Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Qupperneq 28
28 OVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ2003 Rótfastur í bransanum Óttar Felix Hauksson fór úr poppinu yfir í sultur og grauta og svo aftur í poppið. Hann setdi hlut sinn í Kjarnavörum fyrir fjórum árum og hefur síðan byggt upp tónlistarútgáfuna Sonet, nú síðast með kaupum á tónlistardeild Eddu fyrir tveim vikum. í dag er Sonet annar til þriðji stærsti útgefandi tónlistar á íslandi á eft- ir Skífunni. Óttar ræddi við helgarblaðið um hvað hann hyggst fyrir í útgáfu- bransanum, smjörlíki, Prince og leiðrétti í leiðinni 39 ára gamla lygasögu sem lesa má um annars staðar á opnunni. í Birkihlíðinni er snoturt raðhús í eistnesku fánalitunum - hvítt með ýmist svörtum eða bláum gluggakörmum, einni svartri og einni blárri hurð og bláum svölum. Eigandinn er greinilega gourmet þvf það eru tvö gasgrill við húsið, annað við útidyrnar en hitt uppi á svölum. Ég stend fyrir utan útidyrnar hjá Ótt- ari Felix Haukssyni á umsömdum tíma og hringi bjöllunni. Ekkert svar. Eftir nokkrar mínútur hringir eiginkona hans og sam- starfsfélagi í mig og segir hálfafsakandi að hún hafl ætlað að minna Óttar á stefnumót okkar en nái ekki í hann, það sé á tali í gems- anum. Það veit ég manna best því nákvæm- lega á þessu augnabliki er klukkan 11.28 og búið að vera á tali hjá Óttari frá því 10.45. Ég bið hana að hafa ekki áhyggjur af þessu og segja bara Óttari að hringja þegar hún nær í hann. Geri bara annað á meðan. Eftir hálf- tíma hringir hann, biðst innilega afsökunar og segist hafa verið svo upptekinn að hann hafi steingleymt þessu. Ég skil það ofúrvel, enda nýja platan með KK og Magga Eiríks, 22 ferðalög, nýkomin út; íyrsta platan eftir kaupin á vegum stækkaðrar útgáfu Óttars, Sonet. Svara eitthvað á þá leið að náungi sem kallaður var Baunabelgur prófessor í æsku, eftir frægum Smjattpatta og ósköp viðutan, láti sér ekki detta í hug að erfa netta gleymsku við nokkurn mann. Stuttu síðar er ég staddur í stofunni hjá Óttari og hann sannar það sem gasgrillin tvö gáfu til kynna. Hellir í tvær könnur ilmandi Gvatemalakaffl, heimamöluðu. Af veggnum á móti mér stara Rolling Stones, stórt svart- hvítt plakat, sirka miður níundi áratugurinn. Þeir eru sukkaðir og hrukkaðir og svipurinn á Keith Richards er eins og hann sé heiftarlega sjóveikur. Gott ef ekki í þann mund að spúa liíúr og lungum. Ætli það væri svo sem ekki allt í lagi því lifrin sú gerir eflaust afar tak- markað gagn núorðið og má líklega vel missa sig, enda skilst manni að hennar skftverk hafi klíník í Sviss annast í fjölda ára með reglulegu millibili. Stjörnurnar hníga í duftið - Ég bjargaði þessu plakati frá sorptunn- unni í Danmörku, keypti það í plötubúð á 25 kall danskar einmitt þegar verið var að skipta á því og plakati af Prince, útskýrir Óttar. Skammt frá hangir silkiþrykk af Lennon, sirka seint á áttunda áratugnum. Þrykkið er nr. 32/200 og er eftir bassaleikarann í Pops, unglingahljómsveitinni eilffu sem Óttar var og er meðlimur í. Þegarsvo Edda tilkynnti að hún ætlaði að selja tónlistar- deildina og einbeita sér að bókaútgáfu sá ég mér leik á borði að skapa mér góðan kjarna til að vinna með. Á veggnum á móti kveður við annan tón. Caravaggio-eftirprentanir, uppáhaldsmálar- inn hans Óttars, og hann segir mér frá því þegar hann sá frummyndir eftir meistarann í fylgd fílefldra öryggisvarða inni í rammgerri bankahvelfingu. Óttar sest í leðurklæddan hægindastól og setur fæturna upp á til þess gerðan búlka. Hann er með dökk gleraugu, nokkurs konar vörumerki, og drekkur kaffið eins og fólkið í sveitinni, á gamla mátann: stingur upp í sig sykurmola og drekkur kaffið í gegn. - Lærði þetta hjá afa og ömmu, segir Óttar og brosir. Leikur á borði 21. júní síðastliðinn keypti Óttar tónlistar- deild Eddu í heild sinni, þar á meðal allan lagerinn, útgáfuréttindi og undirmerki útgáf- unnar. í heimi króna og aura er kannski eðli- leg spurning: Hvað lét hann í staðinn? Óttar hugsar sig um. - Nóg. Ég vil eiginlega ekki gefa það nánar upp. Persónulega finnst mér að upphæðir í svona viðskiptum eigi lítið erindi við aðra en þá sem að þeim standa. Gott og vel, það er líka í sjálfu sér miklu áhugaverðara hvað hann hyggst fyrir í út- gáfubransanum nú þegar hann hefur stækk- að svona hressilega við sig. - Fyrir hálfú öðru ári keypti ég Japis með lager og öllum útgáfurétti þegar þeir hættu. Síðan hef ég staðið í heildverslun þar og hef jafnframt stundað mikinn innflutning á svokölluðum lág- og meðalverðsplötum og selt í stórmarkaði og verslanir. Ég var ekkert mikið farinn að skoða nánar útgáfuréttinn minn í Japis en sá samt mikil tækifæri þar. Þegar svo Edda tilkynnti að ætíunin væri að selja tónlistardeildina og einbeita sér að bókaútgáfu sá ég mér leik á borði að skapa mér góðan kjarna til að vinna með. Ná þess- um svokölluðu samlegðaráhrifum. Ég er með óperasjón fyrir þannig að í sjálfu sér er ég að bæta við sáralitlum kostnaði í rekstrinum. Ég mun svo væntanlega hafa samráð við lista- mennina um það hverjum ég held eftir af undirútgáfunum. Undirritaður er leikmaður og fávís um út- gáfubransann, fyrir utan þá alkunnu stað- reynd að Skífan er stærst og aðrir miklu minni. Hvernig stendur Sonet eftir stækkun- ina, væntanlega ekki langt frá öðru sætinu? - Skífan er auðvitað langstærst á markaðn- um. Ætli einhvers staðar þar á eftir komi ekki Sonet og Smekkleysa en ég veit ekki hvor þeirra er stærri. Gæluverkefni, nýtt efni og safnplötur Ég spyr Óttar hvað hann hafi marga lista- menn og hljómsveitir á sínum snærum. Hann segir að tæplega sé hægt að leggja dæmið uþp þannig. íslenskir tónlistarmenn hafi ekki samið til langs tíma og um margar plötur við eina útgáfú heldur frekar gert einn- ar plötu samning í einu og séð svo til hvort þeir haldi áfram hjá viðkomandi útgáfu eða færi sig um set. Þeir vilji halda ákveðnu frelsi og sé það auðskiljanlegt. Nær sé að spyrja hversu margar undirútgáfúr séu hjá útgáf- unni, þ.e. útgáfur sem sérhæfi sig í einum eða öðrum tónlistargeira. - Ég er hins vegar að vinna með ágætum mönnum núna, KK og Magga Eiríks. Nýja platan selst vel, það seldust um fjögur þús- und eintök af henni í forsölu áður en hún kom út í vikunni. Ég vinn einnig með Guitar Islandico. Annars er spurning hvort maður eigi að vera að nefna einhverja fram yfir aðra. Þetta eru bara dæmi. En ég á orðið útgáfu- réttinn að um 200 titíum, sem er umtalsvert. Það koma út kannski 200 nýj- ar plötur á ári og afþeim fjölda eru þær kannski ekki nema 5 til 10 sem ná núllinu. Aðspurður um stefnu útgáfunnar svarar Óttar að þrennt megi segja um það. Varðandi nýtt efni muni hann í fyrsta lagi leitast við að velja sér samstarfsmenn til taka þátt í því sem hann kallar gæluverkefni sín, þ.e. til að hrinda í framkvæmd hugmyndum að plötum sem honum dettur í hug að gera. Sem dæmi um slíkt má nefna 22 ferðalög KK og Magnús- ar, sem Óttar átti hugmyndina að og annaðist framleiðslu, upptökustjórn og aðra vinnu við gerð plötunnar, fyrir utan sjálfa spila- mennskuna. I slíkum verkefnum vilji hann sjálfur hafa puttana og fylgja þeim eftir því miklu betra sé að selja eitthvað sem hann hafi fylgt úr hlaði sjálíúr og hafi trú á. - í öðru lagi er ég svo auðvitað alltaf opinn fyrir góðu efni sem menn koma á framfæri við mig með útgáfu í huga. Það má ekki skilja það sem ég sagði áðan þannig að ég ætíi mér að pródúsera allt sjálfur, enda væri slíkt fjar- stæða. Ég skipti mér ekkert af hugverkum annarra, það segir sig sjálft. í þriðja lagi segist Óttar eiga nokkuð gott safn af eldra efni sem Sonet á útgáfurétt að og það hafi stækkað umtalsvert við kaupin. - Þar sé ég fyrir mér að búa til safnplötur og endurútgefa sígildar plötur sem eru ófáan- legar í dag en mikil eftirspum eftir. Þar má nefna eldri plötur KK, Mannakorn, MA-kvar- tettinn og fleiri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.