Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Side 10
10 SKODUN LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ2003 ------------|---------------------- ■ Ifii ■ ■ Linnir forræðishyggjunni? Hvers vegna á að skattleggja pilsner eða kolsýrt vatn sérstaklega umfram kaffi og mjdlk? Af hverju er vörugjald og hærri virðisaukaskattur á súkkulaði en ekkert vörugjald og lægri virðis- aukaskattur á feitu kjöti? Svo spyr Sveinn Hann- esson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í leiðara Islensks iðnaðar, fréttabréfs samtakanna. Er nema von að spurt sé. Samhengið í þessu er ekki sjáanlegt, hvorki frá sjónarhóli viðskipta né heilsufars. Framkvæmdastjórinn bendir réttilega á að úr takti sé að skattayfirvöld á íslandi stjórni því með skattlagningu hvað landsmenn borða og lýkur grein sinni á þeirri frómu spurningu hvort ekki sé mál að slíkri forræðishyggju linni á nýrri öld. Sveinn bendir á að aðrar Norðurlandaþjóðir skattleggi allt sem ætt sé í einu virðisaukaskatts- þrepi. Islendingar ættu að hafa það til viðmiðun- ar í umræðu um að lækka virðisaukaskatt á mat- vælum. Þar er ekki síst um að ræða boð- aða lækkun á tekjuskatti, afar ósanngjarnan eignarskatt, skatt sem fráleitur er, og erfðafjárskatt sem einnig á að taka til endur- skoðunar. Margt sem úrelt var orðið og verulega íþyngj- andi hefur verið lagfært í íslensku skattkerfi á undanförnum árum. Halda þarf áfram á þeirri braut. Kosningabaráttan fyrir nýliðnar alþingis- Skattframtal einstaklinga LekObftininQ«r og de»mi kosningar snerist að talsverðu leyti um skatta- mál, ekki síst skattalækkanir. Kjósendur kusu ineð tilliti til loforða í þeim efnum. Fylgst verður með því hvernig stjórnvöld efna þau loforð á kjörtímabilinu. Þar er ekki síst um að raéða boð- aða lækkun á tekjuskatti, afar ósanngjaman eignarskatt, skatt sem fráleitur er, og erfðafjár- skatt sem einnig á að taka til endurskoðunar. Sveinn Hannesson víkur að skattkerfinu í fyrr- nefndri grein, einkum agnúum þess, þótt hann geti þess að vissulega hafi orðið bót. Kerfið hafi færst nær því sem tíðkast meðal annarra Evrópu- ríkja og þar gæti ekki síst óbeinna áhrifa EES- samningsins. Framkvæmdastjórinn nefnir fyrst eignarskattinn. Þar höfum við skorið okkur úr í samanburði við önnur Evrópulönd. Verulegt skref hafi hins vegar verið stigið til lækkunar eignarskatts. Vonandi er að þess sé ekki langt að bíða að þessi ósanngjarni skattur, sem leggst ekki síst á aldrað fólk, heyri sögunni til. Fráleitt hefur verið að skattíeggja sérstaklega íbúðareign sem fólk kemur sér upp hörðum höndum utan um sig og fjölskyldu sína. Svo hefur hins vegar verið vegna þess hve eignarskatturinn byrjar fljótt að telja. Þar sem Sveinn er í forsvari fýrir atvinnulífið kemst hann ekki hjá því að nefna til sögunnar stimpilgjöld, skattheimtu sem hann segir ekki einasta úr takti við það sem tíðkast með öðmm þjóðum, heldur sé þessi skattur úr takti við ný lánsform og skjalalaus viðskipti á íjármálamark- aði. Þessi einkennilega skattheimta, segir Sveinn, mismunar lánsformum og lántakendum og trufl- ar viðskipti. Hún er því öllum til óþurftar. Sýnu versti skatturinn er þó vörugjaldið, að mati forráðamanns íslensks iðnaðar, þótt slík skattheimta þekkist að einhverju marki um allan heim. Það sem skattíagt er víðast er annars vegar bflar og eldsneyti og hins vegar áfengi og tóbak, munaðarvörur sem flestar þjóðir eru sammála um að skattleggja sérstaklega. Spurning er þó hvort bfll sé munaðarvara, þ.e. venjulegur brúks- bfll innan ákveðinna verðmarka. Undanfarið, segir Sveinn, hefur þróunin þó verið sú að draga almennt úr sértækri skattheimtu af þessum toga. í slíku felst tiltekin neyslustýring, mismunun á milli vörutegunda og framleiðenda. Að rökstudd- um ábendingum sem þessum hljóta íslensk skattayfirvöld að hyggja í áframhaldandi endur- bótum á skattkerfinu. Haldið til haqa RITSTJÓRNARBRÉF ÓlafurTeiturGuðnason olafur@dv.is „Fjármálasérfræðingar vísa stundum til þeirrar þumal- fingursreglu, þegar þeir eru beðnir að spá um gengi gjald- miðla, að það sé svo mikilli óvissu háð að öruggasta spá- in hljóti ávallt að vera sú að gengið verði hið sama á morgun og í dag." Þetta er rifjað upp hér vegna þess að sumir stjómmálaflokkar virðast vera þeirrar gerðar að fyrir fram sé besta spáin um afstöðu þeirra til ein- stakra mála sú að hún verði þveröfug við þá afstöðu sem þeir höfðu síðast þegar sama mál bar á góma. Leyndin varin Að undanförnu hefur talsvert ver- ið rætt um þá leynd sem hvilt hefur yfir viðræðum íslenskra og banda- rískra stjórnvalda um framtíð varn- arsamstarfsins. Látum nú vera að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - sem sumir fjölmiðlar hafa séð ástæðu til að tmfla að undanförnu vegna varn- armálanna - taldi það sérstakt fagnaðarefni þegar fréttir bámst af hugsanlegu brotthvarfi varnar- liðsins fyrir áratug. Látum það vera. Tökum heldur dæmi um sjónar- mið þeirra sem telja þessa leynd sjálfsagða og reyndar nauðsynlega. Gott dæmi em þessi ummæli sem lesendur geta kannski gert sér í hug- arlund hver viðhafði: „Það er ljóst að á þessum tíma er ekki hægt að veita svör við spuming- unum sem vaknað hafa við umfjöllun fjölmiðla. Þess vegna eykur umræða sem þessi fremur ótta en eyðir hon- um." Þessi stjórnmálamaður gengur býsna langt; hann telur greinilega að leyndin sé ekki aðeins eðlileg heldur sé beinlínis skaðlegt að ræða málið og að þeir sem ræði það séu að kynda undir ótta í samfélaginu! Er hægt að ganga iengra í málsvörn fyrir þögn- inni? Já reyndar, því að þessi stjórn- málamaður segir að þeir sem vilja opna umræðuna geri það ekki einu sinni í góðri trú og af góðum ásetn- ingi heldur vaki það eitt fyrir þeim að slá pólitískar keilur: „Þegar stjórnvöld eiga í viðræðum við erlenda aðila er æskilegt að menn séu ekki með innbyrðis krytur en standi sameiginlega vörð um hags- muni lands og þjóðar. Það er vafa- samt að nota slíka stöðu í pólitískum tilgangi og hæpið að reyna að skora punkta í fjölmiðlaumræðu um mál sem snerta svo mikilvæga hagsmuni okkar." Hver skyldi ráðast svona harkalega gegn blessaðri stjórnarandstöðunni, sem hvetur til opinriar umræðu um viðræðumar við Bandaríkjamenn? Hlýtur það ekki að vera Davíð Odds- son forsætisráðherra? Eða kannski Sólveig Pétursdóttir, formaður utan- ríkismálanefndar? Sumir stjórnmálaflokkar virðast vera þeirrar gerð- ar að fyrir fram sé besta spáin um afstöðu þeirra til einstakra mála sú að hún verði þveröfugt við þá afstöðu sem þeir höfðu síðast þegar sama mál bar á góma. Nei, sá sem þarna - árið 1993 - af- greiddi kröfur um opna umræðu sem árás á andlegt jafnvægi þjóðarinnar, framkvæmda í hreinu eiginhags- munaskyni þvert gegn mikilvægum hagsmunum Islendinga, var Rann- veig Guðmundsdóttir, þáverandi for- maður þingflokks Alþýðuflokksins og seinna Samfylkingarinnar. Flokks- bróðir hennar í Reykjaneskjördæmi - þá sem nú - er einmitt sá sem hvað harðast hefur gagnrýnt leyndina núna. ftrekuð gagnrýni Guðmundar Árna Stefánssonar bendir ekki til þess að Rannveigu hafi tekist að fá hann ofan af því að „skora punkta". Tveggja mánaða þögn Ummælin féllu á Aiþingi 19. októ- ber 1993 í utandagskrárumræðu um viðræður stjórnvalda við Bandaríkja- stjórn um framtíð varnarliðsins, þeg- ar flokksbróðir Rannveigar og Guð- mundar Áma, Jón Baldvin Hanni- balsson, var utanrfkisráðherra. Tilefni umræðunnar var frétt Morgunblaðsins tveimur dögum fyrr, þess efnis að til tals hefði komið í við- ræðum ríkjanna að Bandaríkjamenn hyrfu með allt sitt lið frá Islandi. Það lá fýrir að Bandaríkjamenn höfðu kynnt íslendingum útfærðar tillögur um breytingar á starfsemi hersins í fyrstu viku ágústmánaðar og ríkis- stjómin hafði svarað þeim nokkmm dögum síðar. Þarna vom því liðnir meira en tveir mánuðir frá því að til- lögur beggja lágu fyrir en hvorki ut- anríkismálanefnd Alþingis né öðram hafði verið greint frá eínisatriðum málsins. Rannveigu fannst þessi tveggja mánaða þögn um fram komnar til- lögur ekki aðeins eðlileg heldur væru kröfur um betri upplýsingar aðeins til þess fallnar að „auka ótta fremur en eyða honum". Viðleitni Björns Var Rannveig kannski með þessu að þóknast sjálfstæðismönnum, fé- lögum sínum í ríkisstjórn? Höfðu þeir lagst á hana og Alþýðuflokkinn og kraflst þess að leyndin skyldi ríkja, þvert á óskir þeirra um opna um- ræðu? Ekki aldeilis. í sömu utandag- skrárumræðu sagði Björn Bjarnason, þáverandi formaður utanríkismála- nefndar: „... sú þögn sem hefur ríkt um þetta mál í utanríkismálanefnd og gagnvart utanríkismálanefnd [er] farin að skaða málið sjálft og það er nauðsynlegt, til að gróusögur séu ekki fluttar í fréttum eða annars stað- ar um þetta mikilvæga mál, að þing- nefndinni sé skýrt frá þessu og helst sé skýrt frá þvf á opinberum og al- mennum vettvangi þannig að menn átti sig á þeim atriðum sem hér era til umræðu." Undir þetta síðasta sjónarmið var einmitt tekið hér á þessum stað í PV fyrir réttri viku. En Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra tal- aði á allt öðram nótum og sagði: „Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að áskilja sér rétt þegar um er að ræða milli- ríkjasamninga á viðkvæmu stigi að hafa um þá trúnað um opinbera um- fjöllun meðan samningar fara fram. Því er haldið fram að þetta sé brot á lýðræðislegum starfsvenjum og jafn- vel á lögum. Því fer náttúrlega víðs íjarri. Að sjálfsögðu er þetta ekkert lagabrot. Þaðan af síður er þetta brot á eðlilegum starfsvenjum." Það vora því ekki sjálfstæðismenn sem voru málsvarar þagnarinnar heldur var það einmitt einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í ut- anríkismálum sem þurfti að ganga á eftir því við formann Alþýðuflokksins að leyndinni yrði aflétt! Viðleitni Moggans Morgunblaðið hafði forystu um að freista þess að létta leyndinni af við- ræðunum gagnvart almenningi með því að afla sér sjálft upplýsinga og birta í blaðinu. Frétt blaðsins var mótmælt af Davíð Oddssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem bar til baka tiltekin atriði í fréttinni „sem vora beinlínis röng og skaðlegt var að menn legðu trúnað á,“ eins og ráð- herrann orðaði það í utandag- skráramræðunni þennan dag. Sama dag varði hins vegar Morg- unblaðið þessa „upplýsingastefnu" sína og sagði í leiðara: „Björn Bjarna- son, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í blaðaviðtali í gær að þögnin um þessi mál væri orðin of mikil. Það er rétt. í þvf ljósi ber að skoða viðleitni Morgunblaðsins til þess að upplýsa lesendur sína um stöðu viðræðna um framtíð varnar- stöðvarinnar í Keflavík." Og daginn eftir sagði enn í leiðara Morgunblaðsins: „Það á að vera óþarfi og getur verið skaðlegt að of mikil leynd hvíli yfir þessum viðræð- um, þótt sjálfsagt sé að virða óskir viðmælenda okkar [Bandaríkja- stjómar) í lengstu lög." Tvöfeldni Þarna kveður við allt annan tón en í Morgunblaðinu undanfama daga. í leiðara blaðsins í fyrradag vora fram komnar kröfur um að fólk yrði „upp- lýst um stöðu viðræðna" - svo notað sé orðalag Morgunblaðsins 1993 - gagnrýndar harðlega: „[Hvernig] á að upplýsa almenning „um það sem í vændum er“, þegar engin niðurstaða er komin í viðræður á milli (slenzkra og bandarískra stjórnvalda? Það væri ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að tjá sig um efnisatriði málsins fýrr en í Ijós er komið til hvers viðræður leiða." Þeir sem gagnrýndu leyndina þá en verja hana nú hafa það sér til málsbóta að mun lengra var þá liðið frá því að formlegar viðræður hófust en nú er og sennilega voru þær komnar mun lengra en raunin er núna. Fyrir vikið er hins vegar tvöfeldni hinna, sem vörðu leyndina þá en gagnrýna hana nú, enn augljósari. Hvers vegna stígur ekki Rannveig Guðmundsdóttir fram næst þegar fóstbróðir hennar, Guðmundur Árni, gagnrýnir leynimakk stjórnvalda og hvetur hann til að raska ekki sálarró þjóðarinnar umfram það sem orðið er? í umræðunum um vamarmál á Al- þingi 1993 brást Jón Baldvin Hanni- balsson ókvæða við gagnrýni stjórn- arandstöðunnar og sagði: „Ég lýsi því yflr: Vei yður, þér hræsnarar - þér hræsnarar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.