig á Akureyri, í Þrastaskógi og sést DAUÐASLYS: Karlmaður á sjötugsaldri lést eftir að bifreið hans hafnaði á húsvegg í Keflavík. DV-mynd Víkurfréttir Lést eftir umferðarslys Maður á sjötugsaldri lést í gær bflslysi í Keflavík. Maðurinn var að keyra eftir Aðalgötu þegar hann missti stjórn á bflnum sínum. Hann keyrði inn í húsgarð og lenti síðan á húsveggnum. Hann var fluttur meðvitundarlaus á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja þar sem lífgun- artilraunir voru reyndar, en hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. -EKÁ ÍÖSKJUHLtolNNh Kanínur hafa umlangt skeið hreiðrað umsig ÍÖskjuhlíðirini en þær hafa verið að dreifa sér jafnt og þétt viðar um höf uðborgarsvæðið og landið allt. milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, að ógleymdu höfuðborgarsvæðinu. Hjá Umhverfis- og heilbrigðis- stofu Reykjavíkurborgar, þar sem meindýravamir borgarinnar em, fengust þær upplýsingar að um- talsvert væri kvartað yfir kanínum í borginni. Þar á bæ geta menn hins vegar ekkert aðhafst, því almenn- ingur hefur leyfi til að halda kanín- ur sem gæludýr og því er mein- dýraeyðum borgarinnar ekki leyft að drepa kanínur. Þeir sem verða fyrir ágangi hafa því eins og staðan er í dag það eina úrræði að girða garða sína betur. Þar á bæ hafa menn hins vegar nokkrar áhyggur af því að kanínur verði plága innan fárra ára ef ekki verður reynt að stemma stigu við fjölgun þeirra. Eins og staðan er í dag er hins vegar ekkert hægt að gera nema fylgjast með kanínunum fjölga sér. kja@dv.is Tekistáum lóð Sementsverksmiðjunnar hf. áAkranesi: Salan dregst fram yfir helgi Mikill titringur hefur verið varð- andi sölu Sementsverksmiðj- unnar hf. á Akranesi síðustu daga. Þrátt fyrir að það væri að- eins talið formsatriði að ganga frá málinu á fimmtudagsmorg- un og skrifa undir samninginn síðdegis sama dag, hljóp snurða á þráðinn og ekkert varð af því. Eftir stíf fundahöld í gær er Ijóst að ekkert verður af sölunni fyrr en eftir helgi. Bæjarstjóm Akranesbæjar hefur lagt hart að stjórnvöldum að skilað verði lóðinni undir verksmiðjuna sem ríkið fékk án endurgjalds þegar verksmiðjan var reist á ámnum 1956-1958. Jón Pálmi Pálsson, bæj- arritari og staðgengill bæjarstjóra, sagði í samtali við DV í gær að mik- il áhersla væri lögð á, í viðræðum við iðnaðarráðuneyti og ffam- kvæmdanefnd um einkavæðingu, að bærinn fengi alla lóðina. „Menn telja það eðlilegt sjónarmið þegar svona uppstokkun fer fram á fyrir- tækinu og skipt er um eignaraðila." Hann segir að innan bæjar- SEMENTSVERKSMBJA: Ekkertvarðafsölu verksmiðjunnar á fimmtudag og nú er Ijóst að málið frestast fram yfir helgi. stjórnar hafi menn rætt um breytta nýtingu svæðisins, m.a. undir íbúðabyggð, þó það sé í dag skipu- lagt sem iðnaðarsvæði. „Það liggur beinast við að ef menn fá þetta svæði til frekari ráðstöfunar verði það ekki skipulagt áfram sem at- vinnusvæði. Ég held að menn séu þó ekki að tala um það að ætlunin sé að láta fyrirtækið fara strax held- ur er þarna mjög stórt svæði sem fyrirtækið nýtir ekkert í dag. Þar er kannski fyrst og fremst skelja- sandsþróin." Samkvæmt heimildum DV hefur einnig verið ótú um það á Akranesi að ef bærinn fái ekki yfirráðarétt yfír lóðinni verði erfiðara að krefja nýja eigendur um að rífa húsin ef verk- smiðjan yrði gjaldþrota. Talað hefur verið um að kosmaður við að fjar- lægja mannvirkin geú oltið á hundr- uðum milljóna króna. „Þetta mál er opið í báða enda eins og er,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, forstjóri BM-Vallár, við DV í gær- morgun. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, sem annast söluna fyrir hönd ríkisins, hefur fundað með hópi fjárfesta undir forysm BM- Vallár og Framtaki fjárfestingar- banka, í samstarfi við norska sem- entsrisann Norcem. Hart hefur verið deilt um hugsan- lega sölu verksmiðjunnar og Vinstri hreyfingin - grænt ffamboð hefur krafist þess að ríkið tryggði áffam- haldandi reksmr á Sementsverk- smiðjunni á Akranesi úl að koma í veg fyrir einokun dansks sements- risa. Ráðherra hefur fallist á að kalla saman fund með þingmönnum kjör- dæmisins til að fara yfir málið efúr helgi. hkr@dv.is Fiölbreytt úrval abúnaoar fáanli HLUIUR Tilvalin fyrir garöyrkjumenn, verktaka, sveitar- og bæjarfélög Úrval Valpadana idráttavéla Landini ogValpadana i S hestöl'I ýninqarvélar syningarveiar a staðnum fáaniegt. Lynghálsi 11 sími 555 6433 Lýst eftir stúlku Lögreglan á Selfossi hefúr lýst eftir 17 ára stúlku, Gyðu Hrönn Þorsteinsdótt- ur, en ekkert hefur spurst úl hennar síð- an 27. júní síðasúiðinn. Gyða er 172 senú'metrar á hæð, með ljósskollitað axlasítt hár og ljósar stripur. Hún er grannvaxin, um 50 kfló að þyngd. Ekki er vitað hverju hún er klædd. Þeir sem verða varir við ferðir Gyðu Hrannar eru vinsamlegast beðnir um að hafa sam- band við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.