Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Page 8
8 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ2003
Ferðir
Umsjón: Vilmundur Hansen
Netfang: kip@dv.is
Á íslendingaslóð-
um í Vesturheimi
Undanfarin ár hefur Þjóðrækn-
isfélag íslendinga gengist fyrir
námskeiðum þar sem Jónas Þór
sagnfræðingur fjallar um land-
námssögu íslenskra vesturfara
á 19. öld og er áhugi á sögunni
mikill því hátt á annað hundrað
manns hafa sótt námskeiðin.
Að sögn Jónasar sækir fólk
námskeiðin af ýmsum ástæðum
en flestir vegna mikils áhuga á
sögu íslendinga í Vesturheimi.
Fljótlega eftir að námskeiðin hófust
kom fram áhugi á að ferðast á slóðir
vesturfaranna. Sumarið 2002 var
fyrsta ferðin farin og önnur í júní síð-
astliðnum. Jónas Þór, sem einnig var
fararstjóri, segir að ferðin í sumar hafi
tekist með ágætum og að hann hlakki
til næstu ferðar.
„Við flugum til Minneapolis, gist-
um þar eina nótt en svo hófst tólf
daga ferðalag. Fyrst ókum við til
Wisconsin og byrjuðum á að skoða
svæði í Shawano-sýslu þar sem
mynduð var íslensk nýlenda haustið
1874. f Oconto-sýslu, skammt frá, er
smáþorp, Underhill, og rétt þar hjá
var landnámsjörð Stephans G. Steph-
anssonar. Þótt engin merki sjáist um
veru „landnemans mikla" þar um
slóðir var engu að síður magnað að
ganga þar um. Við komum til Green
Bay um kvöldið."
Jónas segir að á árunum 1870-1900
hafi myndast lítil nýlenda á Was-
hington-eyju og að þar megi enn
finna eitt og annað sem tengist henni.
„Ferjan sem flytur menn og bíla yfir á
eyjuna heitir til dæmis Eyrarbakíd og
þegar út í hana er komið blasir við lít-
ið skilti sem á stendur „Kaupstadur".
Ein ströndin heitir Jon Gislason
Beach en Jón þessi var einn fýrsti ís-
lenski landneminn á eyjunni. Seinna
ókum við fram hjá veitingastað sem
heitir Matsöluhús."
Á Washington-eyju
„Við komum í eyna rétt fyrir hádegi
og ókum strax á matsölustað; þar
beið okkar hvítfiskur sem eldaður var
utandyra í stórum potti yfir eldi. Hvít-
fiskurinn er feitur og fitan safnast
undir roðið. Þegar hann er soðinn
flýtur hún upp á yfirborðið og
skemmir soðninguna, sé henni ekki
eytt áður en fiskurinn er tekinn upp
úr pottinum. Til að losna við fituna
skvetta eyjarskeggjar kerósínolíu á
eldinn, sem blossar upp og brennir
hana um leið.“ Jónas segir að fiskur-
inn hafi bragðast prýðilega.
„Eftir matinn fórum við út í eyju
sem nefnist KJetturinn, eða The Rock,
og er rétt norðaustan við Was-
hington-eyju. Hjörtur Þórðarson, vís-
indamaður og einn merkasti vestur-
farinn, reisti þama nokkur hús, þar á
meðal eitt allhátt sem skagar örlítið út
í vatnið. Undir húsinu er bátalægi en f
aðalsalnum geymdi hann merkilegt
bókasafn og hélt veislur."
Við upptök Mississippi
Daginn efdr var ekið með hópinn
tíl Duluth í Minnesota þar sem hann
skoðaði meðal annars Forest Hill-
kirkjugarðinn sem Kristján Jónsson
skóp á öndverðri tuttugustu öld.
Kirkjugarðurinn þykir einn hinn fal-
legastí í Minnesota og er í senn skrúð-
garður og kirkjugarður.
„Frá Duluth ókum við áleiðis til
Grand Forks og komum við í Itasca
Park tíl að skoða upptök Mississippi-
fljótsins. Þar næst var farið yfir til
Mountain í Norður-Dakota; þar
skoðuðum við kirkju og heimsóttum
eldri borgara á elliheimilinu Borg.“ Að
sögn Jónasar var bæði gaman að hitta
fólkið og skemmtílegt að tala við það
á íslensku.
„Þegar við komum til Garða sáum
við rústírThingvallakirkju, skoðuðum
minnisvarða Káins og lukum þessum
hluta ferðarinnar í byggðasaftiinu í
Icelandic State Park.“
íslenskumælandi frændur og
frænkur
í næsta áfanga ferðarinnar var
haldið norður til Kanada. „Heim-
sóknin hófst formlega á bókasafni
Manitoba-háskóla en þar er merki-
legt safn íslenskra rita, blaða, tímarita
og bréfa. Sigrid Johnson bókavörður
tók á móti okkur.“
Eftir heimsóknina á bókasafnið fór
hópurinn á markað í miðbænum sem
kallast The Forks. „Markaðurinn er
skammt ffá þeim stað þar sem Assini-
boine-áin fellur í Rauðá. Því næst
skoðuðum við styttu af Jóni Sigurðs-
syni við þinghúsið og kirkju Fyrsta
lúterska safnaðarins áður en við héld-
um í móttöku í Norræna húsinu þar
sem við hittum íslenskumælandi
frændur og frænkur.“
Nýja-ísland
„Daginn eftir var svo ferðinni heitið
um Nýja-Island.“ Jónas segir að
heilum degi hafi verið eytt í Gimli, Ár-
nesi, Riverton, Heclu-eyju og Árborg.
Ég held að flestum okkar hafi þótt
þetta magnaður dagur því við hittum
FERJAN KARFI: Hópurinn á leið út í Klettinn, eyjuna þar sem vesturfarinn Hjörtur Þórðar-
son settist að.
MINNISVARÐI UM VESTVJRFARA: Minnis-
varði um séra Pál Þorláksson í Mountain í
Norður-Dakota. Páll varð með fyrstu Is-
lendingum til að flytja til Vesturheims
1872. Hann lést árið 1882.
svo margt áhugavert fólk, skoðuðum
söfri, minnisvarða, byggingar og
hlýddum á vesturíslensk ljóð.“
Hópurinn átti ffjálsan dag í
Winnipeg og notaði tækifærið til að
skoða borgina, söfriin, dýragarðinn
eða tíl að versla og hitta frændur, vini
eða vandamenn.
„Daginn eftír var ekið aftur til
Minnesota og nýlenda fslendinga í
suðvesturhluta fylkisins skoðuð.“
Jónas segir að heimsóknin hafi hafist
á bæ Hofteigsættarinnar. „Þar eru
enn merki um fyrsta bústað land-
nemans ffá fslandi en hann gróf sig
inn í hæð og tyrfði yfir. Þaðan sést til
Alls staðar góðar móttökur
I lokaáfanga ferðarinnar var ekið tíl
Minneapolis. Þegar þangað var kom-
ið höfðum við ferðast rúmlega sex
þúsund kílómetra. Þátttakendur vom
því fegnir að fá hvíldardag áður en
flogið var heim.
Jónas Þór segir að ferðin hafi fyrst
og ffemst verið farin til að skoða ný-
lendur vesturfaranna. „í ferðinni
fræðast þátttakendur um sögu byggð-
anna, hvers vegna vesturfaramir
námu þar land og hvemig þeim gekk.
Það var alls staðar tekið vel á mótí
okkur og heimamenn vom allir af
vilja gerðir að greiða götu okkar. Yfir-
leitt vom þeir með okkur í rútunni
daglangt eða brot úr degi, sögðu sög-
ur og sýndu okkur markverðustu
staðina."
Að sögn Jónasar mun Þjóðræknis-
félagið enn á ný standa fyrir nám-
skeiði um fslendingabyggð f Vestur-
heimi í september og í ffamhaldi af
því verður þriðja ferðin um íslend-
ingaslóðir vestra farin í júní á næsta
ári.
HVfTFISKUR SNÆDDUR: Á myndinni eru meðal annarra Ríkey Ríkarðsdóttir, Margrét Sæ-
mundsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og aldursforsetinn í ferðinni, Óskar Bjarnason.
Bókin um
London
London er frábær borg sem býður
upp á ótrúlega marga möguleika.
Þar er að finna leikhús, tónlist,
verslanir, útimarkaði og söfn. Borg-
in er því
góður
áfangastað-
ur fyrir þá
sem vilja
kynnast
heims-
menning-
unni og nýj-
um straum-
um.
I Bókinni
um London segir Dagur Gunnars-
son frá öllu því helsta sem borgin
hefur upp á að bjóða á aðgengi-
legan, skemmtilegan og fræðandi
hátt. Á eftir stuttum inngangi og
leiðbeiningum um hvernig best sé
að nota bókina fara almennar upp-
lýsingar og hnitmiðaður kafli um
sögu borgarinnar. Þar á eftir er
sagt frá sex gönguleiðum og lýst
því markverðasta sem fyrir augu
ber I máli og myndum. Sjálfur hef
ég notið þess að fara um margar af
þessum götum en verð að viður-
kenna að ég hefði notið þess enn
meir hefði ég haft Bókina um
London við höndina. Hún verður
það næst.
I seinni hluta bókarinnar er að
finna kafla um helstu söfn og
ferðamannastaði I London og
hvert má fara ef mann langar í leik-
hús, á tónleika, út að borða eða
hreinlega að skella sér út á llfið og
detta í það.
Við lestur bókarinnar kemur
berlega I Ijós að höfundur þekkir
borgina vel og leggur sig allan
fram um að lýsa henni á
aðgengilegan hátt. Helsti galli
bókarinnar er hvað myndir og kort
eru lítil.
Mál og menning gefur út Bókina
um London og kostar hún 2.980
krónur.