Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST2003 4 Trilla fannst LEIT: Björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar á Norður- landi, ásamtfiskibátum, leituðu í gærkvöldi að trillu með einum manni um borð sem saknað var á Grímseyjarsundi.Trillan fannst síðan klukkan hálfníu í gærkvöldi, um sex sjómílur norðvestur af Gjögurtá, en samkvæmt upplýs- ingum frá Landsbjörg amaði ekk- ert að manninum. Þrír slasaðir Flosi fékk fjóra mánuði DUBAI: Dómur var felldur yfir Flosa Arnórssyni, íslenska sjó- manninum sem verið hefur í haldi og síðan farbanni í Dubai, í gær. Samkvæmt hon- um var Flosa gert að sitja fjóra mánuði í fangelsi. Hann hefur þegar afplánað hluta þess tíma en á eftir að sitja í fangelsinu í 56 daga. Hann var fluttir í fangelsið í gærmorgun. Ekki hefur tekist að ná tali af Flosa en hann gat sent SMS- skilaboð til ættingja sinna hér heima í gærmorgun. Sagði hann þar frá því að dómur hefði verið kveðinn upp yfir sér og kvaðst vera á leiðinni í fangelsið í Abu Dabi til afplán- unar. Flosi var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að vera með óskráða byssu á flugvellinum í Dubai. Hann var einnig dæmdur í tveggja mán- aða fangelsi fyrir að hafa haft 28 skothylki í fórum sínum. Málið verður tekið fyrir á æðra dómsstigi 24. ágúst. Þar verður farið fram á að Flosi fái að af- plána báða dómana í einu. Verði gengið að því losnar Flosi úrfangelsinu þá og getur komið heim. SLYS: Umferðarslys varð í Þor- lákshöfn í gærkvöldi þegar bíll með þremur mönnum valt. Sjúkrabíll frá Selfossi var sendur á vettvang og flutti mennina á slysadeild Landspítalans til frekari aðhlynningar. Þeir eru ekki lífshættulega slasaðir.Til- drög slyssins eru enn óljós og er málið nú í rannsókn hjá lög- reglunni á Selfossi. Deilurstanda yfir á milli íbúa og sýslumannsins á Ólafsfirði: Saka sýslumann um yfirgang Bæjaryfirvöld í Ólafsfirði ræddu í gær við Ástríði Grímsdóttur sýslumann um samskipti emb- ættisins við Vélsleðafélagið og einstaklinga í bænum. Dóms- málaráðuneytið hefur látið kanna embættisfærslu sýslu- manns og telur hana eðlilega. Fulltrúi dómsmálaráðuneytisins hélt fyrir skömmu til Ólafsfjarðar til fundar við sýslumann og starfs- menn embættisins. Ástæða þess var mikill fjöldi kvartana sem borist höfðu frá fbúum á svæðinu vegna sýslumannsins. Þær sneru einkum að útgáfu ýmiss konar leyfa, m.a. Deilurnar eru því langt frá þvíað vera leystar og má jafnvel búast við að annar fundur verði haldinn um málið áður en langt um líður. vegna skemmtanahalds og mót- orcrossmóts, auk þess sem verk- takafyrirtæki á staðnum kvartaði undan synjun sýslumanns um leyfi til að kaupa sprengiefni. Verktakinn hefur nú flutt lögheimili sitt annað. Engin lög brotin Fulltrúi dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að eng- ar athugasemdir þyrfti að gera við framgöngu sýslumanns eða lög- reglu. Þrátt fyrir það eru ekki allir á eitt sáttir á Ölafsfirði og hafa mál- efni sýslumannsins m.a. borist inn á borð bæjaryfirvalda. Á fundi ráðs- ins í lok síðasta mánaðar voru mál Vélsleðafélagsins og mótorkross- manna rædd. Sýslumaður hafði þá afturkallað leyfi fyrir æfmgasvæði þeirra. Voru menn allt annað en sáttir við það og sökuðu sýslumann MÓTORKROSS: Deilur hafa staðið á milli bæjaryfirvalda og sýslumannsins á Ólafsfirði, m.a. vegna lokunar mótorkrossbrautar í síðasta mánuði. Þá hafa sumir íbúanna sakað sýslumann um að hrekja atvinnustarfsemi út úr bænum en fulltrúi dómsmálaráðuneytisins, sem kannaði embættisfærslu sýslumannsins, taldi hana eðlilega. um vísvitandi tilraun til að að hrekja mótoríþróttafólk út úr bæn- um. Sýslumanni var gerð grein fyrir umræðunni f bréf! og greinilegt var að ekki voru allir bæjarráðsmenn ánægðir með framgöngu sýslu- manns. Þá var boðað til fundar í gær þar sem bæjaryfirvöld og sýslumaður hittust. Þar voru samskipti embætt- isins og bæjaryfirvalda rædd og sýslumaður gerði m.a. grein fyrir af- stöðu sinni til áðurnefndrar mótor- krossbrautar og af hverju talin var þörf á að loka henni. Önnur máf voru einnig rædd sem fundarmenn neita að tjá sig um að svo stöddu. Lfldegt þykir að þar hafi málefni verktakafyrirtækis verið á ferðinni en mikil ólga hefur verið í bænum eftir að sýslumaður synjaði verk- taka um leyfi til kaupa á sprengi- efni. Fyrir vikið flutti verktakinn lögheimifi sitt úr bænum. Líst mörgum íbúanna illa á þá þróun og segja sýslumanninn vera að hrekja alla atvinnustarfsemi úr bænum. Fólk innan bæjarstjórnar Ólafs- fjarðar, sem DV ræddi við vegna málsins, sagði fundinn í gær hafa verið nauðsynlegan þótt hann hefði skilað litlum árangri. Deilurnar eru því langt frá því að vera leystar og má jafnvel búast við að annar fund- ur verði haldinn um málið áður en langt um líður. agust@dv.is Formaður Heimdallar um 52% hækkun beinna skatta frá 7990: Launþegahreyfingin ætti að spyrna við fótum Eins og DV greindi frá í gær hafa nettó tekju- og eignarskattar hækkað úr 15% í 23% sem hlut- fall af öllum skattskyldum tekj- um frá 1990, samkvæmt nýbirt- um álagningarskrám fyrir tekjuárið 2002. Fyrir mismun- inn mætti hækka persónuaf- slátt um 18.500 krónur á mán- uði eða lækka skattprósentuna um 6%. „Þetta kemur manni ekki mikið á óvart þar sem þetta á sér sínar eðli- legu skýringar; skatthlutföllin hafa lækkað, hagkerfið stækkað og tekj- Heimdallur hefur löng- um barist fyrir lækkun skatta og árlega haldið upp á „skattadaginn". ur ríkisins aukist við það, en á þess- um langa uppgangstíma hefur hið opinbera slakað á í sparnaði og fitnað eins og púkinn á fjósbitan- um,“ segir Magnús Þór Gylfason, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavfk, um þessa þróun. Heimdallur hefúr löngum barist fyrir lækkun skatta og árlega haldið upp á „skattadag- inn“, sem markar þau tímamót að tekjur landsmanna það sem af er árinu duga fyrir skattgreiðslum árs- ins. Magnús Þór leggur til að laun- þegahreyfingin leggist nú á árarnar með þeim sem berjast gegn auk- inni skattbyrði. „Það sem væri ánægjulegt að sjá væri að laun- þegahreyfingin tæki málið upp og berðist fyrir því að snúið yrði af þessari braut. Þó ekki með þeim hætti að reyna að færa skattbyrðina frá einum hópi til annars. Það gagnast lítið til lengri tíma litið. AÐILAR VINNUMARKAÐARINS: Forystumenn ASf, vinnuveitenda og ríkisstjórnarinnar hitt- ust í Stjórnarráðinu í september 2001. Næsta verkefni verður líklega að tvinna skattalækk- unarhugmyndir ríkisstjórnarinnar saman við komandi kjarasamninga. Stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir núna er að draga úr út- gjöldum hins opinbera, ríkisins og ekki síður sveitarfélaganna." í umfjöllun vefrits fjármálaráðu- neytisins um skattbyrði, sem um- fjöllun DV í gær byggðist á, er þró- unin rakin til mikillar kaupmáttar- aukningar og upptöku fjár- magnstekjuskatts. Til viðbótar hef- ur ráðuneytið nú svarað því til að frá 1990 hafi skattbyrðin meðvitað verið færð frá óbeinum sköttum yfir í beina skatta. Aukin byrði beinna skatta segi því ekki alla sög- una og heildarskattbyrði hafi aukist minna. olafur@dv.is I I 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.