Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Side 17
ÞRIÐJUDACUR 29. JÚLl2003 TILVERA 17 Loftkastalinn SÖNGLEIKUR: Djasssöngleikurinn Ain't Misbehavin verður sýndur í Loftkastalanum á opnunarhátíð Hinsegin daga 8. ágúst. Andrea Gylfadóttir verður ein (slendinga á sviðinu en leikstjóri og aðrir þátttakendur koma frá Bandaríkj- unum. Ain't Misbehavin var sýnd- ur meira en 1500 sinnum á Broadwayáárunum 1978-1982. Hrafnagaldur í Þrándheimi TÓNVERK: Hrafnagaldur Óð- ins, hið magnaða tónverk Hilmars Arnar Hilmarssonar, er flutt á Ólafsdögum í Þránd- heimi í Noregi þessa dagana. Sigur Rós kemur þar fram ásamt kórnum Schola cantor- um, Steindóri Andersen, Páli Guðmundssyni og Hilmari Erni. Verkið var frumflutt í apríl í fyrra í Barbican Centre í London og stuttu síðar í Laug- ardalshöll á Listahátíð.Tón- verkið er byggt á glötuðum kafla úr eddukvæðum og fjall- ar um feiknaveislu sem gerð er goðunum ÍValhöll. Þau skemmta sér þar áhyggjulaus en á meðan eru heimsenda- blikur á lofti. gun@dv.is ið reglubundin hreyfing spari stórar fjárhæðir í sjúkráhúsvist, auk þess að gera lífið skemmtilegra. DV-mynd GVA NeilYoung ogfjöl- skyldan í Greendale í ágúst er væntanlegur á mark- að nýr diskur með rokktónlistar- skáldinu Neil Young og hljóm- sveit hans Crazy Horse. Young segir að nýi diskurinn, sem heitir Greendale, sé ekki beint söng- leikur en að lögin á honum teng- ist og að þau segi heildstæða sögu og gætu hugsanlega verið leikrit. Þema disksins er líf ímyndaðr- ar fjölskyldu sem kallast The Greens og býr í bænum Græna- dal. Faðirinn er föðurlandsvinur, sonurinn fyrrverandi hermaður úr Víemamstríðinu og mis- heppnaður listamaður og stúlkan Sól sem berst fýrir umhverfismálum. Lögreglan er spillt og bænum er að mestu stjómað af fjölmiðlum og flytj- endum myrkrahöfðingjans. Þeir sem hafa heyrt verkið á tónleikum fara flestir lofsamleg- um orðum um það og segja flutning þess mjög skemmtileg- an þar sem hljóðfæraleikarar lifa sig inn í söguna og leika jafnvel ákveðnar persónur á sviði. Á köflum er verkið mjög fyndið eins og þegar Young fjallar um „kerfið" í víðu samhengi; það hvetji menn tif að styðja stríð. Einnig tekur hann orkufélögin í gegn. Útgefandi Youngs hefur mikl- ar áhyggjur af sölu disksins vegna þess að hann fór í tón- leikaferð með verkið áður en það var gefið út og nú þegar em á markaði margir „bootleggir" af tónleikum sem hann hélt í Evr- ópu í vor. NEIL YOUNG: Þeir sem hafa heyrt verkið Greendale á tónleikum fara flestir lof- samlegum orðum um það og segja flutning þess mjög skemmtilegan þar sem hljóðfæraleikarar lifa sig inn í söguna og leika jafnvel ákveðnar persónur á sviði. ÞARFASH Leigan i þinu hverfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.