Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Síða 18
18 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚU2003 Lesendur Innsendar greinar • Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í s(ma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV, Skaftahlfö 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar. Endurskoðun bifreiða Gisli Einarsson hringdi: Manni blöskrar hve þeim fer fjölgandi, bifreiðunum sem bera merki þess að þaer hafi farið í skoðun hjá einhverju bifreiða- eftirlitinu en verið gert að koma til endurskoðunar vegna ein- hvers galla sem fram hefur komið. Maður ekur oft á eftir bílum sem bera einhverja mán- aðartölu sem sett er á númerin og vísa til endurskoðunar í þeim mánuði. Löngu seinna eru þess- ar bifreiðar enn á götunum án þess að hafa verið færðar til endurskoðunar. Þarna getur verið um að ræða bilun í öku- tæki sem síðan hefur versnað og jafnvel leitt til stórslyss í um- ferðinni. Mér finnst að hér sé pottur brotinn hjá bifreiðaeftir- litsmönnum. Handrukkarar ganga lausir! Magnús Skúlason skrifar: Er það ekki alveg dæmalaust hve réttarkerfinu hér, dómskerf- inu eða þá bara löggæslunni hefur hrakað? Hefur hún alltaf verið svona slöpp? Maður trúir því varla. En það tíðkast hér að misindismenn, jafnvel glæpa- menn sem hafa játað afbrot, lík- amsárásir, rán eða nauðgun, gangi lausir eftir að þeir hafa ját- að verknaðinn! Líkt og hand- rukkararnir sem voru að verki á Hringbraut fyrir nokkrum dög- um. Útvarpsfrétt um handtöku þeirra og játningu kom manni í uppnám. Þeim var sleppt að fenginni játningu! Þarfvirkilega að dæma menn í hverju tilviki áður en þeir eru lokaðir inni? Al- menningur virðist óvarinn gegn svona misindismönnum. Símamaður: Svarar forsætisráðherra SKOÐUN GREIN Þorsteinn Jón Ólafsson, fyrrv. forstöðumaður notenda- búnaðarþjónustu Landssimans. Síðastliðinn laugardag hringdi fyrrverandi vinnufélagi hjá Landssímanum í mig og spurði hvort ég hefði séð viðtal við for- sætisráðherra í Dagblaðinu þar sem hann fullyrti að starfsmenn Símans hefðu sagt „étiði skít!" við alla kúnna, auk annars. Það stóð heima. í blaðinu var tveggja opna viðtal með myndum af ráðherranum í næstum fullri stærð. Davíð fór mikinn og snupraði fólk fyrir gáleysisleg og óvarkár ummæli. Símamönnum sendir hann tóninn og gerist næsta fullyrðingasamur. Einn fimmta úr dálki notar forsætisráðherrann til að ófrægja stjórnendur og starfs- menn Landssímans, þó með þeim fyrirvara að þar væri margt góðra manna. Hann fullyrðir að starfs- menn Símans hafi sagt viðskipta- vinum að éta skít enda verið mjög illa rekið fyrirtæki. „Svona er þetta alls staðar þar sem menn fá engan samanburð." - Hér svara ég fullyrð- ingum Davíðs i örfáum orðum. Hefur alltaf rétt fyrir sér Þegar undirritaður hóf tækni- nám hjá Símanum kenndi Bjarni Forberg, þáverandi bæjarsíma- Á MANDÓLiN: Klassfskt og vinsælt. Mikil ánægja með Mandólín Ásta Geirsdóttir skrifar: Það hefur verið afskaplega gaman að hlusta á Útvarp mandólín sem hefur verið starf- rækt á KR-útvarpsstöðinni, FM 98,3. Sjálf er ég ekki vön að hiusta til lengdar á klassfska tón- list en á þessa útvarpsstöð hef ég hlustað nánast alla morgna í júlí. Það sem gerir hlustunina svo skemmtilega er að nánast öll lög eru kynnt og afkynnt með nokkrum orðum um höfund, jafnvel lffshlaup hans, og að- draganda verksins. Skemmtilegt var t.d. að heyra sagt frá rúss- neska tónskáldinu Sergei Prokofiev en eitt verka hans þekkti ég lftillega og hefur mér alltaf fundist sem það væri úr kvikmynd (Sergei fæddist þó árið 1891). Á Útvarpi mandólín heyrði ég svo nýlega að tón- skáldið hefði einmitt haft mik- inn áhuga á kvikmyndatónlist og farið til Hollywood að kynna sér þá listgrein. Synd að Mandólíni er einungis ætlað að starfa út júlímánuð. - Vonandi verður þráðurinn tékinn upp síðar. GJÖLD AF HEIMILISSÍMA ÓDÝRASTA SfMAÞJÓNUSTA í OECD-LÖNDUNUM: OECD-karfan. Guli liturinn sýnir stofn og stofngjöld. Tllfallandi notkun er í rauðum lit. Miðað er við árið 1994. stjóri, símafræði og sitthvað er laut að samskiptum við viðskiptavini. „Kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Bjarni, „og ef viðskiptavinur sýnir ykkur óviðunandi framkomu á vinnustað þá reynið að iosna frá slíku með góðu. Síðan getið þið gef- ið næsta yfirmanni ykkar skýrslu ef þið eruð ekki sátt við málalyktir." Þessar ráðleggingar notaði ég síðar við kennslu hjá Póst- og símaskól- anum og hjá Stjórnunarfélaginu. Fjölmörgum nemendum mínum bar saman um að ráðið hans Bjama bæjarsímastjóra væri ágætt til að eiga samskipti við fólk, einnig það „Við störfog stjórnun hjá Símanum íáratugi bárust mér mjög sjald- an kærur vegna fram- komu starfsmanna og aldrei afþeim toga er Davíð lýsir." fólk sem hefði litla stjórn á skapi sínu - eða kannski aðallega það. Við störf og stjórnun hjá Síman- um í áratugi bámst mér mjög sjald- an kæmr vegna framkomu starfs- manna og aldrei af þeim toga er Davíð lýsir. Starfsfólkið kom yfir- leitt fram af kurteisi þótt einhverjir hafl efalaust einhvern tíma verið heimaríkir eða illa fyrirkallaðir. Það gat gerst, því miður, en að dóna- skapur væri regla - Nei! Það auðveldaði símamönnum framgöngu að þarna var um vel menntað og þjálfað starfsfólk að ræða. Það kunni sitt fag við að skila góðri þjónustu og gerði það í þeirri vissu. Þannig fólk, með eðlilega sjálfsvirðingu, sýnir ekki af sér hroka eða aðra ókurteisi - það er ljóst. Vel rekið ríkisfyrirtæki Þegar ungir menn, uppfræddir af Tómasi Haarde, Bjarna Forberg, Gunnlaugi Briem, Sigurði Þorkels- syni, Ágústi Guðlaugssyni o.fl. o.fl., komu til viðskiptavina upp úr miðri síðustu öld var yfirleitt tekið vel á móti þeim og oft sagt sem svo: „Ég var að enda við að hringja og þú kominn strax.“ Það var metnaðarmál starfs- manna Símans að veita skjóta og góða þjónustu og það fengu menn oft að vita hjá ánægðum viðskipta- vinum. T.d. var fýlgst með þeim tfma sem leið frá því kvörtun eða beiðni barst og þar til farið var í verkið. Allt var þetta skráð ög fært á skýrslur með það að markmiði að stytta tímann. Við höfðum saman- burð við grannlöndin og kepptum að því að standa okkur betur. Þannig samkeppni er einnig til. Forráðamenn Símans höfðu metnað til að bjóða ávallt sem besta þjónustu og notast við nýj- ustu tækni. Þannig var það frá upp- hafi landssímaþjónustu á Islandi árið 1906. Þetta var erfitt í stóru og strjálbýlu landi en það tókst svo vel að ísland var komið með ódýrustu og einhverja fullkomnustu þjón- ustu í OECD-löndunum á síðustu áratugum tuttugustu aldar. Höfðu markmið að keppa að Ekki veit ég hvaða viðmið Davíð Oddsson notar þegar hann segir að Síminn hafi verið mjög illa rekið fyrirtæki (væntanlega áður en h/f var sett aftan við nafnið Póstur og sími árið 1997). Ekki hefur það ver- ið samanburður við OECD-löndin. Varla hefur það verið sagan af eins og hálfs metra símasnúru. Þannig viðmið, tuttugu til þrjátíu ára gam- alt, er allt of lítið fyrir forsætisráð- herra til að dæma heila ríkisstofn- un og starfsmenn hennar. Ný efni og ný tækni við snúruframleiðslu hafa fyrir löngu leyst af hólmi staðl- aða snúruframleiðslu sem var ekki síður til leiðinda fyrir starfsmenn en viðskiptavini. En símamenn höfðu einnig ýmis önnur viðmið á leiðinni til að ná góðum árangri. Þar má nefna við- horf og viðmið við erlenda sam- starfsmenn. Þegar þeir flugu yfir öll víðerni landsins, með fjöllum, jökl- um, fljótum og söndum, en sáu að- eins örfá hús og bæi spurðu þeir oft hvernig það mætti vera að í þessu landi væri ódýrasta símaþjónustan í öllum OECD-löndunum. Við reyndum að útskýra það fyrir þeim. Stórhugur hefði verið strax í upp- hafi, heppilegt val á tæknibúnaði, góð skipulagning og vel menntaðir starfsmenn. Fólkið starfaði vel saman og til varð samráðsvettvang- ur starfsmanna og stjórnenda í starfsmannaráði. Símamenn höfðu mikinn metnað til að standa sig vel - og gerðu það. Það var vægast sagt óskemmti- legt að lesa órökstuddar fullyrðing- ar forsætisráðherra um starfsmenn og stjórnendur Símans í helgar- blaði DV. Hið rétta er: Að auk þess að standa sig vel við erfiðar aðstæð- ur við rekstur síma á íslandi skilaði Landssíminn milljörðum króna í ríkissjóð. - Ummæli Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra um stjórn og starfsmenn Landssímans í DV 26. júlí voru honum því til lítils sóma. Ingibjörg og Þórólfur - dómgreindarmunur Helga Guðmundsdóttir skrifar: Mér finnst satt að segja ekki rétt áhersla koma fram í máli borgarstjórans, Þórólfs Árna- sonar, varðandi hlut hans í margnefndu samráðsmáli olíu- félaganna. Mér finnst menn dæma Þórólf Árnason borgarstjóra of hart. Það verður að virða honum það til vor- kunnar að hann lét Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, fyrrv. borgar- stjóra, vita af því að málið væri í uppsiglingu: Hann gerði það til þess að hún gæti dæmt um það hvort rétt væri að hann tæki að sér borgarstjórastöðuna. Það var hennar skylda að grafast frekar fyr- Viktoría Ósk Daðadóttir skrifar: Mikið hefur verið fjallað um barnaníðinga og aðra kynferð- isbrotamenn á undanförnum mánuðum. Þeir eru margir sem furða sig á hinum hlægilega vægu dómum sem þessir menn fá. Hvað hefur t.d. af- FYRRVERANDIOG NÚVERANDI BORGAR- STJÓRI: Verða þau bæði að axla ábyrgð? ir um það hvaða hlutverk hann hefði haft með höndum hjá Olíufé- laginu og þar með hvort rétt væri að Þórólfur yrði ráðinn. Hún lét það undir höfuð leggjast. Það sýnir að dómgreind hennar er mun lak- ari en Þórólfs sem sagði þó frá því að hann væri aðili að erfiðu máli brotamaðurinn Steingrímur Njáls- son setið lengi inni? Var Hlölli Pomm úr Hafnarfirðinum nokkurn tímann settur (fangelsi? - Man ekki til þess. Og ekki má gleyma nauðgurunum. Ég er hneyksluð á því hversu stutta fangelsisdóma þeir fá. Minna má á að fómarlömb nauð- gara fá eitthvað um 500 þúsund „Það er skelfilegt til þess að vita að það eina sem Ingibjörg gerði í málinu var að spyrja Þórólf sjálfan hvort hann héldi að hann hefði gert eitt- hvað rangt afsér!" sem væri fram undan. Það er skelfi- legt til þess að vita að það eina sem Ingibjörg gerði í málinu var að spyrja Þórólf sjálfan hvort hann héldi að hann hefði gert eitthvað rangt af sér! Ingibjörg tók þarna krónur! Seljum við sálarheill okkar svo ódýrt? Einnig er sú staðreynd fyrir hendi að fómarlömbin búa við stöðugan ótta um að glæpamaður- inn snúi aftur til að hefna sín. Dómurinn sem nauðgarar hljóta er svo fáránlega stuttur að mér hreinlega blöskrar. Og ég er ekki ein um það. Oftast nær sleppa þeir við að sitja inni og eru látnir lausir á skil- orði! Og það er ekki aðeins að dóm- urinn sé of stuttur; almenningi er einnig fyrirmunað að fá uppgefið nafnið á glæpamanninum. Eg hefði nú haldið að almenningur ætti rétt á því að vita hver ódæðismaðurinn er ábyrgð á Þórólfi. Hún mat það svo að málið væri í lagi fyrir Reykjavlk- urborg og Reykjavíkurlistann. Það sýnir svo enn frekar hversu veika dómgreind hún hafði í málinu að hún skyldi ekki láta samstarfsflokka sína vita af þessu. Hún leyndi þá því að Þórólfur hafði, að eigin fmmkvæði, sagt henni frá því að hann væri aðili að vandræðamáli. Ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar er því meiri þegar haft er í huga að þótt hún sé ekki borgarstjóri lengur þá er hún ekki eins og hver önnur mann- eskja úti í bæ. Hún er borgarfulltrúi. Ef Þórólfur Árnason þarf að segja af sér verður Ingibjörg að axla sína ábyrgð líka. - Hún verður líka að segja af sér sem borgarfulltrúi. svo hægt sé að vara sig á honum. Mér finnst það mikið hugrekki hjá DV og er afar ánægð með að blaðið skuli hafa birt myndir af Steingrími Njálssyni og nafngreint brotamenn. Nú, þegar ég veit hvernig Steingrím- ur h'tur út, get ég forðast öll sam- skipti við hann og freistað þess að forða bömum mínum frá honum. En svo ég víki aftur að dómum yfir glæpamönnum, þá finnst mér að herða ætti alla dóma vegna hvers konar kynferðisbrota. Það á ekki að koma til greina að slíkum misindis- mönnum sé leyft að ganga um götur ásamt börnum okkar. Misnotkun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.