Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Qupperneq 57
f LAUCARDACUR S.JÚLl2003 TiLi'ERA 61 I I | I POWJSKSÝNING KL. 11.30. Sýnd kl.3.50,4.30,6.10,6.50,8.30,9.10,10.50 og 11.30. POWERSÝMNG.Sýnd AGENT CODY BANKS: tfurg&raia Sýnd kl.4,6,8 og 10. DUMB AND DUMBERER: Sýnd kl.8 og 10. CONFIDENCE: Sýnd kl. 6. TÖFRABÚÐINGURINN: Sýnd kl. 4. FJÖLMIÐLAVAKTIN Kristinn J. Arnarson k]a&dv.is Draumarnir uppfylltir Fastur liður í íslenskum sjónvarps- þætti á Skjá einum felst í því að stjórnendur bjóða einhverri þekktri persónu að gleðja vin sinn með ein- hverjum hætti. Oftar en ekki felst það í að gefa vininum eitthvað og fær verslunin sem selur viðkomandi varning viðeigandi kynningu í þætt- inum. Allt er þetta voðalega sætt þótt svo skemmtanagildið sé nú ekkert af- skaplega mikið. Þetta minnti mig hins vegar á annan þátt sem ég sá í Bandaríkjunum um daginn þar sem gengið er lengra en að bara gleðja fólk - draumar þeirra eru uppfylltir, hvorki meira né minna. Draumar um nýtt útlit og fegurri líkama rætast á nokkrum vikum og allt í boði fegurð- ariðnaðarins í Hollywood. „Extreme Makeover" heitir þátturinn og þar fá nokkrir heppnir þátttakendur, valdir úr hópi þúsunda umsækjenda, „öfgakennda yfirhalningu", svo að við þýðum titÚ þáttarins lauslega. Á einu bretti er nefið tálgað til, kinn- beinin skorin, rétt úr sjónskekkjunni, varirnar fylltar, sogið úr mjöðmun- um og hvaðeina, allt eftir óskum og þörfum hvers og eins. Á meðan á þessu stendur er fjöl- skyldunni haldið í burtu og hún fær ekkert að sjá fyrr en sárin eru gróin. Þá er haldin móttaka þar sem tárvot- ir eiginmenn, þakklátar mæður og undrandi böm berja augum glænýj- an fjölskyldumeðlim sem kemur í stað þess sem var hent á haugana nokkrum vikum áður. Svo endar þátturinn á viðtölum þar sem þátt- takendur segja frá því hve miidum stakkaskiptum líf þeirra hefur tekið með nýju útíiti. Og þúsundir panta væntanlega fund hjá næsta lýta- lækni. STiÖRNUGJÖF DV Nói albínói Dark Blue ★ ★★ Respiro ★★★ Identity ★ ★★ Agent Cody Banks ★ ★★ Johnny English ★ ★Á Tricky Life ★ ★Á Anger Management ★ ★ 2 Fast 2 Furious ★ ★ Kangaroo Jack ★ ★ Matrix Reloaded ★ ★ Bringing Down the House ★ ★ How to Lose a Guy in 10 Days ★"A Old School ★ Dumb and Dumberer * Cameron Diaz: Stúlka sem öll- um geðjast að Cameron Diaz leikur eitt aðal- hlutverkið f Charlie’s Angels: Full Throttíe, sem frumsýnd var í gær. Hún fæddist 30. ágúst 1972 í San Diego í Kaliforníu. Faðir hennar er verkstjóri á olíuvinnslustöð og móðir hennar er sölumaður á ferðaskrifstofu. Diaz lauk aðeins gmnnskólaprófi. Þeg- ar hún var sextán ára tók tískuljósmyndari eftir henni og tók af henni myndir. Nokkmm vikum síðar var hún komin með samning við Elite Modeling Agency. Diaz segir sjálf að það hafi verið frekar erfitt fyrir hana að sannfæra foreldra sína um að hún væri í ömggum höndum þegar fyrsta starf hennar var að fara til Japans ásamt einu öðm módeli, en eins og flestir ákveðnir ung- lingar nútímans hafði hún sitt fram. Næstu fimm ámm eyddi hún í tískubransanum og vann sig upp í að verða vinsæl tán- inga-ljósmyndafyrirsæta og var á forsíðum blaða á borð við Mademoiselle og Seventeen og í auglýsingum hjá Calvin Klein, Levi’s og Coca Cola, svo eitthvað sé nefrit. Það var umboðsmaður hennar sem stakk upp á því að hún færi að líta í kringum sig eftir kvikmynda- hlutverkum. í kjölfarið fór Diaz í pmfur. Eftir tólf pmfur var loks hringt í hana og henni boðið að vera staðgengill f The Mask, þar sem þyrfti að æfa dans, en ekki var búið að ráða leikkonu í hlutverkið. Diaz tók boðinu en fór jafnframt að vinna að því að fá hlutverkið. Hún sagði meðal annars við leikstjór- ann, Charles Russell, að það væri ekkert vit í því að hún væri að æfa dansspor sem önnur leikkona myndi síðan apa eftir. Russell, sem leist vel á þéssa ungu stúlku, fór til framleiðanda myndarinnar og sagði að það væri ekki svo vitíaust að taka áhættu með þessa stúlku þótt reynsiulaus væri og Diaz var ráðin. Ferill hennar hefur sfðan verið með eindæmum farsæll og með There’s Something about Mary festi hún sig á stjörnuhimnin- um. Cameron er lífsglöð og skemmtir sér mikið. í fimm ár bjó hún með videoframleiðandanum Carlos de La Torre. Þegar slitnaði upp úr því sambandi tókust ástir með henni og Matt Dillon. Því sambandi lauk eftir þrjú ár og er Diaz búin að bæta nokkrum kærustum við síðan, meðal annars leikaranum Jared Leto og nú síðast Vince Vaughan. Ferill Cameron Diaz í kvikmyndum TbeMask, 1994 The Last Supper, 1995 She'sTheOne, 1996 Feeling Minnesota, 1996 Head Above Water, 1996 Keys toTjlsa, 1997 My Best Friend's Wedding, 1997 A Life Less Ordinary, 1997 Fear and Loathing in Las Vegas, 1998 There's Something About Mary, 1998 Very Bad Things, 1998 Being John Malkovich, 1999 Any Given Sunday, 1999 Charlie's Angels, 2000 The Invisible Cirkus, 2001 Shrek, (rödd) 2001 Vanilla Sky, 2001 The SweetestThing, 2002 Gangsof NewYork, 2002 Charlie's Angels: Full Throttle, 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.