Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Page 18
18 DV HELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLl2003 Gutrieder, Good- rietherog Guðríður RÖSLEIN, RÖSLEIN, RÖSLEIN ROT: Að læra rullu guöríðar á þýsku var eins og að læra tveggja tíma langt þýskt Ijóð, segir Þórunn erna. Og fer þá væntanlega hrollur um menntskælinga sem reynt hafa að þylja der erlkönig og fleiri tungubrjóta. Þórunn Erna Clausen er búin að fara 47 sinnum til Vínlands og til baka sem Guð- ríður Þorbjarnardóttir í einleiknum Ferðir Guðríðar og gerir það ýmist á þýsku eða ensku. Þórunn Erna upplýsir að lögfræðistofan Clausen og Clausen hefði kannski getað orðið til ef örlaga- þræðirnir hefðu spunnist öðruvísi og ræðir líka við helgarblaðið um leiklist- arsmitið, puð við að læra tveggja tíma leikrit utan að á þýsku, ástaratriði í ein- leikjum og sáran föðurmissi. Við Þórunn Erna mælum okkur mót á Kaffi París og þar sem ég er ómannglöggur, er ekki alveg viss um hvernig stúlkan lítur út svona hversdagslega og treysti mér ekki til að þekkja hana á ættarsvipnum einum saman, er sleginn sá varnagli að við hringjum okkur saman fari eitthvað á milli mála. Þegar til kastanna kemur reynist sá varnagli óþarfur en við ræðum samt aðeins tiltækar aðferðir ómannglöggra við að lifa (af) með „fötlun" sinni. Ómannglöggt fólk, útúrdúr Ómannglöggir vita af biturri reynslu að í grunninn verður fólk að velja milli tveggja leiða: annars vegar að vera hreinskilið og segja viðkomandi einfaldlega að það hafi ekki hugmynd um hver hann er. Það er sársauka- fullt en snöggt og tekur fljótt af, eins og að rífa af plástur, og þeir sem ekki móðgast kunna oft vel að meta hreinskilnina. Hin aðferðin er að láta ekkert uppi en reyna að komast að hver viðkomandi er eftir því sem líður á sam- talið, jafnvel með lævíslegum og spurningum undir rós, a la köttur í kringum heitan graut. Þetta er oft nefnt „að fiska". Sú leið hefur þann kost, þegar hún virkar, að hinn ómann- glöggi sleppur við vandræðaaugnablikið sem fylgir ég-kem-af-fjöllum-tilkynningunni og enginn kemst að „fötlun" hans. Þegar hún virkar ekki, hins vegar, getur þessi leið leitt til ennþá erflðari aðstæðna eftir því sem lengra líður á samtalið án þess að hinum ómann- glögga takist að leysa gátuna. Á endanum kemur þá alltaf, einhvem veginn, upp sú stund þegar leiknum er lokið og fólk neyðist til að afhjúpa leyndarmálið og viðurkenna að það hafl ekki grænan gmn hver viðmælandi þess er. Getur slikt verið afar neyðarlegt eftir innilegar og langar samræður. Er þá oft betur heima setið en af stað farið, illu best af lokið. í stuttu máli hallast ég frekar að fyrri aðferð- inni, þó svo hin sé reynd með misgóðum ár- angri endmm og sinnum, en Þómnn Ema segist meira íyrir að láta reyna á fiskið enda segist hún nokkuð nösk við að átta sig með smáupplýsingum. Úthverfavakning Þómnn Erna er fædd 1975 í Garðabænum, ólst þar upp og býr þar enn. Pabbi hennar var Haukur Clausen, tannlæknir og landsfrægur íþróttamaður sem óþarfí er að kynna frekar og lést, eins og kunnugt, er í vor. Systir Þór- unnar er Ragnheiður Elín, þula og sjónvarps- kona, og ekki er annað hægt að segja en þær systur séu líkar í útliti. Þómnn Ema á kærasta en engin gæludýr. Hún á hesta og segist fara eins oft á bak og hún getur. „Svo á ég tvö yndisleg börn í bónus sem hann á.“ Hún hlær. Hinn innfæddi Garðbæingur hyggur sér ekki til hreyfings. „Ég held ég fari aldrei þaðan. Þeir sem alast upp í Garðabæ virðast alltaf enda þar líka,“ játar hún. Aðspurð hvort hún finni ekki fyrir aðdráttarafli hundrað-og-eins - hún er jú bæði ung og vinnur í listageiranum, staðal- myndin verður ekki mikið ótvíræðari - segist hún blessunarlega laus við að vilja búa í mið- bænum. Er hin þýska Guðríður með hnútíhnakkanum? - Nei, en svipa og svört leður- stígvél finnst mér stundum að gætu virkað vel fyrir einn karakterinn í verkinu, Frey- dísi. „Kannski vegna þess að ég er ekki mikið f barrölti. Þegar ég var yngri þá hefði ég kannski íhugað það en ekki núna. Svo hef ég einnig þá reglu að ef það er sýning hjá mér daginn eftir þá fer ég ekki neitt út að skemmta mér kvöldið áður. Þannig hefur það verið í tvö og hálft ár og oftast er bara sýning daginn eftir. Þannig að ég er mjög heimakær manneskja. Mér flnnst mjög gott að geta keyrt inn i fjörið og farið svo burt aftur. Ég vil búa fjarri skarkalanum með mína hesta." EkW verður annað sagt en óvenjulegt sé að heyra slíka úthverfavakningu hjá ungri manneskju en Þómnn Erna er viss í sinni sök og kannski er þetta það sem koma skal. Kannski verður öllum skemmtilegu íbúðun- um sem bjóða upp á svo mikla möguleika, þessum með sálina, og sjarmann og skipulag, hlutföll og gæði í réttu hlutfalli við rassvas- ann hjá duglegum verktaka; kannski verða þær settar í annað sæti á eftir litlum raðhús- um í rólegum úthverfum áður en langt um líður. Hver veit, er nokkuð víst í þessu lífi annað en að þetta var annar útúrdúr? Ólæknandi leiklistarbaktería Þómnn Ema fór í Versló og sneri þaðan með hvítt kaskeiti eins og vera ber. Þar tók hún þátt í söngleikjum skólans, dansaði í Tommy og söng í kómum í Múmum. Hún tók einnig þátt í leiksýningum Verslunarskól- ans, sem virka reyndar einhvern veginn alltaf sem eins konar Öskubuska við hliðina á flug- eldasýningum söngleikjanna þar á bæ. „Ég var svo feimin að ég hefði aldrei getað farið í einsöngvarapmfú. Mér fannst ég ekki geta sungið," segir Þómnn Ema sem í dag hefur auðvitað yfirstigið söng-fóbíuna og söng meðal annars eina sýningu af Syngjandi í rigningunni, þar sem hún leysti Selmu Björnsdóttur af, auk þess sem hún syngur í Broadway-sýningum og brúðkaupum með bravör. Þessi sýning á Syngjandi í rigningunni var reyndar einnig tfmamót fyrir þær sakir að fyrst eftir hana viðurkenndi móðir Þómnnar leiklistarbakteríu hennar og veitti formlegt og góðfúslegt samþykki sitt við hennar vali á at- vinnu. „Þau reyndu dálítið að stýra mér frá þessu en mamma sagði ok þegar hún hafði séð mig í sæmilega stórri mllu. Það sést líka ekkert hvað maður er að gera þegar maður er í skóla úti. Fólk veit ekki neitt um mann, ekki heldur mamma og pabbi, sem höfðu ekki hugmynd um hvernig ég væri á sviði." Mér hefur alltafleikið forvitni á að vita hvernig einleikari tæklar ástarsenur svo ég inni Þórunni blátt áfram eftir því. Hún vefursjálfa sig örmum og sýnir mér sólóútgáfu afinni- legu en siðsamlegu faðmlagi. Á æsku- og unglingsárum var Þómnni Ernu sem sagt haldið meira að bókinni; hún þótti eiga að fara þá brautina. Leikiistaráhugi hennar kviknaði hins vegar við 11 ára aldur þegar Ragnheiður systir hennar tók þátt í sýningu á Herranótt í MR og leyfði lidu syst- ur að flækjast með. Eftir það gekk hún með leiklistarbakteríuna f maganum, sem heltók hana að lokum, og á endanum lýstu foreldr- arnir auðvitað velþóknun á öllu saman þegar þeir sáu hvað bjó í stelpunni. Foreldrar almennt em enda sem kunnugt er annars vegar hoknir af reynslu, góðu viti og nauðsynlegri speki en hins vegar mesm besservisserar sem þekkjast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.