Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 22
22 FOKUS MIÐMUDAGUR 13.ÁGÚST2003 Ifókus Umsjón: Höskuldur Daði Magnússon og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Netföng: fokus@fokus.is, hdm@fokus.is, sigrun@fokus.is Sfmi: 550 5894-550 5897 www.fokus.is eriir Mo ru hvar? Plötusnúóurinn Gísli Galdur var í miklu stuði á Prikinu á föstudagskvöldið og spilaði mikið af sígildum slögurum. Á svæðinu mátti sjá fólk eins og Steina f Quarashi, fyrirsæturnar önnu Rakei Ró- bertsdóttur og Ylfu Geirsdóttur, Hössa, sem var í Quarashi, og Tinnu, kærustu hans, auk þess sem sást f trúbadorinn Sigga Ármann. Um helgina sást svo Ifka til Hemma feita og Jóns Mýrdal, Dj Kára, Magga Jóns, sem var f GusGus, og Betu- rokk. Á Ellefunni voru mættir þeir bræður Kiddi og Gulli úr Vínyl ásamt fríðu föruneyti og þar mátti líka rekast á Jónsa í Sigur Rós, auk þess sem Pált Banine, myndlistarmaður og leikari, var auðvitað á svæðinu. Daddi diskó hélt uppi stemningunni á dansgólfinu á Mojito alla helgina en þar er að finna eitt plássbesta dansgólf höf- uðborgarinnar um þessar mundir. Margt var um manninn á staðnum, þótt karl- menn væru reyndar þar í miklum meiri- hluta. Þar mátti meðal annarra sjá Sigfús Ólafsson, fyrrum ferðamálafulltrúa á Þórshöfn, stjórnmála- fræðinginn Eirfk Bergmann Einarsson, þingkonuna Katrfnu Júiíusdóttur, Þórólf hjá Tryggingastofnun, Ástþór Magnús- son, fyrrum forsetaframbjóðanda, afla- kóngana af Höfrungi þriðja, þá Gulia og Hróa, sem keyptu Mojito f gríð og erg, at- hafnamanninn Magnús Ármann og konu hans, Möggu, að ógleymdri Los Angeles- klámmyndadrottningunni sem Betarokk skrifar regtulega um á bloggi sínu, en sú hafði komið sér vel fyrir á indversku pull- unum í míni leðurpilsi og enn minni toppi ítilefni af Gay pride. Samkynhneigðir fögnuðu á Nasa á laugardagskvöld. Starfsfólk staðarins hafði klætt sig sérstaklega upp í tilefni kvöldsins og bar Kjarri (fyrrum frétta- maður af SkjáEinum) óneitanlega af hinu staffinu, með fallegt yfirvaraskegg, í svæsnum leðurbuxum og netabol. Það var að vanda þéttsetið á ölstof- unni um sfðustu helgi. Þar mátti til að mynda sjá Árna Snævarr, fréttamann á Stöð 2 sem farið hefur mikinn í að tala um KR í kynningum sfnum á íslandi f dag undanfarið, Bjarni Grfmsson, fyrrum trommari í Leaves, var mættur, rétt eins og plötusnúðurinn Jði B. úr Gullfossi og Geysi. Þá voru þeir Júlfus Fjeldsted og Hörður Vilberg af Viðskiptablaðinu f miklum gír, eins og Svanhildur Hólm Valsdóttir Kastljóskona. Að auki var hægt að berja augum Héðin Halldórsson af fréttastofu Útvarpsins og altmúlíg- manninn Ottó Tynes sem þessa sömu helgi fór hamförum í Smiths-kóverlögum í brúðkaupi vinar síns. Á laugardagskvöldið var mikið af fólki á Kaffibarnum og bar þar mest á þeim Agli Tómassyni og Guðlaugi Júnfussyni úr Vfnyl en ekki öllu minna á Þóru Karftas Árnadóttur Hjartsláttarpfu og Sindra Páli Kjartanssyni af SkjáEinum. StendurþÚ fyrir O einhverju; fokuscöfokus ■ is Breiðhyltingurinn Davíð Örn Halldórsson útskrifaðist úr Listahá- skólanum á síðasta ári en flutti svo til Skagastrandar. Þar fann hann myglað hús í niðurníðslu, breytti því í gallerí og opnaði einkasýninguna „Bíllinn minn Bílæði“ á dögunum. Davíð málar helst ekki á striga heldur á fundna hluti, eins og tréplötur, kommóður, rúm og rusl frá Belgíu. Óþarfi að drasli a bæta nýju hauginn Þegar Davtð útskrifaðist úr Listaháskól- anum vorið 2002 vakti lokaverkefni hans þónokkra athygli, enda málað á gamlar „fermingarkommóður“. „Ég hef mikið verið að mála á húsgögn, eins og kommóður og rúm, en þó aðallega alls konar tréplötur. Ég mála alveg á striga, ef ég á hann til, en venjulega reyni ég að mála á fundna hluti sem ég finn eða fæ gefins.“ Það er rosalega gaman að geta haldið einkasýningu algjörlega á sínum eigin forsendum," segir Davíð sem finnst dásamlegt að vera listamaður á landsbyggðinni. Myglað Callerí Borg Davíð endaði á Skagaströnd af því að kærastan hans fékk vinnu þar við grunn- skólann. „Ég hafði ekkert þarfara að gera og fór bara með.“ Fljótlega eftir að Davíð kom í sveitina var honum boðið gamalt verslunarhús- næði á góðum kjörum. „Mér var lánað þetta húsnæði gegn því að ég tæki til í því og gerði það fínt. Það var búið að vera i eyði í tvö ár, búið að snjóa í það og það var eiginlega myglað.“ Eftir að hafa stað- ið á haus við að mála, þrífa kóngulóarvefi og henda rusli kom að því að finna nafn á húsið og Davtð var ekki í nein- um vandræðum með það. „í húsinu var áður verslun sem hét Borg og rafmagnsverkstæði sem hét Rafborg. Nafnið Gallerí Borg liggur niðri eins og er út af þessu fölsunar- dæmi öllu saman og mér fannst í lagi að stelast til að nota það í þetta eina skipti,“ segir Davíð og hlær. SÝNDI FÓRNARLÖMB JÓLANNA Nafh sýningarinnar, „Bíllinn minn Bílæði“, er komið til af því að nokkrar myndanna eru bílatengdar. „Það er nú ekkert dýpra en það,“ segir Davíð. „Litlu krakkamir sem koma hingað í heimsókn em líka alltaf að koma með ein- hverjar snilldarhugmyndir, eins og að breyta galleríinu í bílskúr.“ Davíð segist ánægður með að geta haldið einkasýningu algjörlega á sínum eigin forsendum. Þetta er hans önnur því árið 1999 var hann með sýningu í Gallerí Geysi. „Hún hét Fallnir félagar - Fómarlömb jólanna og samanstóð af ljósmyndum og texta og slides-mynd- um. Þær vom allar af jólatrjám sem hafði verið hent út á götu í janúar.“ Fer til Noregs á tréverkstæði í haust heldur Davíð til Noregs, en hann hefur fengið styrk til að vinna þar á tréverkstæði. „Maður veit aldrei hvað kemur út úr því.“ Hann segist samt reikna með að verða með annan fótinn á Skagaströnd f framtíðinni, enda hafi honum verið tekið mjög vel þar. „Það hafa allir verið ánægðir með framtakið en það er spuming hvort fólkinu lfkar myndlistin. Ég er reyndar búinn að selja nokkrar myndir. Það er dá- samlegur munur á því að vera úti á landi miðað við í Reykjavík - þar em allir boðnir og búnir að hjálpa manni með allt.“ Áhugasamir geta kíkt á sýningu Davíðs í Gallerí Borg á milli kl. 20 og 22 næstu tvær vikumar. „Annars er alltaf hægt að ná í mig ef fólk vill skoða.“ Davíð fyrir framan Gallerí Borg á Skagaströnd. "Mér var lánað þetta húsnæði gegn því að ég tæki til í því og gerði það fínt. Það var búið að vera í eyði ítvö ár, búið að snjóa í það og það var eiginlega myglað." Fann fjársjóð í BelgÍu Davíð segist mála á nánast hvað sem er, en þegar hann var skiptinemi í Belg- íu fann hann falinn fjársjóð. „í Belgíu er allt öðmvísi fyrirkomulag á því hvemig fólk gengur frá ruslinu sínu. Fólk setur það fyrir utan húsin sín og gefúr öðm fólki séns á að hirða það áður en rusla- mennimir koma. Þama fann ég fullt af dásamlegum tréplötum, borðgíötur og fleira. Draslið sendi ég heim til Islands að stærstum hluta.“ Það er ekki nóg með að Davíð máli á hluti sem hann finnur eða fær gefins - hann fær málninguna líka gefins. „Ég nota svona iðnaðarmálningu, enda er það hugsunin á bak við þetta, að reyna að endurvinna hluti. Vera ekki alltaf að bæta nýju msli á hauginn heldur vinna úr því gamla.“ NÝ TÓNLEIKARÖÐ í BÆNUM Ný tónleikaröð á að fara í gang annað kvöld en henni er ætlað að gefa ungum og efnilegum böndum færi á að koma sér á framfæri. Ætlunin er að slíkir tónleikar verði haldnir sérhvert fimmtudagskvöld á næstunni en sérstaða þeirra mun vera sú að ókeypis er inn. Fyrsta Giggið, eins og serían mun heita, verður á hollenska barnum De Boomkikker, þar sem Maxims var áður, ann- að kvöld klukkan 21. Þá koma fram pönkbandið Dys og Ríkið, sem spilar í fyrsta skipti opinberlega, auk óvæntra gesta frá Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.