Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ2003 SKOOUN 7 7 Sérpar eða Skeiðamenn III LAU6ARDAGSPISTILL Jónas Haraldsson aðstoðarritstjóri - jhar@dv.is Þoka huldi efstu tinda fjalls- ins þegar við horfðum þang- að frá jafnsléttu, konan og ég. Við vorum í gönguskóm og regnbuxum. Veðurstofan hafði spáð blíðviðri þegar ákvörðunin var tekin um fjall- gönguna. Sú spá brást með öllu. Það var því full þörf á vatnsbrókunum. .Ætlarðu með mig upp í þessu veðri?" spurði ég konuna, ábyrgð- armann fjallgöngunnar, og reyndi með þeim hætti að fresta útivist- inni og íyrirséðu erfiði. „Hvað er þetta, maður," sagði konan, „held- urðu að við látum nokkra rigning- ardropa stoppa okkur? Við höfum ætlað okkur þetta f mörg ár og hættum ekki við þegar við erum loksins komin á vettvang." „Ég horfði enn upp eftir fjallinu. „Hvað með þokuna, elskan," sagði ég, er ekki líklegt að við villumst, göngum fram af kettum eða verð- um úti?“ Konan horfði á mig. „Það er ósennilegt," sagði hún, „að við verðum úti í 15 stiga hita um mán- aðamót júní og júlí, jafnvel þótt hann rigni aðeins. Við leggjum af stað.“ Hjartað ólmaðist í brjóstinu strax á fyrsta hjalla, ekki af hræðslu held- ur mæði. „Ég er of mikið klæddur," sagði ég. Konan glotti. Hún blés ekki úr nös. „Hvað sagði ég þér áður en við lögðum af stað?“ sagði hún, „þú áttir ekki að fara í þessar síðu nærbuxur þínar. Þú hefur ekki meiri þörf fyrir þær hér í fjallshlíð- inni en í sumarfríi á Spáni.“ Ég leiddi hjá mér athugasemdina um þær síðu. „Allur er varinn góður," tautaði ég og paufaðist áfram. Skór og sokkar „Hvað er þetta eiginlega hátt?“ stundi ég og stoppaði, horfði yflr sléttlendið fyrir neðan og reyndi að njóta útsýnisins meðan það gafst. Þokan hékk efst í hlíðunum. „Þetta er ekki neitt," sagði konan, „við erum ekki búin að rölta þetta nema í 25 mínútur. Við eigum eftir að fara miklu lengra áður en við náum upp. Eftir það bfður okkar að ganga eftir fjallinu endilöngu og niður af því hinum megin. „Rölta,“ segir þú, góða mín,“ sagði ég þegar ég náði andanum, „þetta lfkist meira klifri en einhverjum rólegheitum. Ég sé ekki betur en við förnum nánast beint upp í loftið." Við héldum áfram upp brekkur, gil og skorninga. Konan fór fyrir og sneiddi lipurlega hjá kléttabeltum. „Ég er orðinn blautur í lappirnar,“ sagði ég, „áttu þessir gönguskór ekki að vera vatnsheldir?" spurði ég eins og lekinn væri konunni að kenna. „Ég man ekki betur," sagði konan, „en ég benti þér á aðra skó og vandaðri. Það varð hins vegar engu tauti við þig komið. Þú vildir þessa. Mínir gömlu og góðu leka ekki," bætti hún við og rak stolt fram hægri gangliminn. „Ertu nokkuð með aukasokka?" sagði ég til þess að eyða tali um val- ið á gönguskónum. „Nei, minn kæri,“ svaraði hún. „Áttir þú ekki að sjá um þinn eigin útbúnað í morg- un? Væri ekki þjóðráð í stöðunni að þú færir úr sokkunum og teygðir síðu nærbuxurnar niður fyrir iljarn- ar? Verst að þú skulir ekki vera með axlabönd á þeirn." Hæðaraðlögun Ég gekk áfram í blautu sokkun- um og síðu nærbuxunum. Ég dróst aðeins aftur úr konunni. Hún stik- aði stórum. Brattinn virtist engin áhrif hafa. Þokan seig niður hlíðina. Ég kallaði til míns góða göngufé- laga og bað hann að doka aðeins „Hvernig væri að fara aftur niður í grunnbúð- ir?" sagði ég og sá að auðveldara væri að fara niður en upp. Ég hefbæði heyrt og lesið um grunnbúðir við göngu fjallamanna á Everest og álíka fjöll sem skaga nærri 9 kíló- metra upp í loftið. við. „Flas gerir engan flýti," sagði ég spekingslega. „Er ekki rétt að pústa aðeins?" Konan samþykkti það. „Er þetta ekki tóm vitleysa?" sagði ég þegar aðeins hægðist á hjartanu og andardrættinum. „Við eigum eftir að ganga í marga klukkutíma, ef ekki í allan dag, í þessari þoku. Það er augljóst á öllu að við sjáum ekki fram á næsta hól þegar við verðum komin upp.“ Ég leit bænaraugum á konuna en á henni var engan bil- bug að finna. „Hvernig væri að fara aftur niður í grunnbúðir?" sagði ég og sá að auðveldara væri að fara niður en upp. Ég hef bæði heyrt og lesið um grunnbúðir við göngu fjallamanna á Everest og álíka fjöll sem skaga nærri 9 kílómetra upp í loftið. „Grunnbúðir segirðu, elskan," sagði konan sem líka hefúr lesið um Everestfara og svaðilfarir þeirra. „Þær og svokallaðar aðrar og þriðju búðir eru víst notaðar í hæðaraðlögun fjallamanna, ég man ekki hvort þeir byrja að skokka þetta upp og niður í þrjú eða fimm þúsund metra hæð. Ertu farinn að finna fyrir súrefnisskorti í þunna loftinu, frækni fjallagarpur?" „Ja, kannski ekki súrefnisskorti, að minnsta kosti ekki beint," sagði ég, „en svona óbeinni andnauð vegna þessarar hraðferðar þinnar upp hlíðina. Ég held að það sé gáfu- legra að fara sér hægar, auk þess sem ég er alls ekki viss um að þetta sé rétti tíminn til svo erfiðrar göngu." Konan leit á mig, fráleitt með aðdáunarsvip. „Höldum áfram," sagði hún, „áður en þú kólnar niður. Það er alls ekki víst að síðu nærbuxumar haldi á þér hita.“ Einn Sérpa, eða svo Við héldum áfram upp fjallið. Ég bar bakpoka okkar. Hann var léttur þegar við lögðum af stað en nú var ég farinn að finna fýrir honum. í honun var þó ekki margt, ein epla- safaferna, tvær samlokur, kex og súkkulaði. Konan hafði séð um safann og samlokurnar. Ég lagði til súkkulaðið - hafði einhvers staðar heyrt að slíkt væri í fómm sérhvers fjallamanns. „Hefðum við ekki átt að leigja okkur sérpa?" sagði ég og vísaði enn til kollega okkar sem klffa Ever- est. Sérpar em sem kunnugt er harðgerðir fjallamenn, þaulvanir þunnu fjallalofti Himalaja. Þeir bera gjaman þyngstu byrðar þeirra sem ganga á þetta hæsta fjall ver- aldar. „Ég meina ekki Sérpa í alvör- unni," hélt ég áfram, „öllu heldur bónda eða bóndason héðan af Skeiðunum. Hann hefði getað haldið á bakpokanum fyrir mig og átt í mal sínum þurra sokka. Kannski hefði hann lfka tekið með GPS-tæki og kunnað með það að fara. Mér sýnist ekki veita af því uppi á fjallinu. Þokan byrgir alla sýn. Heldurðu að fjallið sé varðað?" Ekki sama fjall og fjall Konan stoppaði og horfði á mann sinn. „Þú getur,“ sagði hún, „gengið á hvaða fjall sem er, hvort heldur er með Sérpum eða Skeiða- mönnum. Þú gerir það bara seinna, án þess að taka mig með. Nú emm við hins vegar tvö á ferð í blíðviðri um hásumar, jafnvel þótt smáþoka sé á fjallinu. Það er því auðvelt að rata í allar áttir. Um leið vil ég minna þig á að við emm ekki að klífa Hvannadalshnjúk og því síður Everest heldur að ganga á Vörðu- fellið. Ef ég man rétt er það ágæta fjall 391 metri yfir sjávarmáli þar sem það er hæst, eða svona rétt rúmlega Öskjuhlíðin eða Himmel- bjerget í Danmörku. Hæðaraðlögun er því óþörf og Sérpar raunar líka, ef út í það er far- ið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.